Morgunblaðið - 20.06.2009, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 20.06.2009, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 17°C | Kaldast 10°C SA 5-10 m/s, bjart- viðri á NA- og A-landi en skýjað annars stað- ar og súld S- og V-lands síðdegis. »10                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-., +**-*/ **.-01 +2-33* +3-31. *1-..* **,-.3 *-.++1 *40-0. *0,-1, 5 675 *4# 89: +334 *+,-14 +**-11 **2-34 +2-30* +3-*++ *1-.04 **,-1. *-.+1/ *4,-.+ *04-*, +.+-*020 &  ;< *+4-33 +*+-*0 **2-2+ +2-*2* +3-*,* *1-2+0 **,-41 *-..32 *4,-4* *04-1, ÞETTA HELST» Bálreið yfir kjaraskerðingu  Formaður Landssambands eldri borgara segir aldraða bálreiða yfir kjaraskerðingunni. Í ályktun Ör- yrkjabandalags Íslands segir að það sé siðleysi að skerða tekjur lífeyr- isþega með tíu daga fyrirvara. Bandalag háskólamanna og BSRB taka ekki í mál að færa niður samn- ingsbundna taxta. »6, 8 Ný Mál og menning í haust  Mál og menning, þó ekki Bókabúð Máls og menningar, verður opnuð á Laugavegi 18 í haust. Samið hefur verið um leigu á húsnæðinu. »2 Nær sáttum við kirkjuna  Sigrún Pálína Ingvarsdóttir hefur náð sáttum við Þjóðkirkjuna eftir þrettán ár. Hún fundaði með Kirkju- ráði í gær um sára reynslu sína. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Blendnar tilfinningar ráðherra! Forystugreinar: Prófsteinn á stjórn- ina | Bólgnar einkunnir Pistill: Reiðin og réttlætið Ljósvakinn: Hamingja í Cranford? UMRÆÐAN» Verðlaunaleikur vikunnar Ævintýrin í Sumarbúðum skáta Til að vera viss Ljóð leika um Bókmenntahátíð Tækifæri fyrir Ísland í nýsköpun… Hvað er í matnum? Viðskipti Kópavogs – Hverjir bera… Er lesblinda meðfædd? BÖRN | LESBÓK» KVIKMYNDIR» Sannfærandi brúður Frankensteins? »45 Ný plata Manna- korna er hlý og hugguleg, himna- sending fyrir aðdá- endur en aflar tæp- ast nýrra. »45 TÓNLIST» Þýtt og við- felldið LEIKLIST» Andrea Ida var í stjörn- um prýddum skóla. »44 AF LISTUM» Hættið að æsa ykkur yfir endurgerðum! »46 Jón Karl Helgason forsýnir heimildar- mynd sína um vita- vörðinn Óskar J. Sigurðsson í Há- skólabíói í dag. »42 Alla ævina í vitanum K̈VIKMYNDIR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Styrjöld á Geirsnefi 2. Furðuhlutur féll af himni 3. Risavaxinn morgunverður 4. Jens gullsmiður hættur störfum  Íslenska krónan veiktist um 0,6% Morgunblaðið/Heiddi Afmælisbarnið „Ég verð nú samt að viðurkenna að íslenskan er erfið,“ segir Marianne Winberg Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is MARIANNE Winberg er trúlega einn elsti inn- flytjandi landsins. Fyrir einu og hálfu ári tók hún sig til, seldi íbúðina í Stokkhólmi, pakkaði öllu í gám og fluttist til Íslands. Marianne heldur upp á níutíu ára afmæli sitt í dag. „Ég varð ekkert vör við að fólki þætti það ein- kennileg ákvörðun hjá mér að flytja milli landa á þessum aldri. En það kemur kannski til af því að tengslanetið er orðið heldur götótt. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá tekur fólk upp á því að deyja,“ segir Marianne og hlær. „Ástæðan fyr- ir því að ég ríf mig upp með rótum á gamals aldri er barnabarn mitt, hún Matilda mín. Ég hef heim- sótt hana hingað reglulega undanfarin ár þannig að það var alveg eins einfalt að flytja bara. Ég verð nú samt að viðurkenna að íslenskan er erfið. Þó hef ég lært nokkuð mörg tungumál um ævina. Kannski er aldurinn farin að hrekkja mig.“ Tókst aldrei að æfa kínverskuna Í ljós kemur að hún hefur lært ensku, þýsku, grísku, spænsku og kínversku. „Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir tungumálum og ferðalögum. Mér fannst bara verst hvað ég gat lítið notað kínversk- una þegar ég fór til Kína. Þetta var hópferð en venjulega ferðast ég á eigin vegum. Við vorum með þrjá leiðsögumenn sem stjórnuðu öllu með „harðri hendi“ og það gáfust engin tækifæri til að spjalla við einn né neinn. Ég dreif mig svo á eigin vegum til Tævan og hlakkaði til að fá nú að tala fínu kínverskuna mína. En nei, allir starfsmenn á hótelum, veitingastöðum og leigubílum eru út- lendingar og enginn gat talað við mig á kínversku. Og nú er ég búin að gleyma kínverskunni, man bara eitt orð, „meijó“, sem þýðir „ekkert“.“ Heim- ili Marianne er einstaklega fallegt og á veggjum hanga fjöldamörg málverk og leirskúlptúrar prýða hillur. Í ljós kemur að Marianne hefur lært myndlist og er afkastamikill og góður málari og leirlistarkona. Þar að auki getur hún sagt lækn- unum til, því að á árum áður var hún lyfjafræð- ingur að starfi. Næsta verkefni Marianne verður kannski myndlistarsýning, hver veit? Reif sig upp á níræðisaldri  Nýflutt til Íslands og fagnar níræðisafmæli  Lærir íslensku „MEGINÁHERSLA verður á ljóð- listina,“ segir Hjalti Snær Ægisson, starfsmaður Bókmenntahátíðar í Reykjavík, um hátíðina sem haldin verður í níunda sinn í sept- emberbyrjun. „Við erum í samstarfi við Griffin Poetry Prize – kan- adísku ljóðlistarverðlaunin – sem veitt eru árlega. Sigurvegarar árs- ins ásamt sex öðrum skáldum koma á hátíðina okkar og lesa úr verkum sínum.“ Meðal Griffin-skáldanna sem koma á Bókmenntahátíð er rithöf- undurinn kunni Michael Ondaatje frá Sri Lanka, höfundur verðlauna- sögunnar The English Patient – eða Enski sjúklingurinn, en hún hlaut á sínum tíma Booker-verðlaunin. Samnefnd kvikmynd sem gerð var eftir sögunni hlaut Óskarsverð- launin 1996 sem besta bíómyndin. Fjöldi annarra rithöfunda sækir Bókmenntahátíð í haust. Meðal stórskálda sem hingað koma má nefna einn kunnasta rithöfund Afr- íku, Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa, Junot Díaz, margverðlaunað skáld frá Dóminíska lýðveldinu og Assiu Djebar frá Alsír, en hún þykir einn áhrifamesti rithöfundur Norður- Afríku. Assia hefur verið nefnd sem kandídat til Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum. Hjalti Snær segir margar rísandi stjörnur meðal gesta hátíðarinnar í ár og víst er að í þeim flokki má nefna finnsk-eistneska nýstirnið Sofi Oksanen sem sló í gegn með bók sinni Hreinsun. begga@mbl.is Sofi Oksanen Hlaut frægð fyrir bók sína Hreinsun. Ondaatje kemur á Bókmenntahátíð VERÐÞRÓUN ýmissa þjónustu- og vöruliða hefur breyst nokkuð mikið innbyrðis síðustu tuttugu árin. Bens- ín hefur rúmlega fjórfaldast í verði frá 1988 til 2008, bíómiðinn hefur þrefaldast, heil- hveitibrauð hefur tvöfaldast, mjólk- urlítrinn hefur tæplega tvöfald- ast en kíló af kjúklingi kostar þrátt fyrir allt ennþá nánast það sama, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Þróunin er athyglisverð í ljósi þess að margir hafa kannski haldið að ýmis lúxus hafi lækkað í verði meðan á góðærinu stóð, en þvert á móti virðist það vera nauðsynja- varan sem hefur hlutfallslega hækk- að minna, ef marka má þessa laus- legu könnun. ingvarorn@mbl.is Auratal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.