Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Amma var mikil gæfukona í sínu einkalífi og með afa fékk hún ein- stakan lífsförunaut. Afi og amma voru mjög samhent hjón og var mikill kærleikur og vinátta á milli þeirra. Samband þeirra einkennd- ist af væntumþykju, hlýju og virð- ingu. Afi og amma bjuggu öll sín hjúskaparár á Bárugötu 6 í Reykjavík. Heimili þeirra bar vott um mikinn myndarbrag. Amma varð fyrir miklu áfalli þegar afi Steingrímur lést af slysförum árið 1977. Einnig var það henni þung- bært þegar Nonni sonur hennar lést fyrir tveimur árum eftir erfið veikindi. Amma bar alltaf mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og var alltaf að hugsa um að öllum liði vel. Henni var tíðrætt um drengina sína sem hún var ákaflega stolt af og reyndust henni einstaklega vel alla tíð. Amma tók alltaf virkan þátt í öll- um hátíðum og fjölskylduviðburð- um, jafnt stórum sem smáum. Ég á margar góðar minningar um ömmu þegar farið var í sumarbústað í Selvík við Álftavatn og naut hún þess að ferðast um landið. Amma var mjög heilsteypt kona sem gott var að ræða við. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur barnabörnin og það var gott að leita til hennar því hún hafði alltaf tíma til að hlusta og leiðbeina okkur. Á þann hátt sýndi amma okkur einlægan áhuga og lét sig varða það sem við tókum okkur fyrir hendur. Þannig var ná- lægð og örlæti hennar stór hluti af tilveru okkar. Öll okkar æskuár bjuggum við í nágrenni við ömmu og nutum góðs af samveru hennar. Við systkinin hjóluðum oft í heimsókn á Báru- götuna og alltaf var það sama hlýja og góða viðmótið sem mætti okkur. Amma var alla tíð heilsuhraust. Síðustu ár hefur hún dvalið á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún fékk góða umönnum. Þar hefur hugur fjölskyldunnar verið og sú tryggð og samvera sem hún veitti ömmu þennan tíma er ómetanleg. Amma fylgdist vel með uppvexti dóttur okkar og nöfnu hennar, Guðrúnar Margrétar, og við mun- um miðla til hennar öllu því góða sem amma gaf okkur. Fyrir það er- um við óendanlega þakklát. Amma kenndi mér svo margt og eitt af því voru bænir og læt ég hér fylgja með eina af uppáhaldsbænum okk- ar sem við fórum oft saman með. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Ég kveð ömmu mína með mikl- um söknuði. Blessuð sé minning hennar. Heiðrún Helgadóttir. Elsku amma á Báró. Við kveðjum þig með söknuði. Minningar frá samverustundum okkar í barnæsku koma upp í hug- ann, og má þar helst nefna allar helgarnar sem við gistum hjá þér. Í þeim heimsóknum kenndir þú okkur bænirnar og fórst með okk- ur í sunnudagaskólann. Þegar hann var búinn brást ekki að heit- ur grjónagrautur var tilbúinn handa svöngum börnum. Við minn- umst þín sérstaklega fyrir sterka trú þína á kærleiksríkan Guð og að þú áttir alltaf hlý orð fyrir alla. Betri ömmu var ekki hægt að óska sér og viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og viljum við kveðja þig í hinsta sinn með bæn sem þú kenndir okk- ur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Steingrímur, Skapti og Margrét. Elsku Maggi frændi, mér finnst erf- itt að skrifa minning- argrein um þig og ég held að það sé vegna þess að ég er ekki tilbúin að kveðja þig. Ég vil að þú vitir að þú átt stóran ef ekki mestan þátt í því hvar ég er í lífinu í dag og hvaða leiðir ég ákvað að taka. Þú varst minn listræni inn- blástur og ég fór í myndlistarskóla, þú sýndir mér leir og ég elskaði ker- amik, þú föndraðir úr steinum og kenndir mér að meta steinana og náttúruna. Þú varst svo mikill lista- maður en ég trúi því að þú hafir sótt þinn innblástur í fortíðina, ferðalög- in, lífsreynsluna (sem var meiri en nokkur annar hefur átt), erfiðleik- ana, góðu tímana og frelsið. Þegar ég tala um Magga frænda þá fyllist ég stolti, mig langar að tala endalaust um þig, og segja öllum að þú hafir verið frændi minn. Ætli það sé ekki þess vegna sem allir vinir mínir vita hver þú ert og hafa heyrt allar frábæru sögurnar þínar. Maggi þegar ég hugsa um þig á betri stað þá sé ég þig fyrir mér sitj- andi í steinaparadís við stóra á fulla af fiski og þú heldur á veiðistöng, við hlið þér situr Ívan, elsku hundurinn þinn. Þú ert klæddur í veiðigallann þinn og þú ert með hatt, um hálsinn ertu með hálsmen eftir þig sjálfan. Allt í kringum þig eru krakkar sem vilja fá að vera með þér, sem vilja sjá Ívan leika listir sínir og heyra þig segja sögurnar þínar. Maggi, ég vona að þú vitir að þú hefur gefið mér meira en nokkur annar gæti, þú kenndir mér að lifa lífinu, að lifa því eins og hver dagur væri sá síðasti og að gera hlutina eins og ég vil gera þá, að hlusta ekki á skoðanir annarra, og að vera öðru- vísi. Elsku Maggi, ég elska þig óend- Magnús Hörður Jónsson ✝ Magnús HörðurJónsson sjómaður fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1942. Hann lést á heimili sínu 15. ágúst sl. og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. ágúst. anlega mikið og ég lofa þér að ég mun leita til þín í erfiðleikum, ég mun hugsa um þig þegar mig vantar inn- blástur og ég ætla að halda áfram að segja fólki hve yndislegur þú varst, ég hlakka til að hitta þig aftur þegar ég kem í heimsókn, þá er eins gott að þú verð- ir búinn að skipu- leggja hálandaferð fyrir mig í steinanámu og helst áttu að vera búinn að gera nesti. Þín frænka, Ásdís Gunnarsdóttir. Vinur minn og frændi er sofnaður sínum eilífa líkamlega svefni en lifir sem mikið ljós í minningu og anda. Maggi var maður sem kunni að vera mannlegur, maður sem kunni að vera laus frá kerfisbundnum lifn- aðarháttum, maður sem ég elskaði og virti. Hann sagði að hann ætti góða trú, trúna á sólina, hafið, vind- ana og allt sem lifir, ég er sammála þér Maggi það er góð trú. Það er mikil trú. Maggi, ef ég ætti stund með þér þá myndi ég fara með þér til Frakk- lands, Parísar og ganga með þér um Montmartre. Við myndum ræða frelsi, listir og lífið sjálft. Ég myndi segja þér drauma mína, markmið og lífssýn, það er svo auðvelt að segja þér allt, þú skilur svo vel. Við mynd- um athuga fólk og hafa gaman af því að anda. Við myndum fá okkur góðan sterkan kaffibolla og þú myndir segja mér að lífið sé til þess að lifa því. Þú myndir minna mig á að lífið er verðmætt og fullt af tækifærum, að ég ætti að vera frjáls og sjálfri mér samkvæm. Þú myndir minna mig á það oft og reglulega að ég á bara gott skilið, skilið að vera elskuð og virt af sjálfri mér og öðrum. Þú vissir tilgang lífsins, hann var hluti af þér en þú valdir að læra meira. Við tvö myndum stilla upp striga og mála myndina um lífið. Næst myndum við fara upp á hálendi Íslands og leita að sjaldgæfum íslenskum steinum. Þú myndir sína mér alla leynistaðina og lýsa því fyrir mér hvernig hinir ýmsu steinar urðu til. Þú myndir grípa í veiðistöngina og veiða einn vænan lax sem við myndum grilla saman og borða með bestu lyst eftir allt erfiðið yfir djúpum samræðum um ein- manaleikann sem getur gripið okkur og lausnina við honum. Þú kunnir hana en valdir að fara þína leið. Við myndum skemmta okkur saman og eiga alvöru stundir fullar af vísdómi og sönnum augnarblikum. Elsku Maggi, hvað ég mun sakna þín. Ég veit að ég hefði ekki getað breytt neinu um þetta augnablik þar sem þú kvaddir þennan efnisheim en ég vildi óska þess að ég hefði getað gert það, þú áttir skilið meira. Hjarta mitt mun ávallt geyma minninguna um þig, elsku frændi, og sál mín er uppfull af lífsspeki þinni og ráðum. Orð þín til mín eru enn raunverulegri í hjarta mínu eftir að þú ert horfinn augum mínum. Ég lifi eftir þeim, mitt líf er uppfullt af frelsi, sköpun og þakklæti einn dag í einu. Seinast þegar ég hitti þig þá tók ég utan um þig, eins og alltaf, og sagði þér hve mikið ég elskaði þig og saknaði þín. Ég á það augnablik alltaf og er þakk- lát fyrir það. Þitt þétta og sterka faðmlag verður hluti af mér alltaf. Og röddin þín verður mér sem kraft- ur til fórnfúsra dáða. Ég elska þig svo mikið Þú notaðir líf þitt til að gráta Bald- ur, að vera einn, að finna sársaukann og sorgina og í þessu ferli hefurðu mætt myrkrinu eins og Baldur sem þurfti að upplifa myrkrið í Hel til að geta upplifað annars konar ljós, hið sanna ljós. Höður og Baldur verða sameinaðir á ný í þessu nýja ljósi. Þú ert núna að fá að sjá. Þín frænka, Sigrún. Deyr fólk í fötunum sínum? spurði dóttir mín sex ára þegar ég sagði henni að hann Maggi væri dáinn. Hann Maggi var stórkostlegur karakter. Það er ekkert langt síðan ég kynntist honum, rétt tæp þrjú ár. Hann heillaði mig upp úr skónum með stórfenglegri frásagnargáfu, frábærum húmor og súpersjarma manns, sem hefur um langa hríð þurft að kjafta sig út úr ýmsum að- stæðum. Ég tók viðtal við hann snemma árs 2007 og átti svo sem ekki von á því að leiðir okkar lægju saman aftur. En ég var stödd í Austurstræti dag einn og sá hann koma niður Bankastræti á hjólinu sínu með hattinn í sólinni. Ég kallaði til hans, hann sveiflaði sér af hjólinu og sagði með þunga: „Af hverju hringirðu aldrei í mig – Guð- rún?“ Upp frá því urðum við vinir og ég hringdi oft í hann og hann í mig. Maggi átti fortíðina alveg einn og sagði mér sjálfur að listi yfirsjón- anna væri þriggja kílómetra langur. Ég rengdi hann aldrei, en spurði heldur ekki hverjar þær væru. Ég þekkti hann bara í hans besta og skemmtilegasta formi. Draumurinn var að fara í ferðalag þar sem hann ætlaði að sitja undir sólhlíf í suð- rænu landi, segja mér frá hinu lit- skrúðuga lífi sínu og draga ekkert undan. Við töluðum oft og lengi saman. Stundum var hann rétt ófarinn í æv- intýraferðir, stundum var hann ný- kominn heim. Svo hringdi hann bara til þess að segja hvað honum þætti vænt um vinskapinn. Ég heimsótti hann í Þingholtsstrætið, í Mosfells- sveitina, á Kjalarnesið til Gunnu systur og í Fossvoginn. Svo borðuð- um við reglulega saman hádegismat og ég flækti honum með mér í ýmis erindi. Maggi færði inn í líf mitt liti sem voru fáséðir fyrir og ferskan blæ af framandi flakki. Saman hlóg- um við mikið. Mest þó að sögunum hans. Ég var að koma úr ísbúðinni þeg- ar ég fékk skilaboð frá Gunnu systur Magga. Ég var nokkuð viss um hvaða fréttir hún þurfti að færa mér, því síðasti ís sem ég keypti var ís handa Magga. Þá lá hann á Borg- arspítalanum og sendi mig eftir ís. Ég kvaddi hann þá með trega og mér var það alveg jafnljóst og hon- um sjálfum, að nú væri lífsins bikar nær drukkinn í botn. Hann sagðist ekki vilja sjá læknatöflur og ætlaði bara að lækna sig sjálfur með hvít- lauk, kanel, engifer og íslensku grænmeti. Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til vina hans og fjölskyldu. Í líki tveggja litríkra karla sem hann leiraði handa mér með sínum fimu höndum geymi ég minningarn- ar um hann. Annar situr á bekk, hinn er undir suðrænu sólhlífinni með glettni í augunum og lítur út fyrir að vera búinn að leysa frá skjóðunni. En spurningu dótturinnar er enn ósvarað. Deyr fólk í fötunum sínum? Svarið er svona: Hvort sem hann Maggi dó í fötunum sínum eða ekki veit ég að það mun enginn nokkurn tíma fara í fötin hans Magga. Hann var alveg einstakur á sinn sérstaka hátt. Margrét Jónasdóttir. Fyrir 77 árum hitt- ust tvær litlar stelpur í Ballettskóla Ásu Hanson, síðan hafa þessar litlu stelpur Sigríður (Lilla) og Sigrún verið óaðskiljanlegar vin- konur. 77 ár er langur tími, en að eiga Lillu sem vinkonu allan þann tíma er ótrúlegt lán. Árin liðu og við urðum samferða í hina ýmsu ball- ettskóla. Fljótlega kom í ljós að Lilla var sérlega efnileg og ljóst að hún var upprennandi stjarna. Að því kom að ekki var hægt að stunda meira ball- ettnám hér á landi. Styrjöldin í Evr- ópu kom í veg fyrir að hægt væri að fara í nám þangað og komu þá bara Bandaríkin til greina en mörgum fannst það mikið óráð. Lilla lagði þó af stað í skipalest til Bandaríkjanna aðeins 15 ára gömul. Þetta var mikið hættuspil þar sem alltaf mátti búast við sprengjuárásum. Mikið var ég hrædd um hana, en allt gekk vel og til New York komst hún. Hún stundaði nám í virtum list- dansskóla, Chalif, í þrjú ár. Hún tók Sigríður Th. Ármann ✝ Sigríður Theó-dóra Ármann fæddist í Reykjavík 26. maí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 14. ágúst sl. og var jarð- sungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 24. ágúst. Meira: mbl.is/minningar námið sitt mjög alvar- lega og kom heim með mikla kunnáttu og reynslu. Eftir heimkomuna hélt Lilla sýningar bæði í Reykjavík og út um land við frábærar undirtektir. Ég var sannarlega stolt af vinkonu minni.1948- 1951 rak hún ballett- skóla með Sif Þórz, en stofnaði eigin ballett- skóla 1952. Lilla var mikil listakona, gerði allt með stakri fagmennsku, hún þoldi ekkert fúsk, allt sem hún gerði bar vott um nákvæmni hennar og samviskusemi. Kennsla hennar mið- aði að því að nemendur hennar hefðu gagn og gleði af náminu. Hún var kröfuhörð en líka sanngjörn. Nem- endur hennar ætluðu sér að sjálf- sögðu ekki allir að verða listdans- arar enda var það ekki endilega tilgangurinn með náminu, heldur að leiðbeina og hlúa að öllum eftir hæfi- leikum og getu. Lilla giftist Birni Hjartarsyni 1952. Hann studdi hana alla tíð í hennar starfi. En lífið var sannar- lega ekki alltaf dans á rósum hjá Lillu. Hvert áfallið af öðru dundi yfir hana. Í október 1965 misstu þau hjónin fjögura mánaða gamlan son sinn. 1992 varð Björn eiginmaður hennar bráðkvaddur að heimili þeirra 64 ára að aldri. 1997 kom þriðja áfallið er Lilla fékk blóðtappa í heila og lamaðist að hluta, eftir það var hún bundin við hjólastól. Það voru grimmileg örlög fyrir konu í hennar stöðu. Hún tók örlögum sínum með ótrú- legu æðruleysi. Aldrei heyrði ég hana kvarta, öll hennar framkoma var eins og hún væri algerlega heil heilsu, hún var ótrúlega kjörkuð, dugleg og heilsteypt kona. Ásta dóttir hennar tók við rekstri ball- ettskólans og hefur rekið hann síðan með stakri prýði í anda mömmu sinnar. Lán Lillu var að hún átti góð börn sem létu sér annt um hana og studdu hana af bestu getu. Ég vil sérstak- lega nefna Ástu dóttur hennar sem var móður sinni stoð og stytta og annaðist hana af stakri alúð. Nú er komið að kveðjustund, að baki eru margar góðar samverustundir bæði í gleði og sorg. Ég mun sakna henn- ar sárt, en sárastur er þó söknuður- inn hjá börnum hennar, barnabörn- um og tengdabörnum en meðal þeirra var Lilla alltaf miðpunktur- inn. Við Gunnar vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Sigrún Ól. Flóvenz. Á lífsleiðinni kynnumst við öll og eigum samleið með fólki sem hefur á okkur djúpstæð og mótandi áhrif. Sigríður Ármann var ein af þessum manneskjum í mínu lífi. Sem nem- andi og síðar kennari við Balletskóla Sigríðar Ármann naut ég hand- leiðslu hennar og hlýrrar vináttu í ríflega 30 ár. Hún lauk upp fyrir mér heimi balletsins, leiddi mig fyrstu sporin og kenndi mér að sjá gleðina og fegurðina í dansinum. Hún inn- rætti mér sjálfsaga og þrautseigju og kenndi mér að bera höfuðið hátt þótt snúningar eða stökk tækjust ekki alltaf. Það hefur reynst mér ómetanlegt veganesti út í lífið. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Ég kveð Sigríði Ármann með söknuði, virðingu og væntumþykju. Elsku Ásta, Guðni, Pálína, Sig- björn og fjölskylda – ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Rakel Pálsdóttir. Kæra vinkona Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Sigurbjörn, Ásta, Pálína og fjölskyldur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Þorbjörg Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Th. Ármann bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.