Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 41
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-2
8-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
Tæknaminjasafn Austurlands
á Seyðisfirði hefur að geyma
einstakan safnkost sem sýnir
innreið nútímans hingað til
lands. Safnið er 25 ára á
þessu ári en var tekið í alls-
herjar yfirhalningu árið 2003
og þá um leið farið að stefna
að því að gera safnið að lands-
safni á þessu sviði. Helgina
24.-26. júlí verður haldin
smiðjuhátíð í safninu þar sem
eldsmiðir og aðrir handverks-
menn smíða, kenna og sýna.
Kunnátta á milli kynslóða
„Hér er margt hægt að prófa
og starfsfólkið sérhæft þannig
að það kann á tækin og getur
sýnt þau. Þetta er í fjórða sinn
sem hátíðin er haldin og hún
gengur út á að flytja og efla
handverkskunnáttu á milli kyn-
slóða. Lögð er áhersla á járn-
smíðar, eldsmíði og málm-
bræðslu en grunnnámskeið í
eldsmíði hefur verið fastur lið-
ur hingað til og hnífasmíða-
námskeið auk þess sem við
bættum við fýsibelgjagerð eins
og var á miðöldum. Hér á safn-
inu má meðal annars finna
gamla ritsímastöð frá 1906 og
næstelstu vélsmiðju lands-
ins,“ segir Pétur Kristjánsson
hjá Tækniminjasafninu.
Alvöru loftskeytamaður
Á hátíðinni mun einnig lærður
loftskeytamaður, sem starfaði
við símstöðina áður fyrr, keyra
upp ritsímann og skrifa og
taka á móti skeytum og skrifa
mors. Margir handverksmenn
koma og sýna á hátíðinni,
meðal annars Hallgrímur
Helgason sem vinnur úr hross-
hárum. Á bryggjunni verður síð-
an slegið upp balli bæði kvöld-
in, harmonikkuballi hið fyrra og
hljómsveitaballi hið síðara.
Hægt verður að skrá sig á
námskeið en líka koma við á
safninu og horfa á eða prófa,
eftir því sem fólk kýs. Í sumar
verða einnig styttri sýningar í
eldsmiðjunni þar sem sýnd
verður eldsmíði.
Eldsmíði Á Smiðjuhátíð er kennt ýmiss konar fornt handverk.
Kunnátta flutt á
milli kynslóða
Minjasafn Austurlands
www.tekmus.is
ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 41
Fjölbreytt þjónusta
við ferðamenn.
Fyrsta flokks gistiað-
staða, sumarhús, góðir
veitingastaðir, viðburðir, söfn og listsýningar.
Kajak- og fjallahjólaleiga, sjóstanga- og skemmti-
siglingabátur, menningargöngutúrar með leiðsögn,
stikaðar gönguleiðir, golfvöllur, handverksmarkað-
ur, sundlaug o.fl.
Velkomin til
Seyðisfjarðar
Nánar á www.seydisfjordur.is
S: 478-1719 • 699-6684
www.stafafell.is
NÁTTÚRUGARÐUR
Gönguferðir
Tjaldstæði
Dagsferðir
Skálagisting
Útivistardagar
STAFAFELL