Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 62
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -4 5- sv an - hv it - C M Y K 62| ferðasumar 2009 Morgunblaðið holar@simnet.is FÖRUM Á FJÖLL Glæný bók um gönguferðir á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins. Göngulýsingar og fróðleikur um hvert fjall (jarðfræði og sögur). Fjöldi lit- mynda og korta. Já, drífðu þig í fjallgöngu! Garðskagi er hluti Suðurnesja og oft nefndur táin á Reykjanes- skaga en lega skagans og fjöl- breytt búsvæði gera hann að ein- um besta fuglaskoðunarstað landsins enda rómaður fyrir fuglalíf sitt allt árið um kring. Nærri 200 tegundir fugla hafa sést í Garði, eins og sjá má á pistli Jóhanns Óla Hilmarssonar á heimasíðu sveitarfélagsins Garðs en þar er til dæmis fjallað nánar um algengustu fuglana. Sumar tegundirnar hafa þó að- eins látið sjá sig einu sinni á Garði þó að margar tegundirnar séu þar oft. Út af Garðskaga er til dæmis alltaf mikið af sjófugl- um og jafnvel einn besti stað- urinn til að skoða marga sjó- fugla. Það er því ekki úr vegi að fara með fjölskylduna í laut- arferð í Garð og skoða mismun- andi tegundir fugla. Morgunblaðið/Ómar Maríuerla Í Garði má sjá mikinn fjölda af alls kyns fuglum. Fuglar í Garði Fuglaskoðun í Garði www.sv-gardur.is/Ferdathon- usta/Fuglaskodun/ Nóg verður um að vera í Hafn- arfirði í vor og sumar. Skemmti- legir dagar og hátíðir setja sinn svip á bæinn auk þess sem hægt er að klífa á fjöll og njóta útivistar í útjaðri hans. Fjölskylduafþreying Laugardaginn 30. maí verður skemmtilegur viðburður fyrir fjölskylduna í Hafnarborg en þá verður farið í ratleik á Víði- staðatúni. Í höggmyndagarð- inum þar verður fræðsla um listamennina og skúlptúrana og að því loknu farið í ratleik en aðgangur er ókeypis. Bjartir dagar í Hafnarfirði Hinn 28. maí hefst mikil bæjar- hátíð í Hafnarfirði í sem kallast Bjartir dagar og stendur yfir í heila viku. Þar ætlar Pétur Gautur meðal annars að taka þátt í myndtónlistargjörningi ásamt Eyjólfi Þorleifssyni. Þá verður athygli beint að Krýsu- víkursvæðinu með skemmti- legum upplýsingaskiltum sem sett verða upp við Seltún. Text- inn er unninn af Jónatan Garð- arssyni og Marín Hrafnsdóttur. Morgunblaðið/Eyþór Litadýrð Náttúrufegurðin í Krýsuvík er mikil og rétt við bæjarfótinn. Bjart í Hafnarfirði Á fallegum góðviðriðsdegi að sumri þarf ekki að leita langt yf- ir skammt. Á Seltjarnarnesi er hægt að njóta náttúrunnar með góðum göngu- eða hjólatúr eða taka einn hring á golfvellinum fyrir þá sem slíkt iðka. Fjölskrúðugt fuglalíf Við Gróttu og Bakkatjörn er fuglalífið sérlega fjölskrúðugt og þar verpa fjölmargar teg- undir fugla reglulega en meðal þeirra eru krían, gargönd, æður og stokkönd. Grótta hefur um skeið verið friðlýst svæði og í nóvember 2000 var Bakkatjörn og nánasta umhverfi hennar friðlýst að frumkvæði umhverfisnefndar. Vinsælt er að ganga í fjörunni handan við Bakkatjörn og hægt að fá sér þar hressandi göngu með sjáv- arloftið í fangið. Árleg Jónsmessuganga Menningu og listum eru gerð góð skil í Seltjarnarnesbæ og bæjarlistamaður valinn árlega auk þess sem Bókasafn Sel- tjarnarness þjónar því hlutverki að vera vettvangur fyrir félags- og menningarlíf bæjarbúa. Þá er árlega farið í Jóns- messugöngu um Nesið en þeirri göngu lýkur með hress- ingu, varðeldi, harmónikkuspili og söng. Morgunblaðið/Ómar Hressandi útivist Svæðið úti við Gróttu er tilvalið til útivistar. Útivist og menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.