Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Eins og gefur að skilja hafa lands-menn beðið með nokkurri eft-
irvæntingu eftir upplýsingum um
það hver verða viðbrögð breskra og
hollenskra stjórnvalda við nýsam-
þykktum lögum um Icesave-
ríkisábyrgð og þeim fyrirvörum
sem settir eru við ábyrgðina í frum-
varpinu.
Forsetinn settiá svið sjón-
arspil með „sér-
stakri áritaðri til-
vísun til
fyrirvara Alþing-
is“ sem vitanlega
raskaði ekki ró
nokkurs manns,
hvorki Íslend-
inga, Breta né
Hollendinga, eins
og þegar hefur verið fjallað um í
Morgunblaðinu.
Svo gerðist það í hádeginu í gærað sendinefnd, sem fundaði
með breskum og hollenskum emb-
ættismönnum í Haag fyrr í vikunni,
gekk á fund fjárlaganefndar, þar
sem til stóð að kynna nefndinni
hver væru viðbrögð Breta og Hol-
lendinga.
En ekkert í þá veru gerðist, efmarka má orð Guðbjarts Hann-
essonar, formanns fjárlaganefndar,
sem sagði á mbl.is að afloknum
„kynningarfundinum“ í gær: „Það
er allt í eðlilegum farvegi og engin
svör eða neitt komið.“
Vitanlega er það í anda rík-isstjórnar Samfylkingar og
vinstri grænna að það sé hinn eðli-
legi farvegur, að engin svör berist!
Eða hvað?
Er það ekki líka í anda hins „nýja,opna Íslands, þar sem allt á að
vera uppi á borðum, opið og gegn-
sætt“ að engin svör berist? Eru
stjórnvöld svo skyni skroppin að
þau skynji ekki að þolinmæði al-
mennings á Íslandi er á þrotum?
Guðbjartur
Hannesson
Engin svör eðlilegi farvegurinn?
„MÉR hefur ekki borist neitt
erindi frá Höskuldi,“ segir Guð-
bjartur Hannesson formaður
fjárlaganefndar Alþingis, en
Höskuldur Þórhallsson, sem
sæti á í fjárlaganefnd, segist
hafa spurst fyrir um tilurð svo-
kallaðrar ríkisfjármálanefndar.
Taldi Höskuldur óeðlilegt að
blanda saman starfi löggjafar-
og framkvæmdavalds með
þessum hætti. Guðbjartur segir
að ekki sé til nein ríkisfjármálanefnd. Þetta hafi
verið nafn sem hann hafi notað þegar Morgun-
blaðið hafi spurst fyrir um málið en líklega hafi
þetta verið óheppilegt orðalag.
Guðbjartur segir að í raun hafi formaður og
varaformaður fjárlaganefndar hitt forsætis- og
fjármálaráðherra til að fara yfir vinnu við fjár-
lagagerðina. „Þetta var pólitískur hópur að fara
yfir málin, við erum öll alþingismenn, ráðherrarn-
ir líka,“ segir Guðbjartur. Hann segir að þetta
sama fyrirkomulag hafi gilt þegar Sjálfstæðis-
flokkur og Samfylking sátu saman í stjórn.
Guðbjartur minnir á að rammi fjárlaga fyrir ár-
in 2000 til 2013 hafi verið markaður í skýrslu sem
lögð var fram á Alþingi í júní s.l., um svipað leyti
og stöðugleikasáttmálinn svokallaði hafi verið
samþykktur. Þar hafi verið lagðar línur um það
hve mikið yrði dregið saman í einstökum mála-
flokkum, í prósentum talið.
„Þetta var heilmikið plagg og vonandi verður
þetta form notað við fjárlagagerð í framtíðinni.
Þingið setur rammann, framkvæmdavaldið fyllir
inn í hann og Alþingi tekur svo við vinnunni á nýj-
an leik,“ segir Guðbjartur. sisi@mbl.is
Pólitískur hópur fór yfir málin
Rammi fjárlaganna var markaður í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi í júní
Guðbjartur
Hannesson
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 15 skýjað Algarve 27 heiðskírt
Bolungarvík 9 skýjað Brussel 17 skýjað Madríd 31 heiðskírt
Akureyri 9 léttskýjað Dublin 14 léttskýjað Barcelona 26 skýjað
Egilsstaðir 8 skýjað Glasgow 13 skýjað Mallorca 29 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 18 léttskýjað Róm 30 léttskýjað
Nuuk 6 skýjað París 20 heiðskírt Aþena 28 léttskýjað
Þórshöfn 14 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað
Ósló 15 skýjað Hamborg 16 skýjað Montreal 23 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Berlín 20 léttskýjað New York 23 heiðskírt
Stokkhólmur 17 skýjað Vín 27 léttskýjað Chicago 22 léttskýjað
Helsinki 16 skýjað Moskva 21 skýjað Orlando 29 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
4. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.18 0,6 6.18 3,7 12.24 0,5 18.32 4,0 6:20 20:34
ÍSAFJÖRÐUR 2.24 0,3 8.17 2,0 14.27 0,4 20.26 2,2 6:19 20:45
SIGLUFJÖRÐUR 4.43 0,3 10.54 1,2 16.41 0,3 22.56 1,4 6:02 20:28
DJÚPIVOGUR 3.28 2,0 9.35 0,4 15.48 2,1 21.56 0,5 5:48 20:05
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Austlæg átt, víða 8-13 m/s og
rigning en mun hægari og úr-
komulítið á N- og A-landi. Hiti 8
til 15 stig, hlýjast N-lands.
Á sunnudag
Suðaustan 8-13 m/s og rigning
S- og V-lands en hvassari úti
við sjóinn. Hægari og þurrt NA-
lands til kvölds. Hiti 10 til 15
stig.
Á mánudag
Stíf sunnanátt með rigningu
eða skúrum en úrkomulítið á N-
og A-landi. Áfram milt veður.
Á þriðjudag og miðvikudag
Útlit fyrir breytilegar áttir með
vætu víða um land. Áfram milt
veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hvessir með SV-ströndinni og
bætir í vætu. Hiti 5 til 13 stig,
hlýjast SV-lands en hlýnar held-
ur fyrir norðan á morgun.
BIRGIR Gunnarsson, forstjóri
Reykjalundar, endurhæfing-
armiðstöðvar SÍBS, hefur sent frá
sér yfirlýsingu vegna frétta að und-
anförnu um gjaldþrot Reykjalund-
ar-plastiðnaðar og meint fjárdrátt-
armál því tengd. „Rekstur
Reykjalundar-plastiðnaðar er ekki í
neinum tengslum við Reykjalund,
endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Meint
fjársvikamál í tengslum við fram-
angreint gjaldþrot tengjast heldur
ekki á neinn hátt, hvorki núverandi
eða fyrrverandi stjórnendum á
Reykjalundi, endurhæfing-
armiðstöð SÍBS. Talsvert hefur
borið á misskilningi að þessu leyti
sem skapast væntanlega af keim-
líkri nafngift,“ segir m.a. í yfirlýs-
ingunni.
Yfirlýsing frá forstjóra Reykjalundar