Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 48
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 4- ha rp a- C M Y K 48| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldin dagana 27.-30. ágúst í Hveragerði en að sögn Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur, menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðis- bæjar, er alltaf mikið líf og fjör í bænum á meðan á hátíðinni stendur. „Það voru nokkr- ir einstaklingar í bænum sem höfðu frum- kvæði að því að halda bæjarhátíð. Svo hefur hátíðin þróast í að vera stærri bæjarhátíð fyrir bæjarbúa, brottflutta bæjarbúa og aðra gesti. Á hátíðinni höfum við alveg náð að halda bæjarbragnum og við höfum lagt áherslu á listina, bæði handverk og tónlist. Það hefur alltaf verið stór handverksmark- aður og svo hefur tónlistin verið veglegur þáttur af hátíðinni og mun sérstaklega vera það í ár. Hátíðin mun kynna tónskáld og listamenn sem hafa verið búsett í bænum í gegnum árin en það eru náttúrlega fjölmarg- ir listamenn.“ Heilsan í fyrirrúmi Jóhanna Margrét talar um að dagskráin í ár verði mjög hefðbundin. „Á þessum sparnað- artímum verður aðkoma íþróttafélagsins Hamars meiri en áður. Hátíðin verður því íþróttatengd og við hugsum meira um heils- una en oft áður. Umfram allt eru Blómstr- andi dagar fjölskylduhátíð og það er alltaf í fyrirrúmi. Hátíðin byrjar venjulega á fimmtu- dagskvöldi með tónleikum eða listasýningu og hátíðin stendur svo fram á sunnudag,“ segir Jóhanna Margrét sem hvetur alla til að gera sér glaðan dag og kíkja í Hveragerði. „Með hátíðinni hefur Hveragerði skipað sér í hóp bæjarfélaga þar sem ákveðin helgi er undirlögð viðburðum af ýmsu tagi en slík- ar hátíðir eru gjarnan mjög vinsælar. „Við leggjum okkur fram um að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega,“ segir Jóhanna Margrét. „Það eru bæði fyrirtæki og bæj- arbúar sem leggja sitt af mörkum til að há- tíðin heppnist vel og verði þeim eft- irminnileg sem hana sækja. Í nokkur ár hefur ísverksmiðjan Kjörís haldið ísdaginn mikla hátíðlegan á laugardeginum og er þess að vænta að hann verði með vegleg- asta móti í ár enda fagnar fyrirtækið 40 ára afmæli sínu þetta árið. Hápunktur hátíð- arinnar er svo án efa brekkusöngurinn og flugeldasýningin á laugardagskvöldinu.“ Blómstrandi dagar Brekkusöngurinn í Hveragerði á Blómstrandi dögum er alltaf vel sóttur en bæjarhátíðin hefur fengið mikið lof. Eftirminnileg hátíð Vík í Mýrdal Fjölskylduvænt samfélag Golfvöllurinn í Vík Perla sem er vert að skoða nánar Aðeins 2 klst. akstur frá Reykjavík - http://www.vik.is Fræðslu- og happastígur fjölskyldunnar! Upplifðu sögu og náttúru Laugarvatns og settu nafnið þitt í LUKKUPOTT ! Nálgast má kort og leiðbeiningar á opnunartíma sundlaugarinnar á Laugarvatni (s: 486-1251), í Farfugla-heimilinu á Laugarvatni eða á www.hufa.is Laugarvatn 29. maí - 15. okt. Verð á korti er 300 kr. Allt lesmál er á nokkrum tungumálum auk íslensku. Mynd: Kristrún S. Suðurlands Menningarráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.