Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stjórnarand-staðan virð-ist heldur hafa herzt í and- stöðu sinni við samkomulagið um greiðslu á Icesave-skuldbind- ingunum eftir að það var birt opinberlega. Afstaða Framsóknar- flokksins og Borgarahreyfing- arinnar til samkomulagsins lá þegar fyrir; þessir flokkar munu ekki greiða því atkvæði á Alþingi. Afstaða sjálfstæðismanna hefur ekki verið eins skýr; þeir hafa bæði gagnrýnt sam- komulagið og látið í ljós þá skoðun að Ísland ætti varla annan kost en að semja. Sjálfstæðismenn geta auð- vitað ekki firrt sig allri ábyrgð á samkomulaginu um Icesave; þeir sátu í ríkis- stjórninni sem ákvað að semja um málið fremur en að neita að borga og fara dómstólaleið- ina. Þeir voru líka í stjórn þegar samkomulag var gert við Holland um að taka lán fyrir Icesave-skuldbinding- unum þar í landi á mun lakari kjörum en þeim, sem nú hefur verið samið um. Þetta breytir ekki því, að ríkisstjórnin, sem nú hefur samið við Bretland og Holland um málið, getur ekki gert þá kröfu til stjórnarandstöðunnar að hún hjálpi henni að koma málinu í gegnum þingið, allra sízt þegar hún var ekkert höfð með í ráðum. Nokkrir þing- menn og ráðherrar Vinstri grænna hafa gefið til kynna að þeir muni ekki greiða Icesave-samkomulaginu at- kvæði sitt. Þeir geta auðvitað ekki gengið út frá því að vera ábyrgðarlausir af samningi, sem gerður var af ríkisstjórn- inni sem þeir styðja. Þessir þingmenn og ráð- herrar hafa í raun líf ríkis- stjórnarinnar í hendi sér. Ef hún getur ekki komið þessu gríðarlega stóra máli í gegn- um þingið, mun hún ekki eiga lengri lífdaga auðið. Springi stjórnin, blasir sömuleiðis við pólitískur glundroði í landinu. Nóg hafa stjórnarskipti og kosningar fyrr á árinu kostað í töpuðum tíma í baráttunni við efna- hagserfiðleikana, þótt ný stjórnarkreppa taki ekki við. Vinstri grænir gátu ekki staðið með samstarfsflokknum við afgreiðslu fjárfesting- arsamnings vegna álversins í Helguvík. Þeir geta ekki stað- ið með samstarfsflokknum í Evrópumálum. Ætla þeir nú að treysta á stjórnarandstöð- una að koma í veg fyrir stjórnarkreppu og uppnám í samskiptum Íslands við um- heiminn? Afgreiðsla Icesave-málsins er prófsteinn á stjórnina, sem komst til valda á þeim for- sendum að fyrri stjórn væri ekki vandanum vaxin. Ætlar VG að vísa ábyrgðinni á stjórn- arandstöðuna?} Prófsteinn á stjórnina Nemendur ígrunnskólum á höfuðborg- arsvæðinu leggja hart að sér til að komast í vinsælustu fram- haldsskólana. Þeir skólar, t.d. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð, Verzlunarskóli Íslands og Kvennaskólinn, geta valið úr hópi bestu nemenda. Með- aleinkunn umsækjenda í MR þetta árið var til dæmis í kring- um 9, að því er fram kom í fréttaskýringu Morgunblaðs- ins í gær. Þar kom líka fram, að meðaleinkunnir umsækjenda um framhaldsskólanám hafa sjaldan eða aldrei verið hærri. Vissulega er ánægjuefni að nemendur skuli leggja hart að sér til að komast í þá skóla, sem þeir meta besta. Það hafa þeir líka gert undanfarin ár, þótt einkunnir þeirra sem luku grunnskóla þá hafi ekki verið jafn háar og nú. Meginástæða hærri ein- kunna virðist vera sú að nú eru samræmd próf ekki lengur til viðmiðunar, heldur gilda ein- ungis skólaeinkunnir. Ein- kunnagjöf getur verið mismunandi frá einum skóla til annars og niður- felling samræmdu prófanna býður upp á að skól- arnir hækki almennt einkunnir nemenda sinna, til að tryggja þeim vist í bestu framhalds- skólunum. Skólaeinkunnir hafa alltaf verið hærri en einkunnir á samræmdum prófum, að því er Júlíus Björnsson, for- stöðumaður Námsmats- stofnunar, sagði í blaðinu í gær. Skólarnir nota til dæmis næstum aldrei einkunnir á bilinu 1-4, sem hækkar meðal- einkunnir töluvert. Þessi þróun í einkunnagjöf er skiljanleg, en hins vegar er vafamál hversu æskileg hún er. Er ekki líklegt að grunnskólar muni enn hækka einkunnir á næsta ári, vitandi af þessari bólgu hjá öðrum skólum? Þurfa framhaldsskólarnir þá að vega og meta, hversu marktækar einkunnirnar eru og jafnvel hafa inntökupróf fyrir nem- endur? Þá yrði jafnvel eftirsjá að samræmdu prófunum. Vafamál hversu æskileg þróunin er}Bólgnar einkunnir Þ að er svo fallegt núna. Lúpínan breiðir sinn fjólubláa dúk yfir móana kringum borgina, og föl- grænn og tignarlegur maríu- stakkurinn gerir sig heimakominn í tilkomumiklum lautatúr hennar. Stöku fjalla- dalafífill, bleikrjóður af undirleitri feimni, spyr í hógværð hvort hann megi vera með. Það er sumar, og sumarið léttir sinnið. Samt er mér órótt. Mér finnst ég skynja að í andrúmsloftinu, kraumar reiði. Það sem vek- ur mér óhug er að sú reiði sé ekki bara saklaus pirringur sem bráðnar við næsta bros, heldur eitthvert þykkildi – jökulhella – sem á eftir að hvellspringa, því eldurinn undir er heitur, og frussa ofsa sínum yfir allt og alla. Það er komið sumar, en reiðin sem kviknaði við hamfarirnar í haust og kreppuna sem fylgdi í kjölfarið hefur ekki enn fundið sér farveg. Vissu- lega var ærlega pústað í janúar, þegar hitinn í búsáhalda- byltingunni var hvað mestur, en mér finnst sú tilfinning vera vaxandi, að þetta sé ekki búið, og það er ekki búið. Sannast sagna hefur ekki heldur margt gerst til að milda reiðina. Jú, það er nauðsynlegt að hækka skatta hjá þeim efnameiri, og það má mín vegna setja á gotter- ísskatt, og síst færi ég að kveinka mér við hækkun áfeng- is og tóbaks. Ég get vel skilið að við skulum þurfa að borga Ice-save brúsann – það voru jú umboðsmenn okk- ar, stjórnmálamennirnir, sem létu þann ófögnuð, eins og annan, viðgangast án þess að aðhafast, vitandi vits að ríkið, þjóðin sjálf, bæri endanlega ábyrgð. Þetta er orðinn hlutur og eins gott að spýta í lófana og hefja flórmoksturinn. Við eigum ekki við aðra að sakast en sjálf okkur og það sem við kjósum yfir okkur. Reiðin kraumar undir yfirborðinu, og ég held að hún snúist ekki um það að við séum að verða fátæk. Ég held, að þegar öllu er á botn- inn hvolft snúist hún ekki um glötuð pen- ingasjóðsbréf, verðhrun eigna, dýrtíð, veika krónu og það allt, sem þó er ærin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af. Þau mál leysum við, eins og við höfum dugnað og metnað til, og satt best að segja veit ég ekki um nokkra aðra þjóð sem kann jafn vel að spjara sig á verald- legu vísuna, þrátt fyrir mótlæti. Reiðin kraumar vegna þess að við finnum ekkert réttlæti í þessum kringumstæðum. Reiðin kraumar vegna þess að aðstæður alls þessa dug- mikla fólks sem nú á erfitt, eru ósanngjarnar. Og reiðinni mun ekki slota fyrr en við finnum að einhvers konar sanngirni og réttlæti verði framfylgt og að þeir sem ábyrgð báru á ósköpunum axli hana. Og það veit ham- ingjan að ég vona að fullnustu þess réttlætis verði náð fyrir dómstólum en ekki á götunni. Ég treysti því að stjórnvöld átti sig á því að þolinmæði er ekki óþrjótandi auðlind og að reiði er eyðandi hvöt. Það er sumar, en ennþá fimbulvetur í hugum fólks. Ég fullyrði samt að vorið kemur aftur og enn betri sumur. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Reiðin og réttlætið FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is B jörgunarþyrlur Land- helgisgæslunnar (LHG) munu ekki geta komið sjófarendum utan 20 sjómílna til bjargar fjórðung til þriðjung úr ári og reikna verður með að eftir haustið fjölgi þeim dögum sem engin björgunar- þyrla verður tiltæk. Frekari niður- skurður myndi setja rekstur LHG á hliðina, segir forstjórinn. Í svari Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra við fyrirspurn Róberts Marshall á þingi kom fram að áætlað er að fækka um eina þyrluáhöfn hjá LHG á árinu. Það hafi í för með sér að meðaltali að 25 – 35% hvers mán- aðar verði aðeins ein vakt starfhæf. Við slíkar aðstæður eru það reglur að aðeins er flogið um 20 sjómílur á haf út, í því skyni að tryggja öryggi þyrluáhafnarinnar. „Með þessu telj- um við að öryggi okkar fólks sé jafn- tryggt en getan er minni,“ segir Georg Lárusson, forstjóri LHG. Þetta vekur spurningar um hvort minni geta komi ekki niður á öryggi sjófarenda eða almennings. „Það gæti gert það en það hefur ekki gerst ennþá því við höfum getað sinnt öll- um okkar verkefnum sem hafa kom- ið upp,“ svarar Georg. Raunar eru skiptar skoðanir með- al starfsmanna LHG hvort áætlun um eina vakt 25 – 35% af tímanum sé raunhæf. Nærri láti að svo geti farið að vaktin verði einföld 50 – 75% af tímanum. Georg vísar þessu á bug. „Við höfum reiknað þetta út eftir bestu vitund. Svo getur vel verið að einhverjir svartsýnismenn telji að þetta sé ekki rétt.“ LHG hefur yfir þremur þyrlum að ráða og kemur fram í svari ráðherra að á einhverjum tímapunktum verði tvær þeirra í viðhaldi. Þá sé óvíst hve oft þriðja þyrlan bilar á meðan. Lík- legt sé að allt að tíu daga á ári geti LHG staðið frammi fyrir því að hafa engri flughæfri þyrlu á að skipa. Siglum inn í erfiðari tíma Um þetta eru einnig skiptar skoð- anir og telja ýmsar heimildir Morg- unblaðsins að þarna sé varlega áætl- að. Menn eru þó sammála um að í þessu sé mikil óvissa fólgin. Séu menn heppnir gæti svo farið að land- ið sleppi alveg við daga án björg- unarþyrlu. Þannig var það að mestu í fyrra en þá varð aldrei heill dagur þyrlulaus í landinu. Síðan hefur flug- virkjum fækkað svo erfiðara er að halda þyrlunum þremur gangfærum. „Við erum því að sigla inn í erfiðari tíma svo við verðum að fara að gera ráð fyrir að það verði einhverjir dag- ar þyrlulausir,“ segir heimild blaðs- ins. Í þessu samhengi er vert að at- huga að þegar bandaríski herinn fór héðan með sínar þyrlur áætluðu sér- fræðingar að hægt væri að halda uppi fullri þyrluþjónustu í landinu með fjórum þyrlum. Frá því fyrri hluta árs í fyrra hafa þær aðeins ver- ið þrjár og verða áfram. Munurinn er því mikill frá því að herinn var hér með sínar fimm björgunarþyrlur til viðbótar við tvær þyrlur Gæslunnar. Í svari ráðherra kom einnig fram að áætlaður kostnaður við að leigja fjórðu þyrluna væri nálægt 700 millj- ónum á ári. Georg staðfestir þetta. „Til að geta verið með viðunandi við- búnað þurfum við eina þyrlu og þrjá flugmenn, þrjá stýrimenn og þrjá flugvirkja til viðbótar. Það kostar um 750 milljónir á ársgrundvelli.“ Morgunblaðið/Júlíus Til bjargar Búist er við að þeim dögum fjölgi sem engin þyrla verður tiltæk. Minni björgunargeta Landhelgisgæslunnar Frá því bandaríski herinn hvarf héðan hefur björgunarþyrlum í landinu fækkað úr sjö í þrjár en sérfræðingar áætla að a.m.k. fjórar þurfi til að halda uppi fullri þyrluþjónustu í landinu. RAGNA Árnadóttir dómsmála- ráðherra sagði að björgunar- þjónusta við sjófarendur yrði að vera forsvaranleg. „Ég verð að segja að ég fylltist efasemdum þeg- ar ákveðið atvik varð 1. júní og þá varð að reiða sig á velvilja og við- veru starfsmanna sem ekki voru á vakt,“ sagði hún og tók undir áhyggjur um að málin væru ekki með fullnægjandi hætti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í UMRÆÐUM á Alþingi viðraði Siv Friðleifsdóttir þingmaður þá hug- mynd að lífeyrissjóðirnir í landinu kæmu að málum Landhelgisgæsl- unnar með „því að losa okkur út úr þessari ofurleigu, þetta er ótrúlega há upphæð, 60 milljónir á mánuði í leigu á þyrlu“. Hún spurði ráðherra ennfremur hvort til stæði að endur- skoða málin svo hægt væri að hafa eina þyrluáhöfn í viðbót. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.