Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 UPPBYGGING ís- lensks atvinnulífs hefur sjaldan verið jafn mik- ilvæg og nú. Því þarf að hafa að leiðarljósi ný- sköpun sem leiðir til verðmætasköpunar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Í dag er kjörið tækifæri til að nýta þá hugarorku og mannauð sem er til stað- ar í þjóðfélaginu til að hleypa í fram- kvæmd metnaðarfullum nýsköp- unarverkefnum sem eiga eftir að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Sá mikli árangur sem náðst hefur í gegn- um árin í verðmætasköpun í sjávar- útvegi á Íslandi hefur byggst á sam- starfi milli sjávarútvegsfyrirtækja, þekkingarfyrirtækja eins og Matís, háskóla og tæknifyrirtækja eins og Marel. Tækifæri fyrir aukna nýtingu náttúruauðlinda og verðmætasköpun annars matvælaiðnaðar eru til staðar en hafa minna verið skoðuð. Tækifæri Íslands liggja í sérstöðu landsins  Orka og heitt vatn eru auðlindir sem eru í dag tengd stóriðju en eru raunveruleg vaxtar- tækifæri fyrir mat- vælaiðnaðinn hvort sem um er að ræða heimamarkað eða útflutningsafurðir.  Hreint umhverfi og heilnæmt vatn.  Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og rekjanleiki.  Þekking og reynsla matvæla- og þekk- ingarfyrirtækja við framleiðslu og markaðssetningu matvæla.  Mikil gæði og öryggi matvæla í samanburði við aðrar þjóðir. Þörf fjármálafyrirtækja fyrir menntað starfsfólk undanfarin ár leiddi til þess að margir úr tækni- og viðskiptagreinum háskólanna luku ekki framhaldsnámi og fóru beint til vinnu í fjármálakerfinu. Á sama tíma varð skortur í öðrum atvinnugrein- um. Nú skapast tækifæri til að finna farveg fyrir þetta fólk inn í aðrar at- vinnugreinar, þar sem þörf er fyrir þekkingu þess og hæfni, en á sama tíma gera því kleift að ljúka fram- haldsnámi. Matvælaiðnaðurinn er kjörinn vettvangur þar sem Ísland byggir á sterkum grunni á því sviði. Nemendaverkefni með aðkomu fyrir- tækja í matvælaiðnaði, háskóla og þekkingarfyrirtækja er leið til að ná árangri á stuttum tíma. Í slíku sam- starfi kynnast nemendur atvinnulíf- inu og atvinnulífið kynnist nemend- um sem geta orðið framtíðarstarfs- menn í þeirri atvinnugrein. Matís hefur góða reynslu af sam- starfi við fyrirtæki og háskóla og þar með talið samstarf við Listaháskóla Íslands sem hefur skilað athyglis- verðum afurðum sem nú þegar eru komnar á markað. Þekkingarfyrir- tæki geta skapað aðstöðu fyrir nem- endur og komið á tengslum við mat- vælafyrirtæki. Matarsmiðja Matís á Höfn í Hornafirði og rannsóknaaðstaða á Sauðárkróki eru dæmi um aðstöðu sem eru aðgengileg öllum sem áhuga hafa. Leggja þarf áherslu á verkefni sem eru lengst á veg komin og byggj- ast á náinni samvinnu við fyrirtæki eða ný sprotafyrirtæki. Tækifærin liggja í þróun nýrra af- urða, nýrrar tækni, aukinni nýtingu afurða, matarferðamennsku, hönnun, líftækni og fiskeldi. Skapa þarf fyrir- tækjum möguleika á að bæta sam- keppnisstöðu og framleiðni með því að nýta þekkingu, tækni og reynslu sem leynast í íslenskum rannsókna- og þróunarverkefnum. Möguleikar liggja í að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fyrir hendi er í íslenskum mat- vælaiðnaði og selja hana erlendis. Þekking Íslendinga á hráefnisöflun, vinnslu, sölu og dreifingu matvæla er á heimsmælikvarða og því mögulegt að skapa enn frekari gjaldeyristekjur með sölu hennar. Ísland hefur ímynd hreins umhverfis og hreinna afurða. Ímyndin hefur mikið gildi fyrir fyrir- tæki sem hafa mótað þá stefnu að framleiða heilnæm efni í hreinu um- hverfi. Mörg erlend fyrirtæki, sem hafa t.d. þróað lífvirk efni fyrir fæðu- bótarefni, markfæði, snyrtivörur og gæludýrafóður, byggjast á slíkri ímynd og geta nýtt sér aðstöðuna hér á landi. Skoða þarf möguleika á að finna þessum erlendu fyrirtækjum aðstöðu hérlendis til uppbyggingar á fram- leiðslu á vörum úr íslensku hráefni. Umhverfi Íslands er um margt ein- stakt þar sem lífverur hafa lagað sig að sérstökum skilyrðum, mörgum hverjum mjög erfiðum. Þessi skilyrði hafa gefið lífverunum einkenni sem skila sér í mjög eftirsóttum eig- inleikum. Átak er nauðsynlegt í nýsköpun og markaðssetningu á afurðum úr ís- lenskri náttúru til að auka samkeppn- isfærni okkar og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og sjálf- bærum matvælaiðnaði. Sérstaklega er bent á sterk svið í dag sem skila munu árangri á skömmum tíma s.s.  Fullvinnsla afurða innanlands og markaðssetning þeirra.  Þróun, framleiðsla og markaðs- setning lífvirkra matvæla/ náttúrulegra efna.  Framleiðsla og markaðssetning sértækra ensíma úr íslenskri nátt- úru.  Matarferðamennska og vöruþróun í smáframleiðslu matvæla og líf- efna. Mikilvægt er fyrir ímynd Íslands sem matvælaframleiðslulands að geta sýnt fram á gæði, hreinleika og ör- yggi íslensks hráefnis og matvæla. Með væntanlegri innleiðingu á heild- arlöggjöf ESB fyrir matvæli er ljóst að búast má við auknum innflutningi til landsins og aukinni markaðs- hlutdeild ýmissa erlendra matvæla eins og kjöt-, mjólkur- og eggja- afurðum. Til að tryggja íslenskum neytendum áfram aðgang að örugg- um matvælum þarf að vera hægt að gera ákveðna fyrirvara við óheftan innflutning á matvælum sem aug- ljóslega gætu ógnað eða dregið úr matvælaöryggi hér á landi. Tækifæri fyrir Ísland í nýsköpun og framþróun – snúum vörn í sókn Eftir Sjöfn Sigurgísladóttir » Til að tryggja ís- lenskum neytendum áfram aðgang að örugg- um matvælum þarf að vera hægt að gera ákveðna fyrirvara við óheftan innflutning á matvælum... Sjöfn Sigurgísladóttir Höfundur er forstjóri Matís ohf. www.matis.is. ÞAÐ er mjög ánægjulegt að nú virð- ist vera vaxandi áhugi almennings og einnig heilbrigðisstétta á áhrifum mataræðis á heilsufar, bæði krabbamein og krans- æðasjúkdóma. Það er flestum ljóst að lífsstíll hefur mikil áhrif á heilsuna, þ.e. hollt fæði og hreyfing styrkir heilsuna en reykingar og óhófleg alkóhólneysla skaða heils- una. Það sem gerir málið oft erfitt er að einstaklingarnir þola ýmsar fæðutegundir misvel, sumum verð- ur illt af fæðu sem aðrir þola vel. Þekkt er margskonar fæðuofnæmi og fæðuóþol. Í matnum eru fjöl- mörg efni, bæði þekkt næringarefni og fjöldi efna sem menn hafa ekki borið kennsl á. Auk þess eru í matnum ýmis hjálparefni sem mat- vælaiðnaðurinn notar og oft einnig margskonar óæskileg aðskotaefni sem sjaldan er rætt um. Við getum flokkað þessi efni í þrennt: næring- arefni, hjálparefni matvælaiðnaðar- ins og skaðleg aðskotaefni úr um- hverfinu. 1. Næringarefnin í matnum eru einkum prótín, kolvetni, vítamín, steinefni, fituefni með mismunandi mettuðum og ómettuðum omega-3 og omega-6 fitusýrum, kólesteróli o.fl. Grænmeti og ávextir hafa trefjaefni og mikinn fjölda heilsu- bótarefna en virkni þeirra og áhrif á heilsufar eru smám saman að koma í dagsljósið. Þessi náttúruefni í jurtunum geta heft óeðlilegan frumuvöxt, hindrað myndun bólgu- vaka o.m.fl. Það er því mikilvægt að rannsaka betur hvaða náttúruefni í grænmeti og ávöxtum fela í sér mögulega heilsubót. 2. Hjálparefni eða auk(a)efni í mat: Þetta eru t.d. litarefni, bragðefni, mygluvarn- arefni, rotvarnarefni, þriðja kryddið (MSG) o.fl. Rotvarnarefni eru mikilvæg til að forðast skemmdir af völdum baktería en notkun rotvarnarefna getur verið varasöm, of mik- ið nítrí getur t.d. leitt til myndunar á nítrósamínum sem geta valdið magakrabbameini. Þriðja kryddið er einnig mjög vandmeðfarið því margir neytendur þola alls ekki þetta efni, ofnæmisviðbrögð geta verið mjög alvarleg. 3. Óæskileg og skaðleg að- skotaefni í mat. Þessi efni eru t.d. skordýraeitur og illgresiseitur sem geta verið í grænmeti, ávöxtum og víðar. Þá eru vaxandi áhyggjur af fleiri efnum sem flokkast sem hormóna-hermar en það eru efni sem virka sem hormónar og geta borist í matinn úr umhverfinu. Skaðlegir hormóna- hermar í mat Hormóna-hermar eru efni sem virka á hormónaviðtaka og raska eðlilegri stjórnun á starfsemi horm- óna. Á meðal þessara efna eru talöt (phthalates), alkylphenol og fleiri efni. Alkyl phenolar, einkum bisphenol A, eru öflugir hormóna- hermar. Þessir hormóna-hermar eru taldir ógna frjósemi og heilsu manna. Bisphenol A er estrogen hermir og tengist estrogen við- tökum sem taka við boðum frá kvenkynshormónum. Of mikið magn estrogens eða estrogen- herma getur raskað eðlilegum þroska fósturs. Rannsóknir sýna að bisphenol A á fósturskeiði getur örvað vöxt á krabbameini í blöðru- hálskirtli síðar á ævinni. Sýnt hefur verið að bisphenol A á fósturskeiði getur jafnframt valdið brjósta- krabbameini í fullorðnum konum. Hormóna-hermar finnast í mat og drykk og víða í lofti og ryki innan- húss. Þessir hormóna-hermar eru t.d. mýkingarefni í plasti sem ber- ast auðveldlega í mat og drykk úr plastílátum. Ef plastílát er hitað geta óæskileg efni borist enn frekar í mat og drykk. Nauðsynlegt er að athuga hvort feitmeti er í plastílát- um, matarolíur, smjörlíki o.þ.h. vörur. Þessir hormóna-hermar eru margir fituleysanlegir og berast þá auðveldlega út í feitmetið. Einfald- asta leiðin til að draga úr mengun í mat frá plasti er að nota meira matarílát úr gleri, keramik eða stáli. Notkun á plasti við eldamennsku og geymslu á mat getur valdið því að þessir skaðlegu hormóna- hermar berist úr plastinu í matinn. Almennar ráðleggingar varðandi öruggari notkun á plastvörum við matreiðslu: Forðist að nota plastílát í ör- bylgjuofni. Skaðleg efni geta borist úr plasti þegar það er hitað. Notið heldur ílát úr hitaþolnu gleri eða keramik. Notið ekki plast til að þekja mat- inn í örbylgjuofninum, notið heldur vaxpappír eða pappírsþurrku til að þekja matinn. Notið ekki barnapela úr poly- arbónati heldur pela úr gleri eða polyetyelen eða polypropylen. Forðist að hita mat eða drykk í plastílátum, það er heppilegra að láta matinn kólna fyrst og hella síð- an í hentug plastílát. Eftir Sigmund Guðbjarnason » Í matnum eru margs- konar efni, lífs- nauðsynleg næring- arefni, hjálparefni sem gera matinn öruggari en einnig geta verið skaðleg aðskotaefni í matnum. Sigmundur Guðbjarnason Höfundur er prófessor emeritus. Hvað er í matnum? ÉG VAR stödd á Rútstúni í Kópavogi á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, þegar Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri hélt sína hátíðarræðu. Þar tal- aði maður sem greini- lega gerði sér góða grein fyrir þeim vanda sem blasir við þjóðinni. Þykir mér mikil synd að þessi maður skuli þurfa að fara frá sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélags landsins. Þeir sem þekkja til sögunnar í ald- anna rás vita það að allir miklir og sterkir leiðtogar hafa verið umdeild- ir. Það er vegna þess að þeir höfðu kjark og þor til að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir. Það er hægt að sætta sig við og skilja að menn sæti ábyrgð fyrir það sem þeir bera ábyrgð á. Verra þykir mér þegar maður eins og Gunnar Ingi þarf að fara frá sem bæjarstjóri fyrir gjörðir sem hann er engan veginn ábyrgur fyrir. Eins og allir vita sem hafa set- ið í sveitarstjórnum þurfa allir bæj- arfulltrúar að skrifa undir ársreikn- inga sveitarfélaganna og þar með eru allir orðnir ábyrgir. Ég minnist þess ekki í þau 12 ár er ég sat í bæj- arstjórn Kópavogs að nokkur bæj- arfulltrúi, hvorki í meirihluta né í minnihluta, hafi neitað að skrifa und- ir ársreikninga bæjarins. Eins og flestum er kunnugt er nú hart sótt að Gunnari Inga Birgissyni bæjarstjóra vegna viðskipta Kópa- vogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars og tengdasonar hans. Mál hafa nú þróast þannig að hann ætlar að segja af sér sem bæjarstjóri, jafnvel þó að ekkert bendi til þess að þessi við- skipti hafi verið ólögleg eða óeðlileg á nokkurn hátt. Auk þess er ljóst að í öllum tilvikum eru það embætt- ismenn bæjarins sem hafa séð um viðskiptin og samþykkt reikninga frá fyrirtækinu. Eftir að Gunnar tók við bæj- arstjóraembættinu árið 2005 má segja að hann beri meiri ábyrgð en aðrir bæjarfulltrúar, þar sem hann varð þá æðsti embætt- ismaður bæjarins. Ekk- ert bendir þó til þess að hann hafi haft frum- kvæði að áframhaldandi viðskiptum við Frjálsa miðlun enda er umfang þeirra svipað í gegnum hans bæjarstjóratíð og þau höfðu verið í tíð for- vera hans. Öllum bæj- arfulltrúum var ljóst að þessi viðskipti áttu sér stað, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðskipti Kópa- vogsbæjar við Frjálsa miðlun hafa verið rædd í bæjarráði og bæj- arstjórn. Ég tel að það sé mikill missir fyrir alla Kópavogsbúa að Gunnar víki úr embætti bæjarstjóra. Ég tel að það hefði þurft meira til en viðskipti eins fyrirtækis við bæjarfélagið, jafnvel þótt um sé að ræða fyrirtæki í eigu tengdasonar og dóttur Gunnars. Ég veit ekki betur en að hvert svið innan bæjarfélagsins sjái um sín markaðs- mál sjálft, það sé ekki bæjarstjóri sem taki ákvörðun varðandi þau. Ef slík mál eru á borði bæjarstjóra hafa hlutirnir breyst mikið frá því und- urrituð hætti í bæjarstjórn 2006. Mér þykir leitt að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs skuli hreykja sé af því að hafa komið Gunnar Inga Birgissyni bæjarstjóra frá völdum af þeirri einu ástæðu að bæjarfélagið átti viðskipti við fyrirtæki sem sinnir þjónustu sem bæjarfélagið þarf oft á að halda. Skyldmenni bæjarfulltrúa eiga ekki að njóta þess að vera skyld viðkomandi bæjarfulltrúa en þau eiga heldur ekki að gjalda þess eins og mér virðist vera í þessu tilfelli. Viðskipti Kópavogs – hverjir bera ábyrgð? Eftir Höllu Halldórsdóttur Halla Halldórsdóttir »Eins og allir vita sem hafa setið í sveit- arstjórnum þurfa allir bæjarfulltrúar að skrifa undir ársreikninga og þar með eru allir orðnir ábyrgir. Höfundu er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.