Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 39
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -2 6- ha rp a- C M Y K Kaffihúsið Frú Lúlú var opnað á Norðfirði í mars en allir starfs- menn þess eru undir 25 ára aldri. Hjá Frú Lúlú er lögð áhersla á menningarlegt and- rúmsloft og veitingar sem gerð- ar eru úr hráefni frá heima- byggð. „Það vilja margar konur í bæn- um vera Frú Lúlú en við upp- ljóstrum ekki hver hún er. Frú Lúlú er kreppukaffihús og rekið af hópi ungs hugsjónafólks. Við höfum til að mynda virkjað ungt fólk í bænum til að spila djass og aðra tónlist hjá okkur og þannig gert kaffihúsið að sama- stað fyrir listir og menningu. Í sumar verðum við með myndlist- arsumar og setjum upp um 10 sýningar,“ segir Hákon Guðröðarson eigandi. Húsið sjálft er frá aldamótunum 1900 og er annað elsta verslunarhúsnæðið á Norðfirði. Hjá Frú Lúlú má gæða sér á þjóð- legum kaffiveitingum eins og heimabökuðum kleinum bök- uðum upp úr mör og heima- reyktu hangikjöti með heima- bökuðu flatbrauði. Fer allur bakstur fram á staðnum með að- stoð nokkurra eldri kvenna í bænum. Matseðillinn er tví- skiptur, á honum má annars veg- ar finna framandi smárétti sem hentar vel að borða úti á verönd og hins vegar breytilegan seðil með fisk- og kjötréttum, allt eft- ir því hvað er ferskast hverju sinni. Opið er alla daga vikunnar, eldhúsið opið til klukkan 22 og um helgar er kaffihúsið líka krá og opið til klukkan þrjú. Frú Lúlú Ekki er uppljóstrað hver frú Lúlú er í raun og veru. Í kaffi hjá Frú Lúlú Frú Lúlú veitingahús Egilsbraut 19, 740 Neskaupstað Stafafell í Lóni hefur verið skipulagt sem náttúrugarður sem spannar um 400 ferkíló- metra svæði og liggur frá fjöru til fjalla, um 40 kílómetra leið upp með Jökulsá í Lóni að vatnaskilum við Fljótsdal. Upp- bygging á svæðinu miðar að ró- legum ferðamáta eða Slow Tra- vel sem felur í sér að dvelja lengur á áhugaverðu svæði frekar en að vera í kapphlaupi við tímann. Tengslin við náttúruna efld Á síðustu árum hafa göngubrýr, skálar og tjaldstæði gert að- stöðu til gönguferða ákjósan- lega. Helstu þjónustusvæði með skálagistingu og tjald- stæðum eru í Eskifelli og Kollu- múla þaðan sem fólk er keyrt til fjalla eða sótt að morgni dags og á kvöldin. Þá eru daglegar ferðir í Austurskóga þar sem áð er í Friðrikslundi. Þar er grenja- kofi Friðriks Jónssonar frá Hraunkoti sem var sannkallað náttúrubarn og í anda hans verður leitast við að efla tengsl- in við náttúruna. Í ferðunum verður veisla í farangrinum, boðið upp á humarsúpu, gerðar jógaæfingar og fróðleiksmolum um sögu og náttúru miðlað. Söng í gilinu „Austurskógar minna okkur á frásagnir um að landið allt hafi verið skógi vaxið. Í Hvannagil er ótrúleg litadýrð í líparítinu og al- gengt að erlendir ferðamenn hafi áhuga á að skoða gilið og spyrji þá um colour canyon. Í ferðum um svæðið er gaman að allir séu virkir þáttakendur. Ég man t.d. eitt sinn eftir því að ég var að rölta með ítalskan hóp um gilið í sól og blíðu og spyr hvort að einhver sé ekki til í að synjga. Þá kemur í ljós að í hópnum er söngkona frá Scala óperuhúsinu og söng hún eitt aðallagið úr óperunni Orfeus og Evridís með tilþrifum undir glæstu undirspili lækjarins. Á Smiðjunesi skammt frá gilinu er síðanvinsælt tjaldstæði með ekta náttúrustemningu ,“ segir Gunnlaugur B. Ólafsson, leið- sögumaður í Stafafelli. Göngugarpar Hér gengur hópur í náttúrufegurð í Víðagili. Náttúran í rólegheitum Stafafell í Lóni www.stafafell.is ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 39 Hefur þú komið í Hallormsstaðaskóg? Notið austfirskrar sumarblíðu, frábærra gönguleiða og smakkað á gómsætum krásum? www.e ast.is AUSTURL AND Í AL VÖR U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.