Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009
✝ Jón Stefánssonfæddist á Hjalta-
stöðum í Blönduhlíð í
Skagafirði 28. apríl
1923. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks aðfara-
nótt 15. júní sl. For-
eldrar hans voru Stef-
án Vagnsson, f. 25.5.
1889, d. 1.11. 1963, og
Helga Jónsdóttir, f.
28.7. 1895, d. 10.7.
1988. Systkini Jóns,
Ingibjörg Júlíana, f.
19.7. 1919, d. 14.7.
1972, Geirþrúður, f. 31.10. 1920, Ei-
ríkur Haukur, f. 24.8. 1933, d. 17.7.
1992, og Sigríður Hrafnhildur, f.
11.6. 1937, d. 15.7. 1998.
Hinn 23.12. 1951 kvæntist Jón
Petru Gísladóttur, f. í Reykjavík
26.11. 1927. Foreldrar Petru voru
Gísli Gíslason og Guðlaug Magn-
úsdóttir. Börn Jóns og Petru eru: a)
Guðlaug Ragna, f. 5.6. 1952, gift
Einari Stefánssyni, f. 4.6. 1950, börn
þeirra eru þrjú og barnabörn tólf. b)
Stefán, f. í júlí 1953, d. sama dag. c)
Ingimar, f. 11.5. 1957,
sambýliskona Guðrún
Kjartansdóttir, f.
12.7. 1967. Ingimar á
þrjú börn og eitt
barnabarn, Guðrún á
þrjú börn og tvö
barnabörn. Sonur
Petru frá fyrra hjóna-
bandi er Gísli Haf-
steinn Einarsson, f.
17.11. 1947, kvæntur
Kolbrúnu Sigurð-
ardóttur, f. 16.12.
1945. Börn Kolbrúnar
frá fyrra hjónabandi
og fósturbörn Gísla eru sex.
Jón fór ungur til Reykjavíkur þar
sem hann stundaði leigubifreiða-
akstur á Bifreiðastöðinni Hreyfli,
um tíma annaðist hann vöruflutn-
inga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga,
en síðast var hann verkstæð-
isformaður á Bifreiðaverkstæði KS
í 40 ár.
Útför Jóns fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 20. júní, kl. 13.
Jarðsett verður á Flugumýri.
Meira: mbl.is/minningar
Elskulegi kæri afi minn er fallinn
frá. Hann mun ekki koma þetta árið
keyrandi suður með ömmu mína í
heimsókn til okkar eins og hann var
vanur. Á stund sem þessari eru
margar dýrmætar minningar sem
fara í gegnum hugann. Ég var fyrsta
barnabarnið og var svo heppin að fá
að njóta mikilla samvista við hann og
ömmu Petru sem lifir maka sinn.
Eðlilega eru flestar minningar norð-
an úr Skagafirðinum þar sem paradís
á jörðu hefur verið sköpuð á melum
fyrir ofan Flugumýri. Þangað leitar
hugurinn ef hann vantar birtu og þar
fékk ég að eyða hverju sumrinu á eft-
ir öðru í sumarbústaðnum þeirra.
Síðari ár höfum við fjölskyldan einnig
fengið að njóta þess og finnst börn-
unum sveitin ævintýraheimur og
verður mikill söknuður að ferðunum
norður.
Alltaf var hann afi minn að dútla
eitthvað og ber bústaðurinn og um-
hverfi hans þess merki að þarna var
unnið af mikilli natni, smekkvísi og
ekki skorti úrræðin eða útfærslurn-
ar. Það ber t.d. útibarinn góði vitni
um, þar hefur margur maðurinn sop-
ið volgan mjöðinn við söng og gleði
eins og Skagfirðingum er einum lag-
ið. Já, söngur og gleði var einkenni
sveitarinnar. Vinnusemin var mikil
og heyrði ég það einhvers staðar að
gárungarnir í kringum hann á bíla-
verkstæðinu á Króknum kölluðu
hann Jón sólarhring. Þegar hann
varð áttræður fyrir sex árum sá mað-
ur það glöggt hversu mikillar virð-
ingar hann naut meðal fyrrverandi
samstarfsmanna sinna og vina. Ræð-
urnar og gjafirnar endalausar.
Það var einstaklega gaman að
hlusta á afa minn segja sögur úr
sveitinni og voru þær margar
skondnar og skemmtilegar enda á
ferðinni mikill húmoristi. Hann var
einnig ótrúlega vel að sér og sýndi
mikinn áhuga á því sem við hjónin
gerðum og gátu hann og Egill setið
löngum stundum og rætt um næstu
framkvæmdir hjá fyrirtækinu sem
við störfum í. Hafði hann mikið gam-
an af þegar Egill sýndi honum
Reykjanesvirkjun þegar fram-
kvæmdir voru að klárast.
Um síðustu jól saumaði ég í mynd
handa afa og ömmu með ljóði frá
pabba hans, Stefáni Vagnssyni, sem
vísaði í ástina sem einkenndi þau
ömmu og afa. Þegar ég var að vinna
myndina kom upp í huga mér hvað
mér þótti sjálfsagt að hafa þau hjá
mér og geta farið til þeirra en eitt er
víst að sá sem fæðist deyr og nú er sá
tími kominn að afi þarf að kveðja
hversu sárt sem það er. Þó að okkar
missir sé mikill er missir ömmu mest-
ur en hún hefur misst lífsförunaut til
60 ára og mun ég veita henni alla
mína ástúð til að hjálpa henni með
þau verkefni sem framundan eru.
Afi minn mun ætíð vera í hjarta
mínu og minningin um hann með der-
húfuna yfir yfirgreiddan skallann fær
mig til að brosa og gerir mig að stoltri
afastelpu af hans hlutverki hér á
jörðu. Hann gerði heiminn betri og
mig að ríkari manneskju.
Hvíl í friði.
Petra Lind Einarsdóttir
og fjölskylda.
Elsku afi minn, nú hefur þú kvatt
þennan heim og ert komin á góðan
stað þar sem þér á eftir að líða betur.
Margar minningarnar koma upp í
huga minn. Þú varst yndislegur mað-
ur, jákvæður, duglegur, hjálpsamur
og ávallt brosmildur. Það er ekki
laust við að ég hugsi núna „bara ef ég
hefði átt fleiri stundir með þér“ en
fjarlægðin gerði það að verkum að
þær stundir sem við áttum saman
voru afar dýrmætar. Að koma til ykk-
ar í bústaðinn á Flugumýri var alltaf
yndislegt og ávallt vel tekið á móti
manni og fylgja þeim heimsóknum
margar minningar. Litli bústaðurinn
sem þú bjóst til handa okkur, trén
sem við fengum að planta, fjósagall-
inn sem hékk inni í geymslu ef maður
færi í fjósið á Flugumýri, göngustaf-
urinn sem upphafsstafirnir mínir
voru tálgaðir í þegar ég var 4 ára og
silungurinn sem þú veiddir í Héraðs-
vötnunum. Þetta eru allt saman
minningar sem seint verður gleymt.
Ég hlaut ein forréttindi sem eru mér
mjög dýrmæt í dag, en það var að
flytja til Sauðárkróks með mömmu
og vera í eitt ár, átta ára að aldri. Þá
kynntist ég þér betur, skólinn var
alltaf eftir hádegi og þið amma sáuð
um að ég færi pottþétt ekki svöng í
skólann enda oftast á þessum tíma
heitur matur í hádeginu. Þegar mað-
ur varð eldri var svo gaman að kíkja
inn í yndislega bústaðinn til ykkar
ömmu, þegar maður var á ferðinni
framhjá Varmahlíð, annaðhvort á
leiðinni norður eða suður. Þið stjön-
uðuð við mann og ávallt var til soð-
brauð með silungi sem þú veiddir.
Þetta var í svo miklu uppáhaldi, enda
varstu ekki lengi að smella því á borð-
ið. Þegar ég kom í sumarbústaðinn
eftir að þú veiktist fannst mér skrítið
að það var enginn afi sem kom út á
pall til að taka á móti mér. Þú verður
alltaf þar, í hjartastað og auðvitað á
ég eftir að heilsa þér með bros á vör.
Hvíldu í friði. Þín
Brynja.
Tíminn skilar okkur öllum til án-
ingarstaðar. Enginn ræður hvenær
hann hverfur úr þessum heimi yfir á
lendur óendanleikans. Frændi minn,
vinur og nágranni hefur kvatt þetta
jarðlíf og er horfinn okkur.
Þeir eru margir sem þakka Jóni
Stefánssyni samfylgdina, ekki aðeins
aðstandendur heldur líka ótal margir
sem notið hafa huga hans og handa.
Störf hans skilja eftir minningar
blandaðar þakklæti og vinarhug.
Við systkinin frá Flugumýri eigum
Jóni Stefánssyni margt að þakka.
Hann stóð þétt við bakið á okkur er
faðir okkar lést á besta aldri frá
stórum barnahópi. Þeir voru góðir
vinir, kannski ekki alveg ólíkir, enda
mikið skyldir.
Þá voru Jón og Peta kona hans
mér mikið góð er minn maður lést
fyrir tíu árum, endalaust að bjóða
mér í mat og kaffi.
Jón var mikill gleðimaður, sagði
skemmtilega frá. Hann komst stund-
um á flug þegar hann sagði hrekkja-
sögur af bifreiðaverkstæðinu, þar var
margt brallað og Jón hló dátt er hann
sagði frá, enda sögumaður góður og
vel greindur.
Það var árið 1973 og 1974 sem við
frændsystkinin og makar okkar flutt-
um með hjólhýsin á grundirnar í
landi Flugumýrar. Það erum við búin
að dvelja meira og minna síðan á
sumrin. Seinna reistum við okkur bú-
staði og tvær fjölskyldur bættust í
hópinn.
Við kölluðum hann „bæjarstjór-
ann“ á grundunum, hann var elztur
og kunni ráð við öllu, alltaf boðinn og
búinn til að rétta hjálparhönd. Síðast-
liðin tuttugu ár höfum við haldið svo-
kallaða grundarhátíð um verzlunar-
mannahelgina og þá koma saman
fjölskyldur og vinir, borða saman og
kveikja varðeld. Þetta eru ógleyman-
legar stundir enda oft glatt á hjalla,
mikið sungið og brosað breitt.
Ég man vel fyrstu hátíðina. Það
var ekki leiðinlegt hjá þeim Jóni
Stef., Bjössa, og Nonna Jós. Þeir
voru eins og smástrákar að tína sam-
an spýtur og sprek í brennu, brosandi
út að eyrum. Svo þegar kveikt var í,
var Jón Stefánsson brennustjórinn,
ég gleymi aldrei svipnum á honum,
það ljómaði á honum andlitið.
Þeir kveðja þetta jarðlíf á sama
tíma á árinu, vinirnir Jón Stefánsson
og Jón Jósafatsson, með tíu ára milli-
bili, annar 15.6., hinn 17.6.
Guð blessi minningu þeirra.
Ég læt hér fylgja með lítið fallegt
ljóð eftir föður Jóns, Stefán Vagns-
son.
Við mér hlógu hlíð og runnar,
hér voru leiðir áður kunnar,
þá var æskan einhvers virði
ungum dreng úr Skagafirði.
Elsku Peta, Guðlaug, Ingi og aðrir
ættingjar, þið eigið alla mína samúð.
Sigríður (Lilla).
Þegar við horfum til baka til þeirra
ára sem við bjuggum á Sauðárkróki
sem ungir drengir koma margar
minningar upp í hugann. Við bræð-
urnir höfðum töluvert frjálsræði í
okkar uppeldi enda pabbi flesta daga
Jón Stefánsson
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guð blessi minningu þína
og gefi þér góða nótt
Smári, Kristín Björg,
Linda, Bjarni
og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
GUÐLAUGUR JÓNATANSSON
bifvélavirki,
Faxabraut 28,
Keflavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
15. júní.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 22. júní kl. 13.00.
Anna Rodita Rufina Jónatansson,
Gema Librando, Leonardo Librando,
Fanney Guðlaugsdóttir,
barnabörn og Gunnar Jónatansson.
✝
Bróðir okkar,
ÞORSTEINN ÁGÚSTSSON
bóndi í Mávahlíð,
Snæfellsnesi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. júní.
Útförin fer fram frá Brimilsvallakirkju laugardaginn
27. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ragnar Ágústsson,
Hólmfríður Ágústsdóttir,
Leifur Þór Ágústsson.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR KRISTINN VILHELMSSON,
Furulundi 10,
Garðabæ,
lést aðfaranótt miðvikudagsins 17. júní.
Útför hans verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 25. júní kl. 13.00.
Áslaug Björg Ólafsdóttir,
Sigurður Halldórsson, Stefanía Adolfsdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir,
Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
UNNUR GUÐFINNA PÉTURSDÓTTIR,
Arahólum 4,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 8. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur hlýhug
og samúð á þessum erfiðu tímum.
Dagný Jóhannsdóttir, Óskar Hálfdánarson,
Elísabet Sigurðardóttir, Ómar Karlsson,
Ólafur Sigurðsson, Gerður Sveinsdóttir,
Gróa Sigurðardóttir, Börje Karlsson,
Vignir Pétursson, Alda Þorsteinsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður Helgamagrastræti 12,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 16. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
24. júní kl. 10.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á Minningarsjóð Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri.
Ingigerður Traustadóttir, Hákon Guðmundsson,
Jófríður Traustadóttir, Þórður Th. Gunnarsson,
Alda Traustadóttir, Ármann Búason,
Árni Þór Traustason, Fjóla Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.