Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 29
albjargar. Hugur minn er einnig hjá
Sigga og Ingibjörgu og fjölskyldum
þeirra og sendi ég þeim einnig samúð
mína.
Ljúflingurinn skemmtilegi, Gunni
Hauks, skilur eftir sig minningar sem
hægt er að ylja sér við. Síðustu daga
hef ég heyrt í mörgum sem kynntust
honum og eru allir á sama máli: ein-
stakt ljúfmenni er fallið frá. Takk fyr-
ir samfylgdina.
Sigrún Böðvarsdóttir
og fjölskylda.
Það eru ótvíræð lífsgæði að eiga
góða vini. Gunnar Hauksson sem við
erum að kveðja var einn slíkur. Hann
kom inn í líf okkar í Skíðadeild
Hrannar með virkum hætti.
Það var á þeim árum sem lífið var
tóm hamingja og maður trúði því að
með því að vera góð manneskja,
hegða sér sómasamlega, borða rétt
og skaða engan eins og sagt er …yrði
lífið bara auðvelt. Já og skemmtilegt.
En því hefur enginn lofað. Það fengu
þau Jóhanna kona hans að reyna.
Samhent og af þeirri yfirvegun sem
einkennir góðar manneskjur tókust
þau á við lífið. Þanning héldu þau í
hönd hvort annars til hinstu stundar.
Samskipti ganga út á það að gefa
og þiggja. Gunnar hafði mikla fé-
lagshæfni og góða spauggreind.
Hann var veitull á gleði sína, sem við
nutum svo ríkulega í fjallinu, á ferða-
lögum og á fallegu heimili þeirra
hjóna. Fiskurinn sem hann dró upp
úr vötnunum fyrir og eftir vinnutíma,
og færði okkur, bráðnaði á tungu.
Þetta voru allt hamingjustundir.
Ótímabært fráfall hans færir okkur
heim sanninn um að lífið er einungis
að láni. Það er áminning um að lífið er
hér og nú. Lagið „The First Hello
The Last Good-bye“ sem Roger
Whittaker söng hér áður, fjallar um
það að þegar við heilsumst erum við
jafnframt að kveðja. Við erum ekki
hér til eilífðar og síðasta kveðjan
kemur alltaf. Alltaf. Það er ekki hægt
að tryggja sig fyrir því.
Gunnar var ástríkur eiginmaður og
umhyggjusamur pabbi sem gaf alla
ást sína og gleði um leið og hann veitti
börnum sínum aðhald og hvatningu í
leik og starfi. Þau eru engir eftirbátar
foreldra sinna. Þau hafa öll misst
mikið.
Á kveðjustundu er efst í huga okk-
ar Guðmundar þakklæti fyrir gleðina
sem var blönduð hlýjum hug og góð-
vild til allra manna. Þannig fann hann
einfalda leið að þeim sem voru sam-
ferða honum í lífinu.
Ástvinum hans öllum biðjum við
blessunar.
Vilborg Runólfsdóttir.
Það var mikið áfall að heyra að góð-
an vin og félaga til áratuga langt
leiddan í baráttu sinni við alvarlegan
sjúkdóm. Nú er hann fallinn frá í
blóma lífsins, aðeins 58 ára. Við
Gunnar kynntumst fyrst í starfi okk-
ar fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1974.
Þá vakti strax athygli mína hversu
duglegur, samviskusamur og einlæg-
ur Gunnar var. Hann tók að sér hvert
verkefnið á fætur öðru og leysti þau
öll af mikilli útsjónarsemi og lipurð.
Allir sem unnu með honum treystu
honum til góðra verka.
Honum verða seint fullþökkuð þau
mikilvægu störf sem hann vann á
vettvangi hverfafélaga Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, m.a. sem for-
maður hverfafélaganna í Laugarnes-
hverfi og Fella- og Hólahverfi,
formaður Varðar og þátttakandi í
fjölmörgum nefndum og ráðum.
Hann var einstaklega tillögugóður og
lagði mikið á sig til að ná sáttum í
þeim fjölmörgu erfiðu úrlausnarefn-
um sem urðu á vegi hans í störfum á
þeim vettvangi.
Ég man sérstaklega eftir því að á
þeim árum sem ég starfaði fyrir full-
trúaráð Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík ásamt Hönnu Elíasdóttur
ræddum við oft hve mikill og góður
fengur væri að slíkum manni sem
Gunnari til starfa fyrir flokkinn.
Gunnar áorkaði miklu í þeim tilgangi
að efla samstöðuna, byggja upp og
sætta ágreining með sinni lipurð,
góða skapi og hógværð. Hvarvetna
sem Gunnar kom skildi hann eftir sig
gleði og uppörvun, ekki síst þegar
kosningaundirbúningur var í gangi.
Samtöl við Gunnar um þau mál sem
efst voru á baugi í þjóðmálum á hverj-
um tíma voru bæði áhugaverð og
upplýsandi.
Gunnar kom víða við á lífsleiðinni
og í öllum sínum störfum gat hann sér
afar gott orð. Hann lagði mikla rækt
við allt sem hann tók sér fyrir hendur,
var ekki einungis yfirmaður, heldur
vinur og samherji undirmanna sinna.
Með þeim hætti náði hann miklum ár-
angri, hvatti þá til dáða, aðstoðaði þá í
ólíklegustu málum og lét sér annt um
velferð þeirra.
Gunnars verður sárt saknað.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
þakka honum ábyrgðarmikil störf í
áratugi sem ávallt voru unnin af mik-
illi samviskusemi og ósérhlífni.
Fjölskyldu Gunnars og aðstand-
endum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
þessa góða drengs.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
forseti borgarstjórnar.
Fallinn er frá á besta aldri Gunnar
Hauksson, eftir baráttu við erfið veik-
indi. Gunnar var forstöðumaður hjá
ÍTR og Reykjavíkurborg í tæpa tvo
áratugi. Þegar litið er yfir afar far-
sælan feril Gunnars hjá borginni eru
þrjú orð sem koma upp í hugann,
trúnaður, traust og vinnusemi. Trún-
aður Gunnars við vinnuveitendur
sína, notendur þjónustunnar og
íþróttahreyfinguna var einstakur.
Samviskusemi í öllum málum er
sneru að rekstri og samskiptum var
þannig að eftir var tekið.
Traust hlaut Gunnar hjá öllum
þeim sem við hann áttu samskipti og
mikið traust bar hann til starfsmanna
sinna og samstarfsfélaga hjá ÍTR.
Vinnusemi Gunnars var aðdáunar-
verð, alltaf var hann boðinn og búinn
að bregðast við, þjóna borginni,
skólanemum, íþróttaiðkendum,
íþróttahreyfingunni og öðrum sem til
hans leituðu.
Allan sinn starfsferil hjá ÍTR
heyrðist Gunnar aldrei segja nei, það
orð var ekki til í hans orðasafni og
aldrei var neitt verkefni óyfirstígan-
legt.
Alveg frá því að Gunnar átti fyrst
við veikindin að stríða, var hann aldr-
ei fáanlegur til að draga úr vinnu.
Hann reyndi eftir fremsta megni og
með miklum dugnaði að sinna sínu og
í samtölum okkar við hann nú undir
það síðasta fannst honum verst að
hafa ekki lagst viku síðar inn á spít-
alann því þá hefði hann náð að klára
það mesta við undirbúning vetrar-
starfsins.
Fyrir hönd samstarfsmanna og
vina þökkum við Gunnari frábær
kynni. Minning um góðan dreng mun
lifa meðal okkar.
Fjölskyldu Gunnars færum við
innilegar samúðarkveðjur.
Ómar Einarsson.
Steinþór Einarsson.
Kveðja frá saumaklúbbnum.
Við kynntumst Gunnari Haukssyni
þegar Jóhanna vinkona okkar og
skólasystir kynnti hann fyrir sauma-
klúbbnum fyrir um 35 árum. Við
fundum strax að þarna var kominn
yndislegur maður og drengur góður,
glaðvær og elskulegur. Við fórum
nokkrar ferðir saman um landið, þá
fyrstu að Kóngsstöðum í Skíðadal,
þar sem hann hljóp upp um allar
brekkur og tíndi ber og lék sér við
krakkana okkar. Síðustu ferðina fór-
um við að Höfðabrekku fyrir rúmu
ári, um það leyti sem Gunnar fór að
kenna sér þess meins sem dró hann
að lokum til dauða. Flest okkar sáu
hann í síðasta sinn nú í maí síðast-
liðnum í veislu, þá var mjög af honum
dregið, en samt var hann ótrúlega
hress og kátur.
Gunnar var mjög skipulagður og
ábyrgur í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Þegar hann var að stofna
fjölskyldu fór hann til dæmis á mat-
reiðslunámskeið til að verða liðtækur
við eldhússtörfin. Einnig undirbjó
hann sig fyrir félagsstörf og var síðar
treyst fyrir ábyrgðarstöðum í þeim
félögum sem fengu að njóta krafta
hans. Hann gekk ungur í Sjálfstæð-
isflokkinn og var alla tíð einlægur
stuðningsmaður hans og var meðal
annars formaður Varðar. Hann var
bindindismaður og starfaði með bind-
indisfélaginu Hrönn og þar eignuðust
þau Jóhanna marga bestu vini sína.
Gunnar var hrókur alls fagnaðar á
mannamótum. Hann var mikill leið-
togi og naut sín vel í góðra vina hópi.
Iðulega opnuðu þau hjón heimili sitt
og voru sem einn maður um að láta
gestina njóta sín sem best.
Gunnar var útivistarmaður og
margar bestu stundir sínar átti hann
við vötnin í nágrenni Reykjavíkur,
þar sem hann stundaði veiðiskap, oft
einn síns liðs en líka með góðum vin-
um. Hann var göngugarpur og lengi
leiðsögumaður í gönguferðum innan-
lands. Gunnar starfaði um árabil í
Rammagerðinni með föður sínum, en
hefur verið forstöðumaður íþrótta-
húsa hjá Reykjavíkurborg síðustu ár-
in.
Þau Jóhanna bjuggu allan sinn bú-
skap í Breiðholti þar sem þau störf-
uðu einnig lengst af. Gunnar vann
fyrir Fella- og Hólakirkju, meðal
annars sem formaður sóknarnefndar.
Hann var einnig mikill stuðnings-
maður Knattspyrnufélagsins Leiknis
og bar hag félagsins mjög fyrir
brjósti.
Við í saumaklúbbnum minnumst
hans þegar hann heilsaði upp á okkur
þegar saumaklúbburinn var hjá Jó-
hönnu, glaður og elskulegur og kyssti
okkur allar, alltaf með spaugsyrði á
vörum. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og stóð sem klettur með sínu
fólki þegar erfiðleikar steðjuðu að.
En skjótt skipast veður í lofti og
mikið hefur nú reynt á fjölskylduna í
erfiðum veikindum hans undanfarið
ár. Við sendum henni innilegar sam-
úðarkveðjur. Elsku Jóhanna, Aðal-
björg, Haukur, Valur og aðrir ætt-
ingjar og vinir, guð veri með ykkur
öllum og gefi ykkur styrk.
Kveðja frá saumaklúbbnum
og mökum,
Árný, Erna, Fjóla, María,
Nína og Þuríður.
Leirutá á Lambhaga við Þingvalla-
vatn skipar sérstakan sess í huga
ákveðins hóps silungsveiðimanna. Í
skammdegi vetrarins dreymir þá um
þennan stað við vatnið bjarta baðað
geislum sumarsólar. Friðsældin og
náttúrufegurðin einstök, fjallahring-
urinn tignarlegur með Botnssúlur,
Ármannsfell, Skjaldbreið og Hrafna-
björg sem helstu djásn til norðurs en
Arnarfell og Hengil til suðurs.
Á þessum fagra stað í viðurvist
himbrima, toppandar og kríu kynnt-
ist ég Gunnari Haukssyni. Við hitt-
umst þarna fyrir tilviljun, stóðum hlið
við hlið, köstuðum flugum okkar út á
vatnið og tókum tal saman. Hvatinn
var einfaldlega þörfin fyrir að deila
með öðrum, eða eins og segir í Háva-
málum.
Auðugur þóttist er ég annan fann.
Maður er manns gaman.
Umræðuefnið var veiðin, veiðiflug-
urnar, fluguhnýtingar, bleikjan, fugl-
arnir og náttúran almennt. Eftir
þetta hittumst við Gunnar öðru
hverju á sama stað og einnig við El-
liðavatn og með okkur þróaðist kunn-
ingsskapur sem byggðist á sameig-
inlegu áhugamáli okkar.
Ég er lánsamur að hafa fengið að
njóta félagsskapar Gunnars. Hann
var viðræðugóður og sannur náttúru-
unnandi. Við deildum gleðinni sem
fylgir góðum feng og yfir því að vera
úti í fallegri náttúru snemma morg-
uns við lognkyrrt veiðivatn. Síðast
hitti ég Gunnar á Leirutá 16. maí í
vor. Þann morgun var lítil veiði, en
Gunnar náði samt tveim fallegum
bleikjum á flugu sem hann hafði mik-
ið dálæti á. Ég vissi að hann gekk
ekki heill til skógar, en gerði mér von-
ir um að honum væri að batna því að
þarna út eftir er talsverður gangur.
En því miður varð mér ekki að ósk
minni. Ég veit nú að Gunnar fór þetta
á viljanum og reyndar fleiri veiðiferð-
ir eftir þetta uns kraftar hans voru
þrotnir.
Ég á eftir að sakna félagsskapar
Gunnars á Leirutá, en aldrei mun ég
koma þangað héðan í frá án þess að
minnast góðs drengs og félaga. Og
Killerar hnýttir eftir fyrirmyndinni
sem hann gaf mér verða ávallt með í
för.
Jóhönnu, eiginkonu Gunnars, og
öðrum aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð. Megi góðar minning-
ar um Gunnar lifa með okkur, sam-
ferðamönnum hans.
Björn Guðmundsson.
Góður samstarfsmaður er fallinn
frá langt um aldur fram eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Gunnar Hauksson kom inn í
stækkandi hóp forstöðumanna
íþróttamannvirkja í Reykjavík, er
hann 1991 var ráðinn að nýju íþrótta-
húsi, Austurbergi í Breiðholti. Þegar
aðstæður breyttust var honum einnig
falin umsjón aðliggjandi sundlaugar,
Breiðholtslaugar, og enn bættust síð-
ar við íþróttahús Seljaskóla og Kenn-
araháskólans. Á þessu tímabili tók
hann einnig að sér um 10 ára skeið
formennsku skíðadeildar Hrannar
sem á og starfrækir skíðaskála í
Skálafelli.
Gunnar naut virðingar og var afar
vinsæll í starfi forstöðumanns, sem
leysti af ljúfmennsku hvern þann
vanda sem upp kom í samskiptum við
íþróttafélög og sérsambönd.
Gunnar átti í starfi sínu tíðar heim-
sóknir á skrifstofu Íþróttabandalags-
ins og var alltaf aufúsugestur. Það
var létt yfir honum, stutt í húmorinn
og hláturinn. Þá átti hann það til að
skella fram tilvitnun úr Njálu en
hana hafði hann lengi grandskoðað.
Íþróttabandalagið þakkar sam-
starf um tveggja áratuga skeið og
vottar eftirlifandi eiginkonu og öðr-
um aðstandendum hluttekningu og
samúð.
Fyrir hönd starfsfólks Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur,
Sigurgeir Guðmannsson.
Kveðja frá sóknarnefndum og
starfsfólki Fella- og Hólakirkju
Það getur verið erfitt að skilja
reglurnar á leikvelli lífsins. Stundum
eru menn teknir útaf í miðjum leik,
menn sem virðast vera að gera góða
hluti og valda sinni stöðu fullkom-
lega. Menn eins og Gunnar Hauks-
son. Í okkar augum var Gunnar
ómissandi lykilmaður, duglegur og
ráðagóður. Maður sem við máttum
ekki missa.
Gunnar þekkti leikreglurnar vel.
Hann vissi að leiknum gæti lokið þeg-
ar minnst varði og þegar hann veikt-
ist horfðist hann í augu við þann
möguleika af algeru æðruleysi. Hann
óttaðist ekki. Hann treysti leikstjórn-
andanum mikla. Hann treysti því að
hvernig sem færi fyrir sér héldi leik-
urinn áfram og leikið yrði til sigurs.
Gunnar var ekki vanur að verma
varamannabekkinn. Hann vildi taka
þátt og leggja sitt af mörkum hvort
sem var í einkalífi, starfi eða fé-
lagsmálum. Gunnari var annt um fólk
og hann var ætíð reiðubúinn til að
taka þátt í að skapa gott og þroska-
vænlegt samfélag þar sem allir fengu
að njóta sín.
Gunnar gaf kost á sér í sóknar-
nefnd Fellasóknar árið 2003. Hann
starfaði þar sem meðstjórnandi,
gjaldkeri og síðan sem formaður þar
til hann varð að draga sig í hlé vegna
þeirra veikinda sem drógu hann til
dauða. Hann notaði reynslu sína og
þekkingu í þágu kirkjunnar og lagði
áherslu á að fjalla opinskátt um hlut-
ina svo sjónarmið allra komust til
skila og allt var uppi á borðinu. Hann
var óhræddur við að taka á erfiðum
málum, alltaf málefnalegur og sann-
gjarn. Og alltaf var stutt í brosið.
Sem sóknarbarn í Fellasókn hef ég
notið góðs af þeim hlutum sem Gunn-
ar átti þátt í að koma til leiðar. Með
öðrum sóknarbörnum vil ég þakka
fyrir það.
Sem samstarfsmaður í sóknar-
nefnd eignaðist ég jákvæðan og ein-
lægan félaga í skemmtilegu og
áhugaverðu starfi. „Við leysum það!“
var viðkvæði hans þegar upp komu
snúin mál. „Við leysum það í samein-
ingu!“.
Fyrir hönd okkar allra sem höfum
unnið með Gunnari í Fella- og Hóla-
kirkju vil ég þakka yndislega við-
kynningu og vel unnin störf. Við
geymum minninguna um mikinn öðl-
ing og traustan vin í hjörtum okkar.
Megi Drottinn blessa störf Gunnars
og safnaðarstarfið allt. Við sem eftir
erum á vellinum skulum þjappa okk-
ur saman og halda leiknum áfram.
Við vitum eins og Gunnar að við erum
í vinningsliðinu. Sigurinn er í sjón-
máli. Gunnar var mikill fjölskyldu-
maður og skilur eftir sig samhenta og
sterka fjölskyldu sem er honum til
mikils sóma. Við sendum Jóhönnu,
fjölskyldu og ástvinum Gunnars öll-
um okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum Drottin að blessa þau og
styrkja í þeirra mikla missi.
Það er bjart yfir minningu Gunn-
ars. Hið eilífa ljós lýsi honum og okk-
ur öllum. Í þeirri birtu er best að lifa.
Og deyja.
Gry Ek Gunnarsson,
formaður sóknarnefndar
Fellasóknar.
Það var okkur félögunum mikið
áfall, þegar við fengum fréttir af and-
láti góðvinar okkar Gunnars.
Hann kom upphaflega sem vara-
maður inn í badmintonhópinn okkar
en eins og hans var von og vísa varð
hann fljótlega aðal-driffjöðrin.
Hann var óþreytandi að drífa menn
áfram sem meðal annars birtist í því
að hann fékk bróður sinn Sigurð til að
hlaupa í skarðið ef einhver forfallaðist
til þess að tími félli ekki niður. Einnig
innleiddi hann mót þar sem okkur
gömlu körlunum
gafst tækifæri til að keppa í
tvenndarleik.
Öll framkoma Gunnars á badmin-
tonvellinum einkenndist af dreng-
skap og dugnaði líkt og öll framkoma
hans almennt í lífinu. Hann var mikill
ljúflingur, ávallt glaður og hvetjandi
án þess að vera með yfirgang og hló
sínum dillandi hlátri, sama á hverju
gekk.
Við kveðjum með söknuði góðan
dreng og vin og sendum Jóhönnu og
fjölskyldunni okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Badmintonfélagarnir
Einar, Hans, Júlíus og
Sigurður.
Í dag kveðjum við frábæran Leikn-
ismann. Íþróttafélagið Leiknir var
svo lánsamt að hafa Gunnar Hauks-
son innan sinna raða. Gunnar kom
inn í starf Leiknis þegar elsti sonur
hans, Haukur, hóf að iðka knatt-
spyrnu hjá félaginu. Gunnar varð
strax áberandi í starfi félagsins og
ekki fækkaði stundunum úti á Leikn-
isvelli þegar yngri sonur hans, Valur,
hóf að leika með félaginu. Hann lét
sig sjaldan vanta á leiki og var dóttir
hans Aðalbjörg oft með í för. Leikn-
isfólk þekkir því vel jákvæð hróp
hans og köll inn á leikvöllinn.
Þegar við horfum til baka munum
við eftir mörgum góðum stundum
með Gunnari. Hann var þekktur fyrir
góðmennsku sína og velvild og ekki
að ástæðulausu sem hann var oft kall-
aður „Gunnar góði“. Hann fylgdi son-
um sínum og félögum þeirra vítt og
breitt um landið á fótboltaleiki, þeim
til stuðnings, hvort sem það var í
yngri flokkum eða meistaraflokki, og
eru til margar skemmtilegar sögur af
því. Gunnar átti það líka til að bregða
sér í hlutverk dómara og dæma leiki í
yngri flokkum félagsins.
Gunnar hefur fylgt félaginu í gegn-
um sigra og ósigra með sína einlægu
jákvæðni að leiðarljósi. Fáum fellur
úr minni þegar Gunnar stóð upp á
uppskeruhátíð Leiknis og hélt hvatn-
ingarræðu eftir erfitt tímabil félags-
ins. Honum tókst að breyta slæmri
niðurstöðu sumarsins í jákvæða upp-
byggingu á liðinu og félaginu í heild.
Þarna sýndi Gunnar leikmönnum og
félagsmönnum á eftirminnilegan hátt
að það er alltaf hægt að finna já-
kvæða þætti í lífinu, hvort sem það er
innan vallar eða utan.
Öll íþróttafélög þurfa að hafa mann
eins og Gunnar innan sinna raða. Það
hafa verið okkur Leiknismönnum for-
réttindi að kynnast og starfa með
Gunnari Haukssyni. Hugir okkar og
hjörtu eru hjá fjölskyldu hans í ein-
lægri samúð.Gunnar leit alltaf björt-
um augum á lífið, minningin um hann
mun ávallt lifa með okkur Leiknis-
mönnum og hróp hans með: Koma
svo Leiknismenn.
F.h. Íþróttafélagsins Leiknis,
Arnar Einarsson.
Fleiri minningargreinar um Gunn-
ar Hauksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009