Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 40

Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 40
40 Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Tíunda mynd Pixar-manna,hin tölvuteiknaða Up, erfrumsýnd hérlendis í dag, rúmum þremur mánuðum eftir að ég sá hana á Cannes. Og líklega skipta þessir rúmu þrír mánuðir öllu máli ef marka má myndina. Myndin fjallar um þybbinn skáta- dreng sem heimsækir gamlingja nokkurn í þann mund sem hús þess gamla fer á flug, bókstaflega. Það er langt á milli rómantíska fýlupokans Carls Fredricksens, sem er 78 ára og pattaralega skátadrengsins Russells, sem er átta ára. En myndin fjallar í raun fyrst og fremst um þennan tíma sem er á milli þeirra.    Þeim tíma eru gerð skil í atriðisem er ekki nema kannski fimm mínútur eða svo, snemma í myndinni, en þar er sjötíu árum þjappað saman í eina stórfenglega þögla senu sem nær að krystalla heila mannsævi orðlaust, ævi fulla af gleði en ekki síður brostnum draumum. Brostnu draumarnir ríma örugglega ágætlega við ófáa íslenska drauma samtíðarinnar, draumarnir bresta nefnilega flest- ir á sama hátt. Eitthvað óvænt gerist og það þarf að brjóta söfn- unarkrúsina upp á ný (Fredrick- sen-hjónin höfðu þó vit á að geyma spariféð ekki í banka), draumar Fredricksen áttu sér flestir stað fyrir tíma yfirdrátt- arins.    Og þótt megnið af myndinnieigi sér stað eftir þessa senu þá litar hún hana alla, þessa brostnu drauma má alltaf lesa í hrukkunum á andliti Fredricksen. Þetta er nefnilega alls ekki barna- mynd, heldur einhver forvitnileg- asta mynd um ellina og það að eldast og hrörna sem lengi hefur sést. Gamli skröggurinn með gull- hjartað er vissulega klassískur karakter í barnamyndum, en örlög hans eru þó venjulega aukaatriði, þau eru sjaldnast í forgrunni. Hér er það skátadrengurinn Russell sem er í aukahlutverki, aðeins minning um æskuna fyrir von- brigðin.    Þetta er saga um drauma,brostna drauma sem fölna, vissulega, en líka draumana sem við lifðum án þess að taka eftir því. Og loks ekki síður það óhugn- anlega augnablik þegar okkar eig- in draumur rætist loks, aðeins til þess að komast að því hvað draumar eru hættulegir. Hvernig þeir geta afskræmst og eyðilagt fólk, en líka hvernig þeir geta þróast og þroskað fólk.    Að því sögðu má líka finna ímyndinni fljúgandi hús, tal- andi hunda, suður-ameríska furðu- fugla og tvö gamalmenni sem fá í bakið í miðjum skylmingum, þann- ig að krökkunum ætti svosum ekk- ert að leiðast. asgeirhi@mbl.is Draumar án yfirdráttar » Þetta er nefnilegaalls ekki barnamynd, heldur einhver for- vitnilegasta mynd um ellina og það að eldast og hrörna sem lengi hef- ur sést. Upp! Þessi skemmtilega teiknimynd hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda erlendis. AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson Erlendir dómar Metacritic 88 / 100 Variety 100 / 100 Time 100 / 100 The New York Times 70 / 100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.