Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 45
Dagbók 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Sudoku
Frumstig
1 6
3 4
2 4 1
6 3
9 8 5 7
5 4
3 2 9
6 7 5
2 1
5 2
1 5
7 6 9
1
2 3
6 7 3 9
8 2 6
8 4
7 9 6 5
5 9 8
8 7 5
9 1
3 9
3 1 6
5 2 7
6 4 7 3
7 6 4 5 1
7 4 6 5 9 8 3 1 2
5 8 9 3 2 1 4 7 6
1 2 3 7 6 4 5 8 9
6 1 5 8 4 7 2 9 3
3 7 8 2 5 9 6 4 1
4 9 2 6 1 3 8 5 7
8 3 4 1 7 2 9 6 5
9 5 7 4 3 6 1 2 8
2 6 1 9 8 5 7 3 4
5 1 3 4 6 2 9 8 7
4 2 9 7 8 1 6 5 3
7 8 6 3 5 9 1 4 2
9 3 8 5 1 4 2 7 6
1 7 4 2 3 6 5 9 8
2 6 5 9 7 8 3 1 4
8 5 1 6 2 7 4 3 9
3 9 2 8 4 5 7 6 1
6 4 7 1 9 3 8 2 5
1 6 7 4 5 8 2 3 9
3 4 2 6 9 7 1 5 8
5 8 9 1 2 3 7 4 6
9 7 3 2 8 6 5 1 4
6 2 4 3 1 5 9 8 7
8 5 1 9 7 4 3 6 2
2 3 8 5 6 9 4 7 1
7 9 5 8 4 1 6 2 3
4 1 6 7 3 2 8 9 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 4. september,
247. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Og hann mun senda út
englana og safna sínum útvöldu úr
áttunum fjórum, frá skautum jarðar
til himinskauta. (Mk 13, 27.)
Athygli vakti að barnung dóttirMichael Jacson flutti tölu við
minningarathöfn um hann.
Þetta blöskraði sumum sem þótti
út úr korti að barn skyldi vera sett í
þessa aðstöðu sem eiginlega hæfði
bara fullorðnum.
Nú er sá siður í Ameríku að menn
tala yfir kistum á persónulegum nót-
um rétt einsog við Íslendingar skrif-
um minningargreinar til birtingar í
Morgunblaðinu. Og kemur þá í ljós að
margt er líkt með okkur og Banda-
ríkjamönnum, því oftar en ekki birt-
ast minningargreinar frá börnum og
unglingum og stundum minningarorð
frá svo ungum börnum að ljóst er að
þau hafa ekki burði til að setja slíkt á
blað.
Vel skrifaðar minningargreinar
þykja Víkverja sjálfsagðar en barna-
kveðjur eigi bezt heima í kistum við-
komenda eins og var áður en það varð
lenzka að birta þær opinberlega.
x x x
Nokkrir kunningjar Víkverja hafasetzt að á erlendri grundu og
upplifað sitt af hverju meðan þeir eru
að venjast siðum í framandi löndum.
Nú síðast flutti einn til Kína. Eins og
annars staðar er þar margt ólíkt með
mönnum frá því sem við eigum að
venjast, samanber eftirfarandi kafla
úr einu Kínabréfi:
„Þarna kynntist ég hinni miklu
gestrisni Kínverja. Það er mikil kurt-
eisi að troða mat endalaust í gesti og
gestirnir borða á undan heimafólki.
Mér fannst ég svo dónaleg að vera að
háma í mig mat á meðan hinir biðu en
svona er þetta hér og ekkert við því
að gera.“
x x x
Víkverji lagði í sumar leið sínavestur á firði og fór þá meðal
annars í gegnum Búðardal. Víða hef-
ur verið komið upp góðri aðstöðu fyr-
ir ferðamenn, oftast á tjaldstæðum;
borð og bekkir þar sem menn geta
snætt nestið í friði og ró og oft fallegu
umhverfi. En ekki í Búðardal. Þar
voru hvorki borð né bekkir á tjald-
stæðinu, þótt setjast megi undir
verzlunarvegg með sinn heimabagga.
En Víkverja þætti hitt samt vina-
legra. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skortir nær-
ingu, 8 faðir, 9 mastur,
10 kvendýr, 11 böggla,
13 ákveð, 15 flaug, 18
svera, 21 sund, 22 kút,
23 trylltir, 24 getuleysi.
Lóðrétt | 2 aðhlynning, 3
hafna, 4 knáa, 5 ótti, 6
fita, 7 vegg, 12 þreyta,
14 eignist, 15 vers, 16
ráfa, 17 skessum, 18
glæsileg, 19 látnu, 20
forar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hopar, 4 búkur, 7 renni, 8 rokið, 9 fót, 11 naut,
13 iðna, 14 ódæll, 15 barm, 17 lugt, 20 hal, 22 teppa, 23
ormur, 24 runni, 25 tolla.
Lóðrétt: 1 hóran, 2 pontu, 3 reif, 4 burt, 5 kákið, 6 riðla,
10 ófæra, 12 tóm, 13 ill, 15 bátur, 16 ræpan, 18 urmul,
19 torfa, 20 hani, 21 lost.
6
8
11
15
22
1
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O-O
5. O-O d6 6. Rc3 Rc6 7. d3 Rh5 8. e4 e5
9. h3 a6 10. Be3 Bd7 11. d4 exd4 12.
Rxd4 He8 13. Hc1 Hb8 14. He1 Ra5 15.
b3 Rf6 16. Dd3 c5 17. Rde2 Bc6 18.
Hcd1 Bf8 19. g4 b5 20. cxb5 axb5 21. g5
b4 22. gxf6 bxc3 23. Rxc3 Dxf6 24. Rd5
Bxd5 25. Dxd5 He5 26. Dd2 Rc6 27. Bf4
Hh5 28. De3 He8 29. Dg3 Rd4 30. Be3
Rc2 31. He2 Rxe3 32. Dxe3 d5 33. Dd3
Hhe5 34. Hde1 d4 35. b4 cxb4 36. Dxd4
Bc5 37. Dd3 Dh4 38. Kf1 Hd8 39. Db3
Ha8 40. Dc4 Ha3 41. Hd1 Hc3 42. Da6
Kg7 43. Db7 Df4 44. Dd7 Dh2 45. Hd5
Staðan kom upp á 7. minningarmóti
Stauntons sem lauk fyrir skömmu í
London á Englandi. Rússneski stór-
meistarinn Alexander Cherniaev
(2428) hafði svart gegn Terry Chapman
(2232). 45… Hg3! 46. Hxc5 Hxg2 og
hvítur gafst upp enda fátt til varnar.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Draumfarir.
Norður
♠ÁG9
♥G10
♦KD108
♣D1094
Vestur Austur
♠D108753 ♠--
♥D2 ♥876543
♦95 ♦7632
♣872 ♣ÁG5
Suður
♠K642
♥ÁK9
♦ÁG4
♣K63
Suður spilar 6G.
Freud sagði að ótti okkar og þrár
kæmu fram í draumum. Allir spilarar
óttast óleguna og þrá snilldina. Suður
dreymdi draum. Makker hans opnaði á
1♦ og austur hindraði með 2♥, en svo
tók suður völdin og keyrði í 6G. Spaði
út og nía blinds átti fyrsta slaginn.
Jafnvel í svefni er fljóttalið upp í 12
slagi með svíningu í hjarta. En þá
læddist óttinn að: hvað ef ♥D er í vest-
ur? Suður bylti sér í rúminu, en svo
skyndilega færðist yfir hann angurvær
kyrrð. Hann hafði séð hina fullkomnu
lausn: að spila fyrst laufi á kóng, taka
síðan slagina á spaða og tígul og
byggja þannig upp upplýsingaþvingun
á austur.
Þegar suður vaknaði rifjaðist með
hryllingi upp fyrir honum að hann
hafði svínað fyrir ♥D í Sumarbrids
kvöldið áður og sloppið með skrekkinn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú hefur mun meiri áhrif á um-
hverfi þitt en þú sjálfur heldur. Innri
stöðugleiki er grundvallarþáttur þess að
fá sem mest út úr deginum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er mikill kraftur í þér en það
skiptir öllu máli að beina honum í rétta
átt svo þú fáir því áorkað sem þú óskar.
Hvernig væri að fara á stað sem þú hef-
ur aldrei komið á áður?
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þér finnst þú hafa verið að-
krepptur í nokkurn tíma og þig langar
til þess að varpa af þér okinu. Fólki í
kringum þig tekst að lífga upp á þitt
gáskafulla ímyndunarafl, ekki síst vatns-
bera.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þér finnst fjölskylda þín óþægi-
lega gagnrýnin og letjandi í dag. Hvað
sem því líður dregur þetta ekki úr ár-
angri þínum eða endurspeglar þig.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Rannsóknarhæfileikar þínir njóta
sín svo sannarlega núna. Slakaðu á og
njóttu þess að vera barnslegur.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú lætur hið hagnýta fyrir róða
og einbeitir þér að því sem er skemmti-
legt. Taktu þetta með í reikninginn og
reyndu að líta sem best út.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til
þess fyrr en síðar. Búðu þig undir að til
þín verði leitað varðandi önnur störf.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú bætir upp fyrir að byrja
daginn seint ef þú skipuleggur þig.
Láttu ekki óskylda hluti villa þér sýn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Leggðu þig allan fram og þú
munt undrast hversu miklu þú kemur í
verk með góðu móti. Nú skiptir öllu máli
að halda þétt utan um budduna ef ekki á
illa að fara.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það getur reynst erfitt að
greina á milli þess sem má og hins sem
ekki gengur. Taktu lítil skref í breyt-
ingaátt til að byrja með.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Gamall vinur eða ættingi ber
upp við þig mál, sem mun koma þér á
óvart. Haltu þig fyrir utan allar skærur,
þá fellur enginn blettur á mannorð þitt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þér finnst þú einangraður um of
og þér líður illa þess vegna. Reyndu að
læra sem mest af sem flestum því það er
gott veganesti út í lífið.
Stjörnuspá
4. september 1949
Kirkjan í Möðrudal á Fjöllum
var vígð. Jón A. Stefánsson
bóndi byggði kirkjuna og
skreytti. Meðal annars málaði
hann altaristöfluna, sem sýnir
fjallræðuna.
4. september 1973
Bókstafurinn z var felldur úr
opinberu máli, m.a. embætt-
isgögnum og kennslubókum,
samkvæmt auglýsingu
menntamálaráðuneytis.
4. september 1984
Níunda og síðasta hrina
Kröfluelda hófst. Hún stóð í
tvær vikur. Þetta var öfl-
ugasta gosið og í því rann
hraun sem var 24 ferkílómetr-
ar. Eldarnir stóðu í níu ár,
með hléum.
4. september 1998
Viðskiptaháskólinn í Reykja-
vík (síðar nefndur Háskólinn í
Reykjavík) var settur. Fyrsta
skólaárið voru nemendur um
þrjú hundruð. Skólinn tók við
af Tölvuháskólanum sem hafði
starfað í tíu ár.
4. september 2004
Hús nóbelsskáldsins Halldórs
Laxness í Mosfellsbæ, Gljúfra-
steinn, var opnað sem safn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Elsa Lilja Eyj-
ólfsdóttir, Hólm-
garði 2b, Kefla-
vík, verður
sjötug 7. sept-
ember. Í tilefni af
afmælinu mun
hún taka á móti
fjölskyldu og vin-
um í Oddfellow-
húsinu í Grófinni 6, sunnudaginn 6.
september, milli kl. 17 og 19.
70 ára
„ÞAÐ verður haldin hangikjötsveisla í Tryggva-
skála á Selfossi í kvöld og ég hlakka mikið til. Ég er
svo mikill sveitamaður í mér að ég vil fá ekta
sveitastemningu. Á eftir hangikjötinu verða síðan
ekta rjómatertur frá tengdamömmu, með fullt af
rjóma og alls kyns góðgæti,“ segir Magnús. Áttatíu
gestum hefur verið boðið og verður kona Magn-
úsar, Anna Margrét Magnúsdóttir, veislustjóri svo
Magnús sagðist eiga von á óvæntum uppákomum.
„Svo verður þarna hljómsveitin Sirkus, sem leikur
fyrir dansi. Í henni er Fannar Freyr, elsti sonur
minn, og þeir kunna öll gömlu góðu lögin,“ segir
hann. Einhverjum gjöfum bjóst Magnús við og þá helst reiðhjólahjálmi.
„Ég er búinn að nefna það við mitt fólk. Ég fer út að hjóla daglega og
ég hef orðið var við það að fólk sem ég mæti er allt með hjálma og það
lítur mig hornauga. Ef ég fæ hjálminn verð ég sáttur!“ Magnús sagðist
líka vera búinn að láta fólk vita að hann vildi ekki nýjan, flókinn gemsa.
Þessi fimmtán ára dugi vel. „Ég ræð við að hringja og senda sms og vil
ekkert meira. Ég vil hafa þetta einfalt og þægilegt.“ Á hinum full-
komna afmælisdegi fengi Magnús morgunverðinn í rúmið. Kannski
honum verði að ósk sinni. sigrunerna@mbl.is
Magnús H. Hreiðarsson, ritstjóri, 40 ára
Hangikjöt og rjómatertur
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is