Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
UPPHAFSTÓNLEIK AR
Vladimir Ashkenazy er stjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fyrstu tónleikum
vetrarins og einleikarinn er Vovka sonur
hans. Feðgarnir koma nú í fyrsta sinn fram
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flytja hina
stórkostlegu Wanderer-fantasíu Schuberts í
útsetningu Liszts þar sem bæði einleikari og
hljómsveit njóta sín til fulls.
Tryggðu þér miða í síma 545-2500 eða
á www.sinfonia.is
04.09.09
„Þegar ég stíg á stjórnandapallinn
líður mér eins og ég sé kominn heim.“
Vladimir Ashkenazy
HAFNAR eru framkvæmdir við
gatnamót Kringlumýrarbrautar,
Laugavegs og Suðurlandsbrautar,
sem miða að því að auka öryggi þar.
Umrædd gatnamót hafa um langa
hríð verið með þeim hættulegustu í
höfuðborginni.
Verkið felst m.a. í því að breyta
umferðarljósastýringu úr þremur
fösum í fjóra á gatnamótunum, líkt
og gert var á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar
fyrir nokkrum árum. Sú fram-
kvæmd heppnaðist mjög vel og slys-
um stórfækkaði í kjölfarið. Sams
konar breyting verður gerð á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar og
Borgartúns. Áætluð verklok eru 1.
nóvember næstkomandi. Fram-
kvæmdirnar koma í kjölfar sam-
komulags Vegagerðarinnar og
Reykjavíkurborgar um ódýrar að-
gerðir til að draga úr umferðar-
töfum og/eða auka öryggi í borginni.
Einkum er um að ræða úrbætur á
fjölförnum gatnamótum ásamt að-
gerðum til að greiða fyrir almenn-
ingssamgöngum, umferð gangandi
og hjólandi vegfaranda ásamt um-
ferðaröryggismálum.
Heildarkostnaður við þessar
framkvæmdir allar er áætlaður um
460 milljónir króna. Þar af er hluti
Vegagerðarinnar áætlaður 320 m.kr
og hluti Reykjavíkurborgar 140
m.kr. sisi@mbl.is
Öryggið aukið
á gatnamótum
Ein hættulegustu gatnamót borgarinnar
Morgunblaðið/Heiddi
Gatnamótin Með því að breyta umferðarljósunum er ætlunin að stórauka
öryggi á gatnamótunum. Talsverðar framkvæmdir eru þessu samfara.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
UTANVEGAAKSTUR er ofbeldi gegn landinu,“
segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
„Við sjáum á verstu dæmunum að hann veldur
nánast óafturkræfum skaða –
rofi sem verður mjög alvarlegt.
Ég held að það sé mikilvægt að
hnykkja á því að utanvegaakst-
ur er bannaður. Náttúran á
ekki skilið að farið sé með hana
með þessum hætti.“
Starfshópur um utanvega-
akstur var skipaður fyrrihluta
ársins 2008. Hann á að vinna á
grunni korta Landmælinga og
gera tillögur um hvaða vegir og
slóðar á miðhálendinu, utan
vegakerfis Vegagerðarinnar, skuli teljast til vega.
Einnig að gera tillögur í samráði við sveitarfélög
um hvaða vegir eða slóðar skuli vera lokaðir til
frambúðar eða tímabundið og hverjir skuli vera
opnir.
Svandís sagði að hópurinn væri búinn að funda
með átta sveitarfélögum af þeim rúmlega tuttugu
sem eiga lögsögu á miðhálendinu. Einnig með
hagsmunasamtökum, m.a. Ferðaklúbbnum 4x4,
Slóðavinum, Samtökum útivistarsamtaka o.fl.
Hrunamannahreppur er eina sveitarfélagið sem
hefur skilað endanlegri tillögu um vegi og slóða
innan sinna marka. Svandís sagði næsta skref að
fá tillögur sveitarfélaga um hvernig tillögur
Hrunamannahrepps verði lögleiddar.
Svandís kvaðst hafa hugleitt hvort innleiða ætti
vottunarkerfi fyrir útgáfu landakorta, sérstaklega
af miðhálendinu. Landmælingar Íslands myndu
þá geta gæðavottað þau landakort sem gerð væru
samkvæmt viðurkenndum skilgreiningum á veg-
um. Svandís nefndi að mikilvægt væri að t.d. bíla-
leigur væru einungis með kort sem sýndu við-
urkennda vegi.
Á Reykjanesi hefur verið unnið að sérstöku
verkefni til að verja viðkvæma náttúru svæðisins.
Í sumar skipaði Svandís átaksteymi með fulltrú-
um frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólk-
vangi, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum,
lögreglunni á Suðurnesjum, Umhverfisstofnun og
Landgræðslunni. Hún sagði hugmyndina þá að út
úr þessari vinnu kæmi sáttmáli allra hlutaðeig-
andi um viðbrögð. „Utanvegaakstur er ekki bara
skemmdarverk. Hann er líka hegðun. Sveitar-
félögin hafa áhuga á að koma að þessu meðal ann-
ars í gegnum æskulýðsstarf. Þau ungmenni sem
taka þátt í utanvegaakstri fái þá útrás fyrir sínar
þrár með öðrum hætti,“ sagði Svandís.
Þá undirrituðu Vegagerðin, tryggingafélög og
bílaleigur nýlega samstarfssamning um gerð og
uppsetningu skilta við helstu hálendisleiðir lands-
ins með fræðslu gegn akstri utan vega.
Utanvegaakstur er skemmdar-
verk og ofbeldi gegn landinu
Umhverfisráðherra hefur hugleitt að taka upp vottun landakorta sem sýna viðurkennda vegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmdarverk Utanvegaakstur hefur víða valdið skemmdum á viðkvæmri náttúru landsins. Sums
staðar eru skemmdirnar varanlegar og annars staðar er landið mörg ár eða áratugi að jafna sig.
Svandís
Svavarsdóttir
Starfshópur á vegum fjár-
málaráðuneytisins, með að-
komu frá iðnaðarráðuneyti og
umhverfisráðuneyti, er að
skoða upptöku umhverfis-
gjalds. Það er í samræmi við
samstarfsyfirlýsingu ríkis-
stjórnarflokkanna.
Svandís Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra sagði ýmsar
leiðir hafa verið reifaðar, m.a.
almenna leið sem felist í
gjaldi á flugmiða, hótelnætur
eða slíkt. Einnig sértæk leið
sem felst í innheimtu gjalds
að tilteknum svæðum.
Svandís sagði að með um-
hverfisgjaldi eignuðumst við
tekjustofn til að hlúa að frið-
lýstum svæðum, ferðamanna-
stöðum og ferðaþjónustu.
„Hugmyndin er að þessi tekju-
stofn renni að einhverju leyti
til friðlýstra svæða og nátt-
úruverndar og svo til innviða
ferðaþjónustunnar á landinu.
Ég vonast til að við sjáum
þetta gerast þegar næsta
sumar. Þá getum við betur
staðið vörð um þessi svæði,“
sagði Svandís.
Umhverfisgjald