Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EFNAHAGS- og framfarastofnunin, OECD, telur enn sem fyrr að mikið svigrúm sé til niðurskurðar útgjalda til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar. Ábendingar í þessa veru eru endurteknar í nýrri skýrslu OECD en komu einnig fram í skýrslum 2006 og 2008. Í nýju skýrslunni er lof borið á góðan árangur heilbrigðiskerfisins en bent á að hann sé keyptur dýru verði. OECD leggur til að hindranir fyrir einkaframtaki í heilbrigðisþjón- ustu verði fjarlægðar en nú sé einka- rekstur einungis fjórðungur af heil- brigðisþjónustu sem hið opinbera kostar. Einnig er lagt til að opnað verði fyrir samkeppni. Þá er talið mögulegt að draga úr kostnaði við rekstur sjúkrahúsa með því að taka upp kostnaðarhlutdeild og að taka upp kostnaðarskipan á verkefna- grundvelli sem umbunar framleiðni. Talið er að eftir enn meiru sé að slægjast á menntasviðinu hvað hag- ræðingu varðar. OECD segir að þrátt fyrir umtalsverð framlög til menntamála hafi árangur íslenska menntakerfisins valdið vonbrigðum. Þá er vísað til svonefndra PISA- prófa. Eftir að rekstur leik- og grunnskóla færðist til sveitarfélaga hafi rekstrarkostnaður á hvern nem- anda aukist þótt námsárangur, eink- um í dreifbýli, hafi áfram verið slak- ur. Íslendingar verja lengri tíma til að ljúka framhaldsskóla en nemend- ur í öðrum EES-löndum og er hvatt til þess að námstíminn verði styttur. Talið er mögulegt að spara á háskóla- stigi með sameiningu, og að fremur ætti að hvetja til náms erlendis en að bjóða hér upp á framhaldsnám í há- skólum á breiðu sviði. Þá eigi opin- berir háskólar að eiga möguleika á að krefjast skólagjalda fremur en að þurfa að skera niður námsframboð. Krafa um einkavæðingu Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra segir ráðleggingar OECD varðandi heilbrigðiskerfið vera „gamlar lummur“ eins og sagt sé á góðri íslensku. „Það er krafa um niðurskurð í heil- brigðiskerfinu, einkavæðingu og sjúklingaskatta. Þetta eru ráðlegg- ingar sem við höfum heyrt oft áður frá OECD, en við heyrum minna núna um ráðleggingar sem við heyrð- um í fyrra, hittiðfyrra og þar áður um fjármálakerfið. Þar var mikil lofgjörð um hvað við hefðum gert í þeim efn- um og við vorum hvött til að mark- aðsvæða og einkavæða af enn meiri krafti en áður. Menn halda sig við heilbrigðiskerfið og ráðleggingar um markaðsvæðingu þess. Maður furðar sig á að svona skuli borið á borð fyrir okkur,“ sagði Ögmundur. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra sagði að ábendingar OECD um menntakerfið hefðu ekki komið sér á óvart og sumar þeirra hefðu komið fram áður. Kristján Möller, ráðherra sam- göngu- og sveitarstjórnarmála, kvaðst vera ánægður með hvatningu OECD um sameiningu sveitarfélaga. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að fara í stórátak í sameiningu og efl- ingu sveitarfélaga. Það sé nauðsyn- legt m.a. vegna fyrirhugaðs verk- efnaflutnings til sveitarfélaga.“ Kallað eftir niðurskurði  Í nýrri skýrslu OECD um íslenskt efnahagslíf er sagt að hægt sé að skera niður kostnað í heilbrigðis- og menntamálum án þess að skerða gæði  Heilbrigðisráðherra segir þau ráð vera „gamlar lummur“ Morgunblaðið/Frikki Lengri bið Framlög til opinberrar þjónustu verða skorin niður. Búast má við að þjónusta muni skerðast á ýmsum sviðum. Ekki eru allir sammála um að leiðir OECD séu til farsældar fyrir notendur opinberrar þjónustu. Í HNOTSKURN »„Fjármagnsmarkaðurinná Íslandi er blómlegur og aðgangur að fjármagni hefur batnað mikið … »Höftum á þessum markaðihefur fækkað, viðskipta- bankarnir [hafa verið] einka- væddir og markaðurinn hefur verið opnaður fyrir al- þjóðlegri samkeppni … » Þessar aðgerðir í frjáls-ræðisátt hafa borið prýði- legan árangur og þeim ber að halda áfram.“ (OECD 2006) Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birti í fyrradag nýja skýrslu um íslensk efnahagsmál. Þar segir að þörf sé á verulegu átaki í ríkisfjármálum, m.a. nið- urskurði í heilbrigðis- og menntamálum. ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðisráðherra sagði Ís- lendinga nauðbeygða til að grípa til verulegs samdráttar í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi ábendingar OECD óháð- ar aðsteðjandi efnahagsþrengingum. Ábendingarnar snúi að markaðsvæðingu velferðarþjónustunnar og það sé nokkuð sem Íslendingar kæri sig ekki um. Ögmundur sagði að samdrátturinn myndi bitna á öllum stofnunum sem heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Þegar á heildina er litið erum við að tala um 6-7% niðurskurð í stofnunum sem heyra heilbrigðisþjónust- unni til. Það er mjög mikið þegar haft er í huga að annað eins var gert á þessu ári,“ sagði Ögmundur. Hagræðing- unni má skipta í þrjá þætti: Í fyrsta lagi skipulagsbreytingar innan ein- stakra heilbrigðisstofnana sem þær ákveða sjálfar og á eigin forsendum. Í öðru lagi samhæfingu þar sem reynt verður að stuðla að samstarfi milli stofnana og ná þannig fram hagræðingu. Í þriðja lagi varðandi sjúkra- tryggingar en undir þær heyra sérfræðikostnaður og lyfjakostnaður. Ög- mundur sagði að þetta krefðist mikillar samvinnu mjög margra aðila. Reynt verður að halda áfram við nýtt háskólasjúkrahús og sagði Ög- mundur góðan vilja hjá lífeyrissjóðum að koma að því. Hann taldi að mjög yrði til bóta að fá nýtt sjúkrahús og það myndi spara fé til lengri tíma litið. Samdráttur bitnar á öllum Ögmundur Jónasson OECD leggur til að stjórnvöld leggi áherslu á að stytta nám á framhaldsskólastigi úr fjórum árum í þrjú. Einnig séu tækifæri til hagræðingar á háskólastiginu. Opinber- ir háskólar eigi að eiga kost á að innheimta skólagjöld í stað þess að skera niður námsframboð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði að þetta væri spurning um pólitík. Hún teldi að ekki ætti að skerða námsinnihald á framhaldsskólastigi, þótt skoða mætti leiðir til að stytta námstímann. Katrín sagði að verið væri að skoða nýja námshætti og kennsluhætti í tengslum við nýleg lög um framhaldsskóla. Einnig væri verið að skoða leiðir til að hagræða á háskólastigi, m.a. með því að sameina stofnþjónustu, og samstarf háskóla um doktorsnám. „Ég held að það sé mjög mikilvægt ef við ætlum að viðhalda líflegu há- skólaumhverfi á Íslandi að bjóða upp á doktorsnám, að minnsta kosti í sum- um greinum,“ sagði Katrín. Hún sagði skólagjöld vera pólitískt mál og hluta af hægrisinnaðri hugmyndafræði. Þau snertu grundvallaratriði á borð við jafnrétti til náms. Hér hefðu skólagjöld verið fjármögnuð af LÍN, það er opinberu fé, og verið að hluta niðurgreidd. Ábendingar snúast um pólitík Katrín Jak- obsdóttir KRISTJÁN Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, taldi ekki óeðlilegt að kostnaður við leik- og grunnskóla hefði aukist við flutninginn til sveitarfélaga því starfið á þess- um skólastigum væri orðið miklu öflugra en það var. „Sveitarfélögin tóku vel á þessu sem staðfestir að það er gott að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga.“ Kristján sagði að möguleikar á hagræðingu væru hjá sveitar- félögum eins og sæist nú í sameiningu leikskóla, grunn- skóla og tónlistarskóla í nokkrum sveitarfélögum. OECD hvetur til sameiningar sveitarfélaga. Kristján kvaðst hafa látið semja frumvarp um að hækka lág- marksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í 1.000 íbúa. Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram. „Á síðasta ársfundi sveitarfélaga nefndi ég leið sem ýmis nágrannalönd hafa farið. Það er að Alþingi tæki ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Kristján. „Það kom mér mjög á óvart, við þessar hug- myndir um að hækka lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, hvað margir komu til mín og hvöttu til að þeir yrðu leystir undan því að kjósa um sameiningu. Hvort ekki væri hægt að gera þetta í gegnum Alþingi.“ Sveitarfélög sameinuð á þingi Kristján Möller IdeaPad U350 er betri hugmynd og kostar aðeins frá154.900kr. Kíktu inn á betrihugmynd.is og sjáðu um hvað málið snýst Sölustaðir •VerslunNýherja -Borgartúni 37 •VerslunNýherjaAkureyri - Kaupangi • SenseCenter -Kringlunni •www.netverslun.is • Söluaðilar um landallt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.