Morgunblaðið - 20.06.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.06.2009, Qupperneq 35
✝ Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, JÓNÍNA GUÐNÝ JÚLÍUSDÓTTIR, Melasíðu 3J, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 4. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Akureyrar fyrir hlýja og góða þjónustu. Systkini hinnar látnu og aðrir aðstandendur. á sjó og mamma við vinnu yfir dag- inn. Það kom í hlut þess eldri að passa þann yngri nokkra tíma á dag yfir sumarið. Þá var margt brallað og hinir ýmsu staðir á Sauðárkróki skoðaðir í krók og kima. Við komum stundum við á bílaverkstæði KS. Þar unnu skemmtilegir karlar, Binni Júlla stjórnaði starfseminni og gaf okkur stundum kók, Svenni og Svaf- ar Helga á skrifstofunni alltaf tilbún- ir í spjall og Jón frændi okkar Stef- ánsson var verkstæðisformaður. Okkur var alltaf vel tekið af Jóni þeg- ar við komum í heimsókn, hann sýndi okkur verkstæðið og sagði okkur sögur og við fengum að fylgjast með þegar starfsmenn verkstæðisins gerðu við bíla. Árið 1974 keyptu foreldrar okkar lítið hjólhýsi sem þau komu fyrir á Grundunum við Flugumýri í Skaga- firði. Þar voru Jón og Peta búin að koma sér fyrir með sitt hjólhýsi. Seinna voru byggð 4 sumarhús á sama stað sem hafa reynst eigendum og afkomendum þeirra miklir griða- staðir. Jón var bæjarstjórinn í þess- ari litlu byggð og var oft leitað til hans ef eitthvað vantaði. Hjálpsamari manni höfum við ekki kynnst. Hann var alltaf boðinn og búinn að leggja okkur og foreldrum okkar hjálpar- hönd. Þá var Jón feikna duglegur maður og ósérhlífinn, sem hafði gam- an af því að hafa allt snyrtilegt og vel ræktað í kringum húsið sitt og næsta nágrenni. Hann var gamansamur og sagði sögur sem við höfðum gaman af, meðal annars ýmislegt frá fyrri tíð af afa okkar og ömmu. Fyrir þessar stundir viljum við nú þakka og vott- um Petu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Ingimar Jónsson og Jósafat Þ. Jónsson Ég á góðar minningar um Jón Stefánsson, móðurbróður minn, eða Nonna frænda, eins og mér var alltaf tamt að kalla hann. Í hugann koma fram myndir frá því snemma á bernskuárum mínum á Sauðárkróki, en þar stóð þá heimili afa míns og ömmu, foreldra Nonna, en á þeirra heimili ólst ég upp. Þegar ég fór að muna eftir mér var Nonni ungur og vaskur maður, sem stundaði vöru- akstur fyrir Kaupfélag Skagfirðinga á leiðinni milli Reykjavíkur og Sauð- árkróks. Voru það oft afar erfiðar og þreytandi ferðir í vondri færð á vetr- um. Leit ég mjög upp til hans. Alltaf var hann mér einkar ljúfur, hlýr og elskulegur á þessum árum – eins og reyndar alla tíð. Nonni var fæddur og alinn upp í sveit, á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, og í þeirri fríðu og sólríku byggð átti hann ætíð fjölda frænda og vina. Honum féllu sveitastörf vel, og faðir hans sagði í mín eyru, að Nonni hefði í rauninni helst átt að verða bóndi að ævistarfi, því að hann hafi snemma verið búmannsefni og m.a. alveg sérstaklega sauðglöggur, þannig að hann hafi sem barn þekkt hverja einustu kind á bænum. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja að fást við búmennsku til lengdar, því hann hleypti snemma heimdraganum og fór að vinna fyrir sér annars stað- ar. Eftir að Nonni kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Petu, stóð heim- ili þeirra á Sauðárkróki um áratuga skeið. Lengst af starfaði hann sem bifvélavirki á bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga, lengi sem verkstjóri. Þar nutu sín m.a. hag- virkni hans, fagkunnátta, skipulags- hæfileiki og samskiptahæfni við við- skiptamenn verkstæðisins, en sú þjónusta, sem þar er rekin, hefur lengi skipt mjög miklu máli fyrir Sauðkrækinga jafnt sem bændur og búalið úr byggðum Skagafjarðar. Ég má fullyrða, að hvergi leið Nonna betur en í Blönduhlíðinni, í fögru umhverfi í nálægð við góða vini. Þau hjónin báru gæfu til þess að eign- ast fyrir mörgum árum sumarhús í landi Flugumýrar, þaðan sem Nonni var ættaður öðrum þræði, og gerðu bústaðinn og nágrenni hans að ein- stökum sælureit þar sem þau undu sér að jafnaði sumarlangt, oft í sam- vistum við sína nánustu. Var þar ein- staklega gott að koma, móttökur æv- inlega höfðinglegar og staðurinn andaði af alúð þeirra, natni og smekkvísi, með fögrum trjágróðri. Gamansemi þeirra hjóna í viðræðum var við brugðið og þess nutu gestir þeirra, bæði á Sauðárkróki og í sum- arbústaðnum. Það orð fór ætíð af Nonna, að hann væri einstakur húmoristi og frá- sagnameistari á sinn hátt. Mátti segja að hann gæti séð spaugilega hlið á flestu því sem á góma bar. Þó gat hann verið fastur fyrir. Hjálp- semi og greiðvikni var honum eðlis- læg og nutu þess margir, bæði fyrr og síðar. Hann var mjög lagtækur við viðgerðir og smíðar. Nonni dó inn í skagfirska sumarið. Yfir minningu hans er birta. Margir munu sakna þessa mæta Skagfirð- ings. Petu konu hans, afkomendum þeirra og öðrum ástvinum, færum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Páll Sigurðsson. Vinur minn og frændi Jón Stefáns- son er látinn 86 ára gamall. Fæddur á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 1923. Jón unni sinni fæðingarsveit alla tíð mjög og fór ekki leynt með, fékk líka sem betur fór að njóta hennar nokkuð síðustu áratugina. Við áttum sama afa, Jón Jónasson, bónda á Bakka í Öxnadal, síðar Flugumýri, frá 1896. Jóni þótti mjög vænt um afa sinn, talaði um hann með virðingu og hafði mynd af honum á góðum stað í sínu húsi. Kynni okkar Jóns eru búin að vara lengi og vera mikil hlunnindi fyrir mig. Frá upphafi alltaf tilbúinn til að aðstoða ungan mann á bíl, skipta um olíu eða hvað sem þurfti að lagfæra. Þá var heimili hans jafnframt mat- staður minn. En Jón var á þessum tíma og lengi síðar verkstjóri á Bif- reiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Eftir að Jón kom með sitt litla hjól- hýsi 1973, sem síðar breyttist í sum- arbústað sumarið 1976 á Flugumýri, fór samverustundunum fjölgandi, og fann ég betur og betur hversu dýr- mætt er að eiga góðan að. Jón hefur síðustu áratugi verið fyrsti vorboðinn hér á Flugumýri þegar hann hefur komið á páskum til dvalar í sínu sum- arhúsi. Það hefur jafnan verið til- hlökkunarefni að skreppa í miðdeg- iskaffi í Lækjarbakka en það heitir sumarbústaður Jóns og Petu, eða kvöldkaffi eftir erilsaman dag, fá andlega næringu og kannski eina blöndu. Allar þær mörgu góðu sam- verustundir viljum við þakka og mun- um við hjónin sakna þeirra mjög. Jón var búinn að standa vaktina vel og lengi enda maðurinn óvenju vel af guði gerður, hraustur, traustur og heiðarlegur. Að lokum varð hann þó að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdóm sem hann tókst á við af sömu karlmennsku og annað í sínu lífi. Þegar leiðir skilja um sinn viljum við hjónin þakka þér alla þá tryggð og vináttu sem þú hefur sýnt okkur á liðnum áratugum. Muna skal þann er máttu ei forlögin buga, manndómur stendur greyptur í okkar huga. Félagi góður er horfinn til annarra heima, hann sem að ljósinu ræður megi hann geyma. (Jóhannes Benjamínsson.) Elsku Peta. Við biðjum guð að styðja þig og styrkja nú þegar þú kveður þinn ástkæra lífsförunaut. Afkomendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigurður og Ásta, Flugumýri. Við fráfall Jóns Stefánssonar frænda okkar og vinar er margs að minnast frá liðnum árum. Síðustu 20 árin höfum við haft mikið samneyti við þau Nonna og Petu, því að í ár eru 20 ár síðan við reistum okkur sum- arhús á eyrunum fyrir ofan Flugu- mýri, en þá voru fyrir með bústaði, Nonni og Peta, Lilja og Bjössi og Lilja og Nonni. Þetta var ekki fjölmennt samfélag, en þó var þar óumdeildur bæjarstjóri og sá hét Jón Stefánsson, sem við kveðjum nú í dag. Nonni var góður bæjarstóri, bón- góður svo af bar og vildi allra manna vandræði leysa og gestrisinn við okk- ur og fjölskyldu okkar og vini. Nonni og Peta undu hag sínum vel í bústaðnum, komu með farfuglunum á vorin og dvöldu á Flugumýri meira og minna allt sumarið. Okkur eru minnisstæðar verzlun- armannahelgarnar, þá var allt svæðið snurfusað og slegið og fjölskyldur okkar mættu og eyddu helginni með okkur íbúunum á eyrinni. Þessar helgar var fastur liður heimsókn á grasbalann bak við bú- stað Nonna og þar var opnaður leyni- bar víðfrægur, sem var þeirrar nátt- úru, að þegar notkun var lokið, þá nánast gufaði allt upp er honum fylgdi, borð, stólar, glös og drykkjar- föng og menn stóðu eftir klumsa og veltu fyrir sér, hvað af hefði orðið. Nonni og Bjössi sáu síðan um brennuna, sem er fastur liður þessa helgi, en við hin sáum um grill og matseld. Nonni var afar vinnusamur í sveit- inni, lóðin þeirra við sumarhúsið var slegin og hirt, þannig að hún hefði sómt sér á hvaða golfvelli sem er, allt bar vott um mikla snyrtimennsku og glöggt auga fyrir þeim smáatriðum er til yndisauka eru. Nonni var ákaflega heilsteyptur maður, vinur vina sinna og aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkrum manni. Þessi 20 ár okkar hér á eyr- unum hafa verið afar skemmtilegur og gefandi tími og samneytið við fólk- ið hér hefur verið okkar ríkidæmi. Við eigum eftir að sakna Nonna, en okkar góðu minningar um hann verma hjörtu okkar, það var okkar lán að kynnast honum og umgangast hann og hans fólk. Um leið og við vottum Petu og börnunum samúð okkar, þá vonum við að við fáum að njóta samvista við þau sem allra mest hér í okkar litla samfélagi á eyrunum við Flugumýri. María Valdimarsdóttir, Ólafur R. Jónsson. Öllu og öllum er afmarkaður tími. Það á ekki síst við um æviskeið okkar mannanna. Þegar nýfætt barn lítur dagsins ljós liggur sjaldnast fyrir hversu margir og hamingjuríkir ævi- dagar þess verða. Þetta verður okkur sífellt ljósara eftir því sem æviárum okkar sjálfra fjölgar og við þurfum að sjá á bak fleira samferðafólki í lífs- göngunni. Stundum finnst okkur mannfólkinu að kallið komi of snemma, stundum alltof snemma, og raunar er það oftast svo að þegar ættingjar, vinir og kunningjar kveðja þetta líf, finnst okkur sem það hefði nú mátt bíða aðeins, hvernig svo sem ævilengd og heilsufari viðkomandi er farið. Jón Stefánsson, bifvélavirki á Sauðárkróki, hefur nú kvatt jarð- vistina, 86 ára að aldri. Hann hafði notið nokkuð bærilegrar heilsu fram á síðastliðinn vetur, að hann fór að finna fyrir þeim vágesti, sem átti eftir að ljúka hans vegferð. Síðustu vik- urnar hefur ekki farið milli mála að hverju dró og hann vissi það sjálfur og ég hygg að hann hafi verið sáttur við Guð og menn og þá einnig við að kveðja. Jón Stefánsson verður þeim ákaflega minnisstæður, sem áttu þess kost að eiga hann að félaga, vini og samferðamanni. Um áratuga skeið starfaði hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, fyrst sem einn af fyrstu flutningabílstjór- um landsins á langleiðum, en síðar á bifreiðaverkstæði félagsins, lengst af sem verkstjóri. Þótt Jón væri langt frá því að vera skaplaus maður, kunni hann öðrum mönnum fremur að temja það og það var ekki oft, sem honum hraut styggðaryrði af munni og brá þó fyrir stundum að hann þurfti að mæta óþolinmæði og ósann- girni önugra samferðamanna í erils- sömu starfi. Í öllum daglegum sam- skiptum við samstarfsfólk og viðskiptavini var hann glaðvær og glaðsinna og honum lágu oft spaugs- yrði laus á vörum. Jón var því afskap- lega vel þokkaður í sínu nærumhverfi og víst er að ekki glötuðu vinnuveit- endur hans viðskiptum hans vegna. Sá, sem þetta ritar, átti þess kost um áratuga skeið að eiga samleið með Jóni, bæði sem samstarfsmanni, sem og njóta þjónustu hans sem við- skiptamaður. Öll voru þau samskipti á einn veg frá hans hendi og einungis góðs að minnast frá þeim. Eftir að hann hætti störfum vegna aldurs, hittumst við oft á förnum vegi og ætíð var hann jafn glaður í bragði og hlýr í viðmóti. Það er gott að eiga minn- ingar um slíka menn í sjóði, en jafn- framt ríkir söknuður þegar ævivegur þeirra tekur enda. Jóni er hér með þakkað fyrir áratuga vináttu og hlýtt viðmót samhliða því að fjölskyldu hans eru færðar innilegar samúðar- kveðjur. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga ✝ Faðir okkar, JÓHANNES ARASON fyrrum bóndi, Múla í Gufudalssveit, Austur-Barðastrandarsýslu, andaðist á Vífilsstöðum þriðjudaginn 16. júní. Ari Óskar Jóhannesson, Elías Í. Jóhannesson. ✝ Hjartkær móðir mín, LÝDÍA BERGMANN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Ásvallagötu 42, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 18. júní. Jóhann Bergmann Ásgeirsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00. Þorsteinn A. Jónsson, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Helgi Jónsson, Jónína Sturludóttir, Þórður Jónsson, Jytte Fogtmann, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, ÞORBJÖRG HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Miðtúni 80, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 17. júní. Guðlaug Friðriksdóttir, María Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.