Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 33
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -2 1- ha rp a- C M Y K Fjölskyldu- og menningar- hátíðin Kátir dagar verður haldin dagana 15.-19. júlí og þá verður kraumandi kæti á svæðinu öllu, á Bakkafirði, Þórshöfn og í Svalbarðs- hreppi, og nóg um að vera fyr- ir jafnt unga sem aldna. Útimarkaður og sýningar „Hátíðin hefur verið haldin annað slagið í meira en ára- tug og nú síðustu árin á hverju ári. Hún byggist mikið á frumkvæði heimamanna sem nota tækifærið og setja upp ýmsar sýningar og viðburði eins og til dæmis myndlistar- sýningar og útimarkað þar sem seld verður matvara, handverk og listmunir svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, æskulýðs- og menningarfulltrúi Langanes- byggðar. Keppt í gerð sand- listaverka Fyrir börnin verður heilmikið við að vera, ýmis leiktæki á opnum leiksvæðum auk þess sem í bænum eru góð íþrótta- mannvirki og sundlaug. Á skipulagðri dagskrá verður meðal annars sandlistaverka- keppni þar sem keppendur skapa listaverk í fjörusandi og sker dómnefnd síðan úr um hver vinnur. Þar verður einnig hinn frægi Langanesvíkingur Einnig verður haldið kassabílarall, dorgveiðikeppni og kassaklifur. Afi og amma geta mætt á söngkvöld þar sem verður fjöldasöngur og spilað undir eða hagyrð- ingakvöld og þá munu Ljótu hálfvitarnir og Ingó og veð- urguðirnir sjá um að skemmta og leika fyrir dansi. Sögusvið Höllu og heiðarbýlisins Í Þistilfirði verður farin göngu- ferð í tengslum við rithöfund- inn Jón Trausta en heiðarnar þar inn með eru taldar vera sögusvið Höllu og heiðarbýlis- ins. Þá hefur fengist leyfi til að ganga upp á Gunnólfsvíkur- fjallið og njóta þar útsýnisins og skoða radarstöð sem þar er staðsett. Þá verður á Kát- um dögum opnuð sérstök sýn- ing í Sauðaneshúsi, safni norðan við Þórshöfn, um Drauma-Jóa og hans draum- speki en hann gat svarað spurningum sem fyrir hann voru lagðar í svefni. Listaverk Í fjörunni verða til ýmiss konar listaverk úr sandi. Kátir dagar fyrir alla fjölskylduna Kátir dagar http://langanesbyggd.is/ ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 33 Líklega lang langbesti staðurinn á Íslandi fyrir hvalaskoðun... KÍKT U Á HV AL HEIMSÆKIÐ BLÍÐU RISANA Á HÚSAVÍK SUMARGJÖF - HVALASKOÐUN - Gildistími: Maí* & Júní** 2009 * Í brottfarir: 09:45 & 13:15 ** Í brottfarir: 16:45 & 20:15 2 fyrir 1 Þessi miði gildir í hefðbundna hvalaskoðunarferð með GG á Húsavík samkvæmt tímaáætlun og aðstæðum. Þú framvísar miðanum í afgreiðslu, greiðir fyrir 1 farþega og færð 2 farmiða. Njóttu vel og góða skemmtun. Sumarkveðja, Starfsfólk GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.