Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 endurgerð í þúsundum útgáfna en upprunalega málverkið er enn jafn stórfenglegt og verðmætt. Það verður alltaf eins og það er og hefur alltaf verið. Viljir þú að endurminning þín af einhverri sögu eða lagi haldist í sama formi í höfð- inu á þér hefurðu val. Að hunsa eft- irmyndina og halda þig við eldri út- gáfuna. Hér er ekki verið að þvinga neinn til neins.    Af hverju má setja sama leikritiðá svið ár eftir ár í nýjum upp- færslum en ekki endurgera kvik- myndir? Það er auðvitað í kjarna sínum það sama. Að endursegja sögu í nýrri túlkun. Það leikfélag sem ákveður að setja upp mörg hundruð ára verk Shakespeare ger- ir sér líklegast engar grillur um það að sú uppfærsla muni toppa allar hinar. Þetta er önnur hugsanavillan varðandi endurgerðir. Þær eru ekki alltaf tilraunir til endurbóta. Þær eru aðeins endurtúlkanir. Vissulega eru til dæmi um hræði- legar endurgerðir. Nóg er að nefna nýlegar endurgerðir The Wicker Man sem skartaði Nicolas Cage í að- alhlutverki, Psycho með Vince Vaughn og Get Carter með Sylves- ter Stallone. Síðast þegar ég gáði voru upprunalegu útgáfur þeirra ennþá alveg stórkostlegar. Þegar vel tekst til með end- urgerðir virðast allir gleyma upp- runalegu myndinni og endurgerðin verður klassík. Þannig eru Scar- face með Al Pacino, Cape Fear með Robert De Niro, The Departed með Leonardo DiCaprio, The Ring með Naomi Watts, The Fly með Geoff Goldblum, Invasion of the Body Snatchers með Donald Sutherland, Casino Royal með Daniel Craig sem James Bond, The Thing með Kurt Russell, Ocean’s Eleven með George Clooney og félögum allt endurgerðir. Fáir eru á þeirri skoð- un að upprunalegar útgáfur þeirra standist samanburðinn við end- urgerðina. Í nokkrum tilvikum eru gerðar töluverðar breytingar til þess að endurbæta söguþráðinn.    Það sem gerir list tímalausa erekki bara innihald verkanna, heldur túlkun þeirra. Léleg end- urgerð er léleg endurgerð sem tek- ur ekkert af upprunalega verkinu. Góð endurgerð getur aðeins aukið innihaldið. Slakið á og takið öllu eins og það er. biggi@mbl.is kvikmyndir LEIKKONAN Jennifer Garner sýndi á dögunum að hún lætur ekki neinn komast upp með að hæðast að eiginmanni sínum, leikaranum Ben Affleck. Ekki einu sinni aldavinum hans. Þannig er mál með vexti að leikstjórinn Kevin Smith var að gera stólpagrín að Affleck þegar Garner brást ókvæða við og sagði Smith til syndanna. Smith reyndi að malda í móinn og sagði að þau Garner deildu greinilega ekki skopskyni. „Ég var að stríða Ben og Jennifer segir: „Veistu, ef þú hættir ekki að gera grín að Ben mun ég lemja þig í klessu.“ Og hún gæti það hæglega. Ég hef séð Alias.“ En viðbrögð Garners komu Smith sérstaklega á óvart því hann heldur því fram að Affleck hafi mun kvikindislegri húm- or en hann sjálfur. „Ég man eftir sumum bröndurum Bens sem eru svo grófir að ég hef ráðlagt honum að fara til kirkju og skrifta.“ AP Garner og Affleck Hann grínar og hún lemur. Deila ekki skopskyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.