Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 12
Árni Páll Árnason Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is S kiptar skoðanir eru á því innan stjórnmálaflokka á Alþingi hversu langt stjórn- völd eiga að ganga í aðgerð- um í þágu þeirra sem brunnið hafa inni með húsnæðis- og bílalán í kjölfarið á bankahruninu síð- astliðið haust. Í því samhengi er horft til geng- istryggðra lána sem „stökkbreytt- ust“ með falli krónunnar og íslenskra krónulána sem bólgnuðu vegna verð- tryggingar og viðvarandi hárrar verðbólgu. Höfuðstólslækkun skulda hefur mikið verið rædd, en afar ólík sjón- armið eru á því innan Samfylkingar, VG og Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna varð sú leið fyrir valinu hjá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráð- herra að fara bil beggja, annarsvegar að grípa til almennra aðgerða, þar sem komið er til móts við alla skuld- ara, og hinsvegar að færa ekki niður skuldir strax, en halda því opnu að afskrifa eftirstöðvarnar í lok lánstím- ans. Ennfremur er lagt upp með að rík- issjóður beri engan kostnað af að- gerðunum og ekki Íbúðalánasjóður, þar sem reiknað er með að verð- tryggðu lánin innheimtist að fullu. „Kröfuhafar í bönkunum hagnast á því að lánin haldist sem mest í skil- um,“ segir Árni Páll. „Þess vegna var óhugsandi af okkar hálfu að ríkið legði í kostnað við að auðvelda þá að- gerð. Kröfuhafarnir verða sjálfir að leggja í þann kostnað; ekki er hægt að ríkisvæða að lágmarka áhættuna.“ Og formúlan er kunnugleg. „Í raun byggist tillagan á sömu aðferðafræði og notuð var í fyrirvaranum við Ice- save,“ segir Tryggvi Þór Herberts- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Greiðslubyrðin fer eftir efnahags- ástandinu í þjóðfélaginu. Ef launa- vísitalan hækkar umfram verðlag, kaupmáttur eykst með öðrum orð- um, þá hækkar greiðslubyrðin og minna er fellt niður af skuldum. Kaupmáttaraukningin fer þá í að greiða skuldir, en einnig í að halda uppi neyslu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, segir jákvætt að ráðist verði í almennar aðgerðir, sem fylgja megi eftir með sértækum aðgerðum. „En það nást ekki öll já- kvæðu áhrifin sem höfuðstólslækkun hefði skilað, til dæmis losnar ekki eins mikið um húsnæðismarkaðinn.“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir gott að létt hafi verið mánaðarlegri greiðslubyrði. „Það þýðir að fólk ætti að geta leyft sér meira, sem eykur eftirspurn og skapar atvinnu, og það skilar aftur auknum skatttekjum, sem er akk- úrat það sem við þurfum í dag. En áhrifin hefðu verið meiri ef við hefð- um ráðist í að minnka skuldabyrðina, sem ekki gafst svigrúm til, meðal annars vegna þrýstings frá AGS, að mér skilst.“ Hún segir það mikil vonbrigði að tækifærið hafi ekki verið nýtt til að færa húsnæðislánin inn í Íbúðalána- sjóð og byggja upp félagskerfi sam- hliða séreignarkerfinu, þar sem íbúð- ir og fasteignir væru í félagslegri eign. „Þá er ég að hugsa um kaup- leigukerfi, sem yrði álíka stórt og annars staðar á Norðurlöndum. Ég efast um að séreignarstefnan gangi upp, að minnsta kosti gerði hún það ekki þegar bankarnir hrundu og verðbólguskotið leiddi til þess að þeir sem eru með lágar tekjur gátu ekki borgað af lánunum sínum. Og það má vænta þess að innan skamms tíma hækki vextir vegna mikils fjár- lagahalla ríkja í Evrópu og Ameríku. Þá verður erfitt fyrir fólk að eignast húsnæði, í stað þess að eignast hlut í fasteign eða húsnæði sem það býr í.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hreyfði félagsmálaráð- herra raunar þeirri hugmynd við bankana, að ef aðgerðirnar yrðu þeim um megn, þá myndi Íbúðalána- sjóður leysa til sín húsnæðislánin og kosta til áhættunni, en jafnframt njóta ávinningsins. „Auðvitað var það til að koma báðum á hreyfingu,“ sagði sami heimildarmaður. „Við áttum von á að fá kynningu á tillögunum, en höfum ekki fengið hana ennþá,“ segir Þór Saari úr Borgarahreyfingunni. „En miðað við það sem við höfum heyrt eru þær innihaldslitlar. Það er verið að plata fólk: Þú færð afslátt á afborgunum þínum á morgun – þangað til ein- hvern tíma. Og þeir selja þetta þann- ig að greiðslubyrðin lækki um 30 þúsund í næsta mánuði, en svo safn- ast afgangurinn bara upp og reddast einhvern tíma í framtíðinni þegar Árni Páll er ekki lengur ráðherra. Víst kemur þetta fólki til góða til skamms tíma, en það þarf að gera eitthvað raunverulegt í þessu máli. Annars er bara verið að bjarga fjár- magnseigendum en ekkert gert fyrir skuldara. Það er ekki jafnaðar- stefna.“ Tillögurnar hafa einnig fallið í grýttan jarðveg hjá Hagsmuna- samtökum heimilanna. Ólafur Garð- arsson, stjórnarmaður, segir að fé- lagsmálaráðherra tali um að „leið- rétta greiðslubyrði“ og nýti sér þannig orðfæri samtakanna. Raunin sé sú að „leiðrétting“ geti aðeins fal- ist í niðurfellingu skulda, en ekkert sé gefið eftir af höfuðstólnum og óvíst hvort hann færist nokkuð niður. „Það er í raun verið að reyna að stað- festa glæpinn,“ segir Ólafur, sem fengið hefur samþykkta gjafsókn, meðal annars gegn gamla og nýja Kaupþingi, þar sem lagt er upp með að sýna fram á ólögmæti gengis- tryggðra lánveitinga. Hann tekur fram að greiðsluverkfall samtakanna verði eftir sem áður í gildi til 15. október. Yfir erfiðasta hjallann Viðhorfið er jákvætt á Alþingi til almennra að- gerða sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur lagt fram og ætlað er að létta greiðslubyrði þeirra sem skulda húsnæðis- eða bílalán. En á þau er líka deilt og þau sjónarmið heyrast að ganga þurfi lengra, einkum í lækkun höfuðstóls. Rýnt er í afstöðu þingmanna og skoðuð áhrif til- lagnanna á hag fjölskyldna í landinu. Morgunblaðið/ÞÖK Lilja Mósesdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Tryggvi Þór Herbertsson Þór Saari ‘‘„EF LAUNAVÍSITALANHÆKKAR UMFRAMVERÐLAG, KAUPMÁTTUREYKST MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, ÞÁ HÆKKAR GREIÐSLUBYRÐIN OG MINNA ER FELLT NIÐUR AF SKULDUM. KAUP- MÁTTARAUKNINGIN FER ÞÁ Í AÐ GREIÐA SKULD- IR, EN EINNIG Í AÐ HALDA UPPI NEYSLU.“ 12 Skuldavandi heimilanna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.