Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 31
ömmusystur að Melum í Melasveit,
hann kunni vel við sig þar. Á þess-
um tíma fengum við einnig að fara
til Bretlands, til Lóu frænku. Þetta
þóttu fréttir og kom grein í Morg-
unblaðinu með mynd, þar sem við
vorum bara tveir og pössuðum hvor
annan. Þetta var með gamla Gull-
faxa. Það var talað um í greininni
að tveir lifandi póstbögglar hafi
verið sendir til London, við vorum
nefnilega merktir með heimilisfangi
og símanúmeri Lóu frænku. Mörg-
um árum seinna komst Nonni á
samning hjá Loftleiðum í flugvirkj-
un til Tulsa í Oklahoma, þar var
hann við nám í að mig minnir í tvö
ár. Kom síðan heim og starfaði hjá
Loftleiðum. Nú var hann líka orð-
inn einkaflugmaður. Á þessum tíma
þótti það ekkert tiltökumál að lenda
á túnum, melum eða jafnvel vegum.
Nonni eignaðist síðan eigin flugvél
sem hann seldi síðar og er ein af
gullmolum flugflotans. Eitt sinn var
hann á flugvélinni sinni uppi á
Sandskeiði og varð eitthvað svang-
ur, svo hann skaust á vélinni upp að
Litlu kaffistofunni, lenti þar á
hlaðinu, skaust inn og fékk sér eina
með öllu og kók. Nonni stundaði
mikið sportflug, hann tók þátt í Ís-
landsmóti í vélflugi og vann, hann
fór líka á Norðurlandamót í Dan-
mörku 1973.
Fáum árum áður kynntust þau
Hedy Kues, finnsk flugfreyja hjá
Loftleiðum og urðu fljótt mjög sam-
rýnd og ástfangin, þau giftust í júlí
1969. 1970 eignuðust þau dótturina
Larissu sem var alltaf augasteinn
föður síns. 1973 veiktist Hedy illi-
lega og 18. september eftir stutta
sjúkralegu andaðist hún, Larissa þá
aðeins þriggja ára og Nonni og
Hedy höfðu aðeins verið gift í fjög-
ur ár. Þetta var mikið áfall fyrir
Nonna og ég held að hann hafi aldr-
ei náð sér til fulls.
Ég gæti trúað að Nonni væri
fyrsti Íslendingurinn sem eignast
tveggja hreyfla flugvél einungis til
einkanota. Hann flaug þessari vél í
nokkur ár og endaði með að fljúga
henni til Bandaríkjanna þar sem
hann seldi hana. Nonni hélt áfram
að vinna hjá Flugleiðum sem flug-
vélstjóri og í ýmsum sérverkefnum,
einnig hjá öðrum flugfélögum eins
og Icecargo, German cargo og síð-
ast sem yfirflugvélstjóri og flug-
maður hjá bandarísku flugfélagi
með höfuðstöðvar í Flórída. Við
vorum alltaf í góðu sambandi á
tölvu eða síma og þegar ég talaði
við hann var hann alltaf svo bjart-
sýnn og hress. Þegar ég talaði við
hann um áramótin síðustu sagði
hann mér að hann væri kominn
með hækjur, en það væri allt í lagi,
hann mundi losna við þær með vor-
inu, þegar ég svo hringdi í vor sagði
hann mér að hann væri laus við
hækjurnar en í stað kominn í hjóla-
stól. Hann sagðist engar áhyggjur
hafa af því, hann mundi losna við
stólinn með haustinu. Það var líka
rétt hjá Nonna frænda.
Elsku Larissa og Maja, innilegar
samúðarkveðjur,
Hafliði.
Nú þegar við kveðjum Jón E.B.
koma margar góðar minningar upp
í huga mér. Ég kynntist honum um
það leyti þegar ég byrjaði að fljúga
1965 og hefur kunningsskapur sem
síðan varð að vináttu haldist alla tíð
síðan.
Jón E.B. var mjög liðtækur flug-
maður. Hann byrjaði í svifflugi og
fór síðan í vélflug. Varð hann t.d.
tvisvar sinnum Íslandsmeistari í
vélflugi og fór hann til Finnlands,
Noregs og Danmerkur til að taka
þátt í Norðurlandamóti í vélflugi
fyrir hönd Íslands.
Við unnum nokkur ár saman á
DC-8, síðast í 2 ár hjá German
Cargo (Lufthansa) og á ég margar
góðar minningar frá þeim árum.
Jón vann mikið fyrir grasrót flugs-
ins og átti hann meðal annars flug-
vélina TF-JON, sem við fórum sam-
an á margar skemmtilegar
flugferðir um Ísland. Með þessum
fátæklegum orðum vil ég kveðja vin
minn Jón E.B. og þakka honum
fyrir samveruna. Larissu og öðrum
ættingjum votta ég samúð mína.
Otto Tynes.
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
✝ Þorbjörg LiljaJónsdóttir fæddist
í Stykkishólmi 10.
september 1923. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Víðinesi
18. ágúst 2009. For-
eldrar hennar voru
Jón Jóhannes Lár-
usson skipstjóri, fædd-
ur í Stykkishólmi og
Björnína Sigurð-
ardóttir, fædd á Hara-
stöðum á Fellsströnd í
Dalasýslu. Eignuðust
þau 10 börn og var
Þorbjörg Lilja yngst systkina sinna.
Þau eru nú öll látin.
Þorbjörg Lilja giftist Stefáni Jóns-
syni, múrarameistara frá Vatnsholti
í Staðarsveit, f. 6. júní 1918, d. 13.
september 1995. Þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru: 1) Jón Lárus
Hólm, fyrrum héraðsráðunautur, nú
bóndi og lögg. fasteignasali á Gljúfri
í Ölfusi, f. 21. desember 1945, maki
Rósa Signý Finnsdóttir, kennari frá
Eskiholti í Borgarfirði. Börn þeirra
eru 3 og barnabörn 8. 2) Nína Ás-
laug, verslunarmaður
á Akranesi, f. 14. des-
ember 1946, maki
Daníel Daníelsson,
verktaki og verslunar-
maður, frá Vogatungu
í Leirársveit. Börn
þeirra eru 3, barna-
börn 9 og barna-
barnabörn 2. 3) Rann-
veig Margrét, nemi í
viðskiptalögfræði við
Háskólann á Bifröst, f.
30. júní 1955. Börn
hennar eru 5 og
barnabörn 7. 4)
Drengur er lést í fæðingu árið 1961.
5) Bergur Viðar, sérfræðingur í lyf-
lækningum og læknir í Gautaborg í
Svíþjóð, f. 5. maí 1963, maki Ingi-
björg Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari
frá Akureyri. Börn þeirra eru 3.
Þorbjörg Lilja bjó síðustu árin í
þjónustuíbúð fyrir aldraða á Skúla-
götu 40 í Reykjavík og í rúmt ár á
hjúkrunarheimilinu Víðinesi.
Útför Þorbjargar Lilju fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 28. ágúst, og
hefst athöfnin kl. 13.
Fæðing barns er mikill viðburður og
tenging móður og afkvæmis sterk. Í
ólgusjó lífsins getur þessi taug skadd-
ast eða rofnað en styrkleikinn er mikill
og oftast helst taugin ósködduð. Svo er
um taug okkar móður minnar, Þor-
bjargar Lilju Jónsdóttur, sem jarðsett
er í dag. Hún var af alþýðufólki komin,
missti föður sinn ung og ólst upp í
stórum systkinahópi í Stykkishólmi,
sem stjórnað var af móður hennar,
Björnínu Sigurðardóttur. Sú kona,
amma mín, var ekki bara fögur ásýnd-
um, heldur einnig göfug í andanum, út-
sjónarsöm athafnakona og hafði heil-
ræði til handa börnum sínum sem að
minnsta kosti voru móður minni hug-
leikin allt til dauðadags.
Móðir mín var mikil húsmóðir þar
sem smekkvísi og hreinlæti voru að-
alsmerki ásamt því að ótvírætt var að
hún réð ríkjum á sínu heimili. Matseld
hafði hún yndi af og naut viðurkenn-
ingar á því sviði. Móðir mín var falleg
kona, bæði að útliti og innræti. Hún
var félagsvera, hafði gaman af dansi og
hvers kyns skemmtan í góðra vina
hópi. Hún var söngelsk og kunni mikið
af ýmsum söngtextum og vísum sem
hún fór gjarnan með fyrir sína nán-
ustu.
Mamma hafði gaman af hvers kyns
hannyrðum. Hún var trúuð kona og fór
ekki leynt með trúariðkun sína. Hún
hafði sterka lífssýn og skoðanir á
mönnum og málefnum en fór gætilega
með. Hún lagði mikla áherslu á sjálfs-
björg og vitnaði þá til mömmu sinnar.
Hugsanlega fyrir þau áhrif var
mamma afar stolt kona og þáði helst
ekki aðstoð annarra. Þessa gætti mjög
þegar ellin færðist yfir. Þá var erfitt að
bjóða aðstoð. Hún vildi sjá um sig sjálf
og gerði það af mikilli þrautseigju,
raunar lengur en getan bauð.
Að lokum lét hún undan og þáði
dvöl á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
þar sem hún naut góðrar aðhlynning-
ar á allan hátt hjá góðu starfsfólki.
Það er gott að móðir mín hefur fengið
þá hvíld sem hún þráði. Eftir stendur
slitinn strengur kærrar móður og
sonar, dulin taug sem rofnar, en er
samt heil í andanum þar sem minn-
ingin lifir og tengir saman ást, um-
hyggju og vonina um endurfund.
Jón Hólm Stefánsson.
Tíminn líður trúðu mér
taktu maður vara á þér.
Heimurinn er sem hála gler
hugsaðu um hvað á eftir fer.
(Höf. ók.)
Þessa vísu fór hún mamma mín
alltaf með þegar ég kom til hennar og
mun hún alltaf minna mig á hana.
Nú ert þú búin að fá hvíldina sem
þú varst búin að biðja um. Mörg
minningabrot koma í hugann eins og
t.d. frá Vatnsholti, skola þvottinn í
læknum á sumrin, veiða og tína ber
og skauta á ísnum um vetur, hekla,
prjóna, sauma og allar góðu stund-
irnar hjá ömmu í Stykkishólmi. Já
mikið var hlegið og mikið var gaman,
það er svo margs að minnast og
sakna.
Ég vil þakka starfsfólkinu í Víði-
nesi fyrir frábæra umönnun, mamma
var alltaf svo fín og hárið vel lagt, en
það skipti hana miklu máli og hjálpaði
henni að halda reisn sinni.
Ástvinir allir nú saman hér stöndum
og leitum að styrk kæri Drottinn til þín.
Trú á þig bindi oss fastari böndum
nú að huggun í harmi við leitum til þín.
Á kveðjustund við erum hér
kæru vinir, frændur og frænkur.
Lífið kemur og lífið fer
en öll við hittumst um síðir aftur.
Nú kveðjum við þig kæra vina,
sem á förum ert í burtu hér.
En nú hittir þú alla ættmennina
sem farnir eru á undan þér.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði elsku mamma mín, þín
dóttir
Nína Áslaug.
Komið er að leiðarlokum mamma
mín. Nú ert þú ert leyst þrautunum
frá. Þú ert farin á betri stað, stað sem
þú hafðir þráð svo lengi að komast á.
Það er gott að hafa getið verið hjá þér
síðustu klukkustundir lífs þíns hér, að
eiga minninguna um síðasta andvarp-
ið þitt, þá stund sem þú fórst til þíns
uppruna. Oft kallaðir þú „Jesús, því
fæ ég ekki að koma til þín“? nú ertu
hjá Honum.
Margs er að minnast, og skýrastar
eru minningarnar frá Vatnsholti. Þar
komu margir og alltaf var til matur og
húsnæði fyrir alla. Þú varst einstak-
lega góð í matargerð, sama hvað þú
matreiddir, allt var svo gott og flott,
alltaf var eins og um stórveislu væri
að ræða. Allt sem þú barst fram á
borð var skreytt og steikti silungur-
inn sem skreyttur var með tómötum
og gúrkum var flottur, því í þá daga
var ekki mikið um að maturinn væri
skreyttur en þú sagðir alltaf „þetta á
að vera eins og hjá kónginum“. Í
Vatnsholti var nóg af laxi og silungi
sem þú matreiddir á svo ótal marga
vegu og gott var að fá þessa fæðu í
barnskroppinn, svo ég tali nú ekki um
öll eggin sem maður fékk. Það að fá
að alast upp með ykkur pabba í kirkj-
unni að Staðarstað, vera með ykkur á
öllum kóræfingunum og messunum
eru forréttindi, enda voru sálmarnir
og messusvörin mér í fersku minni
þegar ég fór sjálf að syngja og starfa
á þessum vettvangi.
Skýr er minningin um aðfanga-
dagskvöld í Vatnsholti, við pabbi sát-
um saman inni í stofu og sungum með
útvarpinu og framan úr eldhúsi barst
til okkar þín fallega söngrödd. Það
kemur einnig upp í huga minn minn-
ingin um dvöl „frænku“, sem „eign-
aðist“ mig, alnöfnu, sjötug að aldri.
Hún lést á heimili okkar þegar ég var
unglingur. Þú annaðist hana þar til
yfir lauk og hún skildi við í rúminu
mínu og var kistulögð í mínu her-
bergi. Með ykkur tókst mikil vinátta
og mikill kærleikur og nú færðu að
hvíla við hlið hennar, eins og þú hafðir
óskað þér.
Þú varst einstaklega góð og mikil
húsmóðir og vildir alltaf hafa allt svo
fínt í hringum þig. Þú vildir ávallt
vera svo fallega til höfð og aldrei var
annað að sjá í þínu fari. Mikill dans-
unnandi varstu og þóttir eftirsóttur
dansfélagi. Svo lögðust veikindi yfir
og þú aflagðir þessa tómstundaiðju en
þú hélst áfram að hekla og prjóna, þó
það hafi einnig aflagst síðustu árin.
Dvöl þín á hjúkrunarheimilinu Víð-
inesi var góð og hugsað um þig með
einstaklega mikilli natni sem og alla
þá sem þar dvelja, umhugsun í alla
staði til fyrirmyndar. Þar var dúllað
við þig og þú fórst í snyrtingu, klipp-
ingu og hárlagningu, þú varst fín og
flott, í tískufötum, eins og þú vildir
ávallt vera.
Hjúkrunarfólki, læknum og öðru
starfsfólki Víðiness vil ég færa mínar
kærustu þakkir fyrir alla umönn-
unina.
Guð þig geymi mamma mín og ég
veit að þú hvílir í friði í faðmi Hans.
Þín dóttir,
Rannveig Margrét Stefánsdóttir.
Elsku amma, nú hefur þú kvatt
þennan heim, og ég er viss um að þinn
stóri systkinahópur, foreldrar, litli
drengurinn þinn, sem þú misstir í
fæðingu og fleiri hafa tekið vel á móti
þér á nýjum stað. Þú varst mjög stolt,
sjálfstæð og dugleg kona með mikinn
húmor og sterkar skoðanir, þú vaktir
allstaðar athygli, þar sem þú fórst,
fyrir smekklegt útlit og framkonu, þú
hafðir svo fallega útgeislun. Ég man
þegar ég var barn og við vorum að
koma í heimsókn til Reykjavíkur, þá
komum við stundum til þín í Sunda-
höfn þar sem þú varst að vinna í
mötuneytinu. Þá gafstu okkur eitt-
hvað gott og þó þú værir í vinnuslopp
varstu samt svo glæsileg. Þú varst
mikil húsmóðir og varst alltaf svo
stolt af heimilinu þínu, sem var mjög
smekklegt. Ég man þegar við systk-
inin vorum börn vorum við stundum
að reyna að finna ryk hjá þér, en það
tókst aldrei. Þegar ég bjó einn vetur í
Reykjavík og var að vinna á Lauga-
veginum og þú varst flutt á Skúlagöt-
una, þá komstu svo oft með nýsmurða
samloku til mín í hádeginu, og það
voru sko alvöru samlokur með ýmsu
góðgæti, sem ég hefði aldrei látið mér
detta í hug að setja á samloku, en þú
hafðir einstakt lag á að láta þær
smakkast eins og sælgæti. Svo
bauðstu mér oft í steiktan fisk í kvöld-
mat, en þú áttir þér einhver leyni-
númer í sambandi við að steikja fisk.
Þú varst mikið fyrir hannyrðir og
varst ýmist að prjóna eða hekla. Ég
naut oft góðs af því t.d. þegar þú
komst með flottan trefil í vinnuna til
mín, þegar kalt var í veðri.
Við spjölluðum oft um heima og
geima, þegar ég kom í fiskveislurnar
hjá þér. Þú hafðir mjög ákveðnar
skoðanir á ýmsum málum. Ég man að
þú varst mjög ákveðin, þegar þú tal-
aðir um að það versta í mannkyninu
væri öfund og afbrýðisemi. Ég held
að það sé mikið til í því hjá þér. Þú
varst mikil félagsvera og hafðir gam-
an af því að fara út að dansa og fleira,
en þegar elli kerling fór að sækja á
þig, fórstu að einangra þig og vildir
ekki fara út á meðal fólks, af því þér
fannst þú ekki vera nógu fín. Þú varst
svo stolt, að þú vildir ekki fá neina að-
stoð, og þú varst mjög dugleg að vera
ein í íbúðinni þinni á Skúlagötunni,
sem þér þótti svo vænt um. En fyrir
rúmu ári varðstu að láta í minni pok-
ann og þú fékkst pláss í Víðinesi, þar
sem var hugsað mjög vel um þig, en
þér hrakaði fljótt eftir að þú komst
þangað. Ég held að þér líði betur
núna, það átti ekki við þig að geta ekki
hugsað um þig sjálf. Þú varst mikil
barnagæla. Við systurnar eigum báð-
ar fjögur börn og þó þú værir stund-
um léleg, þegar við komum til þín, þá
lifnaði alltaf yfir þér þegar þú sást
börnin. Ég vil enda þessi minningar-
orð á vísu, sem þú fórst svo oft með og
er svo mikið til í. Þó þú værir farin að
missa minnið mikið, þá mundirðu allt-
af þessa vísu:
Tíminn líður trúðu mér
taktu maður vara á þér.
Heimurinn er sem hála gler
hugsaðu um það, sem á eftir fer.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði elsku amma.
Helga María Jónsdóttir.
Okkur fannst alltaf gaman að koma
til ömmu, hún var svo góð við okkur,
fyndin og skemmtileg. Hún var oft að
kenna okkur vísur, syngja og að grín-
ast í okkur. Það var skemmtilegt að
koma til ömmu á Skúlagötuna, fá lán-
aðan kíkinn og horfa á skútur og
skemmtiferðaskipin koma inn höfn-
ina.
Hún var „bleikasjúk“ og var alltaf
svo fín í bleiku fötunum sínum. Það
var gaman þegar hún setti litla páska-
unga og jólasveina í blómapotta og
undir borð hjá sér og sagði svo: „Hvað
er nú þarna?“
Við söknum hennar mjög mikið og
vonum að henni líði vel núna.
Magnús Baldvin, Jón Lárus,
Signý Ólöf og Stefán Gunngeir.
Nú þegar haustar að hefur hún
amma mín endað ævi sína. Hugur
minn er fullur af góðum minningum
og er ég afskaplega þakklát fyrir að
eiga þær. Þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast henni svona vel og fyrir
allar góðu stundirnar með henni.
Amma var alltaf mjög virðuleg kona,
vel til höfð og fín og heimilið hennar
snyrtilegt og hvergi drasl að sjá. Hún
átti það til að vera með góðlátlegt
grín, lét fólk „heyra það“ eins og hún
orðaði það, skrifaði „svín“ ef hún sá
ryk í hillum og sagðist fara oftar út að
dansa en við unglingarnir.
Það var alltaf gaman að heimsækja
ömmu og fórum við Stebbi oft með
krakkana til hennar á Skúlagötuna.
Hún hafði hressilegt viðhorf til lífsins
og vildi okkur alltaf vel. Krakkarnir
hændust að henni og hún sýndi þeim
hlýju, kenndi þeim vísur og gantaðist
í þeim. Ef hana var farið að lengja eft-
ir okkur hringdi hún gjarnan og
spurði: „Eruð þið lifandi?“ Þannig var
amma, alltaf með þennan skemmti-
lega húmor sem hún glataði aldrei.
Þótt ég viti að amma sé hvíldinni
fegin hefði ég gjarnan viljað hafa
hana lengur hjá okkur. En minning
um góða manneskju lifir áfram og
hverfur aldrei úr huga okkar sem eft-
ir standa.
Hvíl í friði, elsku amma.
Þín nafna
Þorbjörg Lilja.
Elsku amma, nú þegar komið er að
kveðjustund langar mig til að þakka
þér fyrir allt sem þú gafst mér. Allar
góðu samverustundirnar sem við átt-
um saman eru ómetanlegar og margt
sem rifjast upp. Þú varst alltaf svo fín
og flott og ekki kölluðum við þig
Bobbu bleiku út af engu. Við vorum
góðar vinkonur og þú varst svo
skemmtileg kona, alltaf með svörin á
reiðum höndum. Það var svo gaman
að fá að heimsækja þig og afa til
Reykjavíkur þegar ég var krakki, ég
fékk t.d. að koma með ykkur hringinn
í kringum landið og líka í Viðeyjar-
ferð. Þegar ég var með elstu dóttur
mína veika í Reykjavík fékk ég að
vera hjá þér og þá höfðum við það
kósí á kvöldin með handavinnuna
okkar en þú varst mikil hannyrða-
kona og kenndir mér mikið. Síðustu
árin voru þér erfið en þú hafðir það nú
gott á Víðinesi þar sem hugsað var vel
um þig.
Hvíl í friði, elsku amma mín, og
þakka þér fyrir allar minningarnar
sem ég á um þig.
Þín
Anna Lilja.
Þorbjörg Lilja
Jónsdóttir
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista