Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sífellt komafram nýjarhugmyndir um hvernig taka megi á vanda skuldsettra heim- ila. Svo virðist hins vegar sem hver ný hugmynd geri stjórn- völd ráðvilltari. Eða hvers vegna bólar ekkert á ákvörð- unum á stjórnarheimilinu? Frá bankahruninu sl. haust hefur fátt verið meira áberandi í almennri umræðu en vandi heimilanna. Margir hafa séð þann kost vænstan að skjóta honum á frest. Þeir hafa leitað til lánastofnana og fryst af- borganir af húsum og bílum. Aðgerðir af þessu tagi, sem einkennast af sjálfsbjargar- viðleitni hvers og eins, eru skammgóður vermir. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Þá er fyrirséð að fjölmargir munu ekki ráða við að greiða af lánum, sem hafa bólgnað út og eru orðin miklu hærri en jafn- vel varfærnasta fólk gat séð fyrir. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt ítarlega frá hugmyndum Þórólfs Matthíassonar prófess- ors um afkomutengingu lána. Samkvæmt þeim myndi greiðslubyrði leiðréttast ef laun skuldara héldu ekki í við verðbólguna. Ellefu mánuðum eftir hrun virðast stjórnvöld engu nær. Ríkisstjórnin hefur að vísu skipað nefnd, sem á að leggja fram tillögur. Þær verða að lík- indum tilbúnar um það leyti sem eitt ár er liðið frá hruninu. Stjórnvöld verða að taka fljótt af- stöðu til þeirra hugmynda, sem fram koma. Þau verða að stíga niður úr fílabeinsturni sínum og gera sér grein fyrir, að vandi blasir ekki eingöngu við ein- staka óreiðufólki, sem fór offari í lántökum. Í ágætri grein í Morgun- blaðinu á þriðjudag rakti Sól- veig Sigríður Jónasdóttir hvernig hækkun afborgana er smátt og smátt að sliga hana og fjölskyldu hennar: „Lánin bara hækka og hækka, bæði hefð- bundna verðtryggða húsnæð- islánið og „litla“ erlenda lánið sem við tókum þegar við keypt- um fyrir þremur árum – eftir að hafa þegið ráðgjöf frá bank- anum. Við fórum einmitt í greiðslumat hjá sama banka og komum mjög vel út, þóttumst eiga vel fyrir öllum afborg- unum og sumarleyfunum líka næstu árin. Við vorum ekki að taka neina áhættu, það stóð aldrei til. Við keyptum okkur íbúð með „hagstæðum“ verð- tryggðum lánum og fórum eftir öllum ráðleggingum bankanna! Einmitt þess vegna sitjum við í súpunni í dag. Er það sann- gjarnt?“ Auðvitað er það ekki sann- gjarnt. En hvar eru lausnirnar? Ætla ríkisstjórnin að bíða þar til vonleysið eitt ræður ríkjum og fólk kiknar undan skulda- bagganum? Ellefu mánuðum eftir hrun virðast stjórnvöld engu nær} Ráðleysi og dáðleysi Tilraunaverk-efni, sem borgarráð Reykjavíkur tók ákvörðun um á fundi sínum í vik- unni, er allrar athygli vert. Borgarráð samþykkti að gera tilraun með að leyfa borgarbúum að forgangsraða ákveðnum fjármunum sem eiga að renna til nýfram- kvæmda og smærri viðhalds- verkefna í þeirra eigin hverf- um. Útfærsluna á eftir að þróa nánar, en gert er ráð fyrir að þetta gerist ýmist með kosningu á netinu eða at- kvæðagreiðslu á opnum borg- arafundum. Þannig hafi al- menningur bein áhrif á gerð fjárhagsáætlunar borg- arinnar, „raunveruleg áhrif“ eins og Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri orðar það í Morgunblaðinu í gær. Beint lýðræði og aukin áhrif borgaranna hafa verið til umræðu í meira en áratug og sífellt fleiri eru fylgjandi slíkum hugmyndum. Furðu- lítið hefur þó í raun gerzt. Í nokkrum sveit- arfélögum hafa farið fram al- mennar atkvæða- greiðslur um stór mál, eins og um stækkun álversins í Straums- vík í Hafnarfirði og um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar. Íbúalýðræði á ekki aðeins við í stóru málunum. Það á ekkert síður við að nota það í smærri málum. Mörgum borgarbúum finnst lítið mark tekið á tillögum þeirra og ábendingum um úrbætur í eigin hverfi. Í greinargerð með samþykkt borgarráðs segir að borgaryfirvöld líti svo á að „virk þátttaka íbúa í margvíslegu starfi sé lyk- ilþáttur í því að efla félagsauð og gera borgina enn meira að- laðandi.“ Sjálfsagt geta komið upp alls konar hnökrar við út- færslu þessara hugmynda, enda er um nýmæli að ræða. Það er hins vegar tilraunar- innar virði að afhenda borg- arbúum meiri áhrif á sitt næsta nágrenni. Íbúalýðræði á ekki síður að nýta í smærri málum} Tilraunarinnar virði S amkvæmt nýlegri könnun Capa- cent Gallup eru 63% landsmanna andvíg ríkisábyrgð á Icesave. Það er niðurstaða sem kemur ekki á óvart. En í sjálfu sér segir þessi niðurstaða ekki mikið ef ekki er rýnt betur í málið. Í þessu tilfelli getur verið að fólk gefi sér mjög ólíkar forsendur fyrir skoðun sinni. Það má líta á málið á tvo vegu. Í fyrsta lagi getur maður verið and- vígur ríkisábyrgð á Icesave vegna þess að maður telur að það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt að gangast undir þessa skuld- bindingu eins og sakir standa. Betra sé að gefa Hollendingum og Bretum langt nef. Þá geta þeir sem eru á móti ríkisábyrgð á þessari forsendu einnig hafa gefið sér að það sé ekki lagalega útilokað að það hvíli ekki ábyrgð á ríkinu vegna Icesave. Þetta mætti kalla praktískar mótbárur gegn Icesave-ábyrgðinni. Þeir sem eru á móti rík- isábyrgðinni á þessari forsendu sætta sig ekki við hana sem orðinn hlut og telja að mögulegt sé að af- létta henni eða breyta verulega. Í öðru lagi getur maður verið á móti ríkisábyrgðinni á sama hátt og maður er á móti vondu veðri eða því að fá kvef. Þá tekur maður enga sérstaka afstöðu til þess hvort íslenska ríkinu beri að taka á sig skuld- bindingar vegna Icesave eða ekki, heldur er maður mótfallin því rétt eins og maður er mótfallin öllu öðru sem hefur slæm áhrif á afkomu manns. Það er ekkert athugavert við að vera á móti því sem mað- ur getur ekki breytt, þó að málshættir og vísdómsorð segi yfirleitt annað. Ef maður lendir í mótbyr í lífinu, t.d. ef maður fær ekki starf sem maður hefur sóst eftir, myndi maður líklega vera á móti ákvörð- uninni þó að engin leið væri að áfrýja henni. Þetta mætti kalla örlagamótbárur. Þetta sést líka ef betur er rýnt í könnun Gallup. Þar var einnig spurt hvort fólk teldi það hafa vond áhrif á þjóðarhag ef Icesave-samningnum yrði hafnað af Al- þingi. Kváðust 62% telja slíka höfnun hafa slæm áhrif á þjóðarhag. Það er því ljóst að einhverjir eru „á móti“ Icesave-rík- isábyrgðinni en myndu þó ekki vilja að ís- lenska ríkið firrti sig ábyrgð vegna skuldbindinganna úr því sem komið er. Þetta finnst mér nauðsynlegt að hafa í huga í allri umræðu um málið. Að vera á móti einhverju segir að- eins hálfa söguna. Í hverju tilfelli þarf að kanna hvort um er að ræða praktískar mótbárur eða örlagamót- bárur. Þetta á sérstaklega við þegar stjórnmálamenn lýsa yfir andstöðu sinni við Icesave-ábyrgðina. Ef þeir eru að lýsa yfir örlagamótbárum er það hreint lýð- skrum enda gætu þeir alveg eins staðið upp og lýst yfir andstöðu við táfýlu. Munum líka að örlagamótbár- ur eru oft dulbúnar sem praktískar mótbárur. Lærum að þekkja refinn, hænur góðar. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Örlagamótbárur Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is N ýju bankarnir, sem reistir voru á grunni innlendrar starfsemi föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans, neita að upplýsa hversu miklar skuldir hafi verið afskrifaðar í bönkunum frá því þeim var formlega komið á fót eftir hrunið í október í fyrra. Morgunblaðið sendi fyrirspurn til allra bankanna þriggja þar sem spurt var, hversu mikið þeir hefðu afskrifað og hvaða verklag bankarnir styddust við þegar kæmi að endurskipulagn- ingu fyrirtækja sem væru í rekstr- arvanda, ef fyrirsjáanlegt væri að af- skrifta væri þörf. Bankarnir svöruðu því til að afskriftir myndu koma fram í ársreikningi en ekki væri mögulegt að gefa það upp að svo stöddu hversu miklar þær væru. Ljóst er þó að gripið hefur verið til afskrifta í einhverjum tilvikum. Skila- nefndir gömlu bankanna eru með fleiri mál þar sem afskrifta er þörf. Sérstaklega á það við um eign- arhaldsfélög, sem stunduðu hluta- bréfaviðskipti, en í mörgum tilfellum eru litlar sem engar eignir á móti skuldum. Vandinn er einnig fyrir hendi hjá fyrirtækjum sem bankarnir flokka sem „lífvænleg“. Það eru fyr- irtæki með rekstur sem er oft erfiður vegna mikilla skulda, einkum vegna falls krónunnar, en grunnreksturinn er í ágætu lagi. Þörf á aðgerðum Bankastarfsmenn sem Morgun- blaðið ræddi við í stóru bönkunum þremur sögðu stóran hluta fyrirtækja í miklum rekstrarvanda, ef ekki kæmi til afskrifta. Engar nákvæmar tölur hafa verið birtar um stöðu fyr- irtækja en viðmælendur sögðu líklegt að 60 til 80 prósent þeirra þyrftu á að- gerðum að halda til að gera rekst- urinn arðvænlegan. Sérstaklega ætti þetta við um fyrirtæki með skuldir í erlendri mynt. Mörg þeirra hefðu þegar fengið að fresta greiðslu á lán- um en það gengi ekki til framtíðar. Í tilfelli allra bankanna er lögð áhersla á að grípa til aðgerða sem byggjast á mati á því hvort fyrirtækin teljast líf- vænleg, þ.e. eiga sér framtíð við eðli- legar aðstæður. Koma til móts við heimili Þrýstingur hefur aukist nokkuð á bankana og stjórnvöld um að grípa til aðgerða vegna erfiðrar skuldastöðu heimilanna. Í mars á þessu ári birti Seðlabanki Íslands skýrslu um stöðu heimilanna þar sem fram kemur að um 20 prósent þeirra hafi verið með neikvæða eiginfjárstöðu, miðað við fasteignamat ársins í fyrra. Líklegt er að þessi hópur stækki gangi spár Seðlabankans um verðfall á fast- eignum eftir. Frá því um mitt ár 2007 hefur fasteignaverð fallið um 31 pró- sent að raunvirði. Fram til ársins 2011 spáir Seðlabankinn um 47 pró- senta falli á fasteignaverði og því er líklegt að næstum helmingur heimila komist í neikvæða eiginfjárstöðu á næsta eina og hálfa ári. Bankarnir sögðust allir vera með margvíslegar aðgerðir í boði fyrir heimili og ein- staklinga, s.s. greiðslujöfnun og fryst- ingu. Frekari aðgerðir væru þó í und- irbúningi. Morgunblaðið/RAX Byggingar Líklegt er að nærri helmingur heimila verði með neikvæða eig- infjárstöðu í lok næsta árs vegna verðfalls á fasteignum. Bankarnir telja mikla þörf á um- fangsmiklum aðgerðum fyrir fyr- irtæki og heimili. Þegar er byrjað að afskrifa skuldir hjá fyrir- tækjum en aðgerðir fyrir heimili eru í undirbúningi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauð- synlegt fyrir nýju ríkisbankana, sem þegar hafa fengið innspýtingu á fé frá skattgreiðendum, að upp- lýsa hverjir hafi fengið skuldir sín- ar niðurfelldar. „Þetta snýst öðru fremur um hagsmuni skattgreið- enda, sem eru að leggja nýju bönk- unum til fé. Almenningur verður að geta treyst því að peningunum sé varið á sanngjarnan hátt og að af- skriftir skulda ráðist ekki af geð- þótta bankastarfsmanna. Gagnsæi er algjört aðalatriði þegar kemur að þessum málum. Þá verður auk þess ekki séð að fyrirtæki eigi frek- ar rétt á afskriftum en heimilin,“ segir Höskuldur. Íslenska ríkið mun, ef allt gengur eftir, leggja nýju bönkunum til 285 milljarða króna í eigið fé, gegn því að eiginfjárhlutfall þeirra verði 12 prósent. GAGNSÆI AÐALATRIÐI››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.