Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 40

Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 9 3 5 2 5 9 6 1 2 1 9 6 5 8 3 6 2 1 4 7 5 6 8 3 7 4 1 5 6 8 3 1 2 8 7 4 6 7 5 2 6 5 3 1 2 9 6 4 2 7 5 1 9 4 4 6 8 8 5 4 3 2 8 7 1 6 4 9 2 8 3 4 7 4 6 1 7 9 2 5 3 8 9 3 8 5 4 6 2 7 1 5 2 7 3 1 8 9 4 6 7 9 3 4 2 1 8 6 5 2 8 6 9 5 7 3 1 4 1 4 5 6 8 3 7 2 9 3 7 4 8 6 9 1 5 2 8 5 2 1 3 4 6 9 7 6 1 9 2 7 5 4 8 3 4 2 7 3 8 6 9 5 1 3 8 1 2 9 5 6 7 4 9 5 6 1 4 7 3 8 2 1 6 9 4 2 8 5 3 7 2 3 5 9 7 1 8 4 6 8 7 4 5 6 3 2 1 9 5 9 2 8 1 4 7 6 3 7 4 3 6 5 9 1 2 8 6 1 8 7 3 2 4 9 5 3 7 5 9 4 8 1 6 2 6 9 8 1 3 2 7 5 4 4 2 1 6 7 5 8 3 9 7 3 2 4 8 1 5 9 6 5 4 9 7 6 3 2 8 1 1 8 6 2 5 9 4 7 3 8 1 4 3 9 7 6 2 5 2 5 3 8 1 6 9 4 7 9 6 7 5 2 4 3 1 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 20. júní, 171. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) Víkverji spókaði sig í bænum áþjóðhátíðardaginn eins og þús- undir annarra Íslendinga. Sérstaka athygli Víkverja vakti nýtt torg sem útbúið hefur verið á milli Hverfisgötu og Laugavegar. Þar hefur verið þöku- og hellulagt og bekkjum komið fyrir með snyrtilegum hætti, á bak við bókakaffið Glætuna þar sem áður var Indó-Kína. x x x Hverfisgötumegin við torgið erreyndar óhrjálegur hjallur þar sem neglt hefur verið fyrir alla glugga. Eflaust er hann minnismerki um það hvernig stórhuga fasteigna- eigendur viljandi létu miðbæinn grotna niður í góðærinu, til að liðka fyrir áformum sínum um versl- anamiðstöðvar og stórhýsi. En torgið er fallegt og góð viðbót. Ekki skemm- ir heldur fyrir hellulagt rautt hjarta í miðju þess, sem staðfestir að starfs- menn borgarskipulagsins hvetja nú til barneigna af miklum móð. Þangað á skemmtanaglatt ungt fólk greini- lega að fara til að fella hugi saman. x x x Víkverji ákvað líka að fylgjast meðkeppni um sterkasta mann Ís- lands, sem fram fór í Vonarstræti. Þar var keppt í trukkadrætti. Lítið þótti Víkverja koma til keppninnar. Jú, vissulega voru kraftakarlarnir sterkir og ekki var því að neita að trukkurinn þaut áfram eins og hann væri í fjórða gír. Hins vegar voru heljarmennin aðsópslítil og gerðu lít- ið til að gleðja áhorfendur. Þau ein- faldlega drógu trukkinn, hljóðalaust. Áhorfendur fengu reyndar græna frostpinna til að bæta fyrir tíð- indaleysið. x x x Íþriðja lagi gat Víkverji sér lengiunað á Skothúsvegi við forn- bílasýningu sem þar fór fram. Glæsi- reiðir frá miðri 20. öldinni bera vott um svo mikla hagsæld og lífsgæði að Víkverja finnst stundum að hann hafi misst af „nútímanum“, hann sé bara einhvers konar síðnútímalegur kreppumaður sem lifir í millibils- ástandi í framþróun mannkynsins. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lítilfjörleg, 8 matargeymslum, 9 tappi, 10 dveljast, 11 sér eftir, 13 róin, 15 emb- ætti, 18 mikið, 21 skaut, 22 systir, 23 heiðurinn, 24 nauðsynlegur. Lóðrétt | 2 steinveggir, 3 lengjur, 4 út, 5 kven- kynfruman, 6 meg- inhluti, 7 stafn á skipi, 12 hagnað, 14 kyn, 15 áll, 16 nam úr gildi, 17 heimskingjans, 18 læv- ísa, 19 fýla, 20 spilið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hopps, 4 lænan, 7 sálin, 8 tálmi, 9 níu, 11 akir, 13 fimi, 14 álaga, 15 bofs, 17 gröf, 20 ask, 22 Gláms, 23 játar, 24 rengi, 25 ræðið. Lóðrétt: 1 husla, 2 polli, 3 senn, 4 lutu, 5 núlli, 6 neiti, 10 Íraks, 12 rás, 13 fag, 15 bágur, 16 fránn, 18 rotið, 19 farið, 20 asni, 21 kjör. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bd3 Rbd7 6. b3 dxc4 7. bxc4 e5 8. Rbd2 De7 9. Dc2 exd4 10. O-O dxe3 11. Rb3 Rg4 12. Bb2 exf2+ 13. Kh1 Rdf6 14. Rbd4 Dc7 15. Bf5 Bxf5 16. Rxf5 O-O-O 17. h3 h5 18. hxg4 hxg4+ 19. R3h4 g3 20. Bxf6 gxf6 21. De4 De5 22. Dg4 Kc7 23. Dh3 Bc5 24. Hab1 Hd3 25. Hb3 Staðan kom upp í opnum flokki kín- verska svæðamótsins sem lauk fyrir skömmu í Peking. Hinn 15 ára Yangyi Yu (2.433) hafði svart gegn stórmeistaranum Jun Zhao (2.560). 25. …Hd1! 26. Rxg3 Hxf1+ 27. Rxf1 De4 28. Dh2+ Bd6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vörn við sterku laufi. Norður ♠DG107 ♥10542 ♦DG9 ♣109 Vestur Austur ♠Á8532 ♠K96 ♥– ♥K983 ♦74 ♦653 ♣ÁKG532 ♣764 Suður ♠4 ♥ÁDG76 ♦ÁK1082 ♣D8 Suður spilar 4♥. Glenn Grötheim og Jón Baldursson eru kunnir sérfræðingar í sterkum-lauf- kerfum, hafa hvor um sig þróað mis- munandi relay-framhald eftir laufopnun (Viking Club og Icerelay). Með tilliti til þess er áhugavert að skoða hvaða varn- arsagnir þeir telja að best dugi gegn sterka laufinu. Kemur þá í ljós að þeir nota sömu vörnina: Stökksagnir sýna litinn fyrir ofan eða tvo þarnæstu liti. Á NL í Turku vakti Grötheim á sterku laufi í suður og Jón stökk í 3♦ – hindrun í hjarta eða svörtu litirnir. Norður passaði, Þorlákur Jónsson sagði 3♥ leitandi, sem Jón breytti í 3♠. Þá do- blaði Tundal í norður og Grötheim tók út í 4♥. Illu heilli, því hjartageimið vinnst með því að fara strax af stað með ♥10. Hinum megin spiluðu Norðmenn 3♠ í AV eftir nákvæmlega sömu sagnþróun. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú getur valið á milli þess að leyfa öllum að vera með eða engum. Þú munt fá ánægjulegar upplýsingar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þetta er ekki rétti dagurinn fyrir samræður innan fjölskyldunnar. Reyndu það og sjáðu hvernig óeigingirni stuðlar að sérhverju sjálfselsku áhugamáli. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Samband mun sýna á sér nýja og skemmtilega hlið, sem fær þig til að eyða meiri tíma fyrir framan spegilinn. Mundu að leita til þeirra sem standa þér næst þegar þú þarft með. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ferð næstum yfir strikið á því sem telst þér sæmandi. Segðu „nei“ við allt og alla þar til þú hefur komið hlut- unum á hreint og líður betur með sjálfan þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Samræður við vin skipta þig tals- verðu máli í dag. Kældu þig niður með því að sýsla við eitthvað sem ýtir undir þína víðfrægu kímni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Mundu að allt sem þú gerir hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfan þig og oft aðra líka. Nágrannaerjur eiga ekki erindi til dómstóla fyrr en í fulla hnefana. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú lætur einskis ófreistað í leit að sannleikanum í dag, jafnvel þótt það baki þér óvinsældir. Einnig máttu eiga von á að þurfa að verja málstað þinn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú gætir lent í óþægilegri að- stöðu á vinnustað þegar þú þarft að velja á milli ólíkra afla sem í gangi eru. Taktu áhættu í nýrri leið til fjáröflunar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þegar mál geta farið á hvorn veginn sem er verður maður bara að taka sína ákvörðun og láta slag standa. Vertu eins kurteis og þú getur við ástvin- ina. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Til þess að laða það besta fram í öðrum þarftu að sjá það besta í þeim. Farðu þér samt hægt í peningamálum og einnig málefnum hjartans. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst gaman að borða góðan mat og skemmta þér. Hittu vini þína og njóttu þess að tala við þá í trún- aði. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er ekki bara sanngjarnt að þú leitir réttar þíns heldur er það lífsspurs- mál fyrir þig. Sýndu sjálfstæði styrk og þolinmæði. Kannski þarfnastu þess. 20. júní 1627 Ræningjar frá Alsír komu á skipi til Grindavíkur. Þar með hófst Tyrkjaránið sem stóð til 19. júlí. 20. júní 1750 Gengið var á tind Heklu í fyrsta sinn, svo vitað sé. Það gerðu Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson. Talið hafði verið að þar væru dyr vítis og illfygli á flökti yfir gígn- um. 20. júní 1914 Fjörutíu lifandi síli féllu úr lofti á Miðbælisbökkum und- ir Eyjafjöllum, um einn kíló- metra frá sjó. Tuttugu síli fundust á öðrum stað og voru þau 15 sentimetra löng. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Jóna Kristín Hallgrímsdóttir verður níræð á morgun, sunnu- daginn 21. júní næstkomandi. Af því tilefni verður fjöl- skyldan með af- mæliskaffi í Þrastarheimilinu á Flatahrauni 21, frá kl. 15 til kl. 18 á afmæl- isdaginn og vonast til að sjá sem flesta vini og ættingja. 90 ára Í dag, 20 júní, eru liðin fimmtíu ár frá því að Ragnheiður Dóróthea Árnadóttir og Bragi Sigurjónsson gengu í hjónaband. Þau eru nú bú- sett á Geirlandi við Suðurlandsveg og verður heitt á könnunni á Geir- landi í dag frá kl. 15 til 19. Vinir og vandamenn hjartanlega velkomnir. Gullbrúðkaup BIRGITTA H. Halldórsdóttir, rithöfundur og bóndi, er á ferðalagi með fjölskyldunni og býst ekki við miklum hátíðarhöldum í tilefni dagsins. „Ég er sem sagt að heiman á afmælinu,“ segir Birgitta og hlær. „Þannig hefur það verið flesta mína afmælisdaga eftir að ég komst á fullorðinsár. Sauðburði er lokið, búið að bera á túnin og því er þetta besti tíminn fyrir bændur til að taka sér smásumarfrí, svona áður en sláttur hefst. Mér finnst líka skemmtilegra að halda veislur fyrir aðra en sjálfa mig,“ segir Birgitta. Hún býst við að vakna í fellihýsinu einhvers staðar í nágrenni Eg- ilsstaða á afmælinu. „Fjölskyldan er meira fyrir mat heldur en sæt- meti þannig að við sleppum afmæliskökunni og grillum frekar,“ segir hún og býst ekki við að skreyta kjötsneiðarnar með kertum. Spurð um eftirminnilega afmælisgjöf segir hún gjöfina raunar ekki hafa verið afmælisgjöf heldur brúðarafmælissgjöf. „Maðurinn minn gaf mér yndislega og afar væna holdakú. Það voru mjög mikil áhöld um hvort gjöfin væri viðeigandi og flestum vinkvenna minna fannst þetta sér- deilis órómantísk gjöf. Ég varð hinsvegar himinlifandi og undan kúnni hafa komið margir vænir gripir.“ svanbjorg@mbl.is Birgitta H. Halldórsdóttir 50 ára Holdakýr var besta gjöfin Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.