Morgunblaðið - 20.06.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 20.06.2009, Síða 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Þó að vorið hafi verið fremur kalt í Mýrdalnum lítur vel út með gras- sprettu á túnum og einn og einn kúa- bóndi er farinn að slá, sauðfjárbænd- ur eru að ljúka við að koma fénaði sínum á fjall þar sem það verður næstu þrjá mánuði. Margir bændur hafa orðið af því verulegar áhyggjur að féð fái engan frið í högum vegna gangandi umferðar en þó er verst að margir ferðamenn eru með lausa hunda sem hlaupa í ærnar og tæta undan þeim lömbin, hundar sem ekki eru vanir sauðfé líta á kindur sem einhverskonar leikföng. Bændur hafa því farið fram á að gönguleiðum verði fækkað og helstu beitarsvæðin verði undanskilin þegar Mýrdals- hreppur gerir aðalskipulag sitt. Það er alveg óskiljanlegt að ekki skuli vera hlustað á sjónarmið þeirra sem eiga og nytja landið. Bændur eru einnig afar ósáttir við hvernig eign- arland er tekið undir gönguleiðir án þess að talað sé við landeigendur og telja þeir að þetta geti farið út í að landeigendur krefjist eignarnáms- bóta.    Dyrhólaey hefur verið opnuð fyrir ferðamenn að hluta til, nú er leyfi- legt að aka upp á háeyjuna. Þegar í ljós kom að varp á eynni hafði mis- farist illilega í vor, mjög fáar æðar- kollur hafa verpt þar og krían er nánast horfin, var ekki talin ástæða til að hafa hana lengur lokaða en eyjan hefur verið friðuð fyrir umferð yfir varptímann í nokkur ár.    17. júní var haldin hátíðlegur í Vík eins og verið hefur í blíðskaparveðri. Ungmennafélagið Katla sá um há- tíðahöld. Keppt var í kraftakeppn- inni Kötluvíkingnum og urðu tveir efstir og jafnir að stigum, Guðni Páll Pálsson og Haukur Einarsson.    Mikið er að gera hjá flestum ferða- þjónustuaðilum enda fer í hönd há- marks ferðamannatími. Í Mýrdaln- um er mikið úrval af ýmiss konar gistingu, allt frá stórum hótelum til svefnpokagistingar, og má áætla að þeir sem gista á hverri nóttu á þess- um stöðum séu töluvert fleiri en íbú- arnir. Boðið er upp á ýmiss konar af- þreyingu fyrir ferðamenn t.d. snjó- sleðaferðir, hundasleðaferðir, hestaleigu, fjórhjólaleigu og veiði- leyfi svo eitthvað sé nefnt.    Ólafur Pétursson á Giljum í Mýrdal varð 100 ára 12. júní og af því tilefni bauð hann til veislu á Hótel Höfða- brekku. Vel var mætt í veisluna eða hátt á annað hundrað manns enda Ólafur höfðingi heim að sækja. Ólaf- ur flutti sjálfur ræðu þar sem hann rakti ævi sína í stórum dráttum. Sjónin hjá Ólafi er farin að daprast og má það teljast ótrúlegt minni að geta flutt hálftíma ræðu án þess að hafa nokkurt skrifað á blað eða ann- að til að styðjast við. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stórafmæli Ólafur Pétursson fór yfir æviferil sinn í 100 ára afmælisveislu sinni. Barnabarn Ólafs, Ólafur Þ. Gunnarsson, heldur á hljóðnemanum. FAGRIDALUR Jónas Erlendsson fréttaritari ÚR BÆJARLÍFINU Ferskt, létt og bjart,“ segir Björg Alfreðsdóttir, förð-unarmeistari hjá MAC, þegar hún er beðin um að lýsahinni fullkomnu sumarförðun. Það eru sterkir tísku-straumar í förðun fyrir sumarið 2009. Annars vegar er mikil rómantík í loftinu með bleikum og bláum tónum og svo eru það gylltu tónarnir sem koma á hverju sumri en í ár koma inn sterkari litir í þá línu eins og fjólulitur og gulur sem gera förðunina kraftmeiri fyrir þá sem vilja ganga aðeins lengra. Fyrir íslenskar konur segist Björg oft tóna þetta aðeins nið- ur því það henti íslenskum konum betur. Þær vilji vera frek- ar náttúrulegar. Til að ná fram léttri sumarförðun bendir Björg á að gott sé t.d. að nota litað dagkrem eða að blanda meikinu með kremi og þynna það út þannig. Þá strax er komið léttara yfirbragð á húðina. Annað gott ráð er að hafa alla liti svolítið gegnsæja til að sjáist í húðina. Vera t.d. með léttan kinnalit, nota púður sem gefur gljáa á efri hluta kinnbeina og hafa gloss og varaliti ekki mjög þekjandi. Með þessu verður heildar- yfirbragðið létt og skemmtilegt. sibba@mbl.is Fyrirsætur Harpa Káradóttir og Gríma Björg Thorarensen. Bleikir tónar Fara öllum vel, en sérstaklega vel með bláu augunum og húð sem er ljós. Sæblágræni augnskugginn var vinsæll á tískusýning- unum fyrir sumarið 2009 eins og mátti sjá hjá Gucci og gefur hann förðuninni ferskt og sumarlegt yfirbragð. Sæblágrænt Pigment Mutany. Augn- skuggar Of summer og Silverthorn. Gloss Steal my heart. Varalitur A rose romance. Gel Kinnalitur Just a pinch. Kinnalitur Rose romance beauty powder. Bleikir og gylltir tónar í sumar Gylltir tónar Glitrandi brúnir og gylltir tónar draga fram það besta í sólbrúnni húð. Fallegt er að lýsa upp kinnbein og gagnaugu og skyggja á móti með sólarpúðri eða kinna- lit og hafa varir ljósar og náttúrulegar. Augnskuggar Bright future og Vibrant grape. Kinnalitur Eversun. Sólarpúður Refined Golden. Gloss Gold rebel. Varalit- ur Sunsational. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.