Morgunblaðið - 04.10.2009, Side 14
14 Sakamál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
L
eikstjórinn Roman Polanski
var handtekinn í Sviss fyr-
ir rúmri viku og verður að
líkindum framseldur til
Bandaríkjanna. Þar eiga
stjórnvöld óuppgerðar sakir við hann
vegna atburðar í Kaliforníu fyrir 32
árum. Roman Polanski gaf 13 ára
stúlku áfengi og róandi lyf og nauðg-
aði henni.
Á þeim 32 árum sem liðin eru hefur
sagan smám saman breyst, Polanski í
hag. Raunar höfðu margir samúð
með honum þegar hann var ákærður
á sínum tíma, enda hafði maðurinn
gengið í gegnum hrylling þegar
barnshafandi eiginkona hans, Sharon
Tate, var myrt af Manson-genginu
árið 1969. Og svo taldist hann til snill-
inga í kvikmyndagerð. Það breytir
því ekki, að hann nauðgaði 13 ára
stúlkubarni. Hann átti ekki í ást-
arsambandi við hana og hafði ekki
samfarir við hana með hennar sam-
þykki, eins og stundum er haldið
fram, enda er ekki hægt að fá sam-
þykki 13 ára barns fyrir kynmökum.
Hann nauðgaði henni.
Ljósmyndir fyrir Vogue
Málskjölin í dómsmálinu gegn Pol-
anski vegna nauðgunarinnar hafa
verið gerð opinber. Þar kemur fram,
að hann sóttist eftir að mynda stúlk-
una, Samönthu Gailey. Hún kann-
aðist við hann, af því að systir hennar
var kærasta kunningja hans. Og þar
að auki var maðurinn auðvitað fræg-
ur, hafði til dæmis leikstýrt Rosem-
ary’s Baby og Chinatown, en í síðari
myndinni var Jack Nicholson í aðal-
hlutverki.
Polanski sagði stúlkunni að hann
vildi mynda hana fyrir frönsku útgáf-
una af tískuritinu Vogue. Þau hittust
einu sinni og hann tók margar mynd-
ir, þar af nokkrar þar sem hún var
ber að ofan. Henni fannst það óþægi-
legt, en reiknaði með að hann myndi
ekki gera þetta, nema af því að það
væri í lagi.
Hann birtist svo aftur á heimili
hennar nokkru síðar og vildi ólmur fá
hana í myndatökur. Hún hafði hugs-
að sér að fá vinkonu sína með, en leik-
stjóranum lá á, það var farið að
dimma og hann vildi nýta birtuna.
Fyrst myndaði hann hana í húsi
ekki fjarri heimili hennar, þar sem
leikkonan Jaqueline Bisset bjó. Svo
hringdi hann heim til Jacks Nichol-
son og fékk leyfi til að nota húsið hans
fyrir myndatökurnar. Þegar þangað
var komið tók á móti þeim ráðskona,
en hún fór og þau voru tvö eftir.
Kampavín og lyf
Myndatakan hófst og smám saman
krafðist Polanski þess að stúlkan
fækkaði fötum. Hann vildi að hún
sötraði kampavín á meðan hann
smellti af og hún varð drukkin. Þá gaf
hann henni líka róandi lyf.
Hann sagði henni að fara í heita
pottinn. Sem hún gerði, nakin sam-
kvæmt fyrirmælum hans. Hann fór
svo sjálfur nakinn í pottinn til hennar,
en hún fór þá upp úr, þrátt fyrir að
leikstjórinn reyndi að halda henni í
fanginu.
Þá vildi hann að hún synti með sér í
lauginni. Hún neitaði lengi vel, en
stakk sér svo til sunds, synti laugina á
enda og fór upp úr.
Næst vildi hann að hún færi inn í
svefnherbergi og legðist á rúmið.
Hún fór inn í svefnherbergi, en sett-
ist á sófa. Hann fylgdi á eftir og læsti
hurðinni. Svo hófst nauðgunin. Hún
bað hann allan tímann að hætta, en
hann sinnti því ekki. En hún þorði
ekki að streitast á móti, sagðist hafa
verið skelfingu lostin, enda vissi hún
að þau voru tvö ein í húsinu.
Svo var bankað á dyrnar. Kona var
við dyrnar og kallaði á Polanski.
Hann fór í gættina, sagðist hafa verið
í sturtu og myndi koma fram rétt
bráðum. Stúlkan klæddi sig í nær-
fötin á meðan, en Polanski lokaði
hurðinni, sneri sér aftur að henni og
lauk við að nauðga henni.
Eftir nauðgunina klæddi stúlkan
sig og fór fram. Konan, sem síðar
kom í ljós að var leikkonan Angelica
Huston, unnusta Jacks Nicholson,
heilsaði henni og hún muldraði eitt-
hvað til svars. Fyrir rétti sagði Ange-
lica að stúlkan hefði virst fýluleg og
það hefði sér þótt ruddalegt af henni.
Stúlkan fór út í bíl Polanskis og sat
þar grátandi. Hann kom út 10 mín-
útum síðar, ók henni heim og bannaði
henni að nefna atburði við móður
sína.
Tálkvendið Samantha
En móðir hennar frétti samt af
nauðguninni, frá systur stúlkunnar.
Hún lét lögregluna strax vita og þá
upphófst gríðarlegt fjölmiðlafár. Hús
stúlkunnar var umsetið og blöð víða
um heim birtu myndir af henni,
stundum með þeirri skýringu, að
þetta væri litla Lólítan, sem hefði
táldregið leikstjórann. En hún var
aðeins 13 ára og henni hafði verið
nauðgað. Enn í dag birtast þó fréttir,
þar sem sagt er að hún hafi átt í ást-
arsambandi við Polanski, sem hafi
komist upp og það sé ástæðan fyrir
vandræðum Polanskis, en ekki sú
staðreynd að hann er nauðgari.
Roman Polanski játaði sakir, en
gerði sér vonir um að hann þyrfti
ekki að afplána fangelsisdóm. Þegar
leið að ákvörðun refsingar óttaðist
hann þó hið versta og flúði land.
Hann hefur síðan verið á flótta undan
bandarískri réttvísi og búið í Frakk-
landi. Á þeim tíma hefur hann sótt
um að málinu verði vísað frá, en ekki
hlotið erindi sem erfiði. Hann telur
hafa verið á sér brotið í málsmeðferð-
inni.
Hann mun hafa greitt Samönthu
einhverjar bætur fyrir ódæðið.
„Aumingja Polanski“
Samantha Gailey er nú 45 ára, gift,
þriggja barna móðir og búsett á
Hawaii. Af viðtölum, sem birst hafa
við hana, er ljóst að atburðir í kjölfar
nauðgunarinnar hafa reynt gríð-
arlega á hana. Í viðtali við tímaritið
People fyrir 12 árum sagði hún m.a.:
„Afleiðingarnar voru verri en atburð-
urinn þetta kvöld. Þetta var í kvöld-
fréttum á hverju einasta kvöldi.
Fréttamenn og ljósmyndarar komu í
skólann minn og settu mynd af mér í
æsifréttablað í Evrópu, með text-
anum litla Lólíta. Allir sögðu: „Aum-
ingja Roman Polanski, leiddur í
gildru af 13 ára tálkvendi.“ Ég átti
góða vinkonu, sem var af góðu kat-
ólsku heimili, og pabbi hennar vildi
ekki leyfa henni að koma heim til mín
eftir þetta. Þetta var jafnvel verra
fyrir mömmu, af því að allir sögðu að
þetta væri henni að kenna. Ég þagði
bara og vildi ekki tala. Ég var ljúf 13
ára stelpa, en svo breyttist ég í reið-
an, 14 ára ungling. Ég var reið við
lögfræðinginn minn, ég var reið við
mömmu. Ég kenndi henni aldrei um
það sem gerðist, en ég var reið af því
að hún hafði hringt á lögregluna og
þess vegna þurftum við að ganga í
gegnum þessa eldraun. Núna veit ég
að hún upplifði helvíti þegar hún
reyndi að gera það sem rétt var.“
Missti tökin
Móðir hennar hefur sannarlega
fengið sinn skerf af umtali. Hún hefur
margsinnis verið sökuð um að hafa
lagt blessun sína yfir atburðinn, því
henni hafi verið mikið í mun að koma
dóttur sinni á framfæri sem fyr-
irsætu. Svo langt hafa ásakanirnar
gengið, að henni hefur verið líkt við
melludólga.
Fyrstu fimm árin eftir nauðgunina
missti Samantha öll tök á lífi sínu.
Hana hafði dreymt um að verða fyr-
irsæta og leikkona, en hún gaf alla
slíka drauma upp á bátinn. Segist
ekki hafa treyst sér til að fara í prufur
og jafnvel fá hlutverk, því hún vissi að
nauðgunin myndi ávallt fylgja henni.
Þess í stað hætti hún í skóla 16 ára,
varð ófrísk 18 ára og giftist.
Hún skildi við eiginmanninn áður
en sonur þeirra varð eins árs og segir
sjálf að þá hafi hún loks áttað sig á
hvað skipti máli. Hún þurfti að sjá um
soninn og hætta að láta nauðgunina
og afleiðingar hennar stjórna lífi sínu.
En því fær hún ekki ráðið. Í hvert
sinn sem menn velta vöngum yfir
flóttamanninum Polanski hefjast sím-
hringingarnar. Hún gætir þess vel að
börnin hennar svari ekki símanum.
Í ljósi þessa er skiljanlegt að hún
vilji að málinu ljúki loksins. „Þegar ég
var yngri hafði ég enga stjórn á at-
burðarásinni, en núna vil ég takast á
við málið á mínum eigin forsendum.
Ég finn ekki fyrir reiði í garð Pol-
anskis. Ég get meira að segja fundið
til nokkurrar samúðar með honum.
Móðir hans dó í útrýmingarbúðum
nasista, Sharon Tate konan hans var
myrt af Manson-genginu og hann
hefur lifað sem flóttamaður. Lífið hef-
ur reynst honum erfitt, rétt eins og
mér. Hann gerði viðbjóðslega hluti
við mig, en fjölmiðlarnir eyðilögðu líf
mitt.“
Mál að linni
Samantha sagði í viðtalinu að henni
væri alveg sama þótt Polanski fengi
að snúa aftur til Bandaríkjanna. „Það
væri fínt. Þá myndi þessu alla vega
ljúka. Þessu lýkur aldrei fyrr en það
gerist.“
Fjölmiðlar hafa gert mikið úr um-
mælum Samönthu í áranna rás og
haldið á lofti, að hún hafi fyrirgefið
nauðgunina. Má þó öllum vera ljóst,
sem lesa viðtöl við hana, að hún þráir
það eitt að málinu ljúki. Hún vill fá að
rækta garðinn sinn með manni og
börnum á Hawaii, en ekki vera fyrr-
verandi ástkona Polanskis, sem kom
leikstjóranum dáða í klandur.
Henni hefur verið refsað í rúma
þrjá áratugi fyrir brot Polanskis.
Hann var aldrei elskhugi hennar.
Hann nauðgaði henni, 13 ára gamalli.
Nauðgari, ekki ástmaður
Reuters
Nauðgari Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski verður að líkindum framseldur til Bandaríkjanna, þar sem hann
þarf loks að axla ábyrgð á nauðgun sem átti sér stað fyrir 32 árum. Hann hefur um langt árabil verið á flótta undan
bandarískri réttvísi. Hér er hann að kynna eina mynda sinna fyrir þremur árum.
Málalok Samantha Gailey, nú Samantha Geimer, vill að málinu ljúki og hún
fái loks frið. Hún lýsti þeirri skoðun m.a. í viðtali við tímaritið People.