Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 62
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-4
5-
sv
an
-
hv
it
- C
M
Y
K
62| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
holar@simnet.is
FÖRUM Á FJÖLL
Glæný bók um
gönguferðir á
hæstu fjöll í
öllum sýslum
landsins.
Göngulýsingar
og fróðleikur
um hvert fjall
(jarðfræði og
sögur).
Fjöldi lit-
mynda og
korta.
Já, drífðu þig í fjallgöngu!
Garðskagi er hluti Suðurnesja
og oft nefndur táin á Reykjanes-
skaga en lega skagans og fjöl-
breytt búsvæði gera hann að ein-
um besta fuglaskoðunarstað
landsins enda rómaður fyrir
fuglalíf sitt allt árið um kring.
Nærri 200 tegundir fugla hafa
sést í Garði, eins og sjá má á
pistli Jóhanns Óla Hilmarssonar
á heimasíðu sveitarfélagsins
Garðs en þar er til dæmis fjallað
nánar um algengustu fuglana.
Sumar tegundirnar hafa þó að-
eins látið sjá sig einu sinni á
Garði þó að margar tegundirnar
séu þar oft. Út af Garðskaga er
til dæmis alltaf mikið af sjófugl-
um og jafnvel einn besti stað-
urinn til að skoða marga sjó-
fugla. Það er því ekki úr vegi að
fara með fjölskylduna í laut-
arferð í Garð og skoða mismun-
andi tegundir fugla.
Morgunblaðið/Ómar
Maríuerla Í Garði má sjá mikinn fjölda af alls kyns fuglum.
Fuglar í Garði
Fuglaskoðun í Garði
www.sv-gardur.is/Ferdathon-
usta/Fuglaskodun/
Nóg verður um að vera í Hafn-
arfirði í vor og sumar. Skemmti-
legir dagar og hátíðir setja sinn
svip á bæinn auk þess sem
hægt er að klífa á fjöll og njóta
útivistar í útjaðri hans.
Fjölskylduafþreying
Laugardaginn 30. maí verður
skemmtilegur viðburður fyrir
fjölskylduna í Hafnarborg en þá
verður farið í ratleik á Víði-
staðatúni. Í höggmyndagarð-
inum þar verður fræðsla um
listamennina og skúlptúrana
og að því loknu farið í ratleik en
aðgangur er ókeypis.
Bjartir dagar í Hafnarfirði
Hinn 28. maí hefst mikil bæjar-
hátíð í Hafnarfirði í sem kallast
Bjartir dagar og stendur yfir í
heila viku. Þar ætlar Pétur
Gautur meðal annars að taka
þátt í myndtónlistargjörningi
ásamt Eyjólfi Þorleifssyni. Þá
verður athygli beint að Krýsu-
víkursvæðinu með skemmti-
legum upplýsingaskiltum sem
sett verða upp við Seltún. Text-
inn er unninn af Jónatan Garð-
arssyni og Marín Hrafnsdóttur.
Morgunblaðið/Eyþór
Litadýrð Náttúrufegurðin í Krýsuvík er mikil og rétt við bæjarfótinn.
Bjart í Hafnarfirði
Á fallegum góðviðriðsdegi að
sumri þarf ekki að leita langt yf-
ir skammt. Á Seltjarnarnesi er
hægt að njóta náttúrunnar með
góðum göngu- eða hjólatúr eða
taka einn hring á golfvellinum
fyrir þá sem slíkt iðka.
Fjölskrúðugt fuglalíf
Við Gróttu og Bakkatjörn er
fuglalífið sérlega fjölskrúðugt
og þar verpa fjölmargar teg-
undir fugla reglulega en meðal
þeirra eru krían, gargönd, æður
og stokkönd. Grótta hefur um
skeið verið friðlýst svæði og í
nóvember 2000 var Bakkatjörn
og nánasta umhverfi hennar
friðlýst að frumkvæði
umhverfisnefndar. Vinsælt er
að ganga í fjörunni handan við
Bakkatjörn og hægt að fá sér
þar hressandi göngu með sjáv-
arloftið í fangið.
Árleg Jónsmessuganga
Menningu og listum eru gerð
góð skil í Seltjarnarnesbæ og
bæjarlistamaður valinn árlega
auk þess sem Bókasafn Sel-
tjarnarness þjónar því hlutverki
að vera vettvangur fyrir félags-
og menningarlíf bæjarbúa. Þá
er árlega farið í Jóns-
messugöngu um Nesið en
þeirri göngu lýkur með hress-
ingu, varðeldi, harmónikkuspili
og söng.
Morgunblaðið/Ómar
Hressandi útivist Svæðið úti við
Gróttu er tilvalið til útivistar.
Útivist og menning