Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 tísku starfi eftir að hafa kynnst því þeim megin frá. Nei, ég held að póli- tískt starf myndi ekki eiga við mig. Sumir líta á stjórnmálastarf sem þegnskyldu, telja sig hafa hlutverki að gegna, aðrir virðast vera að leita að þægilegri innivinnu. Það hefur aldrei verið mikilvægara að hafa fólk sem getur og kann og aðeins með því að standa undir þeim vænt- ingum verður aftur byggð upp virð- ing og traust á stjórnmálamönnum.“ Fann hamingjuna Þú ert í sambúð með Svavari Halldórssyni, fréttamanni á RÚV. Hann á þrjár dætur og saman eigið þið tvö ung börn. Hvernig er að vera mamma og stjúpa og með stórt heimili? „Ég hafði alltaf verið mjög frjáls og þegar við Svavar tókum saman spurðu margir: Hvað kom fyrir þig? Þú varst alltaf á ferð og flugi og nú ertu allt í einu orðin ráðsett kona í úthverfi með jeppa og barnasúpu?! Svarið við þessu er mjög einfalt. Það sem kom fyrir mig var að ég fann manninn minn. Síðan er það bara þannig. Þetta er maðurinn sem ég ætla að vera með og mun vera með svo lengi sem við bæði lifum. Miðað við alla tölfræði ættum við líklega að vera löngu skilin, með öll þessi börn, þröngan húsakost og lítil fjárráð. Kunningi minn einn sagði alltaf framan af: ,,… þegar þið Svav- ar eruð skilin, þá …“ En svo gerðist það ekki, heldur eignuðumst við annað barn. Þá hætti hann! En þetta var vissulega mikil breyting, ég hafði alltaf unnið eins og brjáluð manneskja, bjó í ferðatösku, þvæld- ist fram og til baka, átti hundrað vini og gerði það sem mér sýndist. Það var mikið frelsi og óskaplega gaman. En einmitt vegna þess að ég var búin að upplifa það vissi ég þeg- ar ég var komin í sambúð að ég væri ekki að missa af neinu. Svavar er einfaldlega ein jákvæð- asta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst. Það er ótrúlega gott að hafa þannig fólk í kringum sig. Hann býr aldrei til óþarfa vanda- mál, stressar sig ekki yfir smámun- um og við deilum sama gildismati. Fyrir nú utan það hvað hann er myndarlegur, greindur og góður pabbi. Svavar á þrjár dætur sem eru að verða tíu, ellefu og tólf ára og eru mikið hjá okkur. Ég tók það mjög alvarlega að stofna samsetta fjöl- skyldu, maður leikur sér ekki að því að verða stjúpa og hættir svo við. Ég er reyndar svo heppin að þær eru dásamleg börn, klárar og skemmtilegar og ekki til í þeim öf- und. Pabbi þeirra kynnti okkur líka snilldarlega, svo ekki hefur borið skugga á þau samskipti. Ég hef heldur aldrei reynt að ganga þeim beinlínis í móðurstað, þær eiga sína móður og kalla mig ekki mömmu heldur Þóru. Ég reyni einfaldlega að vera þeim eins góð og ég get. Svo eru börnin mín tvö auðvitað æv- intýralega rík að eiga þessar stóru systur. Sonur minn er bara hálfur maður þegar þær eru ekki, þau eru mjög náin og miklir vinir. Það er ekki þar með sagt að þetta hafi allt- af verið auðvelt, svona mikil um- skipti útheimta mikla ákveðni og þrautseigju. Við vorum bara búin að vera sam- an í hálft ár þegar ég varð ófrísk en það var aldrei annað en mikil ham- ingja og gleði og hefur verið það síð- an. Það að verða foreldri framkallar dýpri tilfinningar en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég þakka enda fyr- ir það á hverjum degi í huganum að eiga þessi dásamlegu börn og vona að okkur takist að ala þau sæmilega upp. Við erum líka svo heppin að til- heyra því broti okkar kynslóðar sem ekki var búið að fjárfesta í húsnæði. Heimilisbókhaldið sýndi einfaldlega að við gátum ekki keypt á meðan bólan þandist út. Svo í fjögur ár leigðum við þriggja herbergja kjall- araíbúð í Breiðholti hjá yndislegu fólki, Gunnari Eyjólfssyni og Katr- ínu Arason. Þau voru ekkert að of- rukka ungt fólk með fullt af börn- um, svo við náðum að halda sjó. Síðasta árið voru fjögur börn í öðru herberginu og við Svavar með eitt barn í hinu og nú þökkum við fyrir þolinmæðina. Í mars gátum við svo leigt heilt hús hér í Hafnarfirðinum þar sem er nóg pláss fyrir alla. Við erum auðvitað með allar fjárhags- skuldbindingar sem fylgja stórri fjölskyldu og förum ekki í bíó, ekki í leikhús og ekki út að borða en það skiptir bara engu máli. Við förum svo í löng tjaldferðalög um Ísland með allan barnaskarann. Ég geri mér líka grein fyrir því að við höfum fundið það sem flestir leita að alla ævi, sem er hamingja.“ annshugans Morgunblaðið/Kristinn » Það sem kom fyrirmig var að ég fann manninn minn. Síðan er það bara þannig. Þetta er maðurinn sem ég ætla að vera með og mun vera með svo lengi sem við bæði lifum. Mið- að við alla tölfræði ætt- um við líklega að vera löngu skilin, með öll þessi börn, þröngan húsakost og lítil fjárráð. » Við treystumhvert öðru og bár- um sömuleiðis traust til dómstóla, yfirvalds og stofnana, þar á meðal fjölmiðla. Þetta traust fauk út í veður og vind í haust og er líklega mesta tapið sem við sem samfélag höfum orðið fyrir. Það verður ekki byggt upp aftur á einni nóttu. Fjölmiðlar eru hluti af þessu – fólk er reitt og telur fjölmiðla annars vegar hafa brugðist því hlutverki að upplýsa um það sem var rotið og sprakk framan í okkur í október og hins vegar gætir tor- tryggni vegna eignar- halds sem menn veltu minna fyrir sér áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.