Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 56
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -4 1- sv an - hv it - C M Y K Það er afar endurlífgandi og frískandi að fara í góðan hjólatúr þegar heim er komið úr vinnu. Nú er orðið bjartara á kvöldin svo auðveldara er að nota þau til slíkra ferða og þá er bara mikilvægast að hafa öryggið á hreinu. Ekki gleyma hjálminum og passa að hjólið sé vel smurt og ekki úr sér gengið eftir veturinn. Góðir hjólastígar Innan Reykjavíkur eru víða komnir þægi- legir hjólastígar en líka hægt að hjóla á milli bæjarfélaga vilji fólk fara í aðeins lengri ferðir. Á slíkum ferðum er gott að taka með sér sundföt og njóta þess að slappa af í heitum potti eftir góðan hjóla- túr. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá allar helstu hjólaleiðir um höfuðborgina á vef- síðunni en með brúm og göngustígum hef- ur verið auðveldað til muna að komast leiðar sinnar á hjólfák. Morgunblaðið/ÞÖK Hjólreiðamenn Gott er að kynnast borginni á hjóli og ekki er hreyfingin slæm heldur. Frískandi útivist Göngu og hjólreiðastígar http://www.reykjavik.is/desktopde- fault.aspx/tabid-1363. 56| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Vatnaveröld í Reykjanesbæ er vatnaparadís þar sem fjöl- skyldan getur átt saman æv- intýralegan dag og börnin leikið sér í hinum ýmsu leik- tækjum. Vatnaveröld var opn- uð árið 2006 þegar sundlaug Reykjanesbæjar var stækkuð og byggð við hana 50 metra innilaug. Þá var um leið ákveðið að ráðast í fram- kvæmd vatnsleikjagarðs og hafa hann yfirbyggðan til að hann myndi nýtast allt árið um kring Áhersla á yngstu kynslóðina Í Vatnaveröld má finna úti- laug, innilaug, heita potta, vatnsrennibrautir og gufubað. Til að mæta þörfum lítilla barna er vatnið heitara en gengur og gerist auk þess sem undirlag er sérstaklega mjúkt en í leikjagarðinum má finna alls kyns leiktæki þar sem litlar hendur geta rann- sakað vatnið á ýmsa vegu. „Í leikjagarðinum eru alls konar rennibrautir og stór kastali en öll tækin eru þannig að hægt er að sprauta vatni úr þeim eða fötur fyllast af vatni og hellast síðan yfir börnin. Hingað kemur gríðarlegur straumur fólks af höfuðborg- arsvæðinu, fólk tekur rúntinn suður með sjó og á góða stund þarna saman. Stund- um höfum við einnig verið með fjársjóðsleit og ýmsar uppákomur í samvinnu við sunddeildina ef eitthvað hef- ur verið að gerast í bænum,“ segir Dagný Gísladóttir, kynn- ingarstjóri Reykjanesbæjar. Opið er í Vatnaveröld virka daga vikunnar til klukkan 21 en til klukkan 18 um helgar og er frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ. Busl Í Vatnaveröld er nóg til af leiktækjum fyrir börnin. Vinaleg laug fyrir kríli MAÍ 16. Álftanes Vortónleikar Tónlistarskóla Álfta- ness í hátíðarsalnum. 17. Garðabær Kórar í Garðabæ taka þátt í kórahátíð sem er í formi tónleika. 19. Mosfellsbær Máttur orðsins. Steingerður Steinarsdóttir, ritstýra og leiðsögumaður, fjallar um áhrifamátt mælts og ritaðs máls á daglega líðan okkar. Opið hús í Þverholti 7. 21. Álftanes Kvöldstund með bæjarlistamanni Álftaness, Tryggva M. Baldvinssyni tónlistar- manni, í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar. 21. Mosfellsbær Dagur heildrænna meðferða í Lágafellsskóla. 21. Seltjarnarnes Slysavarnadagur. 28.-7.júní Hafnarfjörður Bjartir dagar eru haldir í sjöunda sinn. Skemmtileg dagskrá fyrir alla. JÚNÍ 6.-7. Reykjavík Hátíð hafsins. 5.-7. Grindavík Sjóarinn síkáti, fjölbreytt dag- skrá fyrir alla aldurshópa. 12. Mosfellsbær Víðavangshlaup til minn- ingar um ullarstarfsemi á Álafossi og Fánadag. Hlaupnir eru 9 km í austurátt að Hafravatni og til baka í Álafosskvosina. Skráning á www.hlaup.is 20.-22. Mosfellsbær Frjálsíþróttahátíð á Varmárvelli fyrir 14 ára og yngri af öllu landinu. ÁGÚST 22. Reykjavík Menningarnótt SEPT 3.-6. Reykjanesbær Ljósanótt verður haldin í 10. sinn. * Listinn er ekki tæmandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.