Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 24
24 Tónleikar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
H
vað gerir konsertpían-
istinn þegar hljóð-
færið er örlítið van-
stillt – og stillarinn í
fjögurra klukku-
stunda fjarlægð – funheitt og rakt í
óloftkældum salnum og mosk-
ítóflugur stíga trylltan dans á flygl-
inum?
Hann skilar sínu.
Nína Margrét Grímsdóttir segir
aldrei um annað að ræða en við-
urkennir að hún hafi þurft að taka á
honum stóra sínum á tónleikum í
kínversku borginni Anqing á dög-
unum þar sem aðstæður voru svo
sem lýst er hér að framan.
Nína Margrét hélt átta tónleika í
sjö borgum í Kína í nýliðnum mán-
uði og aðstæður í Anqing voru ekki
eins og best verður á kosið. Þær
voru þó yfirleitt til fyrirmyndar.
Tónleikasalirnir glæsilegir, hitastig-
ið hæfilegt og moskítóflugurnar
handan við rúðuna. „Aðstæður og
viðtökur voru framar vonum,“ segir
Nína Margrét.
Tildrög heimsóknarinnar eru þau
að Nína Margrét sendi sendiráði Ís-
lands í Peking eintök af geislaplöt-
unum fjórum sem hún hefur gefið út
á liðnum misserum. „Sendiherra Ís-
lands í Kína, Gunnar Snorri Gunn-
arsson, hefur verið óþreytandi að
kynna íslenska menningu, ekki síst
tónlist, enda er hann prýðilegur pí-
anisti sjálfur. Hann kom plötunum
mínum á framfæri við umboðs-
skrifstofu ytra og niðurstaðan varð
sú að mér var boðið að halda tón-
leika í sjö kínverskum borgum,“ seg-
ir Nína Margrét.
Ryðja þarf brautina
Hún segir Gunnar Snorra og hans
fólk hafa greitt götu sína í hvívetna.
„Það hefur verið mjög neikvæð um-
ræða um sendiráð Íslands á erlendri
grundu undanfarið og margir viljað
loka þeim í sparnaðarskyni. Það er
miður. Það er frábært starf sem er
unnið í sendiráðunum og menn hafa
lagt mikið á sig til að byggja upp
ómetanleg tengsl á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins. Ég vona innilega
að íslensk stjórnvöld beri gæfu til að
loka ekki mikilvægum sendiráðum
eins og í Kína.“
Hún hvetur til frekari samskipta
við Kínverja. „Við erum kannski
ekki sammála öllu sem stjórnvöld í
Kína segja og gera. Að mínu viti er
hins vegar ekki rétt að sniðganga
landið. Bill Clinton var harðlega
gagnrýndur þegar hann sótti Kína
heim í forsetatíð sinni en ég er sann-
færð um að það var rétt nálgun hjá
honum.
Það þarf að ryðja brautina.
Hvernig eigum við að hafa áhrif á
mannréttindi í Kína ef samskiptin
eru engin? Við Íslendingar eigum
margt sem Kínverjar eiga ekki og
öfugt og þjóðirnar geta átt blómleg
samskipti á ýmsum sviðum.“
Borgirnar sem Nína Margrét lék í
eru Ningbo, Hangzhou, Zhoushan,
Qingdao, Guichi, Anqing og Peking,
þar sem hún kom fram í tvígang.
Á efnisskránni voru verk eftir Pál
Ísólfsson og Sveinbjörn Svein-
björnsson, auk kínverskra píanó-
verka og verka eftir Mozart, Schu-
mann, Debussy, Chopin og
Mendelsohn.
Það kom Nínu Margréti skemmti-
lega á óvart hvað kínverskir tón-
leikagestir voru virkir og áhuga-
samir. Þeir mynduðu tónleikana í
bak og fyrir en slíkar kúnstir eru yf-
irleitt ekki vel séðar.
Tóku börnin með á tónleikana
Hún segir það alls ekki hafa slegið
sig út af laginu. Eins og við munum
þarf konsertpíanistinn að vera við
öllu búinn. „Aðstæður geta verið
ákaflega mismunandi milli tónleika.
Það reynir því mismikið á einbeit-
inguna. Það er bara hollt að prófa
eitthvað nýtt,“ segir hún.
Nínu Margréti kom líka þægilega
á óvart hversu mörg börn sóttu tón-
leikana. „Það er ánægjulegt að for-
eldrar skuli taka börnin með á langa
kvöldtónleika. Við Íslendingar get-
um tekið Kínverja okkur til fyr-
irmyndar í þeim efnum.“
Í Guichi lék hún fyrir háskóla-
stúdenta og hélt stutta kynningu á
tónlistinni og höfundum hennar
samhliða flutningnum. „Mál mitt var
þýtt yfir á kínversku jafnóðum og
viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Salurinn var mjög lifandi og áhuga-
samur.“
Eitt eftirminnilegasta augnablik
ferðarinnar var þegar sex ára börn í
Zhoushan byrjuðu að syngja með
þegar Nína Margrét lék stafrófsþul-
una góðu, ABCD, eftir Mozart. „Það
kom mér þægilega á óvart en stað-
festi að sex ára börn eru alls staðar
eins.“
Í Anqing varð hún þess heiðurs
aðnjótandi að snæða með borg-
arstjóranum og var leyst út með
gjöfum. „Borgarstjórinn var indæll
maður sem hafði komið til Svíþjóðar
og var greinilega áhugasamur um
norræna menningu. Ég hvatti hann
til að heimsækja Ísland.“
Vingjarnlegir og hrifnæmir
Nína Margrét hitti margt fólk í
ferðinni og upplifun hennar er sú að
Kínverjar séu um margt líkir okkur
Íslendingum, þrátt fyrir alla fjar-
lægðina. „Kínverjar eru opnir, vin-
gjarnlegir og hrifnæmir. Þeir eru
greinilega mikið einstaklings-
hyggjufólk en á sama tíma ákaflega
agaðir og kurteisir. Maður finnur
líka dugnaðinn skína í gegn. Ég hef
líka komið til Japan og munurinn á
Kínverjum og Japönum er svolítið
eins og munurinn á Bandaríkja-
mönnum og Bretum. Japanirnir eru
líkari Bretunum, lokaðri og hátíð-
legri. Ég gæti ímyndað mér að and-
rúmsloftið í Kína væri svipað núna
og það var í Bandaríkjunum upp úr
miðri síðustu öld. Það er einhver
frumkraftur í gangi.“
Kína er land hinna skörpu and-
stæðna. Það staðfestir Nína Mar-
grét. „Aðra eins skýjakljúfa hef ég
hvergi séð en maður kemur líka inn í
hverfi þar sem fólk býr í skýlum með
moldarveggjum. Nútíminn hefur
raunar haldið innreið sína í skýlin
því þegar maður gægist inn blasa við
manni flatskjáir. Þannig andstæð-
urnar eru líka inni á heimilunum.“
Kínverjar læra ensku í skólum en
Nína Margrét segir afar fáa tala
hana. Það stafi líkast til af því að allt
erlent sjónvarpsefni sé talsett. „Eðli
málsins samkvæmt takmarkaði
þetta samskiptin og ég fann á fólk-
Flugur á flyglinum
Nína Margrét Gríms-
dóttir píanóleikari
sótti Kína heim í liðn-
um mánuði og kom
fram á átta tónleikum
í sjö borgum. Hún
segir viðtökur hafa
verið vonum framar,
Kínverjar séu opnir
og gestrisnir, hreint
ekki ólíkir okkur Ís-
lendingum þegar allt
kemur til alls.
Múrinn Nína Margrét Grímsdóttir segir það einstaka tilfinningu að standa á
Kínamúrnum. Það var líka eini staðurinn þar sem loftið var hreint.
Tveir heimar Sonur Nínu Margrétar, Kjartan Örn Styrkársson, var vinsælt
myndefni eystra enda heimamenn víðast hvar óvanir ljóshærðu fólki.
Söngelsk Börnin í Zhoushan syngja ABCD við undirleik Nínu Margrétar. „Börn eru alls staðar eins.“