Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 20
EINN þekktasti tískubloggari Svíþjóðar er hin 26 ára El- in Kling. Kling byrjaði að blogga fyrir nokkrum árum og vakti fljótt talsverða athygli en sló rækilega í gegn eftir að hún fór að birtast reglulega í sjónvarpsþættinum Klick. Hún sér nú um tískuþætti í sænskum tímaritum enda þykir hún með eindæmum smekkleg og hefur hún m.a. hannað gallabuxur fyrir gallabuxnarisann Levi’s. Þá hafa verið sögusagnir um að hún eigi að hanna línu fyr- ir H&M. Kling er mjög dugleg að blogga og má lesa færslur og skoða fjölda mynda sem Kling tekur af sjálfri sér á síðunni stylebykling.tv4.se. Hún tiltekur alltaf versl- anirnar þar sem fötin hennar og skótau eru keypt og ólíkt mörgum tískudrósum hik- ar hún ekki við að ganga í fötum frá Zöru og H&M þó dýrari merki komi oft við sögu. Síðan er að sjálfsögðu á sænsku en fyrir þá sem ekki skilja málið mælum við með Google translate. Fyrir tískuspekúlanta - og alla hina ÞAÐ getur verið skemmtileg tilbreyting að tú- pera létt á sér hárið þegar gera á sér daga- mun. Það hefur verið vinsælt meðal leik- kvennanna í Hollywood og engin ástæða til þess að við hinar ættum ekki að geta leikið það eftir. 1) Til að byrja með er gott að setja efni sem gefur fyllingu (e. volumizer) í rakt hár. Þurrkið hárið með hárblásara og notið stóran, kringlóttan bursta til að greiða lokkana út frá hársverðinum. 2) Skiptið hárinu, annaðhvort til hliðar eða í miðju, og tú- perið hárið á hvirflinum með greiðu. Spreyið hárspreyi yfir og greiðið aðeins yfir flókann svo hárin efst í túperingunni séu slétt. 3) Eftir að túperingunni er lokið er ýmiss konar greiðsla í boði. Hægt er að taka lokka báðum megin við skiptinguna og spenna aftur, taka hárið aftur í tagl eða einfaldlega vera með það slegið. Flottar Nicole Richie, Drew Barrymore og Jennifer Love-Hewitt með túperað hár. Túperað og kynþokkafullt ÞEGAR tekur að kólna í veðri þarf ekki aðeins að klæða sig betur heldur þarf að passa betur upp á húðina. Líkt og sandalarnir henta ekki yfir vetrartím- ann passar gamla góða rakakremið, sem notað er á sumrin, ekki alltaf þegar kalt er úti. Sigrún Kristjánsdóttir, eigandi snyrtistofunnar Paradís, segir að meðan hefðbundin rakakrem dugi vel á sumrin þurfi að breyta yfir í varn- arkrem og krem með meiri fitu í þeg- ar haustar. „Ef maður er með krem með miklum raka þegar frost er úti getur rakinn frosið og maður fengið háræðaslit og lent í nokkrum vand- ræðum,“ segir Sigrún. Hún segir að gæta þurfi sérstaklega að kinnunum sem séu viðkvæmasta svæðið fyrir háræðasliti. Sigrún segir jafnframt að þar sem varaþurrkur sé algengur á haustin geti verið gott að nota varn- arvarakrem, láta andlitskremið vel yf- ir varirnar eða nota varasalva sé mað- ur sérstaklega viðkvæmur. Þá sé einnig vörn í sumum varalitum. Sigrún mælir með Serenite- kreminu frá Gatineau sem selt er í Paradís. Það er fyrir viðkvæma húð og hjálpar kremið til við að styrkja varnir húðarinnar. Verð 6.480 kr. fyrir 50 ml. Hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni var mælt með Super defense-kreminu frá Clinique. Líkt og öll krem frá Clini- que er kremið án ilmefna og hannað af húðlæknum. Það er með SPF 25, en SPF ver líka gegn kulda, og ver krem- ið húðina gegn öllu umhverfisáreiti. Húðumhirða Vörn gegn vetri Gatineau Serenite Clinique Superdefense 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is NÚ er kominn tími til að draga fram Buffalo-skóna því annað kvöld verður haldið á Broadway eitt stærsta 90’s partí sem sögur fara af hér á landi. Það er ekki ómerkari hljómsveit en 2 Unlimited sem leikur fyrir dansi en hljómsveitin sló í gegn á fyrrnefndum áratug með smellum eins og „Get ready for this“ og „Tribal dance“ svo ekki sé minnst á lagið „No limit“ sem gerði allt vitlaust á sínum tíma og ætti að vera vandlega greypt í huga allra þeirra sem hlustuðu eitthvað á tónlist á 10. áratugnum. 2 Unlimited hefur reyndar breyst úr því að vera tveggja manna band Ray Slijngaard og Anitu Doth yfir í að vera sólóverkefni þeirrar síðarnefndu en það ætti ekki að koma að sök. Doth kemur fram ásamt þrautreynd- um dönsurum og þykir sýningin hennar vera með þeim allra flottustu. Til að halda uppi samfelldri 90’s stemningu munu plötusnúðarnir Fri- gore og Sindri BM af Flass 104,5 spila vinsælustu tónlist 10. áratug- arins bæði fyrir og eftir að Doth fyllir gesti Broadway 90’s nostalgíu. Þá mun Haffi Haff frumflytja nýtt lag. Miðasala fer fram í verslunum Skór.is í Kringlunni og Smáralind og kostar miðinn 2.500 kr. Laugardagskvöld Bandið Engin takmörk hjá þessum tveimur. Heljarinnar 90’s partí SOPHIE Kinsella nýtur gríðarlegra vinsælda víða um heim fyrir bráðskemmti- legar afþreying- arbækur sínar þar sem ástin gegnir stóru hlutverki. Þekktust er hún fyrir metsölubæk- urnar um kaup- alkann geðþekka, Rebeccu Blum. Í Manstu mig? er hún á nýjum slóð- um en aðalpersónan, eins og í öllum bókum hennar, er ung kona. Lexí vaknar upp á sjúkrahúsi, hefur misst minnið og hin nýja tilvera hennar reynist heldur betur ævintýrarík. Þetta er fyndin og fjörug bók og hin besta afþreying. kolbrun@mbl.is Bókin Fyndni og fjör Manstu mig? Góð afþreying. Í meginatriðum gerir maður þrennt á djamminu: Þjórar, stígur mök- unardans og stendur í biðröð. Galdurinn við gott djamm er að eyða sem mestum tíma í tvennt hið fyrra og sem minnstum í það síðasta. Reyndar vilja margir stytta dansinn sem mest, ljúka djammi og fara sem fyrst „heim saman,“ tvö/tveir/tvær eða fleiri. Það skal þó brýnt fyrir les- endum að eftirförin er fengnum oft fremri. Eðli málsins samkvæmt ætti ævinlega að vera lengst röð inn á bestu öldurhúsin. Eftir viðamiklar rannsóknir hef ég komist að því að raunveruleikinn er fjarri því. Það er þver- öfugt. Því lengri röð sem er inn á krá, þeim mun leiðinlegri og óvistlegri eru innviðirnir. Og dropinn yfirleitt dýrari. Þá komum við að kjarna þessa pistils: Ég ætla að dissa Kaffibarinn (KB). Það eru alltaf tvær raðir á KB, önnur fyrir almúg- ann og hin fyrir almúga með þotuliðsduld. Báðar silast jafnhægt áfram en þotuliðsduld- arröðin er ævinlega háværari, með endalaust nafnakall og handapat framan í dyraverði. Fyrir slembilukku tekst hinu meinta þotuliði endrum og eins og komast fram fyrir almúga- röðina. Ber liðið fyrir sig kunningsskap við frægt fólk. Sumir segjast jafnvel frægir sjálfir og miðað við fullyrðingar þeirra eru nú átta starfandi trommarar í Sigur Rós. Sama hvernig farið er að þá þarf að bíða löngum stundum eft- ir inngöngu. Og til hvers? Eftir 40 +/-15 mínútur í röð kaupir maður dýrt, bragðdauft og fremur danskt öl til þess eins að sulla því á annað fólk sökum þrengsla. Það má reyna að spjalla en það er tilgangslaust því tónlistin er svo há- vær. Reyndar kemur það kannski ekki að sök því bar- gestirnir eru svo óhemjuleiðinlegir og lítt spenn- andi. Tilraun til að dansa leiðir af sér hálfpott af bjór á djammgallann. Skórnir eru trampaðir í döðlur. Örvæntingin liggur í loftinu frá klukkan korter í þrjú en þá er nóg eftir, leiðindin standa til morguns. Gredd- umóða á gluggum en enginn að digga og þaðan af síður höstla. Reyndar er þetta eina par að nudda saman sínum prívatsvæðum á dansgólfinu. Þau þurfa stóran leigubíl heim og neyðarpillu í morgunsárið. Ég ætla ekki á KB í kveld. Skúli Á. Sigurðsson | skulias@mbl.is ’…eru nú áttastarfandi tromm- arar í Sigur Rós. HeimurSkúla Í KVÖLD kl. 20 eru síðustu forvöð til að sjá dansverkið Shake me á Reykjavík dance festival í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Markmið hátíð- arinnar er að færa danslistina nær hinum almenna borgara og víst er að Shake me höfði til margra þar sem sýningin er unnin út frá dramatísk- ustu dauðasenunum í harmleikjum Shakespeare, svo sem Rómeó og Júl- íu, Hamlet, Júlíusi Sesari og Lér kon- ungi, og þau fléttuð saman við kraft- ballöður Tinu Turner, Bonnie Tyler, Meatloaf, Steelheart o.fl. Sjálfir segj- ast höfundar verksins gera með verk- inu dramatíska tilraun til að drepa sig. Það sem ætti svo að höfða til enn fleiri er að áhorfendur ákveða sjálfir hve mikið þeir borga inn á sýninguna. Í kvöld Dauðadans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.