Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN
World Seafood Moscow 2009, sem
er hluti af World Food Moscow,
verður haldin dagana 15.-18. sept-
ember nk. á 25.000 fermetra svæði í
Moscow Expocenter. Útflutnings-
ráði stendur til boða 9 fermetra bás
á sýningunni og vill bjóða áhuga-
sömum fyrirtækjum að nýta sér
þetta svæði til kynningar á vöru
sinni og þjónustu.
World Seafood Moscow er leið-
andi sýning í kynningum á sjávaraf-
urðum í Rússlandi og fer hún
stækkandi með hverju árinu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sjávarútvegssýning
Á héraðsfundi
Kjalarnespró-
fastdæmis hinn
11. mars sl. var
samþykkt verk-
efnið Opnar
kirkjur fyrir
sumarið 2009.
Hugmyndin er að
prestar og sókn-
arnefndir skipu-
leggi leiðsögn
um kirkjur í prófastsdæminu í sum-
ar þar sem leiðsögumaður er til
staðar sem getur kynnt gestum og
gangandi kirkju, kirkjubúnað og
kirkjustað frá 15. júní-15. ágúst.
Kynningarbæklingur um verk-
efnið hefur verið útbúinn og liggur
hann frammi í öllum kirkjum í pró-
fastsdæminu og á helstu ferðaþjón-
ustustöðum.
Opnar kirkjur
sumarið 2009
Falleg Lágafells-
kirkja í Mosfellsbæ.
ORKUVEITAN, ásamt Forvarna-
húsinu, Landspítalanum og fleiri
aðilum hrinti í fyrra af stað for-
varnaverkefninu Stillum hitann til
þess að efla fræðslu til almennings
um þá hættu sem stafar af heitu
vatni. Í tengslum við verkefnið opn-
aði Orkuveitan heimasíðuna still-
umhitann.is. og afhenti Forvarna-
húsinu heimasíðuna til afnota.
Til þess að efla vitund almenn-
ings hefur Tengi ehf. látið For-
varnahús fá öryggisbúnað sem
temprar hitann. Búnaðurinn hefur
verið settur upp í upplifunarsetri
Forvarnahússins, Kringlunni 1-3
þar sem hann verður notaður við
fræðslu um það hvernig koma skuli
í veg fyrir brunaslys af völdum
heita vatnsins.
Forvarnaverkefni
um heitavatnsslys
RÚMLEGA 58 milljónum kr. hefur
verið úthlutað úr Menntaáætlun
Evrópusambandsins til Leonardó
mannaskiptaverkefna til 19 skóla,
fyrirtækja og stofnana fyrir sam-
tals 150 einstaklinga. Hæstu styrk-
ina hlutu Tækniskólinn – skóli at-
vinnulífs, Borgarholtsskóli og
Myndlistaskólinn í Reykjavík.
Í fréttatilkynningu segir að
vegna mikillar atvinnuþátttöku
ungmenna í góðærinu undanfarin
ár hafi dregið nokkuð úr þátttöku í
mannaskiptaverkefnum en greini-
leg breyting hafi orðið með breytt-
um aðstæðum á vinnumarkaði. Að
þessu sinni hafi verið lögð áhersla á
tækifæri fyrir ungt fólk en 70%
fjármagns var úthlutað til verkefna
fyrir ungmenni.
Úthlutuðu rúmum
58 milljónum kr.
STUTT
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
MIKIÐ var spólað á íþróttavallarsvæðinu á Ak-
ureyri í gærkvöldi og fjölmargir áhorfendur
skemmtu sér konunglega; gúmmílykt fyllti vitin
og líklega hefur enginn farið snemma að sofa í ná-
grenninu! Það sem þarna fór fram er á útlensku
kallað burn out, e.t.v. voru einhverjir úrvinda eftir
kvöldið og altjent einhverjir hjólbarðar útbrunnir.
Margt hefur verið um aðkomumenn í höfuðstað
Norðurlands síðustu daga, af ýmsum ástæðum, og
verður áfram um helgina því margt er í boði. Að
vanda dreif mikinn fjölda að vegna Skólahátíðar
Menntaskólans á þjóðhátíðardaginn, m.a. voru
gamlir MA-stúdentar áberandi en júbílantar fjöl-
menna jafnan á hátíð afmælisárganga 16. júní.
Árlegir bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar hófust
17. júní með bílasýningunni sem haldin hefur ver-
ið þann dag árum saman, samkoman á Akureyr-
arvelli í gærkvöldi var einn liður í bílahátíðinni, í
dag verður götuspyrna á Tryggvabraut og rall-
krosskeppni á morgun.
Þeim sem kjósa sér mýkri hliðar tilverunnar er
rétt að benda á að Listasumar var sett í gær með
opnun sýningar á verkum norsk íslenska mál-
arans Kaare Espolin Johnson í Ketilhúsinu. Í
Héraðsskjalasafninu hófst sýning um íslensk ætt-
artengsl Espolin og í Deiglunni sýning á verkum
japönsku listakonunnar Miyuki Tsushima. Hver
viðburðurinn rekur síðan annan þar til þessari ak-
ureyrsku útgáfu af sumri lýkur með Akureyr-
arvöku á afmælisdegi bæjarins, 29. ágúst.
Flughelgi er líka orðin árleg í bænum og er ein-
mitt í dag og á morgun. Þar verður m.a. sýnt list-
flug, fallhlífarstökk, þyrluflug og svifflug og boðið
verður upp á útsýnisflug.
Á Hamarkotstúni verður Brekkugleði í dag frá
kl. 13 til 17 þar sem til sýnis verða gamlar upp-
gerðar dráttarvélar og á staðnum verða sölubásar
og markaðsstemning. Síðast, en ekki síst er þess
að geta að í nyrsta hverfi Akureyrar, Grímsey,
verður um helgina Sólstöðuhátíð þar sem m.a.
verður boðið upp á siglingu umhverfis eyjuna og
gönguferð með leiðsögn.
Kraftmikið Listasumar af stað
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tætum og tryllum Gríðarlegur fjöldi fólks fylgdist með sýningunni á Akureyrarvelli og hafði gaman af. Mest var klappað ef barði losnaði frá felgu.
ÁBÚENDUR í Efri-Ey í Meðallandi
í Vestur-Skaftafellssýslu tóku eftir
því að í hlöðunni hjá þeim verpti lit-
merkt maríuerla. Þau höfðu sam-
band við Hrafn Svavarsson, fugla-
áhugamann með meiru, og sögðu
honum frá uppgötvun sinni.
Hrafni segist svo frá: „Eftir smá
eftirgrennslan komst ég að því að
maður að nafni Dennis Elphick
hafði merkt hana. Elphick stundar
fuglarannsóknir við Slapton Ley á
Suður-Englandi.“
Við Slapton Ley stoppa þúsundir
maríuerlna og bretaerlna á fartíma
en svæðið er „eins og hannað fyrir
þær“. Það má skoða nánar á Google
Earth: Slapton Ley, TQ7 UK.
Hrafn heldur áfram: „Elphick
sagði mér að verkefnið hefði hafist
árið 2002 þegar menn fóru að velta
því fyrir sér hvaðan allur fjöldinn
af maríuerlum kæmi. Áður en rann-
sóknir hófust höfðu árin 1961-65
náðst þrjár maríuerlur merktar á
Íslandi svo uppi voru ákveðnar
grunsemdir um hvaðan þær
kæmu.“
Síðan hafa verið merkt hundruð
maríuerlna á ári og virðist sem þær
íslensku fari í gegn að mestu leyti í
september, en svo taki við skoskar
og enskar maríuerlur, og bretaerl-
ur í október og nóvember. „Dennis
segist vita um eina sjö fugla merkta
á Íslandi sem fundist hafa í suður-
hluta Senegal, Norður-Máritaníu
og Norður-Gambíu svo það er engin
smáleið sem þessir litlu fuglar
ferðast,“ segir Hrafn.
Fuglinn í Efri-Ey er kvenfugl og
var merktur sem ungfugl sl. haust,
nánar til tekið 29. ágúst, og hefur
að öllum líkindum ferðast frá Slap-
ton Ley suður á bóginn og til Vest-
ur-Afríku. „Hún hefur svo ferðast
alla leið aftur til Íslands og er búin
að verpa sex eggjum. Hún heldur
svo væntanlega upp á eins árs af-
mælið sitt í þessum mánuði um leið
og hún vinnur að því í kringum
hlöðuna að ala upp nýklakta ung-
ana,“ segir Hrafn.
Fuglaáhugafólk er beðið að láta
vita ef sést til merktra maríuerlna.
Best er að hafa samband við Nátt-
úrufræðistofnun Íslands í síma
5900500 eða á netfangið
aevar@ni.is. sia@mbl.is
Merktar maríuerlur ferðast vítt og breitt um heiminn
Sér fyrir
sex ungum
ársgömul
Ljósmynd/Hrafn Svavarsson
Víðförul maríuerla Sést hefur til fjögurra litmerktra maríuerlna í vor, einnar á Breiðdalsvík, einnar á Húsavík,
einnar í nágrenni Hafnar og svo þessarar litlu í Meðallandi. Fólk er beðið um að láta vita ef sést til slíkra.
ÖKULEIKNI strætisvagnabílstjóra á Norðurlöndum
fór fram nýlega. Vagnstjórar frá Íslandi, Svíþjóð, Finn-
landi, Danmörku og Noregi kepptu í ýmsum aksturs-
þrautum og var árangur metinn út frá besta tíma með
sem fæstum refsistigum.
Í efstu þremur sætunum voru Timo Kettunen frá
Finnlandi, Þórarinn Söebech frá Íslandi og John Ek-
holm frá Svíþjóð. Fimm af tíu efstu keppendunum voru
frá Íslandi og sigraði hópurinn nokkuð örugglega sem
lið, að því er segir í fréttatilkynningu.
Öruggur
íslenskur sigur
Seljum og merkjum fatnað,
húfur og töskur.
Vel merkt vara er góð auglýsing
Bróderingar
og silkiprentun
www.batik.is • sími: 557 2200