Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 38
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -2 5- ha rp a- C M Y K Hótel Bláfell er rómantískt sveitahótel á Breiðdalsvík og góður kostur fyrir þá sem eru á ferðalagi um Austfirði og vilja njóta þess að vera í fögru, þægi- legu og rólegu umhverfi í faðmi fjalla. Hótelið hefur verið rekið síðan árið 1982 og er nú nýbúið að taka allt hótelið í gegn, mála, skipta um öll gólfefni og setja nýjar sturtur í öll herbergi. Plokkfiskurinn vinsæll Á hótelinu er að finna 22 her- bergi, öll með baði, sjónvarpi og síma og þar er veitingastaður þar sem alvöru íslenskur heim- ilismatur er á matseðlinum yfir sumarmánuðina. „Hingað koma stundum margar rútur á dag í hádegismat en hótelið er orðið frægt fyrir heimilismat eins og plokkfisk sem erlendir ferða- menn þrá að fá. Við höfum feng- ið til okkar jafnt af erlendum og íslenskum gestum en búumst við að þeir gætu orðið fleiri í sumar,“ segir Friðrik Árnason, eigandi hótelsins. Margs konar afþreying Breiðdalsvík er vel staðsett fyr- ir ferðalanga og þar er hægt að njóta náttúrunnar á ýmsan hátt. Í Breiðdalnum er ein þekktasta veiðiá landsins, Breiðdalsá, og þar er einnig rek- in hestaleiga auk þess sem gönguleiðir og náttúruskoðun eru vinsælar á svæðinu. Þá verður jarðfræðisetur á Breið- dalsvík opnað nú á vormán- uðum 2009 en setrið er stofnað til heiðurs breska jarðfræðipró- fessornum George Leonard Pat- rick Walker sem starfaði á Austurlandi á árunum 1954 – 1965 og kortlagði stóran hluta austfirskra jarðlaga. Rómantík á Breiðdalsvík Notalegt Hótel Bláfell er í nálægð við fallega náttúru. Hótel Bláfell www.hotelblafell.is/blafell/ 38| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Ætla mætti að leikritið Elvis, leiðin heim, fjallaði um söngv- arann góðkunna en svo er þó ekki, því leikritið fjallar í raun um hundinn Elvis sem þekkt- ur er á Egilsstöðum fyrir óknytti og ævintýramennsku. Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir verkið í sumar. Ævintýragjarn hundur „Þetta er barnaleikrit sem ég samdi en hugmyndin kom upp fyrir um það bil ári þegar farið var að tala um að leikfélagið settti upp eitt slíkt. Þá sagði ég í bríaríi við hópinn hvort ég ætti ekki bara að skrifa barnaleikrit en áður hafði ég samið útfærslu af Lísu í Undralandi fyrir mennta- skólann og fannst skemmti- leg tilhugsun að skrifa fyrir börn. Á göngu minni heimleið- is fór ég hins vegar að hugsa hvað í ósköpunum ég væri bú- inn að koma mér út í en hitti síðan vin minn á leiðinni sem sagði: „Þetta er ekkert mál, þú skrifar bara leikrit um Elv- is, hundinn þinn,“ og það varð úr. Elvis hefur sloppið út nokkrum sinnum og lent í alls konar ævintýrum, þar á meðal nokkrum sektum þannig að verkið er um hund sem slepp- ur að heiman frá sér og hittir alls konar dýr á ferðum sín- um,“ segir Sigurður Ingólfs- son, höfundur og leikstjóri verksins. Sýnt í gömlum bragga Það er tónlist í verkinu og mörg börn sem leika í því en eingöngu dýr koma fyrir í leik- ritinu. Verið er að gera upp gamla braggann við slátur- húsið á Egilsstöðum sem sýn- ingaraðstöðu og nú er unnið að því að einangra hann, laga og bæta. Svið er í bragganum og þar hafa verið haldnir tón- leikar en Sigurður segir að stefnt sé að því að húsið geti orðið leiklistaraðstaða fyrir fé- lagið svo og leikfélag Mennta- skólans á Egilsstöðum og leikfélagið Frú Normu. Vonast hann til að með góðum árangri sýningarinnar verði í framhaldi hægt að útvega styrki til að vinna frekari end- urbætur á húsinu. Óknyttahundurinn Elvis Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Blómstrandi Vonast er til að bragginn geti orðið aðstaða leikfélaganna sem starfa á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.