Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. Hljóðfæri Til sölu Rippen píanó H. 115 sm, br. 145 sm, d. 57 sm. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 822 0558. Dúndurtilboð Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 1/2 stærð kr. 7.900. Full stærð kr. 12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr. 12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá kr. 34.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Trommusett kr.69.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Húsnæði óskast Atvinnuhúsnæði Fellihýsi - Hjólhýsi - Tjaldvagnar. Tökum til geymslu fellihýsi, hjólhýsi,tjaldvagna og húsbíla. Engin stærðartakmörk. Leigutími september til 15. maí. Upphitað fyrsta flokks húsnæði í hjarta Reykjavíkur. Uppl. í símum: 544-5466 og 893-1162. Bílskúr Bílskúr til leigu í Hvassaleiti Góður 22 fm bílskúr til leigu í Hvassa- leiti. Langtímaleiga. Kalt vatn og rafmagn fylgir. Sími 617 6330. Sumarhús Sumarhúsalóðir í Kjósinni Til sölu eignarlóðir Möðruvöllum 1 (Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í símum 561 6521 og 892 1938. Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 km frá Rvk. í stærðunum 0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til gróðursetningar og er með fallega fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja fasa rafmagn að lóðarmörkum, til afhendingar strax, hagstætt verð og góð kjör. Verið velkomin. Hlynur í síma 824 3040. www.kilhraunlodir.is Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. Minniborgir.is Opið hús nk. laugardag frá kl. 13.00-17.00 í Minniborgum Grímsnesi. Kíktu í kaffi til okkar og skoðaðu aðstöðuna hjá okkur. Leiktæki o.fl. fyrir börnin. Minniborgir.is Spennandi gisting á góðum stað. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum til sölu. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám Windows Server 2008 Administrator nám hefst 14.9. Verð kr. 229.000 fyrir 341 st. nám. Upplýs. og skráning á www.raf.is og í síma 863 2186. Rafiðnaðarskólinn. Til sölu Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Strax Laugarvatni, Strax Mývatni, Strax Seyðisfirði, Strax Flúðum, Úrval Selfossi, Úrval Egils- stöðum, Hyrnan Borgarnesi, Strax Búðardal. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir Óska eftir eftir að kaupa færanlegan söluvagn, og einnig tvö stykki candy flos vélar. Uppl. gefur: jón s. 661 3700. Píanó óskast Verður að vera gæðavara, helst með silent - búnaði. Upplýsingar í síma: 862 -2291. KAUPUM GULL Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Ýmislegt Teg. 7273 - léttfylltur í BC-skálum á kr. 3.950,- rosalega flottar boxer bux- ur í stíl á kr. 1.950. Teg. 6579 - mjög fallegur í CDE- skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nýi Freemans-listinn kominn Haust- og vetrarlisti Freemans er kominn. Listinn er yfir 1000 bls. með nýjustu tískuna frá London. Góð verð. Pantið eintak í síma 565-3900 eða www.freemans.is Mjög vandaðir og fínir dömuskór úr leðri, lakkaðir. Stærðir: 36-41. Litur: Svart lakk. Verð 8.300.- Mjúkar og þægilegar leðurmokkasíur á lágum hæl. Stærðir: 36-40. Litur: Svart. Verð 10.950.- Mjúkar og þægilegar leðurmokkasíur með gúmmísóla. Stærðir: 36-41. Litur: Svart. Verð 11.950.- Vandaðir og þægilegir götuskór úr leðri með gúmmísóla og höggdeyfi í hæl. Stærðir 36-41. Litur: Svart. Verð 8.875.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vélar & tæki Vélaleiga og hellulagnir Traktorsgrafa, minigrafa og vörubíll. Hellulagnir, drenlagnir og jarðvegs- skipti. Margra ára reynsla og vönduð vinnubrögð. Mr vélar, símar 698 1710 og 616 1170. Bátar Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Slöngubátur til sölu Splunkunýr 10 manna slöngubátur til sölu, ca. 5,7 m langur, 10 manna, frá- bær í ferðaþjónustu. Ath. samskonar bátur og á mynd. Uppl. s: 661 0988. Bílar Til sölu Cadillac Seville Árg. 1998, ek. 145 þús., 4 dyra, sjálfskiptur, leður, sóllúga, rafmagn í sætum, rúðum og speglum. Sumar- dekk og vetrardekk á felgum. Verð 1 millj. eða tilboð. Upplýsingar í síma 897 2519. Bílaþjónusta Bón og þvottur, Vatnagörðum 16, sími 445 9090 Bón & þvottur. Gerir meira en að þvo og bóna bílinn þinn, djúphreinsa og nánast hvað sem þú biður um. Við lagfærum bíla fyrir skoðun og skilum þeim nýskoðuðum heim til þín. Fram- kvæmum einnig smærri viðgerðir. Bjóðum einnig fyrirtækjum upp á nætur- eða helgarþjónustu - ódýr og góð þjónusta. www.bonogtvottur.is sími 445-9090, gsm 615-4090. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. ✝ Bryndís HersirLund fæddist á Skólavörðustíg 23 í Reykjavík 23. sept- ember 1927 og ólst upp í bænum. Hún lést í Noregi sunnu- dagskvöldið 23. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur B. Hersir bakarameistari, f. 19. júlí 1894, d. 7. júlí 1971, og Helga Emilía Hersir, f. Pedersen, frá Thurø í Dan- mörku, f. 16. júní 1896, d. 24. júlí 1956. Systur Bryndísar eru Ása Hersir Eriksen og Sigríður Ødeg- ård, báðar látnar og búsettar lengst af í Noregi, tvíburasystirin Halla Hersir, látin, en yngst er Unnur María Hers- ir, til heimilis í Reykjavík. Hálfbróðir þeirra og samfeðra var Sigurþór Hersir, látinn. Bryndís bjó í Nor- egi frá árinu 1950, lengst af í Skien. Hún var gift Rolf Lund og eignuðust þau tvö börn, Berit og Öistein sem áttu sitt hvora dótturina, Sunniva og Liv. Liv á tvö börn, Tomas og Lina þannig að barna- barnabörnin eru tvö. Útför Bryndísar fer fram frá Gimsøy kirkju í Skien í dag, 28. ágúst, klukkan 12.30. Í dag er kvödd í Skien í Noregi Bryndís Hersir Lund, oftast bara kölluð Binna, tæplega 82 ára. Hún ólst upp í Reykjavík, dóttir Guð- mundar bakarameistara og Helgu konu hans. Í Reykjavík var Binna í vist meðal annars hjá Stefáni Bjarnasyni og Þóreyju Þórðardótt- ur og hélst vinátta milli fjölskyldna þeirra. Einnig vann hún í Mjólk- ursamsölunni. Árið 1948 hélt hún til Danmerkur ásamt Unni, eftirlif- andi systur sinni, á heimaslóðir Helgu móður þeirra. Þar unnu þær systurnar ýmis störf í Hellerup, nærri Kaupmannahöfn, en árið 1950 fór Binna til Noregs. Eldri systur hennar tvær, Ása og Sigríð- ur, höfðu flust búferlum til Noregs og gifst þar norskum mönnum í kjölfar stríðsins og vildi hún vera nærri þeim a.m.k. um stundarsak- ir. Þetta varð til þess að Binna settist að í Porsgrunn og vann í verksmiðju sem framleiddi tölur og smellur úr málmi. Þar kynntist hún manni sínum Rolf Lund, flutti til nágrannabæjarins Skien og stofn- aði fjölskyldu. Þegar afkomendurn- ir Öistein og Berit voru vaxin úr grasi vann Binna við þrif í heima- húsum. Eftir að Binna hleypti heimdrag- anum 1948 kom hún aðeins þrisvar til Íslands. Það var ekki algengt og í raun stórmál fyrir alþýðu manna að ferðast á milli landa langt fram eftir síðustu öld. Það kom okkur oft á óvart að hún skyldi skrifa og tala nær lýtalausa íslensku. Það var skrifað milli landa til systkina og vinafólks á Íslandi um jól og páska, á afmælum og við öll merki- leg tímamót. Við systkinabörnin furðuðum okkur oft á því að það var eins og allt sem máli skipti væri vitað yfir hafið, þótt einungis væri stuðst við sendibréf. Flest okkar systkinabarnanna komum í heimsókn til fjölskyldnanna þriggja í Noregi og fengum höfðinglegar móttökur. Nú hefur síðasta systirin kvatt okkur en við eigum öll fal- legar minningar um fjölskrúðugt líf og skemmtilegar sögur. Þar lék Binna stórt hlutverk og ekki hvað síst börn hennar og barnabörn, sem eru frændrækin, fróðleiksfús og höfðingjar. Unnur systir Binnu vill að vitað sé að systir hennar var liðleg, barngóð og samviskusöm. Undir það tökum við hin. Það var líf og fjör þar sem Binna var, en jafnframt væntumþykja, nærgætni og tillitssemi. Fjölskyldan hafði ekki bara áhuga á sjálfri sér heldur líka vinum og kunningjum og öllu umhverfinu í kring. Um leið og við kveðjum kæra systur og frænku sendum við sam- úðarkveðjur til barna og barna- barna. Með saknaðarkveðju til Noregs. Unnur og systkinabörn Binnu á Íslandi. Bryndís Hersir Lund

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.