Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 20
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -1 1- ha rp a- C M Y K Leiklistarhátíðin ACT ALONE er haldin árlega á Ísafirði yfir sumartímann. ACT ALONE er helguð einleikjum og er með- al fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sér- staka leikhúsformi. Frítt er á hátíðina og gefst fólki þann- ig tækifæri til að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform. Leikur karla, konur og fífl „Ég lít á þessa hátíð þannig að hún eigi að vera kynning á þessu sérstaka leikhús- formi sem einleikurinn er og við reynum að bjóða upp á sem fjölbreyttastar sýningar. Það er allt opið í einleik sem er það skemmtilega við þetta og þannig getur til dæmis bara einn leikari leik- ið allt Titanic-slysið. Sjálfur hef ég verið að leika sögu Gísla Súrssonar þar sem koma ansi margir við sögu og ég leik alla strolluna; karla, konur, fífl og fleiri. Þetta form er án nokkurs vafa eitt erfiðasta form leik- listarinnar og mesta áskorun hvers leikara að fást við ein- leik því hann krefst alveg gíf- urlegs. Þú ert einn á sviðinu og enginn sem mun bjarga þér og þar að auki er þetta mjög gamalt leikhúsform sem er í stöðugri þróun,“ segir Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi hátíð- arinnar, en hugmyndina að henni má rekja til ársins 2004 þegar Elfar Logi fékk fjölda góðra manna til að taka höndum saman og koma slíkri hátíð á fót. Fyrir börn og fullorðna Erlendu sýningarnar í ár verða frá Danmörku og Sví- þjóð en það eru Íslendingar búsettir erlendis sem leika. Af íslensku sýningunum má nefna verkið Umbreyting eftir Bernd Ogrodnik brúðusnilling, en verkið er brúðuleikhús fyr- ir fullorðna sem sýnt hefur verið bæði í Þjóðleikhúsinu og Konunglega leikhúsinu. Barnasýningar hafa einnig verið á hátíðinni og í ár verð- ur meðal annars sýndur leik- urinn Auðun og ísbjörninn. Hátíðin verður haldin dagana 14.-16. ágúst í Edinborgar- húsinu á Ísafirði en lista- menn, fyrirtæki og ein- staklingar hafa stutt verkefnið. Sérstakt leikhúsform kynnt Leikhópur Hér má sjá þá sem fram komu á Act Alone síðastliðið sumar. ACT ALONE www.actalone.net 20| ferðasumar 2009 Morgunblaðið JÚNÍ 4.-7. Patreksfjörður Há- tíðahöld í tengslum við sjó- mannadaginn. 21. Strandir Sumarsól- stöðuganga, gönguferð fyrir alla fjölskylduna í landi Kirkjubóls. 18.-23. Ísafjörður Tónlist- arhátíðin Við Djúpið. 26.-28. Bíldudalur Bíldu- dals grænar, stórhátíð fyrir alla fjölskylduna. JÚLÍ 5. Strandir Furðuleikar á Ströndum. 3.-5. Þingeyri Dýrafjarðar- dagar, hátíð með vík- ingablæ. 10.-11. Ísafjörður Stóra púkamótið, knattspyrnumót fyrir eldri kappa. 18. Drangsnes Bryggju- hátíð á Drangsnesi. ÁGÚST 1. Holt, Önundarfirði Sandkastalakeppni í fjör- unni í Holti í Önundarfirði. 1. Heydalur Skoskir Há- landaleikar, kraftakeppni í Heydal. * Listinn er ekki tæmandi Á Sauðfjársetrinu á Ströndum á Hólmavík getur öll fjölskyldan skemmt sér vel og fjölbreytt dagskrá verður þar í sumar. Sauðfé í sögu þjóðar Setrið er staðsett í félagsheim- ilinu Sævangi við Steingríms- fjörð, aðeins tíu mínútum sunn- an við Hólmavík og þar má sjá fastasýninguna Sauðfé í sögu þjóðar. Sýningin var formlega opnuð árið 2002 og er kjörorð hennar, Langafi þinn var sauð- fjárbóndi, án hans værir þú ekki til og umfjöllunarefnið sauð- fjárbúskapur frá öllum mögu- legum og ómögulegum hliðum. Meðal þess sem þar má fræð- ast um er almenn umfjöllun um sauðkindina, vorverkin, sauð- burð, heyskap, jarðvinnslu, tún- rækt, sauðfjársjúkdóma og sláturtíð svo fátt eitt sé nefnt. Svangir gestir geta síðan feng- ið sér gott í gogginn á kaffistof- unni Kaffi Kind í Sævangi og gætt sér á sérrétti hússins, vöfflu með ís og súkkulaði eða þjóðlegu kaffibrauði eins og kleinum eða vöfflum. Viðburðaríkt sumar Mikið verður um að vera á setr- inu í sumar en það verður opnað þann fyrsta júní og á þjóðhátíð- ardaginn verður þar sérstakt þjóðhátíðarkaffi. Þá verður far- in sumarsólstöðuganga fyrir alla fjölskylduna í landi Kirkju- bóls og lífríki fjörunnar skoðað á fjörudegi. Í byrjun júlí verða haldnir Furðuleikar á Ströndum þar sem meðal annars er keppt í öskri, trjónufótbolta og girð- ingastaurakasti. Sannarlega öðruvísi skemmtun og kannski gott fyrir litla ferðalanga að fá útrás fyrir pirring sinn með því að öskra svolítið. Þá verða dráttarvéladagur og töðugjöld og meistaramót í hrútadómum, bændahátíð og þuklaraball á sínum stað í ágúst. Sauðfé og furðuleikar Furðulegt Trjónufótbolti er frekar óvenjulegur á að líta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.