Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Hverjir upplýsa Ríkisendurskoðun? Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is LÖGIN sem samþykkt voru nú á sumarþingi skylda Ríkisendurskoðun til að birta upplýs- ingar sem henni berast um fjármál flokka og frambjóðenda, en ekki að staðfesta réttmæti þeirra. Hvorki flokkar né frambjóðendur eru þó skyldaðir til að upplýsa neitt og er sannleiks- gildi upplýsinganna á þeirra ábyrgð. Flokkarnir hafa vissulega undirritað vilja- yfirlýsingu þess efnis að fjármálin verði gerð opinber, líkt og Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn hafa raunar þegar gert. Allir flokks- formenn virtust sömuleiðis sammála um að birt- ing fjárhagsupplýsinga væri af hinu góða. En hvað gera þingmenn? Munu þeir senda Rík- isendurskoðun upplýsingar um styrki og fjár- framlög sem þeir þáðu á tímabilinu sem um ræðir? Morgunblaðið hefur undanfarnar vikur unnið að því að senda fyrirspurn til þeirra frambjóð- enda sem setið hafa á þingi og þátt tóku í forvali eða prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar 2007, sem og þeirra þingmanna sem tóku þátt í kosn- ingu formanns eða varaformanns í flokkunum á árunum 2005-2009. Spurt var hvort menn hygð- ust veita Ríkisendurskoðun þessar upplýsingar. Á síðunni hér fyrir neðan er að finna við- brögð þeirra sem fengu sæti á Alþingi í þing- kosningunum 2007. Þingmönnum gefst áfram kostur á að svara fyrirspurninni og verða svörin uppfærð jafnóðum á mbl.is. Líkt og sjá má hér að neðan hafa fjölmargir núverandi og fyrrverandi þingmenn ekki svar- að fyrirspurninni. Aðrir hafa e.t.v. ekki kynnt sér lögin og kveðast munu senda Ríkisend- urskoðun upplýsingarnar biðji stofnunin um þær. Svo verður þó ekki nema frekari laga- breytingar komi til á Alþingi. Birkir Jón Jónsson Hefur ekki svarað. Framsóknarflokkur Bjarni Harðarson Skilar upplýs- ingum til Ríkis- endurskoðunar í janúar vegna anna við bókaútgáfu. Guðni Ágústsson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingararnar biðji hún um þær. Gunnar Bragi Sveinsson Þáði enga styrki á tímabilinu. Hjálmar Árnason Hefur ekki svarað. Höskuldur Þór Þórhallsson Hefur ekki svarað. Jónína Bjartmarz Hefur ekki svarað. Magnús Stefánsson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Siv Friðleifsdóttir Hefur ekki svarað. Valgerður Sverrisdóttir Þáði enga styrki á tímabilinu. Grétar Mar Jónsson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Frjálslyndi flokkurinn Guðjón Arnar Kristjánsson Hefur ekki svarað. Gunnar Örlygsson Heildarstyrkir undir 300.000 kr. Jón Magnússon Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Kristinn H. Gunnarsson Fékk engin framlög eða styrki á tímabilinu. Magnús Þór Hafsteinsson Hefur ekki svarað. Sigurjón Þórðarson Þáði enga styrki á tímabilinu. Anna Kristín Gunnarsdóttir Þáði enga styrki á tímabilinu. Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Hefur þegar svarað Ríkisendurskoðun. Árni Páll Árnason Hefur ekki svarað. Ásta R. Jóhannesdóttir Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Björgvin G. Sigurðsson Hefur ekki svarað. Einar Már Sigurðsson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Ellert B. Scram Er tilbúinn að veita upplýsingar um framlög, sem voru engin. Guðbjartur Hannesson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Guðrún Ögmundsdóttir Hefur þegar gert grein fyrir sínum styrkjum. Gerði það um leið og prófkjörs- baráttu lauk. Gunnar Svavarsson Þáði enga styrki. Segir það hafa komið fram opin- berlega. Helgi Hjörvar Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Jóhanna Sigurðardóttir Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Jón Gunnarsson Birti upplýsing- arnar á vef sínum. Kostnaður nam rúmri milljón. Katrín Júlíusdóttir Hefur ekki svarað. Karl V. Matthíasson Hefur ekki svarað. Kristján L. Möller Hefur ekki svarað. Lúðvík Bervinsson Minnist þess ekki að hafa þegið persónulega styrki. Mörður Árnason Þáði enga styrki á tímabilinu. Reiknar með að senda Ríkisendurskoðun yfirlýsingu. Sigríður Jóhannesdóttir Heildarstyrkir undir 300.000 kr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Þórunn Svein- bjarnardóttir Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Össur Skarphéðinsson Hefur ekki svarað. Arnbjörg Sveinsdóttir Hefur ekki svarað. Sjálfstæðisflokkur Ármann Kr. Ólafsson Hefur ekki svarað. Árni Johnsen Hefur ekki svarað. Árni M. Mathiesen Hefur ekki svarað. Ásta Möller Styrkir gefnir upp til skatts. Ekki búið að ákveða hvort Ríkisendurskoðun fái frekari upplýs- ingar. Birgir Ármannsson Hefur ekki svarað. Bjarni Benediktsson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Björk Guðjónsdóttir Hefur ekki svarað. Björn Bjarnason Kynnir sér lögin og fer eftir ákvæðum þeirra. Einar K. Guðfinnsson Hefur ekki svarað. Geir H. Haarde Hefur ekki svarað. Guðfinna S. Bjarnadóttir Hefur ekki svarað. Guðlaugur Þór Þórðarson Hefur ekki svarað. Illugi Gunnarsson Hefur ekki svarað. Jón Gunnarsson Hefur ekki svarað. Kjartan Ólafsson Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar biðji hún um þær. Kristján Þór Júlíusson Hefur ekki svarað. Ólöf Nordal Hefur ekki svarað. Pétur H. Blöndal Hefur ekki svarað. Ragnheiður Elín Árnadóttir Hefur ekki svarað. Ragnheiður Ríkharðsdóttir Hefur ekki svarað. Sigurður Kári Kristjánsson Hefur ekki svarað. Sturla Böðvarsson Hefur ekki svarað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hefur ekki svarað. Atli Gíslason Öll fjármál hafa verið opin og gerð grein fyrir þeim á heimasíðu VG. Vinstrihreyfingin – grænt framboð Álfheiður Ingadóttir Hefur enga styrki þegið. Árni Þór Sigurðsson Hefur ekki svarað. Jón Bjarnason Hefur ekki svarað. Katrín Jakobsdóttir Hefur þegar svarað Ríkisendurskoðun. Kolbrún Halldórsdóttir Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Steingrímur J. Sigfússon Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Svandís Svavarsdóttir Þáði enga styrki á tímabilinu. Þuríður Backman Veitir Ríkisendur- skoðun upplýs- ingarnar. Ögmundur Jónasson Hefur ekki svarað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.