Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 47

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Eða ég reyni að gleyma að ég dansi og dansa þá eins og ég hafi aldrei fyrr dansað. 50 » KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Fen- eyjum hófst með pompi og prakt í fyrradag með frumsýningu á nýrri kvikmynd ítalska leikstjórans Guis- eppe Tornatore, Baaria, en sögusvið hennar er Sikiley. Það þótti nokkuð óvænt val því kvikmyndir frá Holly- wood hafa jafnan verið opnunar- myndir hátíðarinnar hin seinustu ár og kvikmyndastjörnur úr drauma- borginni stolið senunni á rauðum dreglum. Hátíðin er besta kvik- myndahátíð í heimi, að mati taív- anska leikstjórans Ang Lee sem gegnir hlutverki formanns dóm- nefndar á hátíðinni í ár, dómnefndar sem mun velja bestu myndina á há- tíðinni og afhenda leikstjóra hennar Gullljónið. Ang Lee hlaut Gulljónið fyrir fjórum árum fyrir kvikmyndina Brokeback Mountain. Lee segir í spjalli við breska ríkis- útvarpið BBC að í raun sé ekki hægt að keppa um það hvaða kvikmynd sé best því allar myndir séu góðar á sinn hátt. Lee efast þó ekki um mik- ilvægi kvikmyndahátíða og -verð- launa og segir það t.d. hafa verið af- ar mikilvægt fyrir asíska kvik- myndagerð þegar Sjö samúræjar Akira Kurosawa hlaut aðalverðlaun- in í Feneyjum árið 1954. Meðal þeirra mynda sem keppa um aðalverðlaunin í Feneyjum í ár er The Road með Charlize Theron og Viggo Mortensen í aðalhlut- verkum; endurgerð Werner Herzog á The Bad Lieutenant og hin franska White Material með Isa- belle Huppert í aðalhlutverki. Þá verður nýjasta mynd Michaels Moore, Capitalism: A Love Story, frumsýnd. Reuters Í Feneyjum Leikstjórinn Ang Lee. „Besta hátíðin“ Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hafin Í DAG kl 14 verður haldin sýn- ing á verkum tveggja, ungra íslenskra fatahönnuða frá Dream Catcher Clothing við Humarskipið í Reykjavík- urhöfn. Sýningin er hluti af Ís- lensku tískuvikunni, Iceland Fashion Week. Aðgangseyrir er enginn. Íslenska tískuvikan var haldin fyrsta sinni árið 2000 en það var Kolla Aðalsteinsdóttir sem átti veg og vanda af því, að því er fram kemur á vefsíðu tískuvikunnar, reykjavikfashion.is. Í upphafi var ætlunin að vekja athygli á íslenskri fatahönnun en fljótlega komu að henni hönnuðir víða úr heiminum. Því er hún orðin alþjóðleg. Hönnun Dream Catcher Clothing við höfnina Húfa merkt Dream Catcher Clothing Á MORGUN kl. 17 mun Kling & Bang gallerí opna sýninguna Andvökur – Sleepless nights í samvinnu við Truck Gallery í Calgary í Kanada. Níu kan- adískir myndlistarmenn sýna verk sín, þeir Robin Arse- neault, Ken Buera, Kay Burns, Jason de Haan, Craig LeBlanc, Kris Lindskoog, Walter May, Phillip McCrum og Robyn Moody. Sýningarstjóri er Dav- id Diviney og segir hann sýninguna þróaða sem „svar og endurgjald“ við sýningunni Sundogs Contemporary Art from Iceland sem sex íslenskir listamenn héldu í Alberta í fyrra. Frekari upplýs- ingar má finna á slóðinni this.is/klingogbang. Myndlist Andvökur í Kling & Bang galleríi Verk á sýningunni Andvökur Í KVÖLD og annað kvöld kl. 20 verða tvær stuttar óperur sýndar í Iðnó, The Telephone eftir Menotti og Biðin eftir Tariverdiev. Alexandra Chernyshova, sópran, Michael Jón Clarke, barítón, Daníel Þorsteinsson, píanó, flytja The Telephone, en Chernyshova syngur ein í seinni óperunni. Aðalsteinn Bergdal sér um leikstjórn. Í The Telephone segir af ástarþríhyrningi hinnar rússnesku Lucy, kærasta hennar Ben og símans á heimilinu. Í Bið- inni segir hins vegar af einmana söngkonu sem bíður eftir draumaprinsinum með mikilli örvænt- ingu. Frekari upplýsingar á idno.is. Tónlist Ástarþríhyrningur og einmana kona Alexandra Chernyshova Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is JÓHANN Ágúst Hansen hefur tekið við sem framkvæmda- stjóri Gallerís Foldar af El- ínbjörtu Jónsdóttur. Auk þess hefur hann keypt þriðjung í galleríinu af Elínbjörtu og eig- inmanni hennar, Tryggva Frið- rikssyni. „Þetta hefur verið rekið sem fjölskyldufyritæki síðan 1992. Ég kom inn í fyrirtækið 1996 ásamt konu minni, sem er dóttir Tryggva og Elínbjartar, þegar við opnuðum Gall- erí Fold í Kringlunni. Við lögðum það gallerí af um áramótin síðustu og í kjölfarið var ákveðið að ég tæki við hluta af rekstrinum,“ segir Jóhann sem mun áfram starfa sem listmunasali hjá galleríinu. „Ég stefni ekki að því að beita mér fyrir miklum breytingum innan Foldar, við höfum verið að efla uppboðin og sýningarhald og munum halda því áfram.“ Fleiri og betri myndir Fyrsta uppboðið eftir sumarfrí verður í Galleríi Fold á mánudaginn, Jóhann segir það líta vel út. „Það eru komnar inn fleiri og betri myndir en voru í vor. Við erum mest að eiga við gömlu meistarana á uppboðunum og það eru komnar inn fínar mynd- ir eftir Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason og Þor- vald Skúlason. Svo er auðvitað alltaf einhverjar myndir eftir Kjarval.“ Spurður hvort fólk selji verk í meira mæli eftir efnahagshrunið til að losa um pening segir Jóhann eitthvað vera um það. „Flest verk sem við fáum í sölu koma inn vegna þess að það er verið að skipta búum og eldra fólk er að minnka við sig, en við finnum auðvitað fyrir því líka að fólk selur núna til að losa um aura,“ segir Jóhann og bætir við að verðlækkun hafi líka orðið á málverkum. „Verðið síðasta vetur lækkaði töluvert og það má alveg sjá 40% lækkun á sumum listamönnum miðað við hvernig þetta var í hæstu hæðum 2006- 2007. Ég veit ekki hvort sú lækkun heldur áfram enda ekki viss um hvort þeir sem selja eru tilbúnir að láta verkin fara neðar. Ég veit ekki hvort ég get sagt að botninum sé náð en einhverjum stöð- ugleika er náð,“ segir Jóhann. Komnar inn fleiri og betri myndir  Framkvæmdastjóri Gallerís Foldar segir verk sumra listamanna hafa lækk- að um 40% miðað við árin 2006 og 2007  Fyrsta uppboðið á mánudaginn Þorvaldur Verk eftir Þorvald Skúlason sem verður boðið upp á mánudaginn. Jóhann Ágúst Hansen Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er alltaf gaman þegar við feðgarnir vinnum saman, og ég nýt þess,“ segir maestro Vladimir Ashkenazy, en hann stjórnar Sinfón- íuhljómsveit Íslands á fyrstu tón- leikum starfsársins í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Einleikari á tónleik- unum er sonur hans, Vovka Stefán Ashkenazy píanóleikari. Vladimir Ashkenazy á langan feril að baki sem einn mesti píanóleikari okkar tíma, og spurningin er, hvort ekki sé erfitt fyrir soninn að spila verk sem hann veit að pabbi þekkir í þaula sem píanóleikari. „Ég reyni að hugsa sem minnst um það,“ segir Vovka, og brosir hlýtt til pabba síns sem bætir strax við: „Það er mjög gott samband á milli okkar. Við þekkjum ógrynnin öll af tónlist, báð- ir tveir. Það má segja að það sé ekki mikið um óþekkta tónlist í dag, og næstum hægt að fá hvaða verk sem er á plötu.“ Vovka Stefán leikur einleik í einu þekktasta verki píanóbókmennt- anna, Wanderer-fantasíunni eftir Schubert. En í kvöld verður hún auðvitað ekki flutt sem einleiksverk, heldur í hljómsveitarbúningi Franz Liszts. Spurningin er hverju Liszt gat bætt við snilldarverk Schuberts fyrir utan það augljósa, hljómsveit- ina. „Liszt skapar verkinu önnur og ný blæbrigði og notar „effekta“ eins og hamraðri áslátt á píanóið og mikinn blástur málmblásturshljóðfæranna. Þetta gerir fantasíuna ef til vill dramatískari og gefur henni vigt.“ Vovka Stefán kveðst reyna að hugsa sem svo að hann sé að spila verk eftir Schubert. „Þetta er Schu- bert, með viðbótum frá Liszt, en það er þó mismunandi eftir köflum. Liszt leyfir Schubert auðvitað að njóta sín. En þar sem Liszt bregður á leik, með hamraða ásláttinn og „effekt- ana“, þá er erfitt að hugsa um Schu- bert.“ Hvert tónverk með sína sögu Manfred-sinfónían er eitt af mestu verkum Pjotrs Tsjaíkovskíjs, og er sérstök fyrir það að í henni er dulin saga, eða öllu heldur ljóðið Manfred, eftir Lord Byron. Slíkt kallast prógrammmúsík, þegar tón- skáldið reynir að líkja eftir ákveð- inni sögu og framvindu. Ég spyr Vladimir Ashkenazy hvort tónverk, sem bundið er slíkri sögu, bindi hendur hljómsveitarstjórans á ein- hvern hátt. „Nei, það skiptir í raun engu máli, því ég lít svo á að hvert einasta tónverk hafi sína sögu. Það að sagan sé augljós gerir verk hljómsveitarstjórans hvorki auð- veldara né erfiðara. Þú skilur tón- listina þegar þú hlustar á hana. Það er hennar saga. Ég nota þó söguna af Manfred sem Tsjaíkovskíj setti í verkið og útskýri fyrir hljómsveit- inni hvað hvert stef þýðir. En það geri ég bara til að upplýsa og skapa góð tengsl við hljómsveitina.“ Á morgun verður opið hús hjá Sin- fóníuhljómsveitinni. Þar verður óvænt dagskrá og vetrarstarfið kynnt, og Vladimir Ashkenazy stjórnar leik hljómsveitarinnar. Liszt skapar ný blæbrigði Morgunblaðið/Golli Ashkenazyfeðgar „Það er mjög gott samband á milli okkar,“ segir Vladim- ir um samstarfið við Vovka. Þeir koma fram á Sinfóníutónleikum í kvöld. Feðgarnir Vovka Stefán og Vladimir Ashkenazy í sviðsljósinu á Sinfóníutónleikum í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.