Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 8
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „VERKEFNIÐ er að snúa áætluðum 170 milljarða króna halla á ríkissjóði í ár, sem er um 12,5% af vergri landsframleiðslu, í afgang á fjórum og hálfu ári. Við höfum seinni helming þessa árs og næstu fjögur til að ná þessu markmiði. Það gera sér líklega allir grein fyrir hvers konar risaverkefni þetta er,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamanna- fundi ríkisstjórnarinnar í gær, þar sem kynntar voru aðgerðir í ríkisfjármálum. Steingrímur lagði fram frumvarp til laga á Alþingi í gær um „ráðstafanir í ríkisfjármálum“. Því er ætlað að bæta stöðu ríkissjóðs sem hefur orðið fyrir miklum tekjumissi og viðbótarútgjöldum í kjölfar efnahags- hrunsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að draga úr halla rík- issjóðs um 22,4 milljarða á þessu ári og 63,4 milljarða á því næsta. Samtals er um að ræða um 86 milljarða sem að mestu munu fást með niðurskurði útgjalda og auk- inni skattheimtu. „Á árinu 2010 er ætlunin að spara í rekstri hins opinbera um 14 milljarða króna sem ég hygg að sé stærsta viðfangsefni sem ríkisstjórn hefur glímt við á einu ári,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra á fundinum í gær. Á fundinum voru jafnframt birt „drög að leiðarljósi í ríkisfjármálum árin 2009-2013“. Þar segir meðal ann- ars að leita skuli leiða til að minnka yfirvinnu eins og mögulegt er og minnka starfshlutfall í stað uppsagna. Þá verða laun ríkisstarfsmanna sem hafa meira en 400.000 krónur í mánaðarlaun tekin sérstaklega til at- hugunar. Ríkisstarfsmenn eru um 28.000 talsins og um helmingur þeirra hefur meira en 400.000 krónur í mán- aðarlaun. Markmiðið er að laun þeirra sem mest bera úr býtum lækki hlutfallslega meira en þeirra sem lægri laun hafa. Morgunblaðið/Heiddi Ráðherrar Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu aðgerðir í ríkisfjármálum á fundinum í gær. Ríkisfjármálin nái jafn- vægi að nýju árið 2013  „Það gera sér líklega allir grein fyrir hvers konar risa- verkefni þetta er“  Starfshlutfall minnki í stað uppsagna 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÞAÐ hefur verið talað um að vinna eigi í þessum málum í sam- vinnu við okkur. Herregud! Það kemur bara fram plagg sem segir að svona eigi þetta vera án þess að við höfum nokkuð um það að segja,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um „ráðstafanir í ríkisfjármál- um“, sem lagt var fyrir Alþingi í gær, eru lagðar til margvíslegar breytingar á lögum um almanna- tryggingar. Þar er til að mynda lagt til að frí- tekjumark vegna atvinnutekna elli- lífeyrisþega við útreikning tekju- tryggingar verði lækkað. Jafnframt er gert ráð fyrir skerð- ingu grunnlífeyris vegna lífeyris- sjóðstekna. Eldri borgarar búnir að þola nóg í kjölfar bankahruns „Við höfðum haft veður af því að það stæði til að krukka eitthvað í almannatryggingakerfið. Við álykt- uðum þá mjög ákveðið um það mál og sendum félagsmálaráðherra og undirstrikuðum að það kæmi ekki til greina að skerða almannatrygg- ingakerfi,“ segir Helgi. „Við teljum enda að eldri borg- arar séu í stórum stíl búnir að taka á sig þær byrðar sem fylgdu í kjöl- far kreppunnar í ljósi þess að fjöldi manns tapaði aleigu sinni og sparn- aði í bankahruninu sem þeir ætl- uðu að nota á efri árum.“ Hann segir jafnframt að eldri borgarar hafi aðeins fengið hluta þeirra bóta sem samið hafði verið um að yrðu greiddar um áramótin síðustu. Grunnlífeyririnn var alveg heilagur á sínum tíma „Við erum alveg bálreið yfir þessu. Nú er verið að taka til baka ákveðnar kjarabætur sem við höf- um náð í gegnum tíðina. Það var áður búið að létta á skerðingu bót- anna og nú er sú ráðstöfun tekin til baka. Svo er uppi hugmynd að skerða grunnlífeyrinn sem átti að vera alveg heilagur þegar hann var settur á. Svona mætti lengi telja. Fjöldi manns kaus Samfylkinguna í þeirri trú að hún myndi standa vörð um „norræna velferðarkerfið“ sem eru slík öfugmæli gagnvart okkur að það tekur ekki tali! „Við erum alveg bálreið yfir þessu“  Formaður Landssambands eldri borgara telur skjólstæðinga sína hafa tekið á sig nægar byrðar í kjölfar bankahruns  „Norræna velferðarkerfið slík öfugmæli gagnvart okkur að það tekur ekki tali“ Í HNOTSKURN »Á árinu 2008 náðustfram miklar réttar- bætur til handa öldruðum og öryrkjum sem nú hafa margar hverjar verið tekn- ar til baka með nýju laga- frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um „ráðstafanir í ríkisfjármálum“. »Grunnlífeyrir vegna líf-eyrissjóðstekna verður meðal annars skertur og frítekjumark vegna at- vinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutrygg- ingar verður lækkað. Morgunblaðið/Kristján Skerðing Ýmsar réttarbætur til handa öldruðum náðust árið 2008 en hafa nú verið dregnar til baka. SKILI aðgerðir ríkisstjórnarinnar tilætluðum árangri mun jöfnuður nást að nýju í ríkisfjármálum árið 2013. Markmiðið er að draga úr halla ríkissjóðs um 22,4 milljarða króna í ár og 63,4 milljarða króna á næsta ári. Rekstur ríkissjóðs var með nokkrum afgangi á árunum 2004- 2007. Afgangur af rekstri ríkis- sjóðs árið 2005 nam til að mynda 5,4% af vergri landsframleiðslu. Ríkissjóður var hins vegar rekinn með 0,8% halla í fyrra. Í ár er áætlað að ríkissjóður verði rekinn með 170 milljarða króna halla. Það nemur um 12,5% af vergri lands- framleiðslu. Heildarútgjöld ríkisins í ár eru mun hærri en fyrri ár og stefnt er að því að þau muni smátt og smátt lækka aftur og árið 2013 verði þau í sambærilegu horfi og þau voru árið 2004. Heildarútgjöld íslenska ríkisins lækki ár frá ári Áætlaður halli á rekstri ríkissjóðs í ár nemur 12,5% af landsframleiðslu /         "0!! 1&(         "0!2 3& 3&          &  && ) +  4/  /  &(    /       /     50 2# 20 "# 605 60# 60$ 60% 607 608 6!0 6!! 6!" 6!2 # 0 9# 9!0 608 6!0605 60# 60$ 60% Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, áréttuðu í gær að ekki stæði til að „fara inn í kjarasamninga“ í andstöðu við stéttarfélög. „Markmiðið er að ná heildarlaunakostnaðinum niður án þess að raska launakerfunum sjálfum og fara inn í taxtalaunin,“ sagði Steingrímur. Í ályktun frá stjórn Bandalags háskólamanna í gær sagði að útilokað væri að stéttarfélög innan þess tækju þátt í að færa niður samningsbundna taxta. Í ályktuninni sagði jafnframt að stjórnin gerði sér þó fulla grein fyrir ástandi ríkisfjármála. Kjarasamningar ósnortnir Morgunblaðið/Golli Skattahækkanir og niðurskurður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.