Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
GUNNAR Hauksson,
forstöðumaður Íþrótta-
hússins Austurbergi,
Seljaskóla og Kenn-
araháskólans, er látinn,
58 ára að aldri. Hann
lést á líknardeild Land-
spítalans.
Gunnar fæddist í
Reykjavík 1. febrúar
1951. Foreldrar hans
voru Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir húsmóðir og
Haukur Gunnarsson,
fyrrverandi verslun-
arstjóri í Rammagerð-
inni.
Gunnar útskrifaðist frá verslunar-
deild Verslunarskóla Íslands og
stundaði síðan verslunarnám í Lond-
on í eitt ár. Er heim kom hóf hann
afgreiðslustörf hjá Silla og Valda.
Hann var einnig verslunarstjóri
Pennans á Laugavegi 178 í rúm tvö
ár. Á árunum 1975-1991 starfaði
hann með föður sínum í Ramma-
gerðinni. Árið 1991 tók hann við
Íþróttahúsinu Austurbergi og vann
þar til dauðadags.
Gunnar starfaði í
mörg ár fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og var
formaður í stjórn
Laugarneshverfis og
síðar í Fella- og Hóla-
hverfi. Hann var for-
maður Sjálfstæðis-
félagsins Varðar í tvö
ár.
Gunnar var dyggur
stuðningsmaður
Íþróttafélagsins
Leiknis í Breiðholti.
Eftirlifandi eigin-
kona Gunnars er Jó-
hanna Geirsdóttir. Þau
eiga þrjú uppkomin börn.
Ákveðið hefur verið að heiðra
minningu Gunnars með því að stofna
minningarsjóð og verður hlutverk
hans að styrkja starf yngri flokka
knattspyrnudeildar Leiknis árlega.
Stofnendur og umsjónarmenn sjóðs-
ins eru Jóhanna Geirsdóttir, ekkja
Gunnars, og fjölskylda.
Framlög má leggja inn á reikning
nr. 0115-15-630268 í Landsbanka Ís-
lands, kt. 270551-2039.
Andlát
Gunnar Hauksson
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Ermar
Verð 3.900 kr.
Skokkur
Verð 10.900 kr.
2 litir
LAGERSALA 50-70% AFSL.
Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Opið hús
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s
Kínverskur
heilsudagur
• Frí Ráðgjöf á kínverskri heilsumeðferð
• Kynning á hugrænni teigjuleikfimi
• Tai-Chi og Kung-Fu fyrir börn og fullorðna
• Kynning á kínversku heilsu tei og
heisubætandi áhrif te drykkju
Skeifunni 3j. fös-lau 28.-29. ágúst kl. 9-16.
Heilsudrekinn og Wu-Shu félag Reykjavíkur kynna:
Skráning
er hafin
Frístundakort
Kennari: Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar
Tao lu
og
Tai chi
Laugavegi 63 • S: 551 4422
– Haustlínan
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
Flauelsbuxurnar
eru komnar
Laugavegi 84 • sími 551 0756
ráðuneytið sendi framhaldsskól-
unum niðurstöður þessara sam-
ræmdu prófa. „Þetta eru könnun-
arpróf en ekki lokapróf og það á ekki
að breyta þessu ákvæði,“ segir Arn-
ór.
Öllum nemendum undir átján ára
aldri hefur nú verið boðin vist í fram-
haldsskóla sem langflestir hafa þeg-
ið. Allir skólar á höfuðborgarsvæð-
inu eru fullsetnir. Örfá sæti kunna
að vera laus á landsbyggðinni.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
VINNAN við endurskoðun á innrit-
unarferlinu í framhaldsskólana er að
hefjast, að sögn Arnórs Guðmunds-
sonar, skrifstofustjóra skrifstofu
menntamála í menntamálaráðuneyt-
inu.
„Það er alveg ljóst að taka verður
á þessu. Það hafa komið það mörg
sjónarmið fram,“ segir Arnór.
Engin samræmd próf voru haldin
upp úr 10. bekk grunnskólanna síð-
astliðið vor þar sem þau höfðu verið
afnumin með nýjum grunn-
skólalögum sem tóku gildi í fyrra-
sumar.
Samkvæmt nýjum grunn-
skólalögum á að útfæra ákvæði um
lok grunnskóla og útskrift í aðal-
námskrá. Hún kemur hins vegar
ekki út í heild fyrr en á næsta ári.
Við inntöku nýrra nemenda síð-
astliðið vor tóku framhaldsskólarnir
mið af skólaeinkunnum.
Ósanngjarnt kerfi
Inntökukerfið þótti ósanngjarnt
og bent var á að grunnskólarnir
hefðu ekki nægan ramma frá
menntamálaráðuneytinu um hvernig
skólaeinkunn skyldi fundin. Þess
vegna væru skólaeinkunnir milli
skóla ekki sambærilegar.
Vinnuhópur á vegum mennta-
málaráðuneytisins mun nú afla
gagna varðandi skólaeinkunnir, að
því er Arnór greinir frá.
„Það verður skoðað hvort þær hafi
mögulega breyst milli ára,“ segir
hann.
Jafnframt verður skoðað um
hvaða skóla nemendur sóttu helst og
hverjir fengu inngöngu. „Það verður
einnig skoðað hvernig þetta dreifist
eftir búsetu. Í framhaldinu verður
skerpt á reglum varðandi innrit-
unina,“ bætir Arnór við.
Nemendur í 10. bekk munu, sam-
kvæmt nýju grunnskólalögunum,
þreyta samræmd könnunarpróf í ís-
lensku, stærðfræði og ensku um
miðjan september.
Ekki stóð til að menntamála-
Innritun í
framhaldsskóla
endurskoðuð
Morgunblaðið/Kristinn
Vinsæll Færri komust að en vildu í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Vinnuhópur skoði einkunnir, val nem-
enda og skóla og dreifingu eftir búsetu
Í HNOTSKURN
»Engin samræmd próf voruhaldin upp úr 10. bekk
grunnskólanna síðastliðið
»Við inntöku nýrra nem-enda síðastliðið vor tóku
framhaldsskólarnir mið af
skólaeinkunnum.
»Nemendur í 10. bekkmunu, samkvæmt nýju
grunnskólalögunum, þreyta
samræmd könnunarpróf í ís-
lensku, stærðfræði og ensku
um miðjan september.
Þórður og Sigvatur
voru feðgar
Ekki var farið rétt með tengsl
Þórðar kakala og Sighvatar Sturlu-
sonar í frétt í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag um róðukross sem af-
hjúpaður var í Skagafirði. Sig-
hvatur var faðir Þórðar kakala, en
ekki frændi eins og sagði í frétt-
inni. Þórður leitaði hefnda eftir Ör-
lygsstaðafund þar sem féllu Sig-
hvatur faðir hans og Sturla bróðir
hans.
LEIÐRÉTT