Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Mótmælt á ný Birgitta Jónsdóttir alþingismaður er á sínum stað á Austurvelli þó að hún sitji núna hinum megin borðs. Í gær var framkallaður
mikill hávaði þegar mótmælt var samþykkt Icesave-samkomulagsins. Birgittu til samlætis var nokkurn veginn þverskurðurinn af þjóðfélaginu.
Eggert
ÖLL efnahagsvanda-
mál okkar Íslendinga
nú um stundir eru af-
leidd af þrem grunn-
vandamálum sem upp
komu í kjölfar hruns-
ins: IceSave-reikning-
unum; stöðu ríkisfjár-
mála og; skuldastöðu
heimila og fyrirtækja.
Það er skuldastaðan
sem er umfjöllunar-
efnið hér. Ef hún er
ekki leyst fer efnahagslífið ekki af
stað og við festumst í vítahring sem
endað getur með allsherjar efna-
hagshruni. Endurreisn bankanna er
ekki möguleg fyrr en gæði lána-
safna bankanna verða það mikil að
vanskil verði „eðlileg“ á ný. Ef léleg
lánasöfn verða stofn eignahliðar
efnahagsreiknings nýju bankanna
sitjum við uppi með ónýta banka.
Betra er heima setið en af stað farið
ef sú yrði raunin. Það er því ekki
einungis heimilum og fyrirtækjum í
hag að skuldir verði leiðréttar. Það
gerir stjórnvöldum kleift að byggja
upp heilbrigt bankakerfi sem þjón-
að getur efnahagslífinu. Jafnframt
verður greiðsluviljanum þannig við-
haldið.
Niðurfærsla lána
Í byrjun október á síðasta ári
komu fram hugmyndir um að krefja
viðskiptabankana um betri veð í
viðskiptum við Seðlabanka Íslands.
Þetta var gert til að tryggja hags-
muni bankans ef illa færi fyrir við-
skiptabönkunum. Hugmyndin var
að fara fram á við
bankana að þeir
skiptu út bankabréf-
um sem þeir höfðu
sett að veði í endur-
hverfum viðskiptum
fyrir íbúðalán. Lánin
yrðu tekin sem veð
með 20% afföllum og
færð inn í Íbúðalána-
sjóð ef allt færi á
versta veg eins og
síðar átti eftir að
koma í ljós. Þegar
vandamál á íbúða-
lánamarkaði kæmu
fram – sem var fyrirsjáanlegt vegna
verðbólgu og gengishruns –væri
hægt að nota afföllin til að koma
heimilum sem lentu í vandræðum
vegna íbúðarlána til hjálpar. Það er
skemmst frá því að segja að hug-
myndinni var því miður hafnað.
Bankabréfin töpuðust (yfir 300
milljarðar) og ekkert var upp á að
hlaupa til að aðstoðaskuldunauta
vegna íbúðarlána.
Í aðdraganda kosninga tóku
framsóknarmenn hugmyndina um
20% niðurfellingu lána upp á arma
sína. Jafnframt skrifaði undirrit-
aður skýrslu sem nefnd var Leið-
réttingin um hagfræðilegar ástæður
þess að aðgerðin væri ekki einungis
skynsamleg heldur væri hún nauð-
synleg til að koma efnahagslífinu af
stað. Skömmu síðar setti sú mæta
kona Lilja Mósesdóttir, þingmaður
vinstri grænna, fram svipaðar hug-
myndir um niðurfærslu lána. Öllum
þessum hugmyndum var um-
svifalaust hafnað af valdhöfunum
sem hugarórum. Nú nýverið setti
Benedikt Jóhannesson trygg-
ingastærðfræðingur fram enn eina
útgáfu af flatri niðurfærslu þar sem
hann stingur upp á að gengislán
verði færð flatt niður um 30% og
verðtryggð lán um 10%.
Í efnahagstillögum okkar sjálf-
stæðismanna sem lagðar voru fram
í formi þingsályktunartillögu 8. júní
síðastliðinn er skuldavandamálið tí-
undað. Þar er sýnt hvernig vanskil
eru að stigmagnast og að brýn þörf
sé að taka strax á vandamálinu. En
eins og áður var hugmyndum um að
rétta heimilunum hjálparhönd um-
svifalaust hafnað.
Svo virðist vera sem valdhafarnir
séu að vakna til meðvitundar ef
marka má fréttaflutning af kúvend-
ingu félagsmálaráðherra í afstöð-
unni til niðurfærslu skulda. Nú ber
svo við að rök sem voru tínd til í
Leiðréttingunni hafa ratað í orða-
forða ráherrans – er það vel. Ráð-
herrann segir nú að fella ætti niður
þann hluta skulda fólks sem það
ræður ekki við að greiða sem er út-
færsla á fyrri hugmyndum.
Aðferðafræði
Ef færa á niður skuldir er mik-
ilvægt að það sé gert eftir gagn-
sæjum skýrum reglum og að jafn-
ræðis sé gætt. Það verður að vera
algjörlega skýrt fyrirfram hvernig
staðið verði að niðurfærslunni
þannig að umræða geti átt sér stað
um kosti og galla hennar. Stjórn-
völd þurfa að útskýra aðgerðina,
hvaða afleiðingar það hefur að leið-
rétta ekki skuldirnar og ná þannig
sátt um aðgerðina fyrirfram. Ef
ekki ríkir sátt verður leiðréttingin
eldiviður fyrir misklíð og deilur um
ókomin ár – nóg er nú samt. Ekki
má gera sömu mistök og í IceSave-
deilunni að láta eins og lands-
mönnum komi hún ekki við eins og
valdhafarnir gerðu fyrst eftir að
skrifað var undir samningana við
Hollendinga og Breta.
Jafnframt er það lykilatriði að
öllum sé ljóst að þetta verði aðeins
gert einu sinni. Þess vegna þarf að-
gerðin að vera vel ígrunduð og hún
má alls ekki ganga of skammt. Af
tvennu illu er betra að ganga of
langt. Allar fjármálakreppur eiga
það sameiginlegt að of lítið er gert
of seint sem dýpkar og lengir þær.
Því miður verður aldrei hægt að
koma öllum til hjálpar en leiðrétt-
ingin verður að vera svo víðtæk að
hefðbundnar afskriftir bankanna
ráði við vandamálin sem eftir
standa.
Í efnahagstillögum okkar sjálf-
stæðismanna er lagt til að mynd-
aður verði þverpólitískur hópur
með fullt rúm allra stjórn-
málaflokka og hagsmunaaðila til að
vinna tillögur að hvernig standa
megi að niðurfærslu skulda. Þetta
var gert af ofangreindum ástæðum
– til að mynda sátt og samstöðu.
Félagsmálaráðherra virðist hafa
gert þau mistök að líta algjörlega
framhjá þessu ráði. Hann skipaði
gæðingana sína í nefnd sem harla
ólíklega mun leiða til þver-
pólitískrar samstöðu og sáttar sem
er svo mikilvæg.Hann er að end-
urtaka IceSave-mistökin.
Kostnaður
En hvaðan koma peningarnir til
að færa niður lánin? Aðgerðina er
hægt að fjármagna með afskriftum
lána sem færð voru á milli gömlu og
nýju bankanna eins og rakið er ýt-
arlega í Leiðréttingunni. Ljóst er
að leiðrétting skulda verður mun
kostnaðarsamari nú en ef hún hefði
verið framkvæmd í vor – þetta er
hinn svokallaði aðgerðaleysiskostn-
aður. Því liggur fyrir að nýju bank-
arnir og ríkissjóður munu þurfa að
taka á sig kostnað. Ef mótbárurnar
verða þær að ekki séu til peningar
fyrir aðgerðinni er ljóst að skiln-
ingur á vandamálinu er ekki enn
fyrir hendi hjá valdhöfunum. Að
bíða og sjá til er ávísun á enn meiri
kostnað. Jafnframt er ekki hægt að
skýla sér bak við AGS eins og alltof
oft er gert þegar taka þarf erfiðar
ákvarðanir – það er fals.
Það gleðilega er að valdhafarnir
virðast vera að losa svefninn. Von-
andi tekst þeim að vakna að fullu og
skynja þann raunveruleika sem ís-
lensk fyrirtæki og heimili standa
frammi fyrir. Fyrr hefst end-
urreisnin ekki.
Eftir Tryggva Þór
Herbertsson » Jafnframt er það
lykilatriði að öllum
sé ljóst að þetta verði
aðeins gert einu sinni.
Þess vegna þarf aðgerð-
in að vera vel ígrunduð
og hún má alls ekki
ganga of skammt. Af
tvennu illu er betra að
ganga of langt. Tryggvi Þór Herbertsson
Höfundur er prófessor í
hagfræði og alþingismaður.
Eru valdhafarnir að losa svefninn?
ÞAÐ VÆRI mikið framfaraspor ef ný-
skipaður seðlabankastjóri leiddi vaxta-
ákvörðunarnefnd Seðlabankans í að lækka
stýrivexti og innlánsvexti bankans niður
fyrir 4%.
Ávinningur fyrir hagkerfið:
Lækkun vaxta er einfaldasta og sann-
gjarnasta leiðin til þess að rétta við hag
þeirra sem skulda. Lækkun vaxta auðveld-
ar fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkinu
að ná endum saman. Lækkun vaxta hvetur
sparifjáreigendur til þess að virkja fjár-
magn sitt fremur til fjárfestinga í atvinnu-
rekstri. Áhrif vaxtalækkunar við núverandi
aðstæður á verðbólgu og gengi krónunnar
eru þó nokkuð önnur en við hefðbundnar
aðstæður:
Verðbólgan sem mælist hérlendis á ekki
rætur að rekja til þenslu í hagkerfinu.
Verðbólgan stafar af lækkun gengis krón-
unnar og auknum álögum ríkisins. Lækkun
vaxta mun því ekki auka á verðbólgu, en
mögulega draga úr henni. Vegna gjaldeyr-
ishaftanna hefur vaxtastig óveruleg áhrif á
gengi íslensku krónunnar. Það er fremur
að háir vextir leiði til aukins halla á þátta-
tekjum vegna vaxtagreiðslna til erlendra
fjárfesta sem festust inni með krónur í
vaxtamunarviðskiptum á síðasta ári og háir
vextir stuðli því að veikingu krónunnar,
frekar en styrkingu. Vegna skorts á er-
lendu lánsfjármagni á komandi árum munu
skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja í
auknum mælum færast úr erlendum gjald-
miðlum yfir í óverðtryggðar íslenskar
krónur – það verður óumflýjanlegt við end-
urfjármögnun lána. Við það verða stýri-
vextir Seðlabankans mun áhrifameira tæki
til stýringar peningastefnu en verið hefur
mörg undanfarin ár. Seðlabankinn þarf að
vinna að því að svo geti orðið, fremur en að
vinna gegn því, eins og vaxtastefna bank-
ans hefur gert undanfarna mánuði.
Erlendur Magnússon
Lækkum
vexti niður
fyrir 4%
Höfundur er framkvæmdastjóri.