Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Skór Leður ökklastígvél 22.990 kr. GS Skór Smáralind. Kate Moss Bolur 4.990 kr. Retro Smáralind og Galleri 17. Gallabuxur Frá Diesel, flottar í haust. 29.990 kr. Retro Smáralind og Galleri 17. Haust 2009 Frá haust- tískusýningu Desquered². Umsjón/Gríma Björg Thorarensen Ljósmyndir/Heiddi Eye dust Flottur litur sem hægt er að nota í bæði náttúrulegt look og dekkri skyggingu. Litur – inka 2.890 kr. Make Up Store. Á óskalistanum Naglalakk Dökkt og flott í haust Litur – jazmine 2.490 kr. Make Up Store. Twin Glossin Litur rasberry. Í túpunni er glært gloss og litur. Þú velur hvað þú vilt hafa mikinn lit með því hvar þú ýtir á túpuna, all- gjör snilld! 2.690 kr. Make Up Store. Daglegt líf 21 „BÖÐLARNIR dunduðu sér við að lita hárið á mér grænt með matarlit og eggjahvítu og settu á mig mask- ara, skrifuðu framan í mig og fleira,“ segir fyrrum MH-busi, en hann var festur við eitt borða á hinum svo- nefnda Matgarði á meðan. Var það gert með því að vefja sterku lím- bandi um hann allan og borðið þann- ig að hann gat sig hvergi hrært. „Þetta voru eldri vinir mínir úr grunnskóla og allt gert í góðu,“ segir businn og lætur vel af vígslunni. Á þessum tíma var nýbúið að banna að líma nýnema við borð en það ku hafa tíðkast nokkuð í MH áður. Einn af skólastjórnendum kom að hinum borðlímda busa og skakkaði leikinn eftir um klukkustund. Businn segist þó hafa beðist undan því að vera leystur. „Þegar hann bar að garði voru stelpurnar í hópnum farnar að hafa sig mikið í frammi og mér, sextán ára krílinu, líkaði það mjög vel,“ segir hann og hlær. Límdur við borð Menntaskólinn á Akureyri hefur störf um miðjan september og er undirbúningur að busavígslunum hafinn. „Þetta verður með hefð- bundnu móti, við höfum það að leiðarljósi að hafa þetta skemmtilegt,“ segir Axel I. Árna- son, formaður skólafélagsins Hugins. Axel segir að undanfarin ár hafi verið reynt að láta af því að niðurlægja busa eins og títt var. Nú sé aðalatriðið að bjóða ný- nema velkomna. Busaréttir eru gamalgróin hefð í MA og verður haldið í þær. Á þeim eru skiptar skoðanir en Axel segir þær verða á góðum nótum. Í busaréttum Inspector scholae Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík, Árni F. Snorrason, segir að þar á bæ sé byggt á þeim hefðum sem skotið hafa rótum í langri sögu skólans. Böðlar efstu bekkjanna munu klæðast tóga-sloppum og tollera nýnema að venju og mað- urinn með ljáinn mun láta sjá sig. „Í busavikunni verðum við svo með létt grín,“ segir inspektor- inn. Meðal annars munu busarnir þurfa að lúta ýmsum reglum, halda sig á vissum svæðum og syngja skólasönginn sé á þá yrt. Enginn verður þó þvingaður til að vera með en flestir vilja taka þátt og láta vígja sig inn. Halda í hefðir „Það er búið að taka fyrir allt þetta gamla, allt ógeðið,“ segir Gunnar Sigfússon, forseti nem- endafélags Framhaldsskólans á Laugum. Nú sé hópefli og skemmtun í hávegum höfð, farið í leiki og fleira. Þetta þykir Gunn- ari góð þróun en hann mátti þola busun af „gamla skólanum“ og þótti það ganga of langt. Nemar á Laugum hafa gjarna verið vígðir í tjörn sem er að finna þar skammt frá. „Fólki er ekki kastað út í, en það hefur verið sagt að það sé hefð fyrir að fólk hoppi út í,“ segir Gunnar. Flestir nýnemar munu taka þessu vel og láta sig gossa. Ekkert ógeð „Í fyrra var vatn leyft og þá var allt á floti,“ segir Lárus J. Björns- son, forseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Matur og allir vökvar hafa nú ver- ið bannaðir í busun í skólanum. „Þetta er samt ekki orðið eins og víða að það er bara tekið í höndina á busunum og þeim gef- in rós,“ segir Lárus og kveður MH-inga halda fast í að busa sína nýnema þó skólastjórnin vilji halda því í lágmarki. „Við reynum að berjast fyrir að fá sem mest fram,“ segir Lárus og segir að busunin fari alltaf siðsamlega fram þó óhjákvæmilega séu svartir sauðir inn á milli. Fá sitt fram Í Verslunarskólanum í Reykjavík var farið í óvissuferð með ný- nema í fyrra og verður það gert á ný í ár. Daníel Takefusa, formað- ur skemmtinefndar, segir stefnt að því að ferðin verði hefð í Verslunarskólanum. „Þau fara í leiki og verða látin gera ýmislegt, bara venjuleg bus- un,“ segir Daníel og kveður grófa busun aldrei hafa viðgengist í skólanum. Áhersla sé lögð á að þjappa nýnemahópnum saman og efla andann. „Við erum að brjóta ísinn, gerum þau svolítið vandræðaleg og þá er það bara búið og þau geta slakað á og skemmt sér saman.“ Ísinn brotinn Framhaldsskólar víða umland taka flestir til starfaum þessar mundir. Eins oghefð er fyrir mega nýnem- ar búast við að vera „boðnir velkomn- ir“ með ýmsum hætti, les busaðir. Það er þó víðast hvar af sem áður var að níðst sé ótæpilega á busagreyjunum. Aðfarirnar eru öllu penni núorðið. Ógeðsdrykkir, þorramatur, matar- leifadýfingar, Reykjavíkurtjörn í glasi, hvers konar niðurlæging og annað miður geðslegt eru siðir sem ekki þykja eiga við í menntastofn- unum siðmenntaðra ríkja. Sitt sýnist hverjum um það en ljóst er að inn- vígsla nýnema hefur tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum og er í stöðugri þróun. Skólarnir aðlaga sig nýjum tímum og hertum reglum á ýmsan hátt. Allt er breytingum háð en á endanum hlýtur að eiga að hafa að leiðarljósi að þegar upp er staðið geti busarnir vaxið úr grasi og litið ánægðir til baka á busadaginn. skulias@mbl.is Enn er böðlast á busagreyjum AÐ VERA „skírður“ upp úr viku-gömlum matarleifum úr mötuneyt- inu, blönduðum saman við lýsi, var ekki draumabyrjun mín í heima- vistarskólanum þar sem ég stund- aði nám á níunda áratugnum,“ segir kona um reynslu sína af busavígslu. Á busadeginum var busunum smalað út í port. „Eftir dýfu í fiski- kar með úldnum mat beið skírn- arathöfn í fornri laug á staðnum.“ Dagurinn hafi þó verið mjög skemmtilegur og eftirminnilegur. „Árið eftir ætlaði ég að hefna mín á busum þess árs en þá var búið að banna matarafgangana og lýsið. Við fengum þess í stað tómata til að grýta í nýnemana. Verst var að tómatarnir voru óþroskaðir og því fengu flestir marbletti í stað lýsisfýlunnar.“ Matarleifar með „dash“ af lýsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.