Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 44
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 0- ha rp a- C M Y K Gamla frystihúsið á Eyrarbakka hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2006 en þá keypti Árni Valdimarsson frá Kílhrauni á Skeiðum húsið. Nú er hug- myndin að búa til lifandi skemmtigarð inni í frystihúsinu eins og Anna Sigríður Árnadótt- ir, dóttir Árna, sagði í spjalli við Morgunblaðið. „Gestir sem koma í frystihúsið geta þá leigt sér búning en allt starfsfólkið verður í búningi frá aldamót- unum 1900 enda ætlum við að búa til aldamótaþorp í frystihús- inu. Þar verða verslanir, banki, pósthús, veitingastaðir, sér- stakt leikhús fyrir krakkana og margt fleira.“ Skemmtigarður fyrir alla Það er margt fleira sem verður í gamla frystihúsinu og þess á meðal eru iðngreinaverkstæði. „Á byggðasafni Árnesinga eru gömul verkstæði eins og skó- smíðaverkstæði, gullsmíða- verkstæði, söðlasmiður og margt fleira. Okkur langar að koma þessum söfnum inn í aldamótaþorpið þannig að fólk geti komið og séð gömul vinnu- brögð en við myndum fá iðnað- menn annars slagið til að sýna vinnubrögðin. En dagsdaglega er þetta opinn skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna sem á svo eftir að flæða út um þorpið,“ segir Anna en tekur fram að þorpið sé ekki alveg tilbúið. „Í dag erum við með kaffihús, handverksmarkað og fornbíla- sýningar í frystihúsinu auk þess sem við seljum þar grænmeti, kjöt og fisk. Þar er líka lista- smiðja og tungumálamiðstöð fyrir börn og við erum sömuleið- is með alls konar námskeið fyrir krakkana. Við erum byrjuð að vinna að aldamótaþorpinu í stóra saltfiskhúsinu og það verður opið þar inn í sumar svo fólk geti komið og fylgst með framkvæmdunum, sem verður mjög skemmtilegt.“ Gömul og góð gildi Það er búið að gera upp mörg gömlu húsanna á Eyrarbakka og Anna segir það stórkostlegt að ganga um þorpið. „Við erum með ákveðið markaðsátak á Eyrarbakka og ætlum að merkja öll húsin með skiltum. Eins verður búinn til göngubæklingur um Eyrarbakka og þá verður hægt að ganga um þorpið og lesa söguna af veggjum húsanna. Svo er heilmikið af fólki sem kemur bara til þess að sitja upp á sjóvarnargarðinum og taka inn orkuna frá hafinu. Núna er svo gott að hvíla sig í sveitinni og fara aftur í þessi gömlu góðu gildi,“ segir Anna og tekur fram að það sé engin kreppa á Eyrarbakka. „Það eru allir voða ánægðir með þorpið í dag en það var orðið dálítið dautt eins og mörg lítil sjáv- arþorp. En núna hafa allir spýtt í lófana og til dæmis ætla íbúar þorpsins að taka til í þorpinu á morgun. Hér er alltaf líf og fjör.“ Eyrarbakki Það er skemmtilegt að ganga um Eyrarbakka enda búið að gera mörg húsanna upp. Aldamótaþorp á Eyrarbakka www.gonholl.is 44| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Farfuglar  Sundlaugavegur 34  105 Reykjavík  Sími 552 8300  thorsmork@thorsmork.is  www.thorsmork.is Þórsmörk - einstök náttúruperla Komdu í Þórsmörk og upplifðu þessa einstöku perlu í aðeins 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Í Húsadal er búið að byggja upp frábæra aðstöðu fyrir einstaklinga og hópa til styttri eða lengri dvalar. Þórsmörk er ævintýraland náttúruunnenda með endalausum möguleikum á gönguleiðum og útiveru þar sem jöklar, ár, fjöll og gróður kallast á í þessu magnaða landslagi. Þeir sem koma á eigin bíl geta skilið hann eftir við Seljalandsfoss eða Krossá og keypt far síðasta spölinn með rútunni. Daglegar áætlunarferðir Kynnisferða eru frá Umferðamiðstöðinni frá 15. júní til 15. sept. Nánari upplýsingar um brottfarir má finna á www.re.is Góð gisting Frábær aðstaða Í Húsadal er mjög fjölbreytt aðstaða og þjónusta. Má þar m.a. nefna:  Fjölbreyttir gistimöguleikar  Stór matsalur  Veitingasala og verslun  Aðstaða til funda og námskeiðahalds  Heitur pottur og gufubað  Merktar gönguleiðir  Skipulagðar gönguferðir með leiðsögn  Hentugt fyrir vinahópa, námskeið, starfsmannafélög og hvataferðir  Velbúið tjaldsvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.