Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SVANDÍS Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra heimsóttu Sements- verksmiðjuna á Akranesi í gær. Svandís sagði langt síðan að for- svarsmenn verksmiðjunnar óskuðu eftir heimsókninni. Ráðherrarnir hittu starfsfólk og stjórnendur og skoðuðu fyrirtækið. „Við fórum í gegnum helstu áhyggjur þeirra af starfseminni. Það var mjög áhugavert að sjá íslenska framleiðslu sem er svona þróuð og stendur á svo traust- um merg,“ sagði Svandís. „Vandi þeirra er samdrátturinn í byggingar- iðnaði og að eiga ekki aðkomu að öll- um verkefnum, sem stafar af sam- keppnisumhverfinu.“ Ríkisstjórnin fól nýlega umhverfis- ráðherra og iðnaðarráðherra að láta taka saman atriði sem heyra undir ráðuneyti þeirra varðandi Sements- verksmiðjuna. Svandís sagði að hvað umhverfisráðuneytið varðaði hefðu m.a. verið ræddir möguleikar á að nýta mikinn hita sem myndast í verk- smiðjunni til að brenna sorpi. Á því væru engar formlegar hindranir, þó það væri frekar þeirra sem annast förgun sorps að eiga frumkvæði að slíku en ráðuneytisins. Framleiðsla Sementsverksmiðj- unnar er komin niður í 70-80 þúsund tonn á ársgrundvelli sem er hægt að framleiða á hálfu ári. Þegar umsvifin voru sem mest 2006 og 2007 var árs- notkun á sementi á Íslandi um 300 þúsund tonn. Nú er notkunin um 110 þúsund tonn og framleiðir verksmiðj- an 70-80 þúsund tonn af því. Nýir mögu- leikar kannaðir Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra heimsóttu Sementsverksmiðjuna í gær Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HANDBÆRT fé frá rekstri ríkis- sjóðs fyrstu sjö mánuði þessa árs var neikvætt um 91 milljarð króna. Það er 118,1 milljarði lakari útkoma en á sama tímabili í fyrra. Tekjur ríkis- sjóðs frá janúar til júlí voru 37,4 milljörðum minni en á sama tímabili 2008. Gjöldin jukust hins vegar um 71,6 milljarð á þessu tímabili milli ára. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóðs sem fjármálaráðuneytið birti í gær. „Þetta kemur mér í sjálfu sér ekk- ert á óvart,“ sagði Kristján Þór Júl- íusson alþingismaður sem á sæti í fjárlaganefnd. „Það sem slær mann er að á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur fjárlaganefnd ekki gefist tími til að sinna þeim þáttum sem lúta að eftirlitshlutverkinu.“ Hann sagði að fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í fjárlaganefnd hafi varað við þessari þróun. Þegar fjallað hafi ver- ið um ráðstafanir í ríkisfjármálum á liðnu vori hafi þeir sagt að staðan væri mun illviðráðanlegri en þar var lýst. „Þetta er staðfesting á þeim veruleika, því miður,“ sagði Krist- ján. Tekjur sem ríkissjóður innheimti á fyrstu sjö mánuðum ársins voru tæplega 227 milljarðar en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að inn- heimtar tekjur yrðu um 20 millj- örðum meiri á tímabilinu. Skattar á vöru og þjónustu skiluðu m.a. minna en áætlunin gerði ráð fyrir. Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 197 milljörðum. Það er 18,2% samdráttur að nafnvirði. Samdrátturinn milli ára jókst að raunvirði (m.v. vísitölu neysluverðs án húsnæðis) frá síðasta mánuði og er orðinn 31,1% þegar horft er til fjög- urra mánaða meðaltals. Aðrar rekstr- artekjur ríkissjóðs jukust um 37,7% að nafnvirði frá sama tíma 2008 og voru nú tæplega 29 milljarðar. Aukn- ar vaxtatekjur vógu þar þyngst. Mikið til velferðarmála Greidd gjöld ríkissjóðs námu 308,6 milljörðum og hækkuðu um 71,6 milljarða (31%) frá fyrra ári. Mest hækkuðu útgjöld til almannatrygg- inga og velferðarmála eða um 28,6 milljarða. Þar af var hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára 13,5 milljarðar, vaxtabætur hækkuðu um 8,3 milljarða, barnabæt- ur um 3,5 milljarða og bætur sam- kvæmt lögum um félagslega aðstoð hækkuðu um 1,1 milljarð. 118 milljörðum lakara en í fyrra  Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins versnaði mjög milli áranna 2008 og 2009  Hand- bært fé frá rekstri var neikvætt um 91 milljarð frá janúar til júlí sem er 118 milljörðum lakara en í fyrra Morgunblaðið/Þorkell Ríkiskassinn Greiðsluafkoma ríkissjóðs versnaði mjög milli ára. » Um 20 milljörðum minna var innheimt en fjárlög áætluðu » Útgjöld hækkuðu mest á milli ára til al- mannatrygginga og velferðarmála eða um 28,6 milljarða 20% afsláttur af Eik Rustic viðarparketi, hvíttuðu og mattlökkuðu. Aðeins þessa helgi. einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9 Eik Rustic. Viðar smelluparket, míkrófasað. Hvíttað og mattlakkað. 1860 x 189 x 15 mm. Verð 6.990,-/m² NÚ 5.590,-/m² 1860x189x15 mm 5.590,-/m² ................................................... sparaðu 1.400,-/m² Í verslun okkar á Korputorgi er hægt að virða fyrir sér stóra gólffleti lagða ILVA Home Flooring parketi. Fáðu vandaða og faglega ráðgjöf við valið hjá starfsfólki gólfefnadeildar. LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu er enn með í sinni vörslu talsvert magn skartgripa og annarra muna sem hald var lagt á í kjölfar þess að þjófagengi voru nýlega upprætt. „Það er til- tölulega auðvelt að koma út fartölv- um og farsímum. Við getum fundið úr hverjir eru eigendur þeirra en það er erfiðara með skartgripi og þess háttar,“ segir Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Hann segir reynt að hafa samband við alla líklega eigendur. „Þeir koma og skoða og þetta mjatlast út smátt og smátt.“ Innbrotum fækkaði verulega í kjölfar handtöku 10 manna í júlílok og ágústbyrjun að því er Ómar greinir frá. ingibjorg@mbl.is Talsvert magn skartgripa í vörslu lögreglu Hálsmen í vörslu lögreglunnar. Í GÆR hófst í Kringlunni ritfanga- og bókasöfn- un Skólastoðarinnar með það að markmiði að leggja skólabörnum lið. Leitað er til almennings og fyrirtækja um framlög og er t.d. óskað eftir pennum, litum, gráðubogum, skærum, reglustik- um og öðru gagnlegu í skólanum, en hlutunum verður úthlutað í samstarfi við Fjölskylduhjálp Íslands eftir helgi. Söfnunin verður fyrir framan Kúltúr á 2. hæð kl. 13-19 í dag. Safna skólavarningi fyrir nemendur Morgunblaðið/Jakob Fannar Reykjavíkurborg er ábyrg fyrir 110 milljörðum af skuldum Lands- virkjunar. Þetta kemur fram í svari fjármála- stjóra borgar- innar við fyrir- spurn borgar- ráðsfulltrúa Samfylking- arinnar. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að fari Landsvirkjun í þrot geti lán- veitendur gengið að borginni og krafið hana um greiðslu á eftir- stöðvum kröfu sinnar. Þetta sé enn einn áfellisdómurinn yfir sölu borg- arinnar á hlut sínum í Lands- virkjun. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segir að ein aðal- ástæðan fyrir góðri lausafjárstöðu borgarinnar sé salan á hlutnum til ríkisins. Gott verð hafi fengist fyrir hlutinn og Landsvirkjun hafi tryggt afborganir af skuldbindingunum til ársloka 2011, þegar ábyrgðir Reykjavíkurborgar renni út. Ábyrgð fyrir 110 milljörðum Kárahnjúkar Í eigu Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.