Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 18
Í HNOTSKURN »Evrópumarkaður meðkrækling er um 700-800 þúsund tonn á ári. Íslensk kræklingaframleiðsla er því dropi í hafið. »Heimsmarkaðurinn er 1,6til 1,7 milljónir tonna. »Norðurskel vinnur meðKanadamönnum sem hafa áratugareynslu af ræktuninni. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is KRÆKLINGAFRAMLEIÐAND- INN Norðurskel í Hrísey getur ekki pakkað kræklingi vegna lömunareitr- unarinnar PSP, sem mældist rétt undir viðmiðunarmörkum 9. júní. Á sama tíma greindust þörungar af teg- undinni Alexandrium en þeir valda PSP eitrun yfir hættumörkum. Mat- vælastofnun greinir frá eitruninni á heimasíðu sinni. Hún varar við tínslu í Eyjafirði. Víðir Björnsson, framkvæmda- stjóri Norðurskeljar sem er annað tveggja framleiðslufyrirtækja í Eyja- firði, segir bagalegt að eitrunin grein- ist nú mánuði fyrr en í fyrra, því fyr- irtækið hafi nýhafið sölu til Belgíu. Hann býst við því að tínslustoppið vari í viku til tíu daga í viðbót en það hafi nú varað í viku: „Þessi þörungur gengur hratt yfir,“ segir Víðir. Kræk- lingurinn hreinsi sig. „Vegna þör- ungsins væri æskilegra að rækta krækling víðar um landið.“ Norður- skel sé í samstarfi við kræklinga- bónda í Breiðafirði svo þeir geti af- hent samkvæmt samningum. Víðir segir stoppið ekki koma al- varlega niður á fyrirtækinu því reikn- að sé með slíkum tínslustoppum. „Alltaf má búast við slíkum eitrunum í r-lausum mánuðum; maí, júní, júlí og ágúst,“ segir Víðir. „Við þetta búa all- ir kræklingabændur og því erum við með öfluga vöktun.“ Sjósýni séu tekin vikulega og tvisvar nálgist eitruðu þörungarnir mörkin. Nú sendi þeir sýni til Írlands til að vita magn eitr- unarinnar í kræklingnum. PSP-eitrun getur valdið öndunar- erfiðleikum, lömun og jafnvel dauða spendýra. Tínslustopp hjá kræklinga- framleiðendum í Eyjafirði  PSP-eitrun hefur mælst yfir hættumörkum  Stoppa í rúma viku í viðbót 18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 KRAKKARNIR í ungliðahreyfingu Barnaheilla mættu galvaskir á Lækjartorg í gær og kynntu fólki átakið Horfin barnæska. Barnaheill leita nú eftir Heillavinum til að styðja verkefni bæði inn- anlands og erlendis. Að þessu sinni er í brenni- depli alþjóðlegt menntaverkefni Barnaheilla, Save the Children – Bætum framtíð barna, sem hófst árið 2006, og miðar að því að bæta aðstæður milljóna barna í 20 stríðshrjáðum löndum. Ungmenni leita stuðnings fyrir ungmenni í tuttugu stríðshrjáðum löndum Morgunblaðið/Jakob Fannar Markmiðið að bæta framtíð milljóna barna Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is FÆSTIR tengja MND við gleði og kátínu enda er sjúkdómurinn „bráð- drepandi hreyfitaugahrörnun“ eins og Guðjón Sig- urðsson formaður MND-félagsins á Íslandi orðar það. Félagið stendur fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá í miðbæ Hafnar- fjarðar í tilefni af alþjóðlega MND-deginum á sunnudaginn. „Við reynum að vera jákvæð, lifa, njóta og láta gott af okkur leiða á meðan við getum. Þessi uppákoma er okkar leið til að þakka fyrir stuðn- inginn,“ segir Guðjón. Boðið verður upp á hjólastólarall og þjóðþekktir Íslendingar munu spreyta sig við þrautir sem notendur hjólastóla glíma við í umhverfinu. „Ég get lofað þér því að það verður óborganlega fyndið að fylgjast með hjólastólaþrautakeppninni,“ segir Guðjón og hlær. Þá verður sýning og kennsla í hjólastóladansi. „Við höf- um fengið til okkar margverðlaunað danspar frá Möltu, Steven Fenech og Mandy Ghio. Hann er bundinn við hjólastól en hún er með stráheila fætur. Danssýningin þeirra er stór- kostleg.“ Dansparið ætlar einnig að kenna gestum, gangandi og rúllandi hjólastóladans. „Ég vonast til að fá danskennara á námskeiðið í því, hér kennir enginn dans í hjólastól sem er afleitt. Dans er frelsun, bæði góð skemmtun og þjálfun.“ Hvíldarinnlögn með konunni Guðjón segir helsta baráttumál MND-sjúklinga og flestra fatlaðra að hverfa frá stofnanavæðingu og byggja upp einstaklingsmiðaða þjónustu. Það væri miklu ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og myndi veita fötluðum og aðstandendum þeirra aukin lífsgæði. „Við viljum búa heima en þurfum aðstoð sem ekki er hægt að leggja á aðstandendur. Í boði eru hvíldarinn- lagnir til að hvíla örþreytta aðstand- endur en mér þætti nú miklu skemmtilegra að fara í „hvíldarinn- lögn“ með konunni minni í sumar- bústað eða til útlanda.“ Kennsla í hjólastóladansi  Lifum, njótum og látum gott af okkur leiða á meðan við getum  Haldið upp á alþjóðlega MND- daginn með fjölbreyttri skemmtun í miðbæ Hafnarfjarðar  Hjólastólarall, tónleikar og hjólastóladans Hjólastóladans Mandy Ghio og Steven Fenech sýna listir sínar. Guðjón Sigurðsson HÉRAÐSSKJALASAFNI Árnes- inga á Selfossi voru á dögunum af- hent handrit og skissur að meg- inþorra verka Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Um sína tíð var Guðmundur mikilvirkur rit- höfundur og sendi frá sér alls um fimmtíu bækur; skáldsögur, smásög- ur, ljóð, viðtalsbækur og ýmis önnur verk. „Kassarnir eru tæplega þrjátíu og í sumum þeirra eru handrit að fleiri en einni bók,“ segir Heimir Guð- mundsson, tónlistarkennari á Sel- fossi, sem afhenti safninu gjöfina. Þorsteinn Tryggvi Másson skjala- vörður veitti gjöfinni viðtöku. „Með því að skoða handritin má sjá hvernig Guðmundur vann sínar bækur og hvernig hann þróaði sínar hugmyndir áfram. Oft eru setningar strikaðar út og skrifað milli lína, rétt eins og rithöfundar vinna. Bók- menntafræðingum framtíðarinnar verður mikill fengur í því að geta skoðað þessi handrit hjá okkur, sem verða skráð og gerð almenningi að- gengileg,“ segir Þorsteinn Tryggvi. Guðmundur Daníelsson var fædd- ur í Guttormshaga í Holtum í Rang- árþingi árið 1910. Hann starfaði lengi sem kennari og skólastjóri en ritstörfin gengu þó eins og rauður þráður í gegnum allt líf hans. Hann var lengi blaðamaður og ritstjóri, en þekktastur er hann sem rithöf- undur. Fyrsta bókin, ljóðakverið Ég heilsa þér, kom út árið 1933. Síðust kom heimildaskáldagan Óskin er hættuleg, 1989, árið áður en Guð- mundur lést. Handrit Guð- mundar af- hent á Selfossi Kassar Þorsteinn Tryggvi Másson skjalavörður, t.v., tekur við gjöfinni. Héraðsskjalasafn Ár- nesinga fær handritin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skemmtidagskrá MND hefst á Thorsplani í Hafnarfirði kl.14 á morgun. Hjólastólarall verður í 3 flokkum og hljóta sigurveg- arar glæsilega vinninga. Hægt er að skrá sig til leiks á gudjon- @mnd.is. Milli klukkan fimm og sjö verður skemmtun í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Sýndur verður hjólastóladans en fyrr um daginn og á laugardeginum er námskeið í hjólastóladansi. Þá verður frumsýnd írsk heim- ildarmynd um Evald Krogh for- mann Muskelsvindfonden í Dan- mörku. Úrvalslið listamanna og hljómsveita spilar á tónleikum á Thorsplani klukkan 20. Þar koma meðal annarra fram Bogomil Font og Megas og Senuþjófarnir. Skemmtidagskráin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.