Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 SAFN sem helgað er heimsfrægri postulínsframleiðslu Wedgewood hlaut í vikunni 100.000 punda (ríf- lega 21 milljóna) verðlaun úr Lista- sjóði Bretlands. Á fréttavef BBC kemur fram að dómararnir segja safnið hreint ótrú- legt, en meðal þeirra sem voru í dómnefndinni er listamaðurinn Grayson Perry. Hann telur safnið skapa gestum sínum yfirsýn yfir 250 ára samfélags-, hönnunar- og iðn- sögu Bretlands. Tryggir vonandi framtíð verksmiðjunnar sjálfrar Formaður sjóðsins, Andrew Macdonald segir Wedgewood-safnið mæta öllu þeirra kröfum um það sem safn ætti að hafa til að bera. Jafnframt leggur hann áherslu á þýðingu viðurkenningarinnar fyrir postulínsverksmiðjuna sjálfa, sem rekin er samhliða safninu, en nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð hennar. Verðlaunin þykja styrkja verksmiðj- una í sessi og auka líkurnar á því að rekstur hennar haldi áfram. Almenningi var í fyrsta sinn gef- inn kostur á að kjósa um vinnings- hafann. Meira en 27 þúsund manns kusu á vefsíðu Guardian og hafði- Wedgewood safnið umtalsvert for- skot á aðra sem til greina komu. Saga sam- félagsins Postulín verðlaunað úr listasjóði Breta Wedgewood Áhugaverð saga. BANDARÍSKIR dómstólar settu á miðvikudaginn bann við bók sem byggir á sögupersónum úr frægri bók J.D. Salingers, Bjargvætturinn í grasinu eða The Catcher in the Rye. Salinger hafði ekki gefið leyfi fyrir notkuninni og kærði. Framhalds- bókin kallast Sextíu árum síðar: Komið upp úr grasinu eða 60 Years Later: Coming Through the Rye og er eftir sænskan höfund, Fredrik Colting, en hann notar þar höfund- arnafnið John David California. Ekki sér fyrir endann á málinu þó, og bitist er á um hvort um eftir- hermu og stuld er að ræða eða „sanngjarna“ hyllingu. Bjargvætt- urinn 2? BLÚS-sveitin sem kallar sig Sigurlaugu, heldur tónleika á Rósenberg kl. 21 á mánudags- kvöld. Sigurlaug spilar ang- urværan blús og dillandi sveiflu, allt á milli Willie Dixon og Koko Taylor, en sú dáða blússöngkona lést fyrr í þess- um mánuði. Sveitina skipa Didda Jónsdóttir, Þór Eldon, Danni Pollock, Haraldur Þor- steins og Þórdís Claessen og í frétt frá Sigurlaugu segir að hún muni hugsa sér- lega hlýtt til Koko Taylor á tónleikunum. Hún segir ennfremur að hún spili fyrir alla þá sem hlýða vilji á tregablandinn gleðióð um lífið og dauðann. Tónlist Sigurlaug hugsar til Koko Taylor Didda Jónsdóttir MYNDLISTARMAÐURINN Ásdís Sif Gunnarsdóttir og tónlistarmaðurinn Kristín Anna Valtýsdóttir standa fyrir uppákomu í tilefni sumar- sólstöðuhátíðar og sýningar þeirrar fyrrnefndu sem nú stendur yfir í Kópaskersvita. Á sunnudagskvöld bjóða þær upp á tónleika og gjörning í Skjálftasetrinu á Kópaskeri kl. 22 ásamt kvöldgöngu út í Kópaskersvita þar sem sumarsólstöðum verður fagnað. Listviðburðurinn er haldinn í tengslum við sumarsólstöðuhátíðina „Nóttlausa voraldar veröld“ og myndlistarsýninguna „Brennið þið, vit- ar!“, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2009. Myndlist Ásdís og Kristín á Kópaskeri Kristín Anna Valtýsdóttir INGUNN Ósk Sturludóttir mezzósópran og Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari halda tón- leika í Ísafjarðarkirkju kl. 12 í dag, á vegum tónlistarhátíð- arinnar við Djúpið. Þar flytja þær íslensk sönglög eftir Sig- valda Kaldalóns og fleiri. Kl. 17 bregður Kammersveitin Ísa- fold á leik í kirkjunni og frum- flytur verk stjórnanda síns, Daníels Bjarnasonar, auk þess sem hún leikur verk eftir Bent Sørensen, Britten og fleiri. Á morgun kl. 16 verður bein sending á Rás 1 frá Sólstöðutónleikum hátíðarinnar þar sem Pétur Jónasson gítarleikari og píanóleikarinn Vovka Ashkenazy eru meðal flytjenda. Tónlist Ísafold og Sólstöðu- tónleikar við Djúpið Vovka Ashkenazy Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is BORGARSKÁLD á heimaslóð nefn- ist dagskrá sem haldin verður um næstu helgi, 27.-28. júní, að Borg í Grímsnesi, til heiðurs skáldinu ást- sæla en Tómas fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi árið 1901. Þar verður að mestu lögð áherslu á hve mjög Tómas unni æskuslóðunum og kom þeim að í kvæðum sínum sem þó voru oftast kennd við Reykjavík. Tómas hefur jafnan verið kallaður Reykjavíkur- skáld enda eina skáldið sem borgar- stjórn hefur útnefnt „borgarskáld Reykjavíkur“. Bróðursonur Tóm- asar, Guðmundur Guðmundsson, segir hann þó ekki síður hafa verið sveitaskáld. „Við ætlum að sýna fram á að hann hafi nú jafnframt verið sveitaskáld og jafnvel mun erindi þarna fjalla um það að hann hafi fyrst og fremst verið sveitaskáld, í ljóðunum, þó að Reyk- víkingar hafi snúið þeim upp á sig mörgum hverjum,“ segir Guð- mundur. Hann nefnir sem dæmi ljóð- ið „Við sundin blá“, úr samnefndri ljóðabók Tómasar. Þar hafi Tómas líklega verið að yrkja um útsýnið frá sumarbústaðnum sínum, Úlfljótsvatn og nágrenni, en ekki sundin við Reykjavík. Það er félagið Hollvinir Grímsness sem stendur fyrir dagskránni, en fé- lagið taldi það mikilvægt að votta Tómasi virðingu og minnast hans. „Þetta verður mjög mikil dagskrá og flott,“ segir Guðmundur. Af dag- skrárliðum má nefna að Matthías Jo- hannessen, skáld og fyrrverandi rit- stjóri, flytur tölu um skáldið en þeir voru miklir vinir. Kammerkór Suður- lands frumflytur á laugardegi tón- verk við „Minningarljóð um Stubb“ eftir Tómas. Bergþór Pálsson syngur einsöng í verkinu en kórinn mun einnig flytja fleiri lög við ljóð Tóm- asar. Guðmundur segir Tómas hafa verið hlýjan og hrifnæman, það sjáist m.a. í því hversu mikið hann orti um söknuð, t.d. eftir vorinu þegar hausta tók. Verk hans njóti enn vinsælda og þá ekki síst meðal barna, enda Tómas eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Ort um söknuð Björgvin Þ. Valdimarsson, kór- stjóri og tónskáld, samdi tónverkið við „Minningarljóð um Stubb“ sér- staklega fyrir dagskrána en Stubbur þessi var hundur Tómasar. Guð- mundur segir merkilega sögu á bak- við minningarljóðið. Tómas hafi feng- ið Stubb sem hvolp hjá Guðmundi bróður sínum og haldið mikið upp á hann. Þegar báðir voru orðnir gamlir, Tómas og Stubbur, hafi Tómas þurft að fara á sjúkrahús. Stubbur hafi iðu- lega lagst í þunglyndi og hvorki neytt matar né drykkjar þegar Tómas fór að heiman degi lengur og því hafi Tómas séð sig tilneyddan að láta svæfa hundinn. Þegar Tómas sneri aftur af sjúkrahúsinu helltist yfir hann mikil sorg yfir missinum og því orti hann þessum ferfætta vini sínum magnað minningarljóð eða sálu- messu. „Tómas var lengi að yrkja þetta „Minningarljóðið um Stubb“ og hitti Matthías Jóhannesen hann því oft á þeim tíma. Hafði Tómas þá orð á því að hann hygðist koma ljóðinu um Stubb í sálmabækur. Guðmundur bóndi á Efri-Brú hafði ekki neitt sér- stakt álit á ljóðum bróður síns er fjöll- uðu um skemmtanalíf höfuðborgar- innar en þegar hann hafði hlustað á flutning á ljóðinu um Stubb í útvarp- inu fyrir jólin 1975 stóð hann upp úr rekkju sinni og gekk fram til heima- fólksins og sagði: „Þetta er besta ljóð- ið sem Tómas hefur samið,““ segir Guðmundur Guðmundsson. Sveitaskáldið Tómas  Tómasar Guðmundssonar verður minnst með sérstakri dagskrá í Grímsnesi um næstu helgi  Ekki síður sveitaskáld en borgarskáld, segir bróðursonur hans Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Borgar- og sveitaskáld Tómas Guðmundsson áritar bók. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „HANN fæddist þarna; pabbi hans var vitavörður og afi hans líka,“ segir Jón Karl Helgason kvikmynda- gerðarmaður um Óskar J. Sigurðsson vitavörð á Stórhöfða. Jón Karl og Kristín Jóhannsdóttir í Vest- mannaeyjum forsýna í Háskólabíói kl. 17 í dag nýja heimildarmynd sína um Óskar, en hún heitir Heims- methafinn í vitanum. „Vitinn er rúmlega hundrað ára gamall, og nú er sonur Óskars að taka við veðurathugununum af pabba sínum, vitavarðarstarfið er orðið sjálfvirkt.“ Óskar vitavörður hefur stundað veðurathuganir á Stórhöfða frá 1952, og gert merkar umhverfisrann- sóknir fyrir virtustu vísindastofnanir heims. Þar fyr- ir utan hefur hann sett heimsmet í fuglamerkingum, merkt yfir 88 þúsund fugla, að sögn Jóns Karls. Óskar er jafnframt síðasti vitavörðurinn á Íslandi sem býr í vita. „Óskar er búinn að vera þarna alla sína hundstíð, og þarf að taka veðrið á þriggja tíma fresti, nótt og dag, átta sinnum á sólarhring. Það hefur aðeins einu sinni klikkað hjá honum, og það var í eldgosinu, þegar hann fór í eldmessuna. Það var í fyrsta skipti sem ekkert veðurskeyti barst frá Stórhöfða. Þetta er versta veð- urstöð landsins og það erfiðasta við gerð myndarinnar var að taka myndir af vonda veðrinu. Annað hvort komst maður ekki út úr bílnum og varð að hringja í Óskar úr bílnum fyrir framan vitann, eða lét sig hafa það að geta ekki staðið í lappirnar.“ Það má því full- yrða að vonda veðrið í myndinni sé alekta. Í sumar fer myndin á heimildarmyndahátíðir útí heimi og verður því ekki formlega frumsýnd hér á landi fyrr en í vetur. Síðasti vitavörðurinn Heimsmethafinn í vitanum Óskar J. Sigurðsson með nær fullvaxinn lundaunga. Heimildarmynd um Stórhöfðavita forsýnd í dag Æ, Stubbur kær, hve sárt ég sakna þín! Ég sé þig fyrir mér unz ævin dvín. Og feginshugar finn ég bilið styttast unz fornir vinir mega aftur hittast. Mér bar að sjónum aldrei augu nein jafn ástúðlega döpur, mild og hrein. Þau löngum stundum einatt hvíldu á mér og aldrei sjálfrátt vék þitt tillit frá mér. Í návist þína sótti sál mín frið er sæll þú undir fætur mína við. Og þöglan trúnað þinn ég mat því meira sem málskraf heimsins lét mér hærra í eyra. Og svipuð reynsla oss báða tryggðum batt og báðir höfðum við það fyrir satt, að það sé engin þörf að gerast maður til þess að reynast sannur, heill og glaður. Úr fyrsta hluta af sjö í Minningarljóði um Stubb eftir Tómas Guðmundsson. Sannur, heill og glaður Dagskrána má finna í heild á hollvinir.blog.is. Ég sagði að sjálf- sögðu já og var svo stuttu seinna mætt í hljóð- verið. 49 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.