Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 48
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-3
4-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
48| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður
haldin dagana 27.-30. ágúst í Hveragerði en
að sögn Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur,
menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðis-
bæjar, er alltaf mikið líf og fjör í bænum á
meðan á hátíðinni stendur. „Það voru nokkr-
ir einstaklingar í bænum sem höfðu frum-
kvæði að því að halda bæjarhátíð. Svo hefur
hátíðin þróast í að vera stærri bæjarhátíð
fyrir bæjarbúa, brottflutta bæjarbúa og aðra
gesti. Á hátíðinni höfum við alveg náð að
halda bæjarbragnum og við höfum lagt
áherslu á listina, bæði handverk og tónlist.
Það hefur alltaf verið stór handverksmark-
aður og svo hefur tónlistin verið veglegur
þáttur af hátíðinni og mun sérstaklega vera
það í ár. Hátíðin mun kynna tónskáld og
listamenn sem hafa verið búsett í bænum í
gegnum árin en það eru náttúrlega fjölmarg-
ir listamenn.“
Heilsan í fyrirrúmi
Jóhanna Margrét talar um að dagskráin í ár
verði mjög hefðbundin. „Á þessum sparnað-
artímum verður aðkoma íþróttafélagsins
Hamars meiri en áður. Hátíðin verður því
íþróttatengd og við hugsum meira um heils-
una en oft áður. Umfram allt eru Blómstr-
andi dagar fjölskylduhátíð og það er alltaf í
fyrirrúmi. Hátíðin byrjar venjulega á fimmtu-
dagskvöldi með tónleikum eða listasýningu
og hátíðin stendur svo fram á sunnudag,“
segir Jóhanna Margrét sem hvetur alla til að
gera sér glaðan dag og kíkja í Hveragerði.
„Með hátíðinni hefur Hveragerði skipað
sér í hóp bæjarfélaga þar sem ákveðin helgi
er undirlögð viðburðum af ýmsu tagi en slík-
ar hátíðir eru gjarnan mjög vinsælar. „Við
leggjum okkur fram um að hafa dagskrána
fjölbreytta og skemmtilega,“ segir Jóhanna
Margrét. „Það eru bæði fyrirtæki og bæj-
arbúar sem leggja sitt af mörkum til að há-
tíðin heppnist vel og verði þeim eft-
irminnileg sem hana sækja. Í nokkur ár
hefur ísverksmiðjan Kjörís haldið ísdaginn
mikla hátíðlegan á laugardeginum og er
þess að vænta að hann verði með vegleg-
asta móti í ár enda fagnar fyrirtækið 40 ára
afmæli sínu þetta árið. Hápunktur hátíð-
arinnar er svo án efa brekkusöngurinn og
flugeldasýningin á laugardagskvöldinu.“
Blómstrandi dagar Brekkusöngurinn í Hveragerði á Blómstrandi dögum er alltaf vel sóttur en bæjarhátíðin hefur fengið mikið lof.
Eftirminnileg hátíð
Vík í Mýrdal
Fjölskylduvænt samfélag
Golfvöllurinn í Vík
Perla sem er vert að skoða nánar
Aðeins 2 klst. akstur frá Reykjavík - http://www.vik.is
Fræðslu- og happastígur fjölskyldunnar!
Upplifðu sögu og náttúru Laugarvatns
og settu nafnið þitt í LUKKUPOTT !
Nálgast má kort og leiðbeiningar á opnunartíma
sundlaugarinnar á Laugarvatni (s: 486-1251),
í Farfugla-heimilinu á Laugarvatni eða á www.hufa.is
Laugarvatn 29. maí - 15. okt.
Verð á korti er 300 kr.
Allt lesmál er á nokkrum
tungumálum auk íslensku.
Mynd: Kristrún S.
Suðurlands
Menningarráð