Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 ✝ Hákon Árnasonfæddist á Ham- arlandi í Reykhóla- sveit 11. janúar 1920. Hann lést á Dval- arheimilinu Barma- hlíð á Reykhólum að morgni 6. júní síðast- liðins. Foreldrar hans voru Árni Ólafsson bóndi á Hamarlandi, f. í Sunnudal í Bjarn- arfirði á Ströndum 3. október 1855, d. 25. júlí 1930 og kona hans Guðbjörg Loftsdóttir, f. að Laugalandi í Reykhólasveit 14. ágúst 1878, d. 16. desember 1960. Hákon ólst upp hjá foreldrum sínum og flutti með þeim til Reykjavíkur 1925. Hákon átti 11 alsystkini: Guðrúnu, f. 1898, Kjartan, f. 1899, Ingibjörgu, f. 1900, Bergþór, f. 1901, Jóhönnu, f. 1903, Pétur, f. 1905, Ólaf, f. 1906, Sólveigu, f. 1908, Guðnýju, f. 1910, Karl, f. 1911, og Loft, f. 1914. Hálf- bræður Hákonar voru Steingrímur, f. 1889, Eyjólfur, f. 1910 og Hrólfur, f. 1911. Systkinin eru nú öll látin. Hákon byrjaði á sjó 16 ára gamall á síld- arbát og var sjómaður á fjórða áratug, á flestum tegundum skipa. Lengst var hann á nýsköp- unartogurum Bæj- arútgerðar Reykja- víkur, en einnig var hann um tíma á varð- skipi og um skeið í fraktsiglingum víða um heim. Hann vann um árabil hjá Vél- smiðju Kristjáns Gíslasonar. Hákon keyrði líka um tíma vörubíl hjá Kaupfélagi Króks- fjarðar, leigubíl í Reykjavík og var einnig ökukennari. Þá vann hann um tíma hjá Vegagerð ríkisins og Landsíma Íslands. Hann vann nokk- ur ár hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og síðustu starfsárin hjá Reykhólahreppi. Síðustu árin var hann heimilismaður á Dvalarheim- ilinu Barmahlíð á Reykhólum. Útförin fer fram frá Reykhóla- kirkju í dag, 20. júní og hefst athöfn- in kl. 14. Fáein minningarorð langar mig að festa á blað vegna andláts frænda míns Hákonar Árnasonar sem lést á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum hinn 6. júní síðastliðinn. Hann var yngstur af stórum barnahópi hjónanna Árna og Guðbjargar heit- innar Loftsdóttur, ömmusystur minnar, og sá sem síðast hefur kvatt þetta líf. Hann mun hafa dvalið á mínu æskuheimili Valshamri í Geiradal um tíma, er ég var smástelpa, man aðeins eftir honum þar. Við andlát hans lifna í huga mér allar góðu minningarnar er við systk- inin komum fyrstu ferðirnar í bæinn. Alls staðar mættum við kærleika og gestrisni hjá þessari fjölskyldu. Guð- björg frænka bjó á Nýlendugötunni og hafði heimili fyrir syni sína Konna og Lolla. Þeir keyrðu okkur um allt og sýndu okkur ævintýraborgina, Reykjavík. Það voru líka miklir hátíð- isdagar þegar frændfólkið heimsótti okkur í sveitina. Á mínum skólaárum var ég heima- gangur hjá minni elskulegu frænku Guðbjörgu og reyndar líka hjá dóttur hennar Ingibjörgu en maður hennar Kristján Gíslason rak þá Vélsmiðju á Nýlendugötunni. Guðmundur, bróðir minn, var þá í Vélskólanum og lærði hjá Kristjáni í Smiðjunni. Guðmund- ur og Hákon heitinn höfðu alltaf sam- band, síðast örskömmu fyrir andlát Konna. Er ég síðan flutti til Hafnarfjarðar var heimili Guðrúnar Árnadóttur frænku eins og mitt annað heimili. Vissulega er það svo að tímans straumar bera fólk í ýmsar áttir og ekki mikið samband oft á tíðum. Ég hitti Konna frænda síðast í fyrrasum- ar er við systurnar og fleiri fórum í heimsókn á Dvalarheimilið Barma- hlíð. Bróðir minn hafði gefið honum útskorið skilti sem á stóð „Valsham- ar“. Það hlýjaði mér um hjartarætur. Konni var þá hress og kátur og leið auðsjáanlega vel, enda fjölskylda Karls heitins, bróður hans, að nokkru leyti þar vestra. Það fylgir því að eld- ast að sjá á eftir vinunum, „einn og einn er yfir kvaddur“. Guðbjörg heit- in frænka mín var mikil trúkona. Bænirnar hennar hafa fylgt börnun- um hennar allt til enda. Ég mun alltaf minnast Konna og systkina hans með innilegu þakklæti og eftirsjá. Veit ég að ég mæli þar einnig fyrir hönd systkina minna. Jóhanna F. Karlsdóttir. Fletti maður upp á dagsetningunni 11. janúar í bókinni Gullkorn dagsins getur maður lesið eftirfarandi kvæði úr Hávamálum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þetta kvæði á svo sannarlega vel við til að minnast frænda okkar Há- kons Árnasonar, eða Konna eins og hann var ævinlega kallaður. Konni var fæddur hinn 11. janúar 1920, yngstur ömmusystkina okkar og jafnframt síðastur þeirra til að kveðja þennan heim. Í hraða nú- tímans gefast því miður ekki öllum krökkum tækifæri til að kynnast og njóta samskipta við ömmusystkin sín á þann hátt sem við systkinin höfum fengið að upplifa og það ber okkur að þakka fyrir. Með Konna höfum við átt margar ánægjustundir bæði vest- ur á Reykhólum og eins í Hafnarfirð- inum. Hann hafði ævinlega fréttir að færa úr sveitinni þegar hann kom í bæinn og ávallt fylgdi með skýrsla um sumarbústaðinn okkar, sem hann fylgdist með og passaði upp á með dyggum stuðningi sveitunganna. Við komum svo við í Barmahlíðinni þegar við vorum fyrir vestan og kíktum á staðarhaldarann eins og við kölluð- um hann. Alltaf var jafn hlýlega á móti okkur tekið og spjallað um heima og geima enda var Konni vel að sér um alla hluti og einstaklega gaman að spjalla við hann. Hann var hafsjór af fróðleik um gamla tíma, lét sig varða trúmál jafnt sem pólitík og var hreint ekki skoðanalaus. Hann var einstakt snyrtimenni, alltaf allt í röð og reglu og göntuðumst við sem krakkar með að hann væri svo snyrtilegur að þegar hann væri bú- inn að borða af diskinum sínum væri hægt að setja diskinn beint inn í skáp. – Gerðum okkur náttúrlega enga grein fyrir að Konni var alinn upp á þeim tímum sem matur var oft af skornum skammti og ekki til siðs að leifa mat. Í hjörtum okkar systkina og ekki minnst pabba okkar, mun Konni ávallt eiga sitt sérstaka rými enda var hann einstakur öðlingsmaður. Það voru forréttindi að bæði við systkinin og okkar börn skyldu fá tækifæri til að kynnast honum og njóta samvista við hann. Hans verð- ur sárt saknað, en eins og segir í kvæðinu hér að ofan þá deyja menn en minningin um þá lifir og við búum, þökk sé honum sjálfum, að minning- unni um mikinn öðlingsmann. Árni Jónsson, börn, tengdabörn, og barnabörn. Í dag verður borinn til grafar á Reykhólum vinur minn Hákon Árna- son. Kynni okkar Hákonar hófust er ég var sveitarstjóri Reykhólahrepps og hann varð starfsmaður hreppsins. Þegar ég kom til starfa voru sorp- hirðumál til vansa í hreppnum og ákveðið að gera átak til úrbóta og hefja hreinsun og sorphirðu. Það varð hlutverk Hákonar að sjá um framkvæmdina. Reyndist sú ákvörð- un sérlega vel, enda Hákon vinsæll, vel liðinn og aufúsugestur hvar sem hann kom. Naut ég þess í starfi mínu því segja má að hann hafi gegnt starfi upplýsingafulltrúa bæði fyrir hreppsskrifstofuna, að flytja fréttir til sveitunganna sem og ekki síður frá þeim til okkar sem vorum fulltrúar íbúanna. Víst er að leitun var að betri manni í starfið. Við áttum marga fundi og með okkur tókst góð vinátta. Við sátum oft ég, Hákon og Bragi prestur á fundi og ræddum málin, þeir Bragi og Hákon voru sagnameistararnir, ég hlustandinn, þær stundir gáfu mér mikið. Nú eru báðir þessir höfðingjar horfnir yfir móðuna miklu, eftir lifir minning um góða drengi og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar og allar sögurnar. Hákon var einn hinna „innfæddu“, fæddur á Hamarlandi í Reykhóla- sveit 11. janúar 1920. Alsystkini 12 auk þriggja hálfbræðra. Sjórinn heillaði og fór hann 16 ára til sjós, fyrst á síldarskip, var lengst- um á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, síðar á varðskipi og einnig á fraktskipum víða um heim og sagði af því margar sögur. Ein var um ballferð sem hann fór á þegar stoppað var í Færeyjum, þar áskotn- aðist honum færeysk húfa og bar hann eina slíka ætíð á tyllidögum, smekklegt einkenni. Þeir Bakkus áttu stundum leið saman og einkenndust þeir fundir oft af trega sem ég kann ekki skil á. Ég kveð góðan vin og þakka fyrir mig og er viss um að ljóðlínur Stephans G. eiga vel við þar sem hann yrkir í ljóð- inu Við verkalok En þegar hinzt er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: Í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag, og rétta heimi að síðustu sáttarhendi um sólarlag. Bjarni Pétur Magnússon. Látinn er kær vinur Hákon Árna- son. Bragi, eiginmaður minn er lést hinn 24. mars sl., þekkti Hákon frá fyrri tíð í Hafnarfirði. Bragi og Há- kon urðu miklir vinir þegar Hákon kom á Reykhóla. Það var alveg sama hvort þeir voru að gefa kindunum eða vísitera á bæjunum, alltaf voru þeir jafn ánægðir í félagsskap hvor ann- ars. Þegar Bragi var að messa í nær- liggjandi kirkjum bar Hákon alltaf hemputöskuna hans Braga. Hákon var mikið fyrir að ganga og kom gjarnan við á prestsetrinu á morgn- ana og náði í hundinn okkar til að fara með hann með sér í gönguferð og á kvöldin kom Hákon við og þeir Bragi fóru saman í gönguferð um þorpið. Mér datt í hug að segja frá skemmti- legu atviki. Það var kind sem bar þremur lömbum en gat ekki fætt eitt lambið. Því varð að gefa því pela og Hákon hafði þann starfa. Seinna var svo farið með féð á fjall. Um haustið þegar lambið sá Hákon í appelsínulit- aða gallanum stökk það til hans, þekkti hann alveg aftur. Þegar við hjónin brugðum okkur af bæ var Há- kon húsvörður og hundahirðir okkar. Það var alveg ómetanlegt að geta verið rólegur yfir hundinum og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort rafmagnið hefði slegið út. Fyrir þetta og vinskapinn viljum við fjöl- skyldan þakka. Nú hafa þeir félagar örugglega sameinast á ný en innan við þrír mánuðir voru á milli andláts þeirra félaga. Við sendum samúðar- kveðjur til ættingja Hákonar og biðj- um góðan Guð að geyma þau. Bergljót Sveinsdóttir og fjölskylda. Hákon ÁrnasonGilsbakka og víða eru sendar innileg-ar samúðarkveðjur. Jón Viðar Jónmundsson. Það var hægt að þekkja hringjar- ann af taktföstu klukknahljóði, og meðhjálparinn flutti djúpri röddu al- gerlega fumlaust inngöngubæn – messa var byrjuð í Gilsbakkakirkju. Fyrir þá sem nutu voru fámennar messur á Gilsbakka sérstök hátíð, ekki bara vegna þess af hverjum glæsibrag Magnús gekk til trúnaðar- starfa sinna í kirkjunni, heldur ekki síður hversu alúðlega þau Ragnheið- ur tóku á móti gestum – með fróðleik og sagnaskemmtan að aflokinni messu. Með þeim hjónum var jafn- ræði á flestum sviðum. Og stundum gleymdu gestir sér og fyrr en varði var dagur að kveldi. Magnús var haf- sjór fróðleiks, hvarvetna heima, ekki síst í borgfirskum fræðum frá land- námi til vorra daga. Hann hafði líka gaman af því að rifja upp söguna hvortsem var úr heimi sagnfræði eða bókmennta. Það voru forréttindi að fá að vera í félagsskap hans við slík tækifæri og afar gagnlegt. Auðvelt er að ímynda sér að Magnús hefði getað orðið þingskörungur eða þjóðmær- ingur annars konar, honum var svo margt gefið góðrar gáfu. Oft óskaði maður þess að Magnús skrifaði meira úr fjallasal þjóðlegra fræða – það sem hann skrifaði af þeim toga er sem sindrandi tær lækur – frásögnin af Guðrúnu gömlu á Gilsbakka og skóg- arnýtingu í Borgfirðingabók 2008 vitna um færni hans á því sviði. En vísast hefur hann verið svo mikill bóndi af ástríðu að hann varð að nýta tímann í búskapinn. Fáa menn hefi eg hitt á lífsleiðinni sem voru jafn náttúrulega bundnir krefjandi land- inu og skepnunum, gróðrinum og þjóðarsögunni, sem Magnús á Gils- bakka. Og þegar allt kemur til alls þá er einhvern veginn fráleitt að ímynda sér manninn öðruvísi en hann var – hinn fjölhæfi bóndi, hamingjumaður sem lifði með landinu og fólkinu sínu í farsæld til æviloka. Ætli Magnús bóndi hafi ekki gengið til allra verka í lífinu af þeirri alúð og vandvirkni að fegraði hverja athöfn – og gerði sam- veru með honum að hátíð? Hann gerði allt fallega, meiraðsegja ómar hógvær og innilegur hlátur hans þannig í minningunni. Óskar Guðmundsson í Véum. Ég heyrði fyrst af Magnúsi Sig- urðssyni haustið 1995. Þá var ég ný- kominn heim frá námi og byrjaður að kenna við Samvinnuháskólann á Bif- röst (eins og hann hét þá). Jón Sig- urðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, var samkenn- ari minn og bauð mér í bíltúr á hand- málaða Lödujeppanum sínum – vildi sýna mér sveitina. Þegar við erum komnir nálægt Gilsbakka segir Jón eitthvað á þessa leið „þarna býr Magnús frá Gilsbakka – hann hefði getað orðið ráðherra ef hann hefði viljað“. Fáeinum árum seinna kynnt- ist ég Magnúsi persónulega vegna starfa minna fyrir Sparisjóð Mýra- sýslu en Magnús var þá stjórnarfor- maður sjóðsins og orð Jóns rifjuðust þá upp fyrir mér. Ég er viss um að hefðu ráðherrar landsins almennt að- eins hluta af gáfum og manngæsku Magnúsar væri landinu vel borgið. Ég votta aðstandendum samúð mína um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast öðrum eins yfir- burðamanni. Kjartan Broddi Bragason. Það er undrasýn sem við blasir þegar staðið er á móts við Hraunfoss- ana sem falla undan Gráhrauni ofan í Hvítá í Borgarfirði. Þetta er eins og menn vita rétt fyrir neðan Barna- fossa. Þarna sprettur vatnið undan hraunbrúninni, tært og fallegt og lindirnar frjósa aldrei. Því betur er þessi staður auðveldur aðgöngu, það- an sem dýrðin blasir við. Hátt í brekku handan við fljótið og hraunið, blasir við bærinn á Gils- bakka. Þangað varð mér starsýnt og eitt sinn er við ókum um Borgarfjörð í lífsnautnaferð fjölskyldunnar, lá leiðin upp að bænum til að sjá útsýnið sem þaðan hlaut að vera. Við urðum bergnumin og þarf ekki að lýsa því.  Fleiri minningargreinar um Magn- ús Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Löngu síðar vorum við Magnús á Gilsbakka komnir á Reykjalund, báð- um til hressingar og tókum stundum tal saman. Nóg til þess að ljóst var að kofarnir voru ekki tómir hjá þessum manni. Hann sagði sem svo að rétt væri að klóra í hurð næst þegar mig bæri heim á hlað á Gilsbakka. Ekki löngu síðar kynntist ég Sig- urði syni þeirra hjóna, Magnúsar og Ragnheiðar Kristófersdóttur frá Kal- manstungu. Við stunduðum að brugga fiskum launráð og leikurinn barst fljótt að Gilsbakka. Það er eld- húsið einhver mesti rausnarstaður, hvort sem næra skal líkama eða sál. Mér fannst ég einatt moldríkur er ég fór af þeirra fundi og tautaði heima „Þetta er nú meira fólkið. Þau hafa lesið kynstrin öll og muna það allt“. Í þessu voru þau Gilsbakkahjón, Ragn- heiður og Maghús hvort sem annað. Hugurinn leitar að líkingu niður við Hvítá. Ófrosnar lindir. Nú er Magnús fallinn frá og síð- ustu daga hefur mig langað til að segja eitthvað skynsamlegt um hann en það var eins og krap í lindinni. Konan mín leysti þann vanda. Ég las fyrir hana erindið sem Magnús flutti um Guðmund Böðvarsson í Reykholtskirkju, þegar öld var liðin frá fæðingu Guðmundar. Á eftir ræddi ég um skólagöngu Magnúsar í MR og hvernig hún hljóti að hafa opnað honum marga gáttina. Þá svaraði hún: „Ég held að það hafi litlu breytt. Þessi maður hefði aldrei get- að orðið annað en menntaður og víð- sýnn höfðingi“. Næsta dag bætti hún við „það er alveg sama hvar Magnús hefði haslað sér völl, hann hefði alltaf orðið í röð bestu manna“. Nú vil ég votta Ragnheiði og allri fjölskyldunni samúð mína. Þau hafa mikið misst en líka margs að minnast. Forsjóninni þakka ég af alhug fyrir að leiða mig á þessar slóðir og gefa mér tækifæri til að kynnast dálítið þessum öndvegis- manni honum Magnúsi á Gilsbakka. Sigurður Pálsson. Auðugur þóttist er ég annan fann maður er manns gaman Þessar ljóðlínur úr Hávamálum hefði vinahópurinn Hálka getað gert að einkunnarorðum sínum. Samveru- stundirnar þegar allir voru í essinu sínu eru gulli betri og geymast, eins og dýrar perlur í sjóði minninganna. Hálkuhópurinn er ferðahópurinn góði sem haldið hefur hópinn síðan starfinu í samvinnunefnd um svæð- isskipulag Miðhálendisins lauk með gerð svæðisskipulagsins. Í starfi nefndarinnar var ómetan- legt að hafa Magnús í hópnum. Af- burðagreindur og stálminnugur, margreyndur félagsmálamaður. Heill í hverju máli. Það var mikill skóli að vinna með Magnúsi. Þekking hans á mönnum og mál- efnum var starfinu ómetanleg. Hug- sjónamaðurinn fæddur með ung- mennafélagsandann í blóðinu. Starfandi alla tíð með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og lét sig hvað eina varða sem til heilla horfði varðandi ræktun lýðs og lands. Sem ferðafélagi var Magnús ómissandi, miðlandi sögum á ferð um landið og forsöngvari á söngkvöldum hópsins í náttstað. Við hneigjum höfuð í þökk fyrir lífshlaup góðs drengs og sanns vinar. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Öllum ástvinum hans sendir vina- hópurinn Hálka innilegustu samúð- arkveðjur og langar að kveðja hann með erindi úr Hávamálum Deyr fé, Deyja frændur. Deyr sjálfur ið sama. En orðstír Deyr aldregi Hveim sér góðan getur. Fyrir hönd Hálkuhópsins Stefán Skaftason og Guðrún Halla Gunnarsdóttir. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.