Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 41
Velvakandi 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÁNUDAGUR... KENNSLAN ER BÚIN GEIMURINN ER OF STÓR ÞAÐ ÞARF AÐ LAGA ÞENNAN HEIM! HVAÐ GETUM VIÐ GERT SEM EINSTAKLINGAR? VIÐ ÞURFUM EKKI ALLT ÞETTA PLÁSS... ÞESSAR PLÁNETUR OG STJÖRNUR ERU ALLT OF STÓRAR ÞETTA VERÐUR STERKASTA SNJÓ- VIRKI Í HEIMI! SNJÓ- SKRÍMSLIÐ NÆR OKKUR EKKI HÉRNA HVAÐ ÆTLI ÞAÐ SÉ AÐ GERA... ÉG HEF EKKI SÉÐ ÞAÐ LENGI ANNAÐ SEM ER FRÁBÆRT... HÉR ERU ENGIR GELTANDI HUNDAR SEM VEKJA MANN Á NÓTTUNNI AF HVERJU ER GEITIN, GULLI, ALLTAF SVONA HRÆDDUR? HANN HELDUR AÐ ÖLL TÖLVUKERFI Í HEIMINUM MUNI HRYNJA UM ALDA- MÓTIN EN ÞAU VORU FYRIR NÍU ÁRUM SÍÐAN ...UM NÆSTU ALDAMÓT VIÐ HÖFUM VERIÐ FASTIR HÉRNA Í MARGA KLUKKUTÍMA VERTU RÓLEGUR, LALLI ÞETTA REDDAST ALLT HVERNIG GETUR ÞÚ VERIÐ RÓLEGUR? ÞETTA ER MIKIÐ SKÁRRA EN ÞAÐ SEM KOM FYRIR MIG Í KÓREUSTRÍÐINU VARSTU EKKI Í HERBÚÐUM Í NEW JERSEY ALLT STRÍÐIÐ? JÚ, EN STRÁKARNIR Í DEILDINNI VORU SVO LEIÐINLEGIR SLEPPTU MÉR! ÉG KOM EKKI NÁLÆGT ÞESSUM ELDI! ALVEG EINS OG ÍSJAKINN KOM EKKI NÁLÆGT TITANIC ÞESSI VEFUR GETUR EKKI HALDIÐ MÉR! HANN ER STERKARI EN ÉG HÉLT UNNNHHH ÞAR FÓR HANN! MÆÐGURNAR Úrsúla Miliona (Úlla) og Stefanía Þórðardóttir heimsóttu fuglana á Tjörninni. Úllu fannst endurnar frekar spaugilegar þegar þær vögguðu makindalega til að ná í brauðmolana sem kastað var til þeirra. Morgunblaðið/Heiddi Úlla og endurnar Opið bréf til Björgólfs Guð- mundssonar ÞAR sem ég hef margreynt í marga mánuði að ná í þig símleiðis án árangurs ákvað ég að skrifa þér bréf á opinberum vettvangi þ.e.a.s. í Morgunblaðinu. Raunar hefur mér ekki tekist að ná í þig síðan þú eignaðist Landsbankann þrátt fyrir ítrekuð skilaboð. Við urðum allavega ágætir kunningjar strax þegar leiðir okkar lágu sam- an í AA-samtökunum fyrir u.þ.b. 30 árum. Nokkru seinna fluttist ég til London og átti þar heima í um tvö ár, en á þeim tíma komst þú oft þangað vegna starfs þíns og stöðu hjá Hafskipum, skipafélagi. Oftar en ekki hringdir þú þá til mín og bauðst mér með þér í mat og var þar einatt margt spjallað og skemmtilegir fundir sem við áttum. En þá var öldin önnur og nú breyttir tímar frá því sem var. Mér er því illskiljanlegt að ná ekki sambandi við þig nú og tók því á það ráð að bera fram spurningu mína á opinberum vettvangi því hún er jú ekkert leyndarmál. Ég bið þig, Björgólfur, sem fyrrv. eigandi Landsbankans, að segja mér hverjir það voru, sem tóku um 70 milljarða, eins og sagt er, út af peningamarkaðssjóði bankans einhverjum klukkutímum fyrir bankahrunið. Ég, ásamt mörgum öðrum átti þarna millj- ónir inni, og við töpuðum rúmum 30% af inneign okkar og það var of mikið, ekki síst fyrir þá sem á aldur voru komnir og hættir að vinna. Trúlega hefði skellurinn orðið eitthvað minni ef 70 millj- arðarnir hefðu ekki horfið á þann hátt og á þeim tíma að margir og þar á meðal ég telja að maðkur sé í mysunni og hvort ekki hafi þeir aðilar, sem tóku út umrædda 70 milljarða verið látnir vita af óprúttnum aðilum innan bankans. Það virðist, sem nóg af svoleiðis fólki hafi verið í þinni þjónustu. Hvað á maður að halda þegar ítrekað hefur þurft að reka fólk frá Landsbankanum fyrir ým- iskonar misgjörðir í fjármálum og nú síðast „toppaði“ fyrrv. banka- stjóri þinn Sigurjón Þ. Árnason óhæfuna með 70 milljóna láni til sín á vafasömum for- sendum að talið er. Það er svo aftur annað mál og óskylt að lögfræðingur Sig- urjóns er sagður hafa hjálpað til við verkn- aðinn, en það er Sig- urður G. Guðjónsson, sá sem ráðlagði dómsmálaráðherra að losa sig við Evu Joly en hann og fleiri hafa haft horn í síðu Evu. Hvað hræðir menn? Hjörleifur Hallgríms, Akureyri. Dónaskapur og forræðishyggja ÉG fór í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins í um daginn til þess að kaupa mér rauðvín. Uppá- haldsrauðvínið mitt kostaði 1.500 krónur fyrir bankahrunið, hækk- aði svo í um 2.000 krónur. Þegar 15% skattur var lagður á áfengi kostar flaskan núna 2.590 krónur. Mér blöskrar yfir þessari for- ræðishyggjuhugsun sem er svo ríkjandi hér á landi. Ég hef búið erlendis í nokkur ár og þar þykja sjálfsögð mannréttindi að fara út í næstu verslun og kaupa vín með matnum og kostar góð rauðvíns- flaska á Spáni núna fjórar evrur (reyndar á tilboði). Hvers vegna stendur á því að það er ekki hægt að fara í verslun hér og kaupa vín og bjór á viðráðanlegu verði? Sú hugsun virðist alltaf vera ríkjandi á Íslandi að það séu ein- göngu drykkjusjúklingar sem kaupi sér áfengi og þess vegna sé allt í lagi að leggja skatt á það til þess að forða þeim frá að verða sér úti um „veigarnar“. Í hvers konar landi búum við eiginlega? Ég bara spyr. Rauðvínsáhugamaður. Týnd taska AÐFARANÓTT laugardagsins 13. júní var svarhvít taska tekin í misgripum. Hún innheldur m.a. peysu og skó sem hafa mikið til- finningalegt gildi fyrir eigandann. Há fundarlaun eru í boði fyrir töskuna. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 848-3199.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Jónsmessukaffi í Kefla- vík 24. júní undir stjórn Ólafs B. Ólafs- sonar. Kaffihlaðborð, skemmtiatriði og dans. Brottför kl. 13 frá Aflagranda. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 | Farið verður í Jónsmessukaffi 24. júní í Safn- aðarheimilið í Reykjanesbæ, Ólafur B Ólafsson verður með ásamt föruneti. Farið verður frá Hraunbæ kl. 13.10. Verð 3.700 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hraunsel | Hraunsel verður lokað vegna sumarfría frá 6. júlí til 10. ágúst. Dagsferð FEBH verður um Suðurland 22. júlí. Vitatorg, félagsmiðstöð | Jónsmessu- ferð í Reykjanesbæ 24. júní kl. 13, skemmtun og kaffihlaðborð. Uppl. og skráning í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnar kl. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.