Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HÁTEKJUSKATTUR sem ríkis- stjórnin hyggst setja á tímabundið sem lið í sparnaðaraðgerðum getur skapað mikið ójafnræði milli heimila þar sem hann verður lagður á ein- staklinga án tillits til hjónabands. Þetta er stefnubreyting frá því fyrirkomulagi sem almennt ríkir í ís- lensku umhverfi, þar sem litið er á hjón sem einn skattaaðila. Eðlilegra væri að líta á samanlagðar tekjur hjóna við þessa skattlagningu, að mati skatta- og lögfræðisviðs Delo- itte. Hærri laun en borga minna Sem dæmi nefnir Gunnar Egils- son, lögfræðingur hjá skatta- og lög- fræðisviði Deloitte, tvö heimili sem bæði hafa tvær fyrirvinnur en mishá- ar tekjur. Annars vegar eru hjón sem hvort fyrir sig þéna 690.000. Samanlagt eru tekjur heimilisins því tæpar 1.400.000 kr, en þó undir hátekju- skattmörkum, sem rukkuð verða mánaðarlega í hvert sinn sem laun fara yfir 700.000 kr. á einstakling. Hinsvegar má nefna heimili þar sem önnur fyrirvinnan er með 150.000 í laun en hin með 750.000. Samanlagt eru tekjur þess heim- ilis 900.000 og því töluvert lægri en eftir sem áður þarf annað hjónanna að greiða viðbótar 8% skatt af laun- um umfram 700 þúsund ofan á hina hefðbundu 37,2% staðgreiðslu. Girða mætti fyrir þetta ójafnvægi með því að líta til samanlagðra tekna þeirra hjóna sem eru samsköttuð. Taka skal fram að hátekjuskatturinn er tíma- bundinn og mun taka breytingum um áramótin samhliða öðrum al- mennum breytingum á ýmsum sköttum. 130.000 kr. hækkun á fjölskyldu Samkvæmt Hagsjá hagfræðideild- ar Landsbankans munu fjölskyldur í landinu allt í allt borga 130 þúsund krónum hærri skatt að meðaltali á þessu ári vegna breytinganna og 270 þúsund á næsta ári. Um 20% þeirra skatttekna eru hinsvegar vegna hátekjuskatts og koma því ekki frá þeim tekjulægri. Ójafnræði milli heimila?  Ríkisstjórnin hyggst ná um 13 milljörðum króna með auknum sköttum og tekjum á árinu 2009  Þar á meðal er 8% hátekjuskattur á tekjur yfir 700 þúsund á einstakling óháð samsköttun hjóna Morgunblaðið/Heiddi Hærri skattar Í heildina munu fjölskyldur í landinu borga 130 þúsund krónum hærri skatt að meðaltali á þessu ári vegna breytinganna og 270 þúsund á næsta ári, skv. Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.                                               Í HNOTSKURN »Við tekjuskattslögin ersett bráðabirgðaákvæði um 8% hátekjuskatt á tekju- skattstofn einstaklings um- fram 4.200.000 kr á tíma- bilinu frá og með 1. júlí til 31. desember 2009. »Þegar hátekjuskattur varáður við lýði fyrir nokkr- um árum var litið á hjón sem einn skattaðila, en í frumvarpinu nú er skatt- urinn lagður á einstaklinga óháð samsköttun hjóna. » Í frumvarpinu felst einn-ig tímabundin hækkun skatts á fjármagnstekjur úr 10% í 15% á fjármagnstekjur sem eru umfram 250.000 á tímabilinu 1. júlí til 31. des- ember. »Um hjón eða samskattaðpar gildir reglan um samsköttun þannig að vaxta- tekjum er skipt jafn þegar fjármagnstekjur eru teikn- aðar og síðan er skattlagt sérstaklega hjá hvoru um sig. »Ljóst þykir að skattarverði hækkaðir enn frek- ar á næsta ári. GERA má ráð fyrir því að um 15% nýbakaðra foreldra verði fyrir skerðingu á fæðingarorlofi vegna sparnaðar- aðgerða ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þeim mun há- marksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði lækka úr 400.000 krónum í 350.000 krónur á mánuði. Sem fyrr miðast greiðslurnar við 80% af mán- aðartekjum. Þetta þýðir að þeir sem eru með mán- aðarlaun 437.500 eða lægra finna ekki fyrir skerðingu. Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og trygginga- málaráðuneytinu má áætla að rúmlega 30% karla finni fyrir skerðingu á greiðslum en innan við 10% kvenna. Helgast það af því að fleiri feður en mæður eru með laun yfir 437.500 krónum. Meirihluti þeirra sem taka fæðingarorlof verður þó ekki fyrir skerðingu miðað við reynslu fæðingarorlofskerfisins síðustu mánaða. Hin breytingin sem gerð er á fyrirkomulagi fæðingarorlofs gerir ráð fyrir að foreldrar geti tekið út orlof innan 36 mánaða í stað 18 áður. Ramminn verður því rýmri og mögulegt að dreifa orlofinu á lengri tíma. 15% foreldra finna skerðingu Nýr Fæðingarorlof skerðist hjá sumum EIN tilraun ríkisstjórnarinnar í frumvarpinu til að ná inn auknum tekjum er álagning afdráttarskatta á vaxta- tekjur erlendra aðila hér á landi. Að mati Deloitte gæti úrræðið hinsvegar á endanum lagt auknar byrðar á ís- lenska skattborgara og því ekki skilað sér í reynd. Rök ríkisstjórnarinnar fyrir tillögunni eru m.a. að ójafnræði felist í því að skattleggja bara vaxtatekjur Ís- lendinga en ekki vaxtatekjur erlendra aðila. Því er jafn- framt haldið fram að í öðrum löndum séu vaxtatekjur nánast undantekningarlaust skattskyldar. Deloitte bendir hinsvegar á að skattlagning sem þessi sé þvert á móti á undanhaldi víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum. Lánasamningar sem erlendir aðilar hafi gert við íslenska lántakendur geti orðið gríðarlega íþyngjandi fyrir íslenska skattaðila. Flestir feli þeir í sér ákvæði um staðgreiðslu á vaxtagreiðslur sem leggur á lántakandann að taka á sig aukinn kostnað vegna þeirrar staðgreiðslu sem Ísland kann að leggja á vexti skv. lögum. Hin endanlega skattlagning verði því á kostnað íslenskra skattborgara en ekki hinna erlendu lánveitenda. Lendir í reynd á Íslendingum Tekjur Skattleggja á vaxtatekjur. HALLINN á ríkissjóði stefndi í 193 milljarða króna á þessu ári ef ekkert hefði verið að gert. Þetta kom fram í ræðu Guðbjarts Hannessonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis, í umræðu um frumvarpið í gær. Fjárlög fyrir yfirstandandi ár voru afgreidd með 153 milljarða króna halla en vegna meira tekjufalls en gert var ráð fyrir og aukinna útgjalda Atvinnutrygginga- sjóðs stefndi í að útgjöldin yrðu 20 milljörðum hærri. Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem nú er verið að fjalla um á Alþingi, á að taka á því og bæta af- komu ríkissjóðs á þessu ári um rúma 20 milljarða. Guðlaugur upplýsti einnig á Alþingi að við fjár- lagagerðina í vetur hefði gleymst ríkisábyrgð á 20 milljarða láni, sem þurfi að gjaldfæra í tengslum við Seðlabankann. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir að auka tekjur ríkisins til að mæta þessa og því stefndi í að halli á fjár- lögum yrði 173 milljarðar króna á þessu ári. Hann boðaði strangan aga í ríkisfjármálum, m.a. væri gert ráð fyrir að ráðuneyti réði ekki í ný störf né í stað þeirra sem hætta. Einnig yrði sameining stofnana skoðuð. Hallinn stefndi í 193 milljarða Guðbjartur Hannesson ÞEGAR tekjur öryrkja úr lífeyris- sjóði ná 30.000 krónum lækka mán- aðarlegar bætur almannatrygginga um 223 krónur. Við 300.000 króna lífeyristekjur nemur skerðingin rúmum 24 þúsund krónum. Skerð- ingin byrjar þegar heildartekjur líf- eyrisþega, sem samanstanda af bót- um almannatrygginga og greiðslum úr lífeyrissjóði, eru rúmlega 180 þúsund krónur á mánuði. Auk þess skerðast bætur vegna annarra tekna. Þetta er samkvæmt upplýs- ingum frá Öryrkjabandalagi Ís- lands. Í mótsögn við stefnu stjórnar Öryrkjabandalagið bendir á að aldrei áður hafi lífeyrissjóðs- greiðslur skert grunnlífeyri lífeyr- isþega. Á sama tíma og stefna rík- isstjórnarinnar sé sú að skerða ekki launatekjur undir 400 þúsund krón- um á mánuði sé nú, með fyrirhug- uðum breytingum, verið að skerða greiðslur til lífeyrisþega með hærri greiðslur en 180 þúsund krónur á mánuði. Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hreint siðleysi sé að lækka mán- aðartekjur lífeyrisþega með tíu daga fyrirvara eins og nú er lagt til. Ólíð- andi er að stöðugt sé höggvið í sama knérunn með „lágtekjusköttum“, sem í sumum tilfellum eru hlutfalls- lega hærri en væntanlegur há- tekjuskattur. Í ályktuninni er mót- mælt þeim kjaraskerðingum sem koma fram í frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum. „Hvað varð um yfirlýsinguna um að snerta ekki tekjur undir 400 þús- und krónum á mánuði? Gilda önnur lögmál um öryrkja og ellilífeyr- isþega?“ Þessa er spurt í ályktun ÖBÍ, sem krefst þess að rík- isstjórnin dragi áform sín til baka og leiti annarra leiða til að ná fram sparnaði. halldorath@mbl.is Öryrkjabandalag Íslands segir það siðleysi að lækka tekjur lífeyrisþega með tíu daga fyrirvara Bætur skerðast við 180.000 krónur   ! "# $         !"#      !$$ %   !    ! &'     ( %             %            )! &&*    %        !    ) &&*     ,   -  & .   &      &  & ' &  ! "# $         !"#      !$$ %   !    ! &'  ,   -  & .   &      &   '   ! ( )"*+         !"#      !$$ %   !    ! &'  ,   -  & .            ' &  ! ( )"*+         !"#      !$$ %   !    ! &'  ,   -  & .            '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.