Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Verið velkomin! Bændur selja búvörur beint frá býli. Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Verði þér að góðu! Bændahöllinni 107 Reykjavík sími 563-0300 www.beintfrabyli.is www.bondi.is Síðumúli 2 108 Reykjavík sími 570-2700 www.sveit.is Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í íslenskum sveitum. Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri! Velkomin í sveitina Allt sem þú þarft að vita um gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni Bæklingurinn liggur frammi á öllum helstu áningarstöðum á landinu. Pantið bækling á www.uppisveit.is www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 við inngöngu í klúbbinn kr. 695 BÁÐAR KILJURNAR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „KOSNINGAR eru nú í uppsiglingu í Afganistan og fram fer mikið ráða- brugg og samningar á milli fram- bjóðenda. Kosningarnar snúast því hvorki um kjósendur né atkvæði þeirra heldur um samkomulag á milli frambjóðendanna,“ segir Wenny Kusuma, umdæmisstjóri UNIFEM í Afganistan í samtali við Morgunblaðið. Umdeild lög senn samþykkt? „Sýnt hefur verið fram á að Karzai hefur náð samkomulagi við klerkinn Mohseni, einn aðalhöfund sjíta-laganna umdeildu og að Moh- seni hafi heitið forsetanum stuðningi gegn því að hann staðfesti lögin,“ segir Kusuma. „Talsmenn kvenrétt- inda spyrja sig því hvar endurmatið sé sem heitið var í kjölfar uppþot- anna í alþjóðasamfélaginu fyrir nokkrum vikum. Endurmatið átti að fela í sér endurskoðun á lögunum í samræmi við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Kusuma. Hún segir að völd yfir konum séu helsta verslunarvara frambjóðend- anna. „Á hverra kostnað verður næsti forseti Afganistans kjörinn?,“ spyr Kusuma. „Það er verslað með konur í kosningabaráttunni og valdasýningin og rökræðurnar um átökin í Afganistan fara fram á lík- ömum kvenna. Um það snúast sjíta-lögin, um vald yfir konum og stúlkum á op- inberum sem einkavettvangi,“ segir Kusuma. Hún segir mik- ilvægt að alþjóða- samfélagið spyrji sig hvernig friði sé sóst eftir. „Sé friður takmarkið, er það þá friður á forsendum pólitískra tækifær- issinna? Sé það reyndin mun það koma niður á konum. En viljum við varanlegan frið mun þetta ráða- brugg frambjóðendanna ekki færa slíkan frið,“ segir Kusuma. Ísland sem önnur lönd verði að láta í sér heyra og spyrja Karzai hver staðan á sjíta-lögunum sé. Kvenframbjóðendur í hættu „Konur sem taka að sér opinber embætti í Afganistan eru í mikilli hættu,“ segir Kusuma um nýhafna kosningabaráttu í landinu. Hún seg- ir að UNIFEM hafi gripið til sér- stakra ráðstafana til að vernda kven- kyns frambjóðendur þar sem reynslan frá síðustu kosningum sýni að morðhótana og ofsókna sé að vænta. Tvær konur eru í framboði til forseta og sjö til embættis varafor- seta. 324 konur bjóða sig fram í sveitarstjórnir landsins. Reuters Kjósendur Konur hlýða á frambjóðanda í Kabúl við upphaf kosningabarátt- unnar. Kvenframbjóðendur eiga erfitt uppdráttar og sæta ofsóknum. Kosningabarátta í Afganistan háð á kvenlíkömum Umdæmisstjóri UNIFEM segir forseta Afganistans kosinn á kostnað kvenna Wenny Kusuma Um hvað snúast sjíta-lögin? Í þeim þætti laganna sem var hvað umdeildastur segir að konum sé skylt að uppfylla kynlífsþarfir eig- inmanns síns. Hún megi ekki yfirgefa heimilið án fylgdar til að sækja vinnu, fara til læknis eða í skóla. Þá segir að kona geti ekki erft eignir eiginmannsins. Eru sjítar stór hópur þjóðarinnar? Sjítar eru í minnihluta eða um 15% afgönsku þjóðarinnar en stærsti hluti þjóðarinnar er súnní-múslimar. Hvar standa lögin nú? Eftir mikla gagnrýni frá alþjóða- samfélaginu lofuðu afgönsk stjórn- völd að farið yrði yfir lögin og breyt- ingar gerðar áður en kosið yrði um þau í þinginu. Talsmenn kvenrétt- indamála óttast nú að það verði svikið. S&S ,magnar upp daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.