Morgunblaðið - 04.09.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.09.2009, Qupperneq 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vor- himinn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. (Hannes Pétursson.) Okkar kæri mágur og svili Þor- steinn Broddason er allur. Á fögru ágústkvöldi við árnið og fuglasöng mætti hann ótímabærum dauða sín- um. Þessi rólegheitamaður sem alltaf hafði nógan tíma til að velta fyrir sér lífsgátunni var traustur, vel gefinn og þolinmóður. Hann var mikið náttúrubarn og unni friðsæld og tign íslenskra fjalla. Þau Systa og Steini voru góðir gestgjafar, það fengum við iðulega að reyna á ferðum okkar suður. Steini tók okkur svo innilega og fagnandi, ræddi heimsmálin og skenkti gott kaffi. Hann laðaði að sér börn og þá sem þurftu á þol- inmæði og umhyggju að halda. Son- ardætur okkar héldu mikið upp á hann og kölluðu hann afa Steina. Þeim fannst hann svo skemmtileg- ur, þótt hann segði sjálfur að hann væri sérvitur og skrýtinn. Hann gaf sér tíma og spjallaði við þær eins og jafningja enda vildu þær alltaf fara til Steina og Systu ef þær máttu velja hvert ætti að fara í pössun. Samverustundirnar verða ekki fleiri, en minningarnar verma þær sem við áttum með þessum ljúf- lingi, sem aldrei hallaði orði á nokk- urn mann. Bræður Systu og fjölskyldur þeirra votta henni, börnunum og öllum ástvinum Þorsteins einlæga samúð. Far þú í friði kæri vinur. Kristín og Ólafur. Ljúfur mágur hefur verið kvadd- ur af vettvangi allt of fljótt og fyr- irvaralaust. Fjölskylda, systkini, nemendur, og kunningjahópurinn stóri saknar nú vinar í stað. Þor- steinn var traustur og örlátur vinur og var margt til lista lagt og í blóð borið, sem auðgaði líf hans og ann- arra. Hann var glaðvær og góðgjarn, lífsnautnamaður og listakokkur, hesta- og veiðimaður. Hann hafði fallega rödd og óvenjulegt næmi og góðan smekk fyrir íslensku máli, eins og hann átti kyn til; átti auð- velt með að setja saman vísu, þótt ekki kæmi slíkt fyrir annarra sjón- Þorsteinn Broddason ✝ ÞorsteinnBroddason fædd- ist í Reykjavík 16. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur við Svarthöfða í Borg- arfirði 24. ágúst sl. og fór útför hans fram frá Neskirkju í Reykjavík 1. sept- ember. ir. Þorsteinn var með fordómalausustu mönnum og eitt af höfuðeinkennum hans var að hann hallaði ekki orði á nokkurn mann, en leitaði jafn- an málsbóta, jafnvel þótt þess væri á stundum þröngur kostur. Hann hafði ríkan skilning og einlæga samúð með þeim, sem stóðu höllum fæti, og var í því börnum sín- um og barnabörnum gott fordæmi. Missir þeirra og konu hans Systu er sár, en dýrmæt minning um góð- an mann lifir. Guðrún Hannesdóttir. Lífið er óútreiknanlegt. Hvern hefði grunað, Steini minn, að þegar þið Systa komuð í Stykkishólm á föstudaginn fyrir Dönsku dagana að það yrði síðasta skiptið sem við sæjumst? Það var svo gaman að þið skylduð geta komið með barna- börnin okkar, þau Stefán Brodda og Eir Lilju, sem voru að koma frá Svíþjóð og voru svo spennt að kom- ast á Danska daga í Stykkishólmi að farmiðanum þeirra var breytt og ferðinni heim flýtt. Steini, þú hafðir mestar áhyggjur af að þú myndir smitast af svínaflensu svo þú kæm- ist ekki í veiðiferðina sem búið var að plana. Leið okkar lá saman þegar sonur minn Daníel og dóttir þín Vin fóru að renna hýru auga hvort til annars fyrir um það bil 15 árum. Margt hefur á daga okkar drifið síðan þá eins og gengur og gerist í fjöl- skyldum, margar afmælisveislur og margar uppákomur, en þetta árið hefur þó verið hvað annasamast. Frá enda mars er búið að vera ferming, síðan tvær útskriftir, ein hjá Daníel syni mínum og ein hjá Vin dóttur þinni, við eigum orðið sprenglærð börn og getum bara verið stolt af þeim. Síðan voru tvö barnaafmæli og síðast kveðjuhófið uppi í sumarbústað þegar Daði fór til Svíþjóðar. Allt hafa þetta verið mjög góðar samverustundir. En það sem mér finnst standa upp úr er ferðin sem farin var í Kaldbaks- vík hér um árið þegar ég hélt að væri verið að draga mig á heims- enda. Við Sævar eltum þig og Daní- el og þið keyrðuð og keyrðuð og ég skildi ekkert í því hvert við vorum að fara, en við komumst á leið- arenda og þetta var eftirminnileg- asta helgarferð sem ég hef farið í. Einnig eru líka minnisstæð jólin þegar þið Systa buðuð mér og Bergdísi til ykkar á aðfangadag, þar sem þið vissuð að við vorum bara tvær einar og Daníel var með Vin hjá ykkur. Hjartahlýja þín og Systu á sér engin mörk. Það er komið að kveðjustund, Steini minn, eða afi Steini eins og barnabörnin okkar, þau Stefán Broddi og Eir Lilja, kölluðu þig. Ég þakka skemmtilegar samveru- stundir. Systa og Oddur Broddi, Vin, Daníel, Stefán Broddi og Eir Lilja, Daði, María og Sunna. Ég votta ykkur samúð mína, missir ykkar er mikill. Einnig samúðarkveðjur til annarra fjölskyldumeðlima. Stefanía M. Aradóttir. Degi síðar en ég hafði heyrt í kærum vini mínum og frænda sem sagði mér, hress að vanda, að hann væri að fara í veiði upp í Borg- arfjörð en kæmi svo beint þaðan í Sumarhús að ég frétti að hann væri allur. Þegar við vorum í veiði í Norður- ánni í júlí síðastliðnum óraði mig ekki fyrir því að það yrði okkar síð- asta veiðiferð saman. Ungir að ár- um fórum við í fyrirdrátt með feðr- um okkar og seinna tók við stangveiðin. Ég man hvað Steini var glaður þegar hann veiddi fyrsta laxinn á flugu í Selánni og eftir það vildi hann helst bara veiða á flugu. Oft fórum við saman að liggja fyrir gæs í kvöldflugi niður við Héraðs- vötn. Hvort við veiddum var auka- atriði en við ræddum oft um villi- svínin sem við ætluðum að flytja inn og sleppa í skóginn á Silfrastöð- um, um ferðirnar sem við fórum á rauðu hestunum okkar sem við fengum ungir að árum. útreiðat- úrana, smalamennsku á Silfrastöð- um á afréttinni og fram í Aust- urdal. Betri félagi og vinur hefði verið vandfundinn. Gleði hans hlýja og umhyggjusemi mun fylgja okkur í minningunni. Systu, Vin, Daða, Oddi Brodda og allri fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhannes og Þóra. Steini var í miklu uppáhaldi hjá okkur og dætrum okkar. Hann var kallaður Steini afi á okkar heimili. Það var mjög vinsælt að fara í pössun í Lágholtið til Systu, föð- ursystur Lýðs, og Steina þau ár sem við bjuggum í Mosfellsbænum. Það kom aldrei til að ekki væri hægt að leysa málin þó að fyrirvar- inn væri oft stuttur og skipti þá engu þótt það bæri upp á afmæl- isdaga hjá Systu eða Steina. Steini fékk einu sinni hálfa ostaslaufu í af- mælisgjöf frá dætrum okkar, sem hann sagði þá að væri besta afmæl- isgjöf sem hann hefði nokkru sinni fengið. Oftar en ekki var þétt dag- skrá; sund, jeppaferð í Heiðmörk með sjoppustoppi og að vökva garð- inn og næsta nágrenni með garð- slöngunni, svo eitthvað sé nefnt. Það var gott að koma í Lágholtið, fá ljúffenga pottrétti að hætti Steina, kaffi sem bragð var af og ræða málin. Systa og Steini heimsóttu okkur í Kaupmannahöfn þegar þau, sum- arið 2008, voru á heimleið frá Ítalíu og urðu þá fagnaðarfundir. Það eru hlýjar minningar sem koma upp í hugann þegar við nú kveðjum Steina fyrirvaralaust og allt of snemma. Blessuð sé minning hans. Rósa Hrönn Haraldsdóttir, Lýður Ólafsson og dætur, Kaupmannahöfn. Þorsteini kynntist ég á unglings- árum; við vorum nágrannar, geng- um í Laugarnesskóla og sátum saman í bekk. Með okkur tókst ágætur vinskapur frá fyrstu tíð. Vinskapur ungdómsáranna er oft lífsseigur þótt leiðir skilji í lífi og starfi og svo var með okkur Þor- stein. Við héldum sambandi alla tíð þótt á stundum væri það stopult. Undanfarin ár gerðum við dálítið af því að stunda útivist og fara í veiði- túra saman. Þorsteinn eða Steini, eins og hann var kallaður meðal vina, var að ýmsu leyti sérstæður persónu- leiki. Kannski mætti lýsa því þann- ig að honum hentaði ekki alltaf að ganga í takt. Frekar vildi hann ganga með sínu lagi og eftir sínu höfði. En allt var það gert í góðri sátt bæði við guð og menn. Steini var stæltur og kröftugur maður, fullur af lifandi áhuga á mönnum og málefnum og fjölfróður um margt. Hann hafði gott vald á íslenskri tungu og næmt auga fyrir góðu ritmáli. Á yngri árum minnist ég þess að hann átti það til að kasta fram skemmtilegum stökum á góðum stundum. Steini kom nokkuð víða við í starfi í gegnum tíðina. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að kennsla hafi átt hvað best við hann og verið honum hugleikin. Einstöku sinnum hef ég hitt fólk sem hann kenndi. Allir hafa borið honum vel söguna sem kennara og góðum félaga. Það hafa aðrir einnig gert. Ég minnist raunar ekki annars en að fólki hafi verið vel við Steina. Hann var þannig manngerð. Ég held að fólk hafi fundið að þar var drenglundað- ur maður sem fór ekki í mann- greinaálit. Hann gat umgengist og talað við alla og fólki líkaði jafnan vel við hann frá fyrstu kynnum. Steini var vinur vina sinna. Hann var vinur minn, sem ég reyndi margsinnis að trygglyndi og mikilli trúmennsku. Áhugamálin voru mörg t.d. hestamennska, skotveiðar og stang- veiði og svo var Steini reyndar listakokkur. Allt bar þetta á góma í samtölum okkar í milli. En fjöl- skyldan var aðalatriðið. Mjög kært var með Steina og Systu konu hans. Það fann ég best þegar við fórum saman norður í Fjörður fyrr í sum- ar ásamt Oddi Brodda syni þeirra. Og engum duldist hvað börnin Vin, Daði og Oddur Broddi áttu mikið í Steina. Hann var stoltur afi þriggja barnabarna. Daginn sem hann lést sagði hann mér frá gítarnámi ungs dóttursonar síns og var greinlegt að það gladdi hann. Við Lilla sendum Systu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Ég þakka Steina vegferð- ina. Eftir lifir minningin um kæran vin og góðan mann. Gunnar Gunnarsson. Fyrstu kynni okkar Steina voru stutt en þó dæmigerð fyrir alla að- ila. Ég var síðbúinn mættur til kennslu á Krók. Þorsteinn hafði nokkrum dögum fyrr komið við á Króknum á heimleið af ættarsetr- inu á Silfrastöðum. Þar varð á vegi Jón Hjartarson skólameistari sem umsvifalaust réði hann sem kenn- ara við Fjölbrautaskólann og vist- arstjóra að auki. Fylgdi því íbúð fremst í heimavist en mér var ætl- uð bólseta í íbúð í vistarenda. Síðar nefndi Steini þessar vistarverur okkar Enni og Hala. Um þetta allt var mér ókunnugt. Komið var að miðnætti, veður svalt en kyrrt og stjörnubjartur himinn. Var ég á vappi utandyra er Steina bar að garði: vörpulegur maður, létt- klæddur, í ljósu sænsku teygnibux- unum sem hann rómaði mjög og ljósblárri stuttermaskyrtu með axl- arstykkjum, sem ég nefndi síðar vélstjóraskyrtunna Steina til mik- illar ánægju, sem þótti flíkin batna við þetta tignarheiti. Ekki vakti þetta þó bráða athygli mína, frem- ur hitt að hann var með byssu í annarri hönd en gæsir í hinni. Tók- um við tal saman og upplýstist um hag beggja. Er leið á talið varð okkur litið til himins þar sem blasti við látlaus för þess sem við hugðum vera fljúgandi furðuhluti á hraðferð um himinhvolf. Fylgdumst við með för þeirra andaktugir langt fram á nótt. Daginn eftir var okkur sagt að þetta hefðu verið ósköp venjuleg gervitungl sem vel sæjust á björt- um nóttum. Það breytti ekki því að þessi meinta yfirskynvitlega reynsla í upphafi okkar kynna varð eiginlega grundvöllur ævarandi fóstbræðralags. Þorsteini farnaðist vel kennsla og vistarstjórn. Eitthvert vesen hafði verið á heimavistinni veturinn fyrr en í öruggum höndum reynds brotamanns á heimavistum fór allt ljúflega. Þeir sem áður töldust óal- andi urðu trúnaðarmenn. Eitt sinn reyndu ungir ölvaðir „orginalar“ að komast inn á vistina. Steini kom fram á bolnum með hnykklaða vöðva og hurfu þeir skjótt frá fyrir ljúfar fortölur hans. Síðan heyrðist að talað væri um „Jakann“ á vist- inni sem ekki þótti árennilegur. Steini var í fyrstu einsamall á Enni. Eftir áramót kom Systa, en gælu- nafnið þekkti ég ekki í fyrstu: Steini talaði ævinlega um „hana Guðríði mína Steinunni“. Þeirra samband var alltaf svipmikið og innilegt. „Ég þarf að fara að sinna henni Guðríði minni Steinunni,“ sagði Steini gjarnan er hann kvaddi. Leið svo ljúfur vetur með briddsboðum (Steini ætíð kappsfullur til sagna) og hálfkæringi. Samvistir urðu síð- an strjálli en þó ætíð eins og upp væri tekinn nýlegur þráður. Steini var ávallt samur við sig: Á Akureyri í norðannepju var hann glaðbeittur á bolnum á Ráðhústorgi í kófi eftir sundsprett, fullur tíðinda, glettinn og tvíræður í tali. Maður sem lífgaði upp á hverja samkomu. Þorsteinn Broddason var gleðimaður, kvenna- ljómi og kennimaður á veraldarvísu. Enginn var betur fundinn til að leið- beina unglingum á viðkvæmu skeiði: þolinmóður, góðgjarn og marg- reyndur á lífið. Eins og fornsagna- hetja féll hann í valinn í fullum her- klæðum veiðimannsins. Hrammur ellinnar fékk ei fangað Steina. Hann var alltaf Jakinn. Ásgeir Ásgeirsson. Sumt fólk er svo góðar mann- eskjur að mann langar ósjálfrátt til þess að líkjast þeim. Frá því ég var 8 ára var Lágholt 2b mitt annað heimili. Þangað leit- uðum við, vinir Odds, í svo fjöl- mennum hópum að setja þurfti á kvóta til þess að stemma stigu við drengjaflóðinu. Við spiluðum tin- dátaleiki og gáfu Steini og Systa grænt ljós á að allt húsið væri víg- völlurinn. Einhver misserin vorum við óðir í bláan leir sem var seldur í bókabúðinni, og við mótuðum úr honum misfína skúlptúra. Svo mikill leir fór um Lágholt 2b á þessum tíma að teppið þar var varanlega blátt á vissum svæðum. Með árunum fækkaði smástrák- unum, en nokkrir breyttust í ung- linga sem komu í Lágholtið til þess að spila tölvuleiki, A&A eða bara til þess að hanga, horfa á sjónvarpið og borða matinn hans Steina. Í mínu tilfelli fól þetta líka í sér að gista í sófanum um nóttina og endurtaka svo leikinn daginn eftir. Sum miss- erin tel ég mig hafa verið meira heima hjá Oddi en heima hjá mér, og aldrei höfðu Steini eða Systa orð á því að eitthvað væri athugavert við þennan sjálfskipaða þurfaling. Við Oddur urðum eins og bræður, og ég fór að líta á Steina sem annan föður. Hann hélt alltaf ró sinni, því al- veg sama hvað kom upp á þá virtist hann hafa rétta svarið. Skynsam- legt, réttlátt svar. Salómonsdómar. Hann talaði aldrei niður til okkar, sama á hvaða aldri við vorum. Þeg- ar ég tók kannski að gaspra út í loftið, einhvern hálfsannleik sem ég hafði heyrt, þá tókst honum að fylla í eyðurnar, leiðrétta rangfærslur og kenna manni meira, án þess þó að sýna vott af yfirlæti, og við dýrk- uðum þetta. Hann fór stundum með hundinn út að labba með nærbuxur á hausn- um af því það er allt í lagi. Hann skildi að lífið er of stutt til þess að eyða því í neikvæðar tilfinn- ingar. Ég sé Steina fyrir mér eins og Búdda, alltaf brosandi, hlæjandi, strjúkandi bumbuna eða skallann, romsandi út úr sér þekkingu og visku fullri af kærleik og væntum- þykju. Ég held því fram að nærveran við Steina á mínum mótunarárum hafi gert mig að betri manneskju. Hann smitaði mig af ást á lífinu, þorsta í þekkingu, hungri í upplifanir og kæruleysi gagnvart öllu því sem fólk segir að skipti máli en skiptir ekki neinu máli. Mér finnst eins og viska hans hafi verið ótæmandi, botnlaus, víðfeðm eins og hafið og krassandi eins og góð bók. Hann gerði almenna þekk- ingu spennandi, hann gerði æðru- leysi og jafnaðargeð að lífsstíl, hann gerði hugsandi menn úr hópi af smástrákum, og ef ég væri beðinn að tala fyrir þennan drengjaskara sem var alltaf að sniglast í hringum Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hef- ur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.