Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 40
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -2 7- ha rp a- C M Y K Aðalheiður Borgþórsdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi er betur þekkt sem LungA- mamma meðal yngri kynslóð- arinnar á Seyðisfirði. Hún held- ur utan um praktískar hliðar LungA – listahátíðar ungs fólks sem haldin verður vikuna 13.- 19. júlí. Ekki passífir áhorfendur „Hátíðin er nú haldin í tíunda sinn en söguna má rekja aftur til ársins 2000 þegar dóttir mín var 16 ára og skælandi yfir því að ekkert væri við að vera í bænum. Hún kom síðan einu sinni með tvo vini sína í heim- sókn og þá ákváðum við að búa til listahátíð sem yrði stíluð inn á ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Svokallað framkvæmdaráð hátíðarinnar eru ungmenni sem hafa meira og minna alist upp með hátíðinni og þau eru list- rænir stjórnendur á meðan ég held utan um fjármálin og aðra praktíska hluti. Velvilji fólks og það að hafa góða styrktaraðila hefur mikið að segja enda er reynt að halda kostnaði eins mikið niðri og mögulegt er. Þetta á sérstaklega við í smiðj- unum enda er okkur mikið kappsmál að ungt fólk fái að kynnast listinni innan frá og sé ekki bara passífir áhorfendur,“ segir Aðalheiður. Kvótalaus hljóðútgerð Ungt fólk alls staðar að úr heim- inum sækir hátíðina og hafa á annað hundrað manns verið að vinna í og við smiðjurnar síðast- liðin ár. Í ár verða Mugison og Davíð Þór með smiðjuna Hljóð- bátinn, kvótalausa hljóðútgerð eins og þeir kalla hana. Hall- dóra Geirharðs og Bergur verða með trúðasmiðju, Hugleikur með teiknimyndasmiðju og Henrik Vibskov, þekktur dansk- ur hönnuður, með gjörninga- smiðju svo fátt eitt sé nefnt, en Aðalheiður segir mikinn metn- að lagðan í að fá gott fólk til að vinna með krökkunum. Á laug- ardeginum má síðan segja að hátíðin breytist í útihátíð þegar haldin er stór tónlistarveisla og bærinn fyllist af ungu fólki. Meðal þeirra sem stíga á pall eru Jagúar, Mugison, GusGus, Skakkamanage og B. Sig. Sköpunargleði Á LungA fær ungt fólk að njóta sín í tónlist og listum en hátíðin er nú haldin í tíunda sinn. Að kynnast listinni innan frá LungA – listahátíð ungs fólks http://lunga.is Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fimmta sinn nú í sumar á Norðfirði þar sem rjóminn af íslenskum rokk- hljómsveitum kemur fram auk erlendra gestahljómsveita. Sífellt fleiri hljómsveitir Frumskipuleggjandi hátíðarinnar er Stef- án Magnússon, trommuleikari í hljóm- sveitinni Dys, sem fluttist á Neskaupstað til að gerast þar leikfimiskennari og þótti ekki nóg við að vera þar á þessu sviði. Árið 2005 ákvað hann því að halda tón- leika og komu þá átta hljómsveitir fram en síðan hefur hátíðin undið upp á sig, fleiri hljómsveitir spilað með ári hverju og sífellt bæst í gestahópinn. Nafn hátíðarinnar er nokkuð sérstakt og minnir á nafn annarrar hátíðar sem haldin er á sama stað í lok júlí. „Nafnið lá svo vel við staðsetningunni og er gott dæmi um húmorinn í Stebba. Við erum ekkert að setja út á hitt nafnið heldur er þetta frekar bara hnyttni. Margar hljóm- sveitir sækjast eftir að spila á hátíðinni en við veljum úr og reynum að hafa alla flóruna með, bæði þungt og létt rokk þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hafsteinn Árnason sem skipuleggur hátíðina ásamt Stefáni Magnússyni Íslenskt, sænskt og þýskt Þekktasta hljómsveitin í ár verður Ham en meðal annarra íslenskra sveita má nefna Sólstafi, Mínus, Brain Police, Mammút og harðkjarnahljómsveitina Klink sem var mjög vinsæl fyrir nokkrum árum og einnig mun Andlát heiðra gesti hátíðarinnar með nærveru sinni. Þær er- lendu hljómsveitir sem spila í ár verða sænska hljómsveitina Tyrant og þýska hljómsveitin Actress. Hátíðin verður hald- in dagana 9.-12. júlí og hægt er að kaupa miða á www. midi.is Ham spilar á Eistnaflugi Stemning Á Eistnaflugi stíga öll helstu rokkbönd landsins á stokk. Eistnaflug http://eistnaflug.is/ 40| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.